Tíminn - 18.10.1994, Blaðsíða 8

Tíminn - 18.10.1994, Blaðsíða 8
Þriðjudagur 18. október 1994 Kínverskir kommúnistar óttast valdamissi og leita á nábir hins forna ríkissiöar sem þeir reyndu ab útrýma Konmsíus er ekki dauður Forusta kínverska kommúnista- flokksins, ríkisflokks í Kína, horfir til framtíðarinnar með nokkrum kvíða. Helstu ráöa- menn í flokknum þykjast sjá fram á aö breytingar þær, sem orðið hafa á risaþjóðfélagi þessu með vaxandi kapítalisma og markaöshyggju, séu að grafa undan valdaaðstööu þeirra. Enn- þá heldur Deng Xiaoping um stjórnartaumana á bak við tjöld- in, eða er a.m.k. sameinandi tákn. Flestir virðast gera ráð fyrir að „það lafi meðan hann lifir". En Deng stendur á níræðu og er orðinn heilsuveill. Forusta Flokksins er nú sögö önnum kafin við ráðstafanir sem ætlað er að tryggja aö hann — eða kannski ekki síður núver- andi forusta hans — missi ekki völdin er Deng safnast til for- feðra sinna. Hefur miðstjórn Flokksins nýlega gert samþykkt þar að lútandi. í henni kemur fram ab til stendur ab efla Flokk- inn mjög „niöri við grasrótina". Á ab verja til þess talsverðu fjár- magni og reyna aö virkja til þess dugandi menn. Flokkssellur og ættkvísllr Samkvæmt samþykktinni virbist miðstjórnin hafa í þessu sam- bandi mestar áhyggjur af sveita- þorpunum, þar sem næstum átta af hverjum tíu Kínverjum eiga ennþá heima. Er komist svo aö orði í samþykktinni að flokks- sellurnar í sveitum hafi glatab „75% af viðbúnaði sínum til bar- áttu". Fréttaskýrendur ýmsir túlka þetta svo, aö hér sé átt við það ab Alþýban lítur á verblagib ístór- verslun í Peking: hátt verb á neysluvörum í borgum er eitt afþví sem veldur óánœgju. BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON flokksstjórar hingað og þangað út um land hugsi nú fyrst og fremst um að mata krókinn í kapítalismanum og láti Flokkinn og hugsjónir hans sitja á hakan- um. Við því mátti búast, þar eb í Kína fer saman umsköpun at- vinnu- og efnahagslífs sam- kvæmt markaöshyggju og áframhaldandi pólitískt alræði kommúnistaflokksins. Það eru því yfirleitt flokksforingjarnir, sem ákveða hvað gert skuli í hverri borg og sveit, og sú ab- staba færir þeim ærin tækifæri til hlutdeildar í kapítalismanum. En við flokkssellurnar keppa á þeim vettvangi ættkvíslir og leynifélög, sem eiga sér fornar rætur í Kína, einkum sunnan til. Samtök þessi, sem mörg eru meb mafíusniði, hafa færst mjög í aukana síðustu árin, ekki síst með tengslum við Kínverja er- lendis. Til þess að forðast trufl- andi árekstra og vegna þess að téð samtök eru gjarnan peninga- sterk, hafa flokkssellurnar víða tekið þann kost að komast að samkomulagi við þau. Flokksforustan er sögð óttast ab meb þessu móti séu flokkssell- urnar á leið meb að hverfa inn í nefnd fjármála- og viöskipta- samtök. Harðari lína Héban í frá, segir miðstjórnin, verður flokksfélagi, sem stefnir að mannaforráðum, ekki aðeins ab sýna fram á að hann hafi for- ustuhæfileika og kunnáttu. Hann verður einnig að sanna ab hann sé trúr Flokknum og sósíal- ismanum, segir í samþykkt mið- stjórnar. Vestrænir fréttaskýrendur þar eystra sögbust sjá þess merki kringum hátíðahöldin af tilefni þess, að 45 ár em libin frá valda- töku kommúnista, að flokksfor- ustan hygbist taka upp „haröari línu". Það muni stafa af beinum ótta fomstunnar vib ab hún missi tökin á Kína að öðrum kosti. Sá ótti geti leitt til þess að forustan láti sitja á hakanum að snúast við ýmsum alvarlegum Zhu Rongji, einn valdamestu manna kínversku.forustunnar: takmarkabar vonir um ab takist ab hleypa eldmóbi í Flokkinn á ný. og aðkallandi efnahags- og um- hverfisvandamálum. Það gæti svo aftur haft næsta alvarlegar afleiðingar. Kínverska fomstan hefur þó að líkindum takmarkaða von um aö hægt sé ab hleypa hug- myndafræðilegum eldmóbi í Flokkinn á ný. Meb rísandi kap- ítalisma og nýafstöðnu hmni sovétkommúnisma eru marx- ískar hugmyndir Flokksins í minnkandi áliti og veruleg spill- ing í röðum hans bætir ekki þar um. Enda leitar kínverska fomst- an nú trausts og halds hjá Kongzi (Konfúsíusi), sem átti 2545 ára afmæli sömu dagana og hib kommúníska Kína varð að- eins 45 ára. Kenningar Konfúsíusar og kenningar byggðar á kenning- um hans hafa verið ríkissiður í Kína lengst af í yfir 2000 ár og haft meiri áhrif á hugarfar og viöhorf Kínverja en nokkurt annað hugmyndakerfi. Maó for- maður ætlaði aö láta nýjan ríkis- sið, kommúnismann, leysa Kon- fúsíusarhyggju af hólmi. Að því var oft gengið af hörku á valda- ámm Maós, einkum í menning- arbyltingu svokallaðri. En nú er svo að sjá að Konfúsíus hafi eina ferbina enn haft betur en allir hans keppinautar um ráðin í hugarfari Kínverja. í Kína var haldiö meb viðhöfn upp á næst- um 25 og hálfrar aldar fæðingar- afmæli hans, og svo er nú komib ab forusta Flokks og ríkis leggur kapp á ab kynna speking þenn- an fornan og kenningar hans. Konfúsíus ■ hugarfari Konfúsíusarhyggja býbur ab al- menningur sé hollur og hlýðinn keisurum og öðrum valdhöfum. í samræmi við það hefur Kína jafnan verib stjórnað síðustu rúm tvö árþúsundin. Rén Jiyu, kínverskur heimspekingur sem vestrænn fréttamabur skilgreinir sem „ný-konservatífan", sagði nýverið á námsstefnu í Peking um Konfúsíusarhyggju ab áhersla hennar á „samræmi" og „viröulega framkomu" væri lík- leg til að hafa róandi áhrif á þann sívaxandi fjölda fólks, sem væri óánægður meb ástandið í efnahagsmálum. Annab, sem gert var Konfúsíusi til sóma af tilefni afmælis hans, var að haldin var alþjóbleg ráð- stefna um kenningar hans í Pek- ing. Þar var einn af aðalræðu- mönnum Lee Kuan-yew, ósjald- an kallabur „skapari Singapúr hinnar nýju". Hann varð fyrsti leibtogi borgar þessarar eftir að hún varð sjálfstætt ríki og stjórn- aöi henni lengi strangri föbur- hendi. Hann Iét það á sér skiljast seint og snemma að hann teldi sig stjórna í anda Konfúsíusar. Nú halda kínverskir fræðimenn — einnig í Kína — því opinskátt fram ab hraður vöxtur „litlu drekanna fjögurra" (sem auk Singapúr eru Taívan, Hongkong og Subur-Kórea) í efnahagsmál- um sé ekki síst því að þakka aö þar sé Konfúsíusarhyggja ríkj- andi í hugarfari. ■ A5 halda okkur vakandi Saga. Tímarit Sögufélags. XXXII-1994. Ritstjórar Cfsli Agúst Cunnlaugsson og Sigurbur Ragnarsson. Fyrirferðarmesta ritgerð í þess- um árgangi Sögu er samantekt þeirra Gunnars Karlssonar og Helga Þorlákssonar um Plágurn- ar miklu á íslandi, drepsóttirnar á 15. öld. Þar draga tveir úr fremstu röð fræðimanna saman allt hið helsta sem vitaö er um plágurnar. Þeir ganga ekki gegn áliti fyrri fræðimanna um óskaplegan manndauða, en nefna manntjónið 50-60% í sóttinni 1402-1404. Nú liggur það Ijóst fyrir að ef farsótt er svo mögnuð að hún fellir um það bil annan hvern mann, er það tilefni þess að ýkjusögur komist á kreik. Þær hafa líka myndast um Svarta dauöa og áhrif hans. Þar má nefna sögurnar um dauöa heilla sveita utan einn piltur fann eina stúlku óraveg í burtu, eba þá um heilar kirkjusóknir sem plágan lagði í eybi. Hins vegar eru til öruggar heimildir um þaö ab margar jaröir féllu úr byggð vegna fólksfæðar. Það er eftir- tektarvert að jarbir sem fyrr og síbar voru eftirsóttar vegna þess að stutt var ab sækja fiskimib, svo sem Fjallaskagi í Dýrafirbi og Reykjarfjörður á Ströndum, féllu úr byggð. Fótum var kippt undan búskap þar, þegar ekld lánabist að manna áttæringa. Menn áttu þess kost að fá jarb- næði og hokra sjálfir og vildu það heldur en vera vinnumenn á jörð sem gat að vísu gefið mik- iö af sér, ef nógur var mann- skapurinn og dugandi stjórn- andi. Skemmtilegasta greinin í þess- ari Sögu þykir mér ritgerð Her- manns Pálssonar: Landnyröing- ur á Skagafiröi, drög að sköpun- arsögu Grettlu. Þar fjallar hann um víg Tuma Sighvatssonar á Hólum og veru þeirra Grettis og Illuga í Drangey. Menn Guð- mundar biskups fóru að Tuma utan úr Málmey í foráttuveðri þegar ekki var talib neitt ferða- veður og því átti landnyrðingur- inn ab halda vörð. Bæði á Hól- um og í Drangey var treyst á landnyröinginn, en yfirnáttúru- leg öfl komu til sögu og réðu úr- slitum. Og mjög er það senni- legt að sá er færbi Grettlu í letur hafi vitaö skil á vígi Tuma og at- vikum kringum þab. Svo sem vænta má eru við- fangsefnin að þessu sinni frá ýmsum tímum. Hér skrifar Kristján Sveinsson um vibhorf íslendinga til Grænlands og Grænlendinga síöustu aldir. Þar BÆKUR HALLDÓR KRISTJÁNSSON fer mest fyrir upprifjun þeirrar kenningar, sem nokkuö lét að sér kveða á þriðja tug aldarinn- ar, að íslendingar hefðu eignar- rétt á Grænlandi svo sem gam- allar nýlendu sinnar. Sigurjón Páll ísaksson skrifar um Magnús Björnsson og Mööruvallabók. í Möðruvalla- bók eru varðveitt merkustu handrit íslendingasagna. Þaö fer ekki milli mála ab Magnús Björnsson lögmaður á Munka- þverá átti bókina, en hér er m.a. rætt um hver kynni ab hafa selt honum hana. Þær hugleiðingar verða ekki raktar hér. Munnleg geymd á sögu Banda- ríkjamanna af íslenskum ættum í Norður-Dakota heitir ritgerö sem hér er komin. Höfundur er Gerald Anderson, en Bergsteinn Jónsson þýddi. í skýringum seg- ir m.a.: „Anderson ræbir sér- staklega gildi munnlegra heim- ilda í sagnfræðirannsóknum. Grein sína byggir hann á viðtöl- um vib fullorðið fólk í Norður- Dakota." Hér er því komið ab efni sem mörgum þykir áhuga- vert. En vitanlega hefur þetta fólk í Ameríku átt þess kost að styðja minni sitt við heimildir í blöðum eða bókum. Þó má ým- islegt álykta út frá þessari rann- sókn. Veturliði Óskarsson segir frá skírnarfonti Thorvaldsens í þýskri kirkju í Róm. Þar er sem sagt gripur af sömu gerð og skírnarfonturinn í dómkirkj- unni í Reykjavík. Þýskur fræði- maður að nafni Christian Carl Josias Bunsen var í utanríkis- þjónustu lands síns í Róm á fyrri hluta síðustu aldar. Hann kom þar upp þýskri mótmælenda- kirkju og í henni er þessi skírn- arsár. Thorvaldsen dvaldi lengi í Rómaborg og þar hefur Bunsen fengið gripinn hjá honum. Ritfregnir fylla hér 80 blabsíb- ur. Ekki er hér svigrúm til að ræða þær sérstaklega, en í heild má um þær segja að þar er gott lesefni fyrir áhugafólk um ís- lenska sögu. Getur þá hver og einn haldið umræðunni áfram heima hjá sér eba með kunn- ingjunum. Um þetta tímarit Sögufélags má segja ab þab sé af félagsins hálfu myndarlegt átak til að halda vakandi þeim, sem láta sér annt um sögu þjóðar sinnar að fornu og nýju.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.