Tíminn - 18.10.1994, Blaðsíða 16

Tíminn - 18.10.1994, Blaðsíða 16
Þriðjudagur 18. október 1994 Vebrib í dag (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.30 í gaer) • Suburland, Faxaflói oq Faxaflóamib: SA-kaldi og skúrir á morg- un en aftur vaxandi A- og NÍA-átt annab kvöld. • Breibafjörbur, Vestfirbir og Breibafjarbarmib: Stinningskaldi og styttir upp ab mestu.' • Strandir og Norburland vestra, Norburland eystra, Norbvest- urmib og Norbausturmib: Víba hvassvibri eba stormur og rigning í fyrstu en síban SA-stinningskaldi og léttir heldur til. • Austurland ab Clettingi, Austfirbir, Austurmib og Austfjarba- mib: Subaustan hvassvibri eoa stormur í fyrstu en hægir lítib eitt meb skúrum. • Subausturland og Subausturmib: SA- stinningskaldi eba all- hvass og súld. Jóhanna um hag neytenda afESB: Ekki víst ab verðlækkun skili sér til neytenda „Ég hef ekki séb forsendurnar á bak vib þessa útreikninga en mér sýnist þó ljóst ab ekki sé dregin upp öll myndin af þessu máli. í Finnlandi er nú fullyrt ab öll matvælafram- ieibsla þar muni leggjast af vegna óhefts innflutnings á landbúnabarafurbum, enda var þab svo ab 70-80% íbúa í landbúnabarhérubum Finn- lands greiddu atkvæbi gegn abild ab Evrópusambandinu," segir Jóhanna Sigurbardóttir alþingismabur um þá frétt Tímans um helgina ab verb á landbúnabarafurbum muni lækka ab mebaltali um 35- 40%, ef ísland gangi í Evrópu- sambandib, og rábstöfunarfé aimennings muni þannig aukast um 5.5-6 milljarba króna, jafnframt því sem tekj- ur ríkissjóbs muni ab líkind- um lækka sem því næmi. Jóhanna segir ennfremur: „Finnski landbúnaðurinn er mun óhagkvæmari en í ESB- löndunum og á því mjög erfitt meb að standast samkeppni. Sennilega er hann enn óhag- kvæmari hér á landi. Sama mundi líklega gerast hér á landi, þ.e. að veruleg hætta væri á ab matvælaframleiðsla í landbún- aði legöist af, sem væntanlega mundiþá leggja heilu sveitirnar í eyði. I löndum eins og Noregi, Finnlandi og Svíþjób þyrfti ab stórhækka skatta á ablögunar- tímanum til ab auka nibur- greibslur á landbúnaðarafurb- um, þannig ab þær séu sam- keppnisfærar vib innflutning frá öörum ESB-ríkjum. Sama myndi gerast hér á landi. Og þó aö styrkir komi á móti frá ESB að loknum ablögunartímanum, sem mig minnir ab sé þrjú ár, þá er hann miklu lægri og öll lönd- in búa við sama styrkjakerfi í landbúnaðinum. Þannig myndu þau lönd koma best út úr styrkjakerfi ESB sem hag- Rjúpnaveiöitímabiliö hófst um helgina: Gób veibi fyrstu dagana Gób rjúpnaveibi var víba um land um helgina en rjúpna- veibitímabilib hófst á laugar- dag. Skyttur sem rætt var vib eru al- mennt sammála um aö meira sé af rjúpu en verið hefur undan- farin ár. Frést hefur af góbri veiöi á húnvetnsku heibunum og jafnframt byrjaði tímabilib vel á Vestfjörbum, ab sögn skyttna sem voru ab veiðum þar. í uppsveitum Suburlands veiddist þokkalega og ekki óal- gengt aö menn væru að koma heim með 10-20 rjúpur eftir báða dagana. Að sögn veiðimanna var fugl- inn víðast hvar spakur og lítiö farinn ab hópa sig. í Þingeyjar- sýslum fréttist þó af styggum fugli í stórum hópum. ■ kvæmustu landbúnaðarfram- leiðsluna hefðu nú, eins og Hol- land, Danmörk og Frakkland." Loks segir Jóhanna: „Það er því engan veginn ljóst, séu þessar tölur á annað borð réttar, að lækkun á verði landbúnaðaraf- urða um 35-40% og aukið ráð- stöfunarfé um 5-6 milljarða skili sér til neytenda. Því er haldiö fram ab tekjur ríkissjóðs myndu lækka sem þessari upphæð nemur. Mun það þá ekki kalla á hærri skatta og skerta þjónustu velferðarkerfisins og þar með samsvarandi minni ráðstöfun- artekjur heimila: ra? Og hvaða áhrif myndi það hafa á atvinnu- leysið og útgjöld vegna þess, ef landbúnabarframleiðslan hér legöist af, sem þýddi ekki ein- ungis gríðarlega mikið atvinnu- leysi í bændastétt heldur einnig hjá þeim sem atvinnu hafa í úr- vinnslugreinum landbúnaðar- ins? Ef greiða þarf fyrir lækkun landbúnaðarvara meö því að fækka stórlega í bændastéttinni, stórhækka hér skatta og auka vemlega á atvinnuleysið og kostnaðinn vib það, sem aftur rýrir ráðstöfunarfé heimilanna, hver er þá hinn raunverulegi ávinningur?" Eins og fram kom í Tímanum um helgina komu þær upplýs- ingar sem hér eru lagðar til grundvallar fram á þingi Neyt- endasamtakanna fyrir helgi, hjá Þórólfi Matthíassyni, einum höfunda svonefndrar áfanga- skýrslu um ísland og ESB sem Hagfræðistofnun Háskóla ís- lands hefur unnið fyrir ríkis- stjórnina. Tíminn hefur borið þessar upp- lýsingar undir ýmsa forystu- menn í þjóblífinu og birtir svör þeirra á næstu dögum. ■ Pétur Bjarnason. Sigmar B. Hauksson. Sigurbur Kristjánsson. Vestfiröir: Gunnlaugur Sigmundsson. Prófkjör hjá Framsókn Á abalfundi Kjördæmissam- bands framsóknarmanna á Vestfjöröum um sl. helgi var ákvebib ab efna til prófkjörs í byrjun desember vegna kom- andi alþingiskosninga. Þátt- taka í prófkjörinu er bundin viö félagsmenn og yfirlýsta stubningsmenn. Skólabílar í Mosfellsbæ Akstur skólabíla hefst væntan- lega í Mosfellsbæ um næstu mán- abamót. Skólabílaakstur var eitt af kosningamálunum í Mosfells- bæ sl. vor og er mál sem hefur brunnib mjög á íbúum bæjarins ab sögn Jóhanns Sigurjónssonar bæjarstjóra. Jóhann segir að skólabörn sem þurfi ab fara ákveðna vegalengd til að sækja skólann hafi hingað til fengið skólamiba í strætisvagna. Með því að taka upp skólabílaakst- ur sé hugsunin ab jafna aöstöðu allra og eins geti skólabílarnir þjón- ab þeim sem búa í sveitinni í kring. Málefni aldraðra eru einnig í deiglunni í Mosfellsbæ. Verið er ab fara yfir mögulegar lausnir á vanda aldraöra í bænum og á Jóhann von á að ákvörbun verði tekin á næstu mánuðum. „Til ab byrja með er veriö að huga ab því ab koma upp öryggiskerfi fyrir þá sem búa hér í eigin íbúbum. Þaö hefur ákveðin forvinna verið unnin í því sam- bandi og vonandi verður hægt að koma því í gagnib á næstu mánuð- um. í framhaldinu veröur síðan hugab að byggingu hjúkrunar- heimilis." ■ Auglýst verður eftir frambjóð- endum en meðal þeirra sem hafa gefið kost á sér í framboö fyrir Framsóknarflokkinn á Vestfjörðum eru þeir Pétur Bjarnason fræðslustjóri, Sigmar B. Hauksson ráðgjafi, Sigurður Kristjánsson fyrrverandi kaupfé- lagsstjóri og Gunnlaugur Sig- mundsson framkvæmdastjóri. Eins og kunnugt er þá hefur Ól- afur Þ. Þóröarson þingmaður ákveðið að gefa ekki kost á sér vegna veikinda. Formaður kjördæmissam- bandsins til margra ára, Sveinn Bernódusson frá Bolungarvík, gaf ekki kost á sér til endurkjörs og í hans stað var kjörinn Hall- dór Karl Hermannsson, sveitar- stjóri á Suðureyri við Súganda- fjörð. ■ BEINN SIMI AFGREIÐSLU TÍMANS ER 631 • 631 Tímamynd Pjetur Horft til hœgri Þaö getur komib sér vel ab löggan horfi ekki of stíft til vinstri. Hefbi hún gert þab þegar þessi mynd var tekin um hádegisbilib ígœr er ekki víst ab fjölmiblamennirnir sem lögbu fjórum bílum upp á um- ferbareyjuna hefbu sloppib meb skrekkinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.