Tíminn - 12.11.1994, Side 1
SÍMI
631600
78. árgangur
STOFNAÐUR 1917
Laugardagur 12. nóvember 1994
Stakkholti 4
Inngangur frá
Brautarholti
214. tölublað 1994
Halldór Ásgrímsson:
Geröi þab eina
sem hann gat
„Guömundur
Árni gerði það
eina sem hann
gat gert. Stjórn-
arandstaðan
flutti vantraust á
ríkisstjórnina og
einstaka ráð- ■
herra en ríkis- Mi
stjórnin ákvað
að vísa málinu frá. Þar með var það
ljóst að hún tók málin í sínar hend-
ur. Ríkisstjórnin ákvað hins vegar
að fresta málinu með mjög ein-
kennilegum hætti að mínu mati
með því aö vísa málinu til Ríkis-
endurskoðunar. Það skapaði nokk-
urn umhugsunarfrest en þá hafði
þegar komið skýrt fram að Guð-
mundur Árni hafði ekki ótvíræðan
stuðning sinna flokksmanna og
margar vísbendingar komu fram
um að hann nyti ekki trausts sam-
starfsflokks síns. Við slíkar aöstæð-
ur getur ráðherra ekkert annað gert
en farið. Hann fer greinilega mjög
sár og boöar að það sé nauðsynlegt
að taka upp ýmis önnur mál sem
snerta stjórnmálamenn. Ég á því
von á því að þessi orrahríð haldi
áfram og þaö verði áframhaldandi
átök innan ríkisstjórnarinnar. Ég á
von á því að ríkisstjórnin sitji fram
á vor en það er greinilegt að heil-
indi eru lítil þar á bæ og þess vegna
held ég að stjórnin verði nánast
óstarfhæf það sem eftir lifir." ■
Kristín Ástgeirsdóttir:
Betra seint
en aldrei
„Betra er seint
en aldrei. Af-
sögnin kom
auðvitað ekki á
óvart en hann
hefði auðvitað
átt að vera bú-
inn að segja af
sér fyrir lifandi
löngu. Það sýnir
hans siðferðilega mælikvarða að
hann skuli ekki hafa gert það. Ræð-
an sem hann flutti í gær var ótta-
legt yfirklór, því málið snýst ekki
um fjárútlát í heilbrigðisráöuneyt-
inu heldur fyrst og fremst um það
siðferði sem einkenndi hans störf
sem ráðherra, þar sem hann hefur
greinilega ofboðið siðferðiskennd
almennings. Það er í sjálfu sér gott
að það sé komin niðurstaða í þetta
mál en ríkisstjórnin situr eftir veik-
ari með sárt ennið. Frá sjónarhóli
þjóðarinnar hefði verið best að fá
kosningar strax. Ég hef það þó á til-
finningunni núna að ríkisstjórnin
muni lafa til vors og reyna að
sleikja sárin." ■
Ólafur Ragnar Crímsson,
formaöur Alþýöubanda-
lagsins:
Væri best ab
kjósa strax
„Þegar ég til-
kynnti fyrir
tveimur vikum
að ég myndi
beita mér fyrir
vantrauststill-
ögu á félags-
málaráðherra
lýsti ég því
jafnframt yfir aö ég teldi skyn-
samlegra að hann tæki sjálfur þá
ákvörðun, eða forystumenn ríkis-
stjórnarinnar fyrir hann. Það
væri nauðsynlegt að í íslensku
stjórnkerfi skapaðist sú siðvenja
að ráðherra sem býr ekki lengur
við traust segi af sér. Þess vegna
finnst mér hann hafa brugðist
rétt við þótt hann taki þessa
ákvörðun aö mínum dómi allt of
seint. Tíminn sem hefur liðið
hefur skapað meiri erfiðleika og
sett verri blæ á þetta mál en þurft
hefði. Framhaldið verður á þann
veg að ríkisstjórnin heldur áfram
aö veikjast. Það segir sína sögu aö
forsætisráðherra hafi tvisvar
sinnum á fjórum mánuðum ver-
ið kominn á fremsta hlunn með
að efna til kosninga. Það segir
líka sína sögu um Alþýðuflokk-
inn að eingöngu tveir áf upphaf-
legum ráðherrum hans eru enn í
þessari ríkisstjórn og tveir vara-
formenn flokksins hafa sagt af sér
embættum sem ráðherra. Sam-
búöinni innan ríkisstjórnarinnar
er best lýst með því að Guð-
mundur Árni skuli kjósa að ráð-
ast á þrjá ráðherra Sjálfstæðis-
flokksins á blaðamannafundi sín-
um. Allt er þetta með þeim blæ
aö best væri auðvitaö fyrir þjóð-
ina að kjósa strax." ■
Cubmundur Árni Stefánsson tilkynnir afsögn sína í gœr.
Tímamynd C S
Rannveig tekuj* við
af Guðmundi Arna
Átök eru í uppsiglingu milli
Rannveigar Guömundsdóttur,
fráfarandi þingflokksfor-
manns Alþýbuflokksins, og
Gubmundar Árna Stefánsson-
ar, fráfarandi heilbrigbisráö-
herra, en Rannveig mun taka
vib embætti Gubmundar sem
félagsmálaráöherra og hún
sækist auk þess eftir fyrsta
Vilhjálmur Þorsteinsson, stjórnarmaöur í Félagi frjálslyndra jafnaöarmanna:
Hætti líka sem varaformaður
„Eg tel ab þetta hafi verib rétt
ákvörbun hjá Gubmundi Árna
þótt ég hefbi líka viljab sjá hann
segja af sér varaformennsku í
flokknum," sagbi Vilhjálmur
Þorsteinsson, stjórnarmabur í Fé-
lagi frjálslyndra jafnabarmanna,
í samtali vib Tímann í gær.
Félag frjálslyndra jafnabarmanna
krafðist á dögunum að Guömund-
ur Arni segði af sér ráðherradómi
og hætti sem varaformaöur í
flokknum. „Það á síðan eftir að
koma í ljós hver viðbrögð flokks-
manna verða, hvort þeir telja þetta
nægilegt. Mér sýnist stefna í þaö en
persónulega þætti mér eðlilegt
framhald að Guömundur Árni
hvíldi sig líka á varaformannssæt-
inu," sagði Vilhjálmur. Margrét S.
Björnsdóttir, annar stjórnarmaður
í FFJ, sagðist í gær fagna ákvörðun
Guðmundar þar sem mál hans
hefði lamað flokkinn undanfarnar
vikur auk þess sem þetta væri í
fyrsta sinn sem ráðherra segði af
sér vegna alvarlegra mistaka í
starfi. Hún vonar að þetta skapi
nýja hefð í íslenskum stjórnmál-
um. ■
sæti á lista Alþýbuflokksins í
Reykjanesi, sem Guömundur
Árni hefbi ab öbru jöfnu talib
sig eiga.
Guömundur Árni Stefánsson
félagsmálarábherra tilkynnti
Davíð Oddssyni forsætisráö-
herra í gær að hann myndi segja
af sér ráöherradómi. Forsætis-
ráðherra hefur meðtekið lausn-
arbeiöni Guðmundar og boöað
að hann muni leggja til vib for-
seta íslands á ríkisrábsfundi í
dag að hún fallist á lausnar-
beiðnina. Davíð Oddsson sagði
í gær að skýrsla Ríkisendurskob-
unar hafi ekki verið þess eölis að
fullkomin kyrrð gæti skapast
um málið þótt hún hefði á
margan hátt ekki verið ráðherr-
anum óhagstæð. Á þingflokks-
fundi Alþýðuflokksins í gær var
ákveðið að Rannveig Guð-
mundsdóttir, formaður þing-
flokksins, tæki við sem félags-
málaráðherra og mun Rannveig
taka við embættinu á ríkisráös-
fundinum í dag. Þessi ráðstöfun
þingflokksins mun tvímæla-
laust styrkja Rannveigu mjög í
sessi í kjördæmi sínu, Reykja-
neskjördæmi, og í gær lýsti hún
því yfir að hún ætlaði sér efsta
sætib á lista flokksins í kosning-
unum í vor. Guðmundur Árni
hins vegar telur sig eiga kröfu á
þetta sæti og ef marka má við-
brögð krata í Hafnarfirði í gær
mun fara fram mikil barátta um
þetta sæti og sögðu stuðnings-
menn Guðmundar aö þab yröi
ekki gefið eftir. ■