Tíminn - 12.11.1994, Page 14
14
Laugardagur 12. nóvember 1994
Fréttir í vikulok
Sjúkralibar í verkfall
Heilsugæslukerfi borgarinnar er nánast lamab eftir aö verkfall
sjúkraliða hófst á miönætti í fyrradag. Fjölmargir sjúklingar
hafa veriö sendir heim af þessum sökum. Sjúkraliðar á höfuð-
borgarsvæöinu telja sig hafa dregist aftur úr öörum stéttum
heilbrigðiskerfisins og tilboð ríkissáttasemjara reyndist ekki
vibunandi aö mati þeirra.
Flest sveitarfélög hafna þátttöku í
húsaleigubótakerfinu
Mikill meirihluti sveitarfélaga landsins hefur hafnað þátttöku í
húsaleigubótakerfi ríkisstjórnarinnar. Aöeins 25 sveitarfélög af
171 hafa tilkynnt aö bæturnar veröi greiddar samkvæmt
ákvæöum félagsmálaráðuneytisins.
Skuldasöfnun heimilanna eykst enn
Skuldir heimilanna viö Iánakerfiö halda áfram að vaxa, aðal-
lega vegna náms- og húsnæðislána en hlutur bankakerfisins í
lántökum heimilanna hefur staðiö í stað. Frá árinu 1980 hafa
skuldir heimilanna vaxiö úr 13% af landsframleiöslu í 64%.
Þessi mikla eftirspurn hefur m.a. stuöiaö ab því háa vaxtastigi
sem verið hefur frá því aö vextir voru gefnir frjálsir. Þetta kem-
ur fram í haustskýrslu Seðlabanka íslands.
Slæmt ástand í húsnæöismálum
geöfatlaöra
38 geöfatlaöir íbúar Reykjavíkur eru nánast á götunni. Aukþess
býr stór hluti fólks viö afar óörugga búsetu og sumir búa á gisti-
heimilum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem birt var nýlega
í félagsmálaráði borgarinnar.
Meöalaldur þingmanna lækkar
Sex úr hópi eldri þingmanna munu væntanlega hætta þingsetu
næsta vor. Þetta veldur því aö meðalaldur þingmanna lækkar
verulega þar sem yngra fólk kemur inn í staðinn og óttast eldri
borgarar aö þörfum þeirra veröi síður sinnt vegna þessa.
Máli Listahátíöar Hafnarfjaröar vís-
aö til Ríkisskattstjóra
Meintri óreiöu í rekstri Listahátíðar Hafnarfjaröar hf. verður
ekki vísað til RLR en Ríkisskattstjóri mun skoða gögn og kanna
hvort eðlilega hafi verið aö málum staðiö.
Alheimsfundur á Þingvöllum áriö
2000?
Komiö hefur upp sú hugmynd aö trúar- og þjóðarleiðtogar
heimsins sameinist á alheimsfundi sem haldinn yröi á Þing-
völlum áriö 2000. Þetta eru hugmyndir bandarísku alþjóöa-
stofnunarinnar en tillaga hefur veriö borin fram á Alþingi um
athugun þessa möguleika.
Hætt viö skattlagningu blaöabarna
Fjármálaráðherra, Friörik Sophusson, bobaði í vikunni aö
blaöa- og merkjasala yröi skattlögö en líkur eru á aö hætt veröi
viö þær hugmyndir eftir hávær mótmæli. Davíö Oddsson for-
sætisrábherra greip inn í málið og veröur þaö endurskoðaö í
kjölfariö.
Forskot á jólavertíÖina
Undirbúningur jóiavertíöarinnar er hafinn hjá kaupmönnum
og eru nokkur brögö aö því að kaupmenn séu fárnir aö skreyta
glugga sína og klæöa verslanir sínar jólaskrúöanum. Ólafur
Skúlason biskup er óánægöur meö þetta fyrirkomulag og segist
hafa talið að hann heföi gert samkomulag viö kaupmenn um
aö þeir héldu aö sér höndum fram aö aðventu. Kaupmenn
kannast ekki viö slíkt samkomulag.
Snarpir skjálftar í Grindavík
Nokkrir snarpir jaröskjálftar uröu í Grindavík abfaranótt
fimmtudagsins. Styrkleiki þeirra var allt aö 3,4 á Richter og
hrundu munir úr hillum en slys eöa tjón hlutust ekki af.
Álpönnurnar frá Alpan hf. á Eyrarbakka hafa notib vinsœlda bœbi hér á landi og erlendis, en fyrirtœkib hefur
keypt nýja vélasamstœbu, sem rafbrynjar potta og pönnur og gerir þær endingarbetri. Tímamynd Pjetur
Alpan hf. á Eyrarbakka hefur fjárfest í nýrri sjálfvirkri rafbrynjunarsamstœbu:
Rafbrynjun á pottum
og pönnum hindrar
tæringu álpönnunar
Alpan hf. á Eyrarbakka hefur
fest kaup á nýrri alsjálfvirkri
samstæöu til rafbrynjunar á
pottum og pönnum, sem kemur
hingað til lands innan skamms,
en fyrirtækið hefur þó þegar sett
á markað hér á landi þessar
framleiösluvörur. Fyrst um sinn
veröa pottarnir og pönnurnar
rafbrynjaðar hér á landi, eöa allt
þar til nýja vélasamstæðan hef-
ur verið tekin í notkun, en hún
kostar um 20 milljónir króna.
„Viö ákváöum, til aö bæöi
gleðja okkur og landa okkar, að
setja framleiösluna á innlenda
markaöinn strax," segir Láms
Elísson, framkvæmdastjóri Alp-
an, en fyrirtækiö hefur um ára-
bil framleitt álpönnur, sem hafa
líkað mjög vel.
Lárus segir aö í rúmt ár hafi
Álverið hf. í Garöabæ séö um aö
rafbrynja pönnur og potta á
meban aöferöin hafi veriö í þró-
un. Hann segir kostinn viö þess-
ar nýju vörur vera aö ílátin, og
þá sérstaklega þau sem ætluð
eru til suðu, ekki tærast jafn-
mikið, t.d. þegar ílátið er standa
í nokkra daga meö söltum
vökva. Viö þetta er hætta á aö
álið undir húöinni tærist, en
rafbrynjunin kemur í veg fyrir
þaö.
Lárus segir reynsluna af þessu
mjög góba og vonum framar, og
ekki síöri því sem gerist með
sambærilegri aöferö, sem mikið
er notuö erlendis. Hins vegar
veröur kostnaöurinn mun
minni, þegar sjálfvirka vélasam-
stæban veröur tekin í notkun.
Um 45 starfsmenn starfa hjá
Alpan hf. og segir Lárus afkom-
una hafa verið sæmilega. Fyrir-
tækið hafi þó lent í því áriö
1991, aö senda frá sér pönnur
sem reyndust gallaöar, en hrá-
efni sem notað var í húöina
reyndist gallaö. Hann segir þaö
hafa verið mikið áfall, en nú sjái
fyrir endann á því, þar sem ver-
ið sé' að skipta afganginum af
gölluöu framleiðslunni.
Langstærstur hluti framleiösl-
unnar fer á erlenda markaði eöa
um 97,4%, og innanlandsmark-
aður því ekki mikilvægur fyrir
fyrirtækiö. Hins vegar hefur
innanlandsmarkaður nýst fyrir-
tækinu til þróunar og prófunar
á framleiösluvörum og nefnir
Lárus að veitingastaöir hafa ver-
ið fengnir til Iiðs viö Alpan í
þessum tilgangi. Hráefnis hefur
aö mestu leyti veriö aflað er-
lendis, en þó segir Lárus aö í
auknum mæli hafi verið hægt
að færa viðskiptin til innlendra
aðila. Hann segir aö svo sé kom-
iö að hráefniskaup erlendis frá
hafi numið um 90 milljónum á
síöasta ári, en velta fyrirtækisins
hafi veriö 350 milljónir og því
hafi innlend verðmætasköpun
numiö um 260 milljónum
króna. ■
íslenska einsöngslagiö:
Þorsteinn Hannesson segir
frá séra Bjarna Þorsteinssyni
A morgun kl. 14 verður Þor-
steinn Hannesson óperu-
söngvari staddur í þjóölaga-
stofu yfirlitssýningar Islenska
einsöngslagsins í Geröubergi
þar sem hann rabbar viö sýn-
ingargesti um ævi og starf
séra Bjama Þorsteinssonar,
tónskálds og þjóölagasafnara.
Séra Bjarni Þorsteinsson
á Siglufiröi vann mikiö og
merkt starf meö sölnun þjóð-
laga í sveitum landsins á árun-
um 1880-1905. Lengst af var
hann prestur á Siglufirði og er
hans oft getiö sem föbur Siglu-
fjaröar. Sjálfur ólst Þorsteinn
Hannesson upp á Siglufirði og
haföi hann þá persónuleg
Séra Bjarna Þorsteinsson.
kynni af Bjarna Þorsteinssyni.
í þjóblagastofu sýningarinnar
má sjá íslensk þjóðlög Bjarna
Þorsteinssonar og heimildir um
söfnun hans, s.s. sýnishorn sem
Benedikt á Auönum skráöi og
sendi Bjarna 1899, ásamt at-
hugasemdum Benedikts og
svarbréfi Bjarna.
Þjóðlagasafnið var gefið út á
árunum 1906-09. Þaö var af-
rakstur 25 ára starfs séra Bjarna
Þorsteinssonar. íslensk þjóölög
Bjarna Þorsteinssonar voru gef-
in út af Carlsbergsjóðnum í
Kaupmannahöfn, þar sem eng-
inn útgefandi fékkst á íslandi,
aö því er segir í frétt frá Geröu-
bergi. ■