Tíminn - 19.11.1994, Blaðsíða 15

Tíminn - 19.11.1994, Blaðsíða 15
Laugardagur 19. nóvember 1994 15 A/ícrliiTifliir Tnn^nn l||l framsóknarflokkurinn útgeröarmaöur, Ólafsvík Fæddur 29. júlí 1910 Dáinn 9. nóvember 1994 Viö fráfall Víglundar Jónsson- ar er horfinn af sjónarsviöi merkur athafnamaður, sem hafði áhrif á samtíð sína, ekki aðeins í heimabyggð sirtni Ól- afsvík, þar sem hann markaði djúp spor í framfarasöguna, Hann var einnig meðal manna í forystusveit útgerðar og fisk- verkunar í landinu um langt árabil. Fyrirtæki hans var meðal stærstu framleiðenda á saltfiski innan SÍF. Hann sat í áraraðir í stjórn SÍF og í stjórn LÍÚ, svo og í fleiri stjórnum og nefndum varðandi útgerð og fiskvinnslu. Hann naut mikils trausts og álits meðal samferðamanna. Hann var sterkur persónuleiki með ákveðnar skoðanir og heið- arlegur í samskiptum. Víglundur var sæmdur hinni íslensku fálkaorðu 1979 og 1987 var hann gerður að fyrsta heiðursborgara Ólafsvíkur í til- efni 300 ára verslunarafmælis Ólafsvíkur. Sjómanns- og útgerðarsaga Víglundar Jónssonar er löng og farsæl, en verður ekki rakin í minningargrein. Hann byrjaði sjómennsku strax í bernsku með fööur sínum, Jóni á Stapa. Víglundur og Tryggvi bróðir hans voru viðurkenndir sjó- sóknarar í áratugi. Víglundur fór í Stýrimannaskólann í Reykjavík 1933 og lauk þar skip- stjóraprófi. Sem skipstjóri var Víglundur mikil aflakló, hann nýtti vel ýmsar nýjungar við veiðar, hann var ávallt með úr- vals mannskap, snyrtimennska og reglusemi voru hans ein- kenni við öll störf á sjó og í landi, sem eftir var tekið. Árið 1940 flytur Víglundur til Ólafsvíkur með útgerð sína. Þar með hófst fyrirferðarmikil út- gerð og fiskverkun á hans veg- um, sem hafði strax jákvæð áhrif fyrir atvinnulíf og framfar- ir í Ólafsvík. Hann hætti sjómennsku 1953, stofnaði þá ásamt fleirum fiskverkunarfyrirtækið Hróa h/f. Undir stjórn hans varð Hrói h/f um árabil umsvifamikið í út- gerð og saltfiskvinnslu í Ólafs- vík og nágrenni og veitti fjölda manns fasta atvinnu. t MINNING Víglundur Jónsson hafði já- kvæð viðhorf til framfaramála. Hann var ávallt reiðubúinn að taka þátt í að koma fram málum sem gætu stuðlað aö auknum framförum og betri kjörum í byggðarlaginu. Hann var einn af stofnendum kaupfélagsins Dagsbrúnar 1942 til þess að auka frelsi í viðskipt- um. Hann sat í stjórn þess í ára- raðir þar sem ráðist var í bygg- ingu hraðfrystihúss, fiskimjöls- verksmiðju o.fl. Hann var í hreppsnefnd og hafnarnefnd og fleiri nefndum á vegum sveitarfélagsins. Hann hafði mikinn áhuga á uppbygg- ingu hafnarinnar, sem var lyk- illinn að yaxandi útgerð og fisk- verkun í Ólafsvík. Ég átti því láni að fagna að njóta vináttu og eiga gott sam- starf við Víglund í þrjá áratugi. Hann var tillögugóður og heill í samstarfi. 1962-1983 voru hafn- armálin fyrirferðarmest í sveit- arfélaginu, enda um lífshags- munamál að tefla. Þessi mikla háfnargerð í Ólafsvík varð að veruleika með samstilltu átaki og þar var hlutur Víglundar Jónssonar stór. Árið 1978 gerðu Portúgalar þá kröfu til íslands við gerð við- skiptasamninga um saltfisksölu, að íslendingar keyptu meira af vörum en áður frá Portúgal. Rík- isstjórnin ákvað að - smíðaðir yrðu tveir skuttogarar í Portú- gal, um 500 lestir hvor. Víglundur sat í stjórn SÍF og sótti strax um að Ólafsvík, sem einn stærsti saltfiskútflytjandi til Portúgal, fengi annað skipið. Ásóknin í þessi skip var gífurleg. Þáverandi sjávarútvegsráðherra gerði ráð fyrir að Reykjavík og Hafnarfjörður fengju þessi skip. Það var spennandi að koma að þessu máli með Víglundi. Hann flutti mál sitt heima í hreppsnefnd. Við, sem sátum í hreppsnefnd á þessum tíma- mótum, ákváðum að fylgja mál- inu eftir með Víglundi. Stofnað yar hlutafélagið Útver h/f með Ólafsvíkurhreppi, fiskverkend- um í Ólafsvík og Neshreppi ut- an Ennis. Formaður stjórnar var Víglundur. Málið var lagt fyrir ríkisstjórn og mikil vinna lögð í máliö. Ríkisstjórnin samþykkti að annað skipið færi til Ólafs- víkur — þetta var stórmál á þessum tíma. Ég nefni þetta hér til að minnast framgöngu Víg- lundar í þessu máli, yfirveguð framganga hans og rökstuðn- ingur hafði áhrif. Mér er minnisstæð gleði Víg- lundar er þetta glæsilega skip, Már SH 127, kom til Ólafsvíkur vorið 1980. Víglundur vildi sjá auknar framfarir í byggöarlagi sínu. Hann lagði metnað sinn og at- orku í það takmark meðan kraftar entust. Víglundur var mikill gæfu- maður í einkalífi sínu. Hann kvæntist Kristjönu Tómasdótt- ur frá Bakkabúð á Brimilsvöll- um 14. mars 1942. Heimili þeirra að Lindarholti 7 í Ólafs- vík bar vitni um myndarskap og sérstaka snyrtimennsku þeirra beggja. Þau eignuðust þrjú börn: Úlfar, Guðrúnu og Ragn- heiði, sem öll eiga heima í Ól- afsvík og tóku virkan þátt í at- vinnurekstri föður síns. Kristj- ana og Víglundur lögðu metnað sinn í að halda fjölskyldunni allri í nálægð við sig. Kristjana lést í júní 1986. Ég og fjölskylda mín flytjum sérstakar þakkir fyrir samstarf, vináttu og hollráð Víglundar Jónssonar. Við flytjum börnum hans og ástvinum okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum Guð að blessa þeim minninguna. Alexander Stefánsson DAGBOK [KJ^K^JWWW\J\J\J\J\J^\ 323. dagur ársins - 42 dagar eftir. 46. vika Sólriskl. 10.08 sólarlagkl. 16.17 Dagurinn styttist um 6 mínutur Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Sunnudag í Risinu: Bridskeppni, tvímenningur, kl. 13 og félagsvist kl. 14. Dansað í Gooheimum kl. 20. Á mánudag er almennur félags- fundur með heilbrigðisráðherra, um áhrif fjárlagafrumvarpsins á afkomu aldraðra, kl. 17 í Risinu. Feroafélag íslands Sunnudagur 20. nóv. kl. 13: Litlabót-Gerðavallabrunnar- Vörðunes. Fjölbreytt og skemmti- leg strandganga vestan við Grindavík. Verð 1.200 kr. Frítt fyr- ir börn 15 ára og yngri meö for- eldrum sínum. Brottför frá BSÍ, austanmegin (stansað m.a. við Mörkina 6 og við kirkjugarðinn í Hafnarfirði. Ferðafélagið minnir á aöventuferð í Þórsmörk 26.-27. nóvember og á opið hús í Ferðafélagshúsinu að Mörkinni 6 sunnudaginn 27. nóv- ember. Þann dag verður einnig farin stutt afmælisganga (F.í. 67 ára). Kvikmyndasýning í Norræna húsinu Á morgun, sunnudag, kl. 14 verð- ur sænska kvikmyndin „Bröderna Lejonhjárta" sýnd í Norræna hús- inu. Hún er byggð á sögu eftir Astrid Lindgren, tekur rúma eina og hálfa klst. í sýningu og er með sænsku tali. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Gerbuberg um helgina í dag kl. 14 verður lokadagskrá ís- lenska einsöngslagsins. Halldór Hansen flytur erindi, „Horft um öxl", og á eftir eru pallborðsum- ræður íslenskra söngvara. Ævar Kjartansson sest aö pallboröi meb Guömundu Elíasdóttur, Guð- mundi Jónssyni, Kristni Hallssyni, Þorsteini Hannessyni og Þuríði Pálsdóttur. Þá má minna á sýningarnar „ís- lenska einsöngslagiö" og hljóð- myndasýningu Erlu Þórarinsdótt- ur og Andrews Mark McKenzie. Bókmenntahátíb á ísaflrbi í dag kl. 16 verður haldin bók-. menntahátíð á Hótel ísafirði. Það eru Mál og menning/Forlagið og Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar sem að henni standa. M.a. munu sex rithöfundar lesa úr nýút- komnum bókum sínum og Ing- unn Ósk Sturludóttir ljóðasöng- kona syngur við píanóundirleik Margrétar Gunnarsdóttur. Abgangur ókeypis. Fegurbarsamkeppni í belnni útsendingu á Claumbar í kvöld, laugardag, verður bein út- sending í sjónvarpi frá fegurðar- samkeppninni „Ungfrú heimur" á veitingastaðnum Glaumbar, Tryggvagötu 20. Birna Bragadóttir keppir fyrir íslands hönd, en keppnin er haldin í Suður-Afríku. Útsendingin hefst kl. 19. Annað kvöld, sunnudag, ættu unnendur svokallaðs „acid-rokks" að fjölmenna á Glaumbar, en þá munu nokkrir af efnilegustu hljómlistarmönnum landsins á því sviði djamma fram eftir nóttu. Fundur stjórnar SUF og formanna FUF-félaga Ákveöib hefur veriö ab halda sameiginlegan fund stjórnar Sambands ungra fram- sóknarmanna og formanna FUF-félaga á skrifstofu'Framsóknarflokksins a& Hafnar- stræti 20, Reykjavík, næstkomandi laugardag 19. nóvember kl. 17.1 S. Dagskrá: 1. Undirbúningur flokksþings. 2. Samstarf FUF-félaga og SUF. 3. Önnur mál. 4. Léttar æfingar. Framkvœmdastjórn SUF III) FRAMSOKNARFLOKKURINN 23. flokksþinq framsóknarmanna Hótel Sögu 25.-27. nóvember 1994 Fólk í fyrirrúmi" /f Dagskrá: Föstudagurinn 25. nóvember 1994 Kl. 9.00 Skráning og afhending gagna. Kl. 10.00 Þingsetning. Kórsöngur — Kvennakór Reykjavíkur Kl. 10.20 Kosning þingforseta (6) Kosning þingritara (6) Kosning kjörbréfánefndar (5) Kosning dagskrárnefndar (3) Kosning kjörnefndar (8) Kosning kjörstjórnar (8) Kl. 10.30 Mál lögo fyrir þingio. Skipan í málefnahópa vegna nefndarstarfa. Kl. 11.40 Ávarp formanns SUF. Kl. 11.50 Ávarp formanns LFK. Kl. 12.00 Matarhlé. Kl. 13.30 Yfirlitsræoa formanns. Kl. 14.15 Almennar umræöur. Kl. 16.45 Nefndarstörf — starfshópar — undirnefndir. Kl. 21.00 Fundir SUF og LFK. Laugardagurinn 26. nóvember 1994 Kl. 09.00 Skýrsla ritara. Kl. 09.15 Skýrsla gjaldkera. Kl. 09.30 Umræ&ur um skýrslur og afgrei&sla þeirra. Kl. 10.00 Almennar umræ&ur, framhald. Kl. 12.00 Matarhlé. Kl. 13.30 ,(Fólkífyrirrúmi" Avarp — Séra Cu&mundur Þorsteinsson, dómprófastur í Reykjavík. Söngur — Félagar úr Karlakórnum Fóstbræ&rum. Kl. 14.15 Afgreibsla mála — umræöur. Kl. 15.30 Kosningar: Fulltrúar í mibstjórn samkv. lögum. Kl. 16.00 Þinghlé. Kl. 16.15 Nefndarstörf — starfshópar — undirnefndir. Kl. 19.30 Kvöldverbarhóf í Súlnasal. Sunnudagurinn 27. nóvember 1994 Kl. 9.30 Afgreibsla mála — umræ&ur. Kl. 12.00 Matarhlé. Kl. 13.30 Kosningar: Formanns Varaformanns Ritara Cjaldkera Vararitara Varagjaldkera Kl. 15.00 Þingslit. Leikskólar Reykjavíkurborgar Óskum að ráða leikskólakennara eða annað uppeldis- menntað starfsfólk í störf í neðangreinda leikskóla: Gullborg v/Rekagranda, s. 622455 Holtaborg v/Sólheima, s. 31440 Hraunborg v/Hraunberg, s. 79770 Sæborg v/Starhaga, s. 623664 í 50% starf f.h.: Arnarborg v/Maríubakka, s. 73090 Nánari upplýsingar gefa viðkomandi leikskólastjórar. Leikskólar Reykjavíkurborgar eru reyklausir vinnustabir. Dagvist barna Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277 A EFTIR BOLTA KEMUR BARN... "BORGIN OKKAR OG BÖRNIN f UMFERDINNI" JC VÍK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.