Tíminn - 19.11.1994, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.11.1994, Blaðsíða 9
Laugardagur 19. nóvember 1994 Verktaki sem varö gjaldþrota vill stefna Vegagerb ríkisins og fá tugmilíjóna bœtur. Hann segir: Útboöslýsinginvar hrein della „Eg held ab Vegagerb ríkisins ætti ab viöurkenna að útbobslýsingin var stórlega göllub í heild sinni og ab þar á bæ ættu menn ab skammast til ab viðurkenna ab þeim hafi orbib á í messunni. Þab er til háborinnar skammar ab rík- isfyrirtæki láti hanka sig á „gráu svæbi" hvab vibskiptasibferbi varbar," sagbi Rögnvaldur Rafns- son, ungur, gjaldþrota verktaki í Hafnarfirbi. Hann bendir á ab Vegagerbin sé búin ab vibur- kenna mistök meb því ab bjóba honum bætur. Hann var lægst- bjóbandi í vegagerb á Ólafsvíkur- vegi norban Dalvíkur á síbasta ári. Mál Rögnvaldar varb tilefni fyrirspurnar og svara rábherra á Alþingi á dögunum. Rögnvaldur segir að Halldór Blöndal samgönguráðherra hafi viðurkennt á Alþingi nýlega, að Vegagerð ríkisins beri ábyrgð á „röngum og villandi útboðsgögn- um". „Það viðurkenna nánast allir í dag, . að útboðsgögnin í þessu verki voru nákvæmlega þetta: röng og villandi, og í raun hin mesta della," segir Rögnvaldur. Vegamálastjóri: Yfirleitt smámunir „Við getum ekki kallað það svo, að rammt kveði að gölluðum út- boðsskilmálum okkar. í svona jarðvinnuverkum, sérstaklega þeim sem ná yfir stór svæði, er aldrei hægt að komast hjá því með viðráðanlegum kostnaði að skilgreina alla hluti, eðli jarðvegs- ins og magn, að því marki að ekki þurfi að gera einhverjar leiðrétt- ingar eftir að verkið er komið í gang. Yfirleitt eru þetta smámun- ir sem einfalt er að leiðrétta og valda ekki deilum," sagði Helgi Hallgrímsson vegamálastjóri í samtali við Tímann. Lögmaburinn: Þrotabúib í mál gegn Vegagerb? Rögnvaldur Rafnsson segist lengi hafa íhugað málaferli gegn Vegagerð ríkisins. Vegna fjár- skorts hefði hann ekki ráðið við að leita réttar síns. Nú má hins vegar allt eins gera ráð fyrir að bú- stjóri þrotabús hans, Ólafur Rafnsson lögfræðingur, fari fram á að búið höfði slíkt mál á hendur Vejjagerð ríkisins. I samtali við Tímann sagði Ól- afur að of snemmt væri að full- yrða neitt í þessu efni. Mörg for- dæmi væru fyrir því að þrotabú færu í slík málaferli. Enn væru tveir mánuðir eftir af kröfulýsing- arfresti í þrotabúi Rögnvaldar. Um þessar mundir ynni hann að því að fá ýmsar skýringar, meðal annars frá Vegagerðinni og fleiri aðilum. Ráoherra: „... einhverjar kröfur í mörgum verkum" Fyrirspurn kom fram á Alþingi um útboðsmál Vegagerðar ríkis- ins á dögunum. Gísli S. Einarsson alþingismaður gerði fyrirspurnina og svaraði samgönguráðherra, Halldór Blöndal, tveim vikum síðar. Meðal annars sagði ráðherr- ann að fram kæmu „einhverjar kröfur af hálfu verktaka í mjög mörgum verkum", eins og Hall- dór orðaði það. Helgi Hallgrímsson segir aö langoftast sé um óverulega hluti aö ræða, stundum stærri hluti, en aðeins sé um að ræða tvö dóms- mál á síðari árum, gerðardóms- mál og annað sem fór fyrir bæjar- þing Reykjavíkur síðustu fimm ár- in. Segir Helgi að niðurstaðan hafi orðið mjög í stíl við það sem Vegagerðin lagði til. „Þetta gefur vísbendingar um að við séum ekki mjög ósann- gjarnir í samningum. Og almennt séð get ég sagt að við erum ekki með ósanngjarna útboðsskil- mála," sagði Helgi. > Vegamálastjóri: Ekki ákjósanlegasta efnib Vegamálastjóri segir að Vega- gerðin hafi boðið Rögnvaldi bæt- ur. Rögnvaldur krafðist 20 millj- óna, en sú tala hafi verið að breyt- ast í 16- 17 milljónir. Vegagerð ríkisins samþykkti að bæta Rögn- valdi skaða sinn með 2,6 milljón króna lokagreiðslu. Helgi sagði að ef Rögnvaldur færi í mál, myndi hann eflaust leita til gerðardóms Verkfræðingafélags íslands, enda gert ráð fyrir því í samningum að- ilanna. Aðspurður um malarnámuna norður í Eyjafirði, sem verktakan- um var gert að nýta, sagði Helgi að því miður væri það ekki bara í þessari námu heldur mörgum öðrum, að þær bjóða ekki allar ákjósanlegustu vegagerðarefni. „Það er misjafnt efnið og við er- um auðvitað að reyna að nota það sem nærtækast er, eftir því sem talið er fært," sagði Helgi. Jarbfræbingur: Þetta er ekki vegagerb- arefni Jarðfræðingur, Björn Jónasson, sem rannsakaði efnisinnihald námunnar fyrir norðan, hefur lýst því yfir að efnið sé með öllu óvinnanlegt sem vegagerðarefni Rögnvaldur Rafnsson verktaki. Tímamynd G5 samkvæmt stöðlum Vegagerðar- innar.sjálfrar. En hvað segir vegamálastjóri um þetta atriði? „Staðallinn er ágætur, en jarö- efnið er breytilegt og sumt jarð- efni er þannig að það er langt yfir staðlinum og engum vafaatriðum bundið. Önnur eru þannig að þó þau fullnægi staðlinum þá eru þau viðkvæm fyrir bleytu og slíku, þannig að það þarf að um- gangast þau með gát og skipu- leggja verkið í samræmi við það," sagði Helgi Hallgrímsson vega- málastjóri. Vegamálastjóri var spurður um hvort ekki væri viss áhætta sam- fara því að semja við nýgræðinga, eins og í þessu tilviki. „Við reynum að meta þetta, en okkur missýnist í þessu stöku sinnum. Við vöruðum Rögnvald við og honum var gefinn kostur á að hætta við þetta. Það er ekki alltaf að við semjum við lægst- bjóðanda," sagði Helgi Hallgríms- son. Verktakinn: Hvers vegna fékk ég ekki rannsóknirnar? Rögnvaldur Rafnsson sagði í viötali við Tímann að það væri rangt hjá vegamálastjóra að rann- sóknir á sandnámunni hefðu ekki verið fyrir hendi. „Rannsóknirnar voru til stað- ar," segir Rögnvaldur, „og þær hefðu átt að fylgja með í útboð- inu. Það er meginmálið og hefði getað bjargað miklu. í raun var ég því ginntur til að taka verkið að mér." Þá segir Rögnvaldur Rafnsson aö krafa hans á hendur Vegagerð- inni hafi ekki lækkað úr 20 millj- ónum, heldur eðlilega hækkað og næmi nú nálægt 25 milljónum króna. „Varðandi staðalinn ÍST-30, sem Vegagerðin notar, þá er það um hann að segja að hann er vægast sagt verkkaupavænn staðall, en tekur lítið eða ekkert tillit til verktakans. Það kom einmitt glöggt í ljós varðandi útboð mitt, þar var flest brotið sem hægt var að brjóta. í mín- um huga er enginn vafi um að staðli skal fylgt, enda þótt hann sé þannig úr garði gerður að hann sé verkkaupa í hag. Þann- ig hefði Vegagerbin átt ab af- henda mér og öðrum bjóðend- um þær rannsóknir á jarðvegi sem fyrir hendi voru. Ég fékk hinsvegar ekkert slíkt í hendur, né heldur nokkra lýsingu á því hvaba efni skyldi nota, né kröf- ur um efni og vinnu í heild. Þá finnst mér þaö einkennilegt hjá vegamálastjóra að tala um að menn hafi reynt að telja mér hughvarf áður en ég tók við verkinu. Þessar svokölluðu að- varanir þeirra voru aubvitað settar fram á alröngum forsend- um, og því fór sem fór. Ég var einfaldlega blekktur," sagði Rögnvaldur Rafnsson. ¦

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.