Tíminn - 19.11.1994, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.11.1994, Blaðsíða 4
^SUttltftt Laugardagur 19. nóvember 1994 HfMfll STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: )ón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 TCeykjavík Inngangurfrá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmioja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Vero í lausasölu 150 kr. m/vsk. Sagnfræðileg lífskjör Traust þarf aö ríkja til stjórnvalda Það er grundvallaratriði fyrir traust stjórnarfar að orð standi og traust ríki á stjórnvöldum. Þetta á jafnt við um Alþingi, ríkisstjórn og aðr- ar æðstu stofnanir í stjórnsýslunni. Því miður eru ýmis sólarmerki um það að þetta traust fari dvínandi og er það hættu- merki. Alþingi samþykkir lög og setur sér markmið sem það ætlar sér ekki að fara eftir. Þar eru samþykktir heilir lagabálkar og tekju- stofnar ákveðnir og vart er blekið þornað á undirskriftinni þegar borið er.fram nýtt laga- frumvarp til þess að skerða tekjurnar. Ráðherr- ar gera samninga um ákveðna framvindu mála, og leita svo allra leiða til þess að koma sér undan að efna þá samninga. Um þetta eru mörg dæmi. Samskipti ríkis og sveitarfélaga eru það nærtækasta nú, þegar átök standa um það hvort á að efna samnings- ákvæði sem hljóðar svo: „Ekki er gert ráð fyrir að þetta gjald verði innheimt á næsta ári." Þarna er átt við 600.milljón krónu framlag sveitarfélaganna í Atvinnuleysistryggingar- sjóð, undirskrifað af þremur ráðherrum. Lofað var einnig að gjald Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til Innheimtustofnunar sveitarfélaga skyldi ekki verða meira en 300 milljónir króna vegna vanskila á barnsmeðlögum. Gjaldið verður í ár 530 milljónir og ekki er hafst að. Gefin er út yfirlýsing um að Byggðastofnun beiti sér fyrir atvinnuuppbyggingu í sameinuðum sveitarfé- lögum, og ekkert er gert. Einnig er gefin út yf- irlýsing um framkvæmdir í samgöngumálum í sameinuðum sveitarfélögum án þess að frá framkvæmdinni sé gengið. A'llt er þetta til þess að veikja traust á fram- kvæmdavaldinu, og þetta er til mikils tjóns fyrir góð samskipti í stjórnsýslunni í landinu. Eitt ljóst dæmi um hvert þetta vantraust getur leitt er löggjöf sem samþykkt var fyrir ári síðan í Alþingi um tveggja þrepa virðisauka- skatt. Það var viðurkennt að þetta mundi flækja skattkerfið, ogmun auðveldara væri að létta undir með láglaunafólki gegnum trygg- ingakerfið í landinu. Hins vegar studdi verka- lýðshreyfingin þetta fyrirkomulag á þeim. meginrökum að löggjafanum væri ekki treyst- andi. Þess vegna yrði að grípa til aðgerða sem ekki væri auðvelt að breyta. Tveggja þrepa virðisaukaskatturinn er dæmi um það þegar vantrú á löggjafanum leiðir til verri niður- stöðu en annars hefði orðið. Þetta ætti að vera umhugsunarefni fyrir stjórnmálamenn. Löggjöf með alls konar skerðingarákvæðum, sem upphefur gildandi löggjöf, er Alþingi ekki til sóma. Ráðherrum er það ekki heldur til sóma að standa í löngu samningaþjarki um að komast frá samningum um samskipti ríkis og sveitarfélaga, sem þeir sjálfir hafa skrifað undir. Það hlýtur að vera til siðsamlegri máti á samskiptum í stjórnkerfinu og samskiptum stjómvalda við almenning. Birgir Guömundsson skrifar Sumir þeirra, sem leita til Félags- málastofnunar Reykjavíkurborg- ar eftir fjárhagsaöstoö, er fólk í fullri vinnu. Hér er um aö ræða fólk sem uppfyllir strangar kröfur stofnunarinnar hvab þörf varðar og fær einhverja peninga til aö brúa bilið milli útborgaðra launa og þess sem þarf til að geta dregið fram lífið á íslandi í dag. Þetta kom fram í viðtölum við Láru Bjömsdóttur, félagsmálastjóra í Reykjavík, í fjölmiðlum í vik- * unni. Af viðtölum við félags- málastjórann á Akureyri að dæma er ástandið þar litlu skárra og dæmi um að fólk beinlínis svelti. Laun fólks duga m.ö.o. hvergi nærri til framfærslu og einhver hundruð eða þúsund landsmanna hafa ekki fundið aðra lausn en að leita eftir launa- uppbót hjá Félagsmálastofnun. Launamunur eykst í vikunni kom það einnig fram í frétt frá Þjóðhagsstofnun að tekjumunurinn á Islandi er enn að.aukast og er nú orðinn a.m.k. 3,5-faldur milli 'þess fimmtungs hjóna á vinnualdri sem tekju- lægstur er og þess fimmtungs sem er hæstur. Hagfræðingar ASÍ og VSÍ virtust þó undarlega af- slappaðir yfir þessum fréttum í útvarpsviðtali í morgunútvarpi Rásar 2, þegar þeir voru um þetta spurðir. Þeir bentu á að tekjumis- munur væri jafnvel enn meiri sums staðar annars staðar, eins og í Bandaríkjunum og í Svíþjóð. Þaö, sem hins vegar skiptir máli, er að fólk í tekjulægri hópum þjóðfélagsins fær laun sem duga ekki, ekki einu sinni samkvæmt opinberum útreikningum og þröngum skilgreiningum á því sem þarf til að draga fram lífið. Á sama tíma sitja aðrir þjóðfélags- þegnar við nægtaborðið og hafa miklu meira úr að spila en þeir þurfa eða ráða við. I Áiafossúlpu og fótlagaskóm Sú var tíðin að menntaskóla- nemar gengu um í Álafossúlpum og fótlagaskóm og létu misskipt- ingu gæðanna til sín taka, enda velflestir róttæklingar sem vildu frelsa heiminn úr viðjum órétt- lætis. Sá, sem þetta ritar, tilheyrði einmitt þessari Álafossúlpu-her- sveit og las því Karl Marx af mik- illi andakt, eins og tíðarandinn bauð. Menntskælingum fannst raunar alltaf nokkuð harðneskju- leg og raunar fráleit sú skilgrein- ing Marx á verðmæti vinnuafls- ins, að vinnulaunin miðuðust við það eitt að þau dygðu til þess að verkalýðurinn gæti haldið í sér lífi, aukið kyn sitt og alið upp nýtt vinnuafl, sem gæti þrælað sér út fyrir atvinnurekendur. Einhverju sinni var þessi skil- greining rædd í hópi meövitaðra menntskælinga og var þá af- greidd sem eitt af þessum atrið- um í marxískum fræðum sem ekki bæri að taka svo bókstaflega. Marx hafi nú einu sinni verib uppi á 19. öldinni, þegar lífsskil- yrbi fólks voru mun erfiðari og fjandsamlegt lífsmynstur blasti við „öreigum allra landa", sem máttu una sælir við sitt, ef þeir á annað borb höfðu í sig og á. Menntskælingar bentu á ab í dag ættu launamenn kost á mennt- un, vinnu og tómstundum og gætu auðgað andann með því að bergja á brunni menningar og lista sem öllum stæði opinn. Launamenn á tímum Marx og launamenn nútímans væru því ekki sambærilegir, þar sem nú til dags ættu launþegar möguleika á að lifa innihaldsríku lífi. Á dög- um Marx hins vegar, sögðu menn, var toppurinn kannski að geta endrum og sinnum farið á kiá og drukkið sig fullan með hinum ómenntuðu og hrjúfu vinnudýrunum, sem ekkert áttu nema eigin skrokk og það afl sem í honum bjó. I tímans rás Marx — barn síns tíma Menntaskólanemarnir, sem töldu Marx hafa það sér til afsök- unar að hafa verið uppi á 19. öld, eru allir löngu hættir að taka marxísk fræði hátíðlega. Hins vegar eru þeir að uppgötva að hlutskipti fjölmargra launa- manna dagsins í dag er hreint ekki svo frábrugbib því sem Marx "var að lýsa fyrir tæpum 150 ár- um, og Álafossúlpugengi menntaskólanna taldi aðeins eiga við um 19. aldar verkalýð. Líf hins íslenska lauríþega í dag snýst í allt of mörgum tilfellum um það eitt að éta, vinna, sofa og kannski að auka kyn sitt. Raunar benda fréttirnar frá félagsmála- stjórunum til þess að í fjölmörg- um tilfellum þurfi launþegar jafnframt að gerast bótaþegar hjá hinu opinbera til að þeim sé kleift að framfleyta sér og við- halda stofni „vinnudýra" eða launþega. Á hátíðarstundum er því hald- ið fram að launafólkinu sé að þakka sá stöðugleiki sem við bú- um vib í dag, lág verðbólga, hag- stæðari viðskiptajöfnuður og í Hagtölum mánaöarins eru langar og læröar greinar um hagstætt raungengi og bætta afkomu sam- keppnisatvinnuveganna. Þetta ber að þakka þjóðarsáttinni er sagt, þó löngu sé orðið ljóst að það eina sem menn eru ásáttir um í þessari þjóðarsátt sé að hún sé engin þjóðarsátt lengur. Mis- skipting gæðanna er einfaldlega farin að hrópa allt of hátt til ab menn muni sætta sig við þessa þróun. Vandræði heimilanna eru að verða slík, að samfélagið er að klofna í fylkingar þar sem fjöl- mennir hópar ekki síst ungs fólks er að upplifa merkingu 150 ára gamalla vígorða frá Karli Marx! Þessu fólki finnst þaö ekki lengur hafa neinu að tapa. Þjóðarsáttin Þjóðarsáttin gaf ýmis sóknar- færi og stöðugleikinn er vissulega forsenda efnahagslegra framfara. En grundvallarforsenda þess ab þjóðarsáttin gat yfirleitt náðst, var sú að fólk almennt var tilbúib að færa fórnir og að það hafi ein- hverju ab fórna. Heimilin munu hins vegar ekki halda þessa sátt einhliba, og ef tímabil þjóðarsátt- arinnar skilur fólk eftir í verri málum en áður, hefur fólk ekki lengur neinu að fórna. Stöðug- leiki er ólíklegur í þjóðfélagi reiði, skorts og þar sem fólk bæbi getur og vill breyta vegna þess að því finnst það engu hafa að tapa. Láglaunastefnan og vinnuþrælk- unin er því léleg efnahagsstjórn til lengri tíma litið, auk þess sem hún er afskaplega ósanngjöm. Þegar þær raddir heyrast í dag að það þurfi að koma á sanngimi og réttlæti í skiptingu gæðanna hér á landi, þá er það ekki spurn- ing um pólitíska stærð í tog- streitu milli stjórnmálaflokka. Sanngirni og réttlæti er að verða að hagstærð, sem getur haft úr- slitaáhrif á framvindu efnahags- mála í landinu. Upplausn vegna misskiptingarinnar og ókyrrð, sem henni fylgir, ógnar hinum margrómaða stööugleika og þeim sóknarfærum sem ættu að vera fyrir hendi í dag. Menntskælingar í fótlagaskóm töldu fyrir tveimur áratugum ab skilgreiningar Karls Marx á verð- lagningu vinnuafls og lélegri lífs- afkomu launamanna væri sagn- fræbi, sem ekkert erindi ætti í nú- tímanum. Stór hópur launþega í dag er hins vegar ofurseldur slíkri sagnfræði í lífskjörum, og þab er engin ástæba til ab ætlast til að menn sætti sig við slíkt til lengd- ar. ¦

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.