Tíminn - 19.11.1994, Blaðsíða 12

Tíminn - 19.11.1994, Blaðsíða 12
12 WSMfWm Laugardagur 19. nóvember 1994 Sveinn Guðmundsson Fæddur S. september 1941 Dáinn 12. november 1994 í okkar stóra landi, þar sem náttúran heiflar, er ekki óalgengt a6 við heyrum í útvarpinu aö maöur sé tyndur og leit sé hafin. Viö hrökkvum öll við og þá sér- staklega í litlum byggðarlögum, þar sem nálægðin er mikil og flestir þekkjast. Þannig fór fyrir mörgum sl. laugardagskvöld þeg- ar byrjaö var að leita að Sveini Guðmundssyni. En menn halda í vonina og þá er gott að vita af því að hundruð manna um allt land eru í viðbragðsstöðu til að bregð- ast við slíkum aðstæðum. Ekkert land getur státað af öðrum eins fjölda sjálfboðaliða, sem eru til- búnir til að leggja sig fram viö hvaða skilyrði sem er. í þetta skipti bárust sorgartíðindi og e.ins og oft áður gerðist hið óvænta að maður á besta aldri fannst látinn. Það er orðið langt síöan ég kynntist Sveini. Hann vakti fyrst athygli mína þegar hann vann hjá Búnaðarbanka íslands á Egils- stööum og byrjaði að byggja upp nýbýli í Jökulsárhlíð í landi for- eldra sinna, sem bjuggu á Hrafna- björgum. Nýbýlið Selland blasti við frá veginum í Heiðarendanum og stóð þar sem ljóslifandi dæmi ungs bjartsýns manns, sem hafði trú á íslenskum landbúnaði. Þarna byggði hann upp myndar- legt heimili ásamt fjölskyldu sinni og vegnaði þar vel. Sveinn var einn af þessum mönnum sem allir sóttust eftir til félagsstarfa og hann var boðinn og búinn til að taka þátt í sameiginlegum við- fangsefnum samfélagsins. Hann gegndi fjölda trúnaðarstarfa inn- an landbúnaðarins. Hann stund- aði kennslu og tók virkan þátt í störfum Framsóknarflokksins. .Hann sat í miðstjórn og var á framboðslista flokksins til alþing- iskosninga og lagði sig mjög fram í kosningabaráttunni. Hann hafði yfirgripsmikla þekkingu á land- búnaðarmálum og það var engin hálfvelgja í máli hans þegar hann lýsti skoöunum sínum. Það hefur alltaf verið góður samgangur á milli fólks í Jökulsár- hlíð og Vöpnafjarðar, þótt sam- göngurnar hafi ekki alltaf verið upp á það besta. Vopnfirðingar sottust eftir Sveini til að gegna sveitarstjórastarfi þar og. þá kynntist ég Sveini best. Hann var t MINNING afskaplega þægilegur samstarfs- maöur, skapgóður og glettinn og setti mál sitt fram meö skýrum hætti. Það gat líka verið þungt í honum, ef honum fannst ekki ganga nægilega vel og lítill skiln- ingur vera fyrir hendi, þá fékk maður að heyra álit hans um- búöalaust og af mikilli hrein- skilni. Undir bjó góður hugur og umhyggja fyrir þeim sem hann var aö starfa fyrir. Ég vil fyrir hönd Framsóknar- flokksins þakka Sveini öll störfin og góðu stundirnar. Við höfu'm misst góðan dreng sem við sökn- um. Söknuður ástvinanna er sár- astur og ég votta eiginkonu hans, börnum og öðrum vandamönn- um mína dýpstu samúð og veit að góður Guð mun styrkja þau í harmi sínum. Halldór Ásgrímsson Þegar við skriöum uppí hjá mömmu á sunnudagsmorguninn, sagði hún okkur að afi á Egilsstöð- um væri dáinn. Viö skiljum ekki alveg hvað það þýöir. Mamma segir að hann sé farinn til Guðs. Hver á þá að gefa hestunum, Þokka, Rauðsokka og hinum? Viö skiljum ekki að við sjáum afa ekki aftur, þegar hann er búinn að vera dáinn. Að hann kemur aldrei aft- ur frá Gubi. Okkur langar til að kveðja hann og þakka góðu stundirnar. Á Egils- stöðum, í hesthúsinu, það var uppáhaldið, þó að önnur okkar hafi verið dálítiö hrædd við hest- ana. Ásta Brá ætlar að vera hesta- kona og eiga hesta eins og afi. Að sitja og spjalla í ró og næði. Stundum fór samt allt í bál og brand, því Ylfa rís undir nafni, henni fannst svo gaman að rífast við afa, en afi þekkti litlu stjórn- unarstelpuna sína og allt var í góðu. En eitt vitum viö og það er að þótt afi sé farinn til himins, þá verður hann alltaf hjá okkur í minningunum og fylgir okkur í gegnum lífiö, líka ömmu, Stefáni Boga, Veig, Völlu, Stellu Rún, mömmu og öllum sem þekktu hann. Ylfa og Ásta Brá Hafsteinsdœtur Hljóðnar í bekknum, hugurinn reikar, horfinn á braut er einn. Alltoffljótt yfir móðuna miklu mœttirþú elsku Sveinn. Drungi er í hjarta. Döpur hver öndin dvelur við brostinn streng. En minningin lifir, minningin bjarta, minning um góðan dreng. Um haustið 1959 kom þrjátíu og tveggja manna hópur í fyrsta bekk Samvinnuskólans að Bifröst. Fæst af þessu fólki hafði hist fyrr, en einhvern veginn átti það svo vel saman að eftir tveggja vetra samvist höfðu bundist vináttu- bönd sem halda. í þannig hóp eru menn með margar skoðanir og mörg áhuga- mál og reynir á skilning og um- burðarlyndi gagnvart náungan- um, eins og verða vill í heimavist. í þessum hópi var piltur austan af Fljótsdalshéraði, sem fljótlega sýndi að í honum bjuggu ýmsir hæfileikar. Hann var góður náms- maður, mikill íþróttamaður, eink- um þó í knattspvrnu, og söngvinn vel. Jafnan tilbuinn að taka þátt í hverju sem var í félagslífi skolans. Lá þó hvergi á skoðunum sínum, en hlustaði á rök annarra og virti. Hann var barn náttúrunnar og dró aldrei dul á að landbúnaður var draumur hans. Enda reisti hann ásamt konu sinni nokkru síðar nýbýlið Selland á bökkum Jökulsár í heimabyggð sinni, Jök- ulsárhlíð. Þar bjuggu þau um margra ára skeið uns önnur störf kölluöu, því félagsmálaáhugi var ríkur þáttur í gerð hans og hann oft til forystu fenginn. Undanfarin ár höfum við bekkj- arfélagar farið í helgarferð snemmsumars og átt góðar stund- ir. Þar lét Sveinn Guðmundsson sig aldrei vanta og var sem jafnan hrókur alls fagnaðar. Aö í dag sé hann kvaddur hinstu kveðju er sárara en orð ná yfir. En við get- um yljað okkur við síöustu sam- fundi, þegar við í sumar fórum um hans heimaslóðir og hann naut þess að leiðbeina okkur um Fljótsdalshérað og Vopnafjörð, þar sem ævistarf hans lá. Hann þekkti hverja þúfu og kunni skil á mönnum og málefnum, sem urðu ljóslifandi í frásögn hans. Minningin yljar og Sveinn féll í faðmi íslenskrar náttúru þar sem útsýnið er best yfir Jökulsárhlíð- ina og góðbúið Selland. Þau ævi- lok hafa verið honum að skapi, þótt alltof snemma kæmu. Með söknuði kveöjum við góð- an vin og félaga. Eiginkonu og börnum vottum við dýpstu sam- úð. Bekkjarfélagar að Bifröst 1959-1961 Þegar við Sveinn kvöddumst í sumar haföi ég á oröi að ég vaeri hættur að heimsækja hann. Ég hafði þá komið að húsi hans þrem sinnum og aldrei var neinn heima, hann hlyti að skjótast út bakdyramegin þegar hann sæi til mín. Hann hló sínum dillandi hlátri og sagði að ég skyldi reyna aftur næsta sumar. Það næsta sumar kemur ekki. Viö hittumst fyrst á Samvinnu- skólanum að Bifröst haustið 19 59. Þá var þar búið í vistum sem lokað var yfir nóttina, sem siður var í þann tíö til að koma í veg fyrir oæskilega kynblöndun. Það voru átta félagar, sem komu þá í skólann, sem voru á sérvist innan við kvennagang á neðstu hæð, auðvitað lokaöri með lélegu skil- rúmi. Þarna í kjallaranum varð mikill og náinn félagsskapur. Piltar stofnuðu eigið félag, sem m.a. gaf út blað, hélt kvöldvöku og höfðu sitt eigið barmmerki sem notað var á hátíðlegum stundum. Fyrir utan alla fundina, sem haldnir voru og skilmerkilega skráðir, og alls þess sem rætt var utan funda um allt milli himins og jarðar. Þau voru fá vandamálin sem ekki voru tekin föstum tökum. Síöan dreiföist hópurinn, en samt var eitthvað sem alltaf hefur bundið þennan kjarna saman, jafnvel frekar en viö aðra bekkjar- félaga þótt góðir væru. Þegar ég kom austur í Egilsstaöi til starfa, varð mér því fyrst fyrir aö hringja í Svein, sem var eini maður sem ég þekkti á öllu Héraöi. Hann brá yið skjótt og kom í heimsókn og sagði að hann skyldi taka mig meb á ball á Rauðalæk um næstu helgi. Þangað fórum viö á austan- tjalds-eöalvagni og varla var Sveinn kominn innfyrir dyr fyrr en hann sveif um gólfið með fal- legri stúlku. Einn af hans mörgu hæfileikum var dansmennt ágæt og konum fannst ekki verra að hafa hann í nánd. Svo fór Sveinn að venja komur sínar á símstöðina, sem í þann tíð var stýrt af ungum stúlkum en ekki af sálarlausum tölvum. Við félagar hans gerðum okkur mat úr því hvað hann þyrfti oft að hringja, jafnvel utan símatíma, og þau Sæunn fengu marga pilluna frá okkur. Allt samt í góðu og Sveinn kunni líka að svara fyrir sig. Og árin liðu. Draumur þeirra um eigið býli rættist þegar Sveinn og Sæunn byggðu nýbýlið Selland norður í Hlíð, skammt frá bernskustöðvum hans. Þegar hann varð sveitarstjóri á Vopna- firöi, ætluðu þau að hverfa aö því aftur að þeim tíma liðnum, en þá voru aðstæður í landbúnaði-ekki orðnar fýsilegar. Nú er Sveinn horfinn á besta aldri og hefði átt svo margt ógert. En hann hefur líka átt fjölbreytta ævi og lifað ríku lífi og fjögur mannvænleg börn eiga framtíð- ina fyrir sér. Minningin lifir um góðan dreng og ekki skyggir á síð- asta samvera okkar bekkarfélag- anna frá Bifröst, þegar við í sumar fórum í helgarferð um Héraðið og allt til Vopnafjarðar undir öruggri leiðsögn Sveins, sem þar var öll- um hnútum kunnugur. Það voru góðir sólardagar meö sól í sinni og gleði í hjarta. Ég þakka Sveini Guðmundssyni fyrir viðkynninguna. Við Sæunni og börnin hafa orð lítið að segja á þessari stundu, en hugur minn og samúð er hjá þeim. Guðmundur R. Jóhannsson Gréta Gunnhildur Siguröardóttir Fædd 1. september 1907 Dáin 7. nóvember 1994 Gréta Gunnhildur Sigurðardóttir var faedd í Ytri-Skógum í Kolbeins- staðahreppi þann 1. september 1907. Hún lést á Akranesspítala að morgni 7. nóvember síðastliðinn. Gréta var dóttir hjónanna Guðriinar Guðjónsdóttur og Sigurðar Þórðar- sonar, síðar bónda í Skálanesi. Börn þeirra hjóna voru Þórður, Guðný, Ólöf Sigríður, sem ung lést úr berkl- um, Gréta Gunnhildur og Lilja, sem nú er ein lifandi afsystkinahópnum. Hálfsystkini í fóðurœtt eru Eiríkur, sem er latinn fyrir nokkrum árum, Anna Guðríin, Ólafur, Jósefog Ólöf Sigríður. Afar kcert var alltaf milli Grétu og hálfsystkina hennar. Guðríin lést árið 1912 og leystist þá heimilið upp. Börnunum var komið í fóstur hjá vinum og vanda- mönnum. Þórður og Ólóffóru til El- ínar Þórðardóttur, föðursystur þeirra, og manns hennar, Guðlaugs Jónssonar, að Seljum í Hraunhreppi á Mýrum. Þá var Gréta búin að vera þar um eins árs skeið. Hjá þeim El- ínu og Guðlaugi að Seljum ólst Gréta upp og varþar alltþar til hún gekk að eiga eftirlifandi mann sinn, Guðmund Óskar Helgason í Hólma- t MINNING koti þar sem þau bjuggu. Börn þeirra eru Sigríin og Helgi. Sigrún býr í Grindavík með sambýlismanni sín- um, Karli Júlíussyni, og eiga þau þrjá syni. Helgi býr í Hólmakoti ásamt konu sinni, Sjöfn Ingu Krist- insdóttur, og eiga þau jfimm börn. Þá á Sjöfh þrjú börn frá fyrra hjóna- bandi. Gréta var jarðsungin frá Akra- kirkju laugardaginn 12. nóvember síðastliðinn. Mig langar að minnast hennar Grétu frænku minnar, sem nú er horfin frá okkur. Fæstir þekktu þann stórbrotna persónuleika sem þessi kona bjó yfir. Hún flík- aði ekki tilfinningum sínum eða þeim hæfileikum sem hún bjó yf- ir. Hún var hæglát kona, sást aldr- ei flýta sér, en hvergi voru þó óunnin verk í hennar nánasta umhverfi. Áður en heyvinnuvél- arnar komu var allur heyskapur unninn meö orfi og ljá, snúið og rakaö með hrífum. A þessum tíma vann Gréta jafnt inni sem úti á Aösendar greinar, afmælis- og minningargreinar sem birtast eiga í blaoinu þufa a& hafa borist ritstjóm blabsins, Stakkholti 4, gengið inn frá Brautaholti, tveimur dögum fyrir birtingardag, á disklingum vistab í hinum ^y* ? ýmsu ritvinnsluforritum sem texti, eða ®tftpwfÍJW vélritaðar. $ími (91) 63i600 túni og öll störf leysti hún jafn vel af hendi. Það var eins og ekkert gæti haggað þessari vinnusömu konu. Gréta var mjög skemmtileg kona. Hún bjó yfir sérstakri kímnigáfu og hló svo dillandi hlátri að þeir, sem í návist hennar voru, smituðust ósjálfrátt af. Hún bjó líka yfir mikilli alvöru, var mjög tilfinninganæm og fann til með þeim sem áttu um sárt að binda á einn eða annan hátt, hvort sem um var að ræða menn eða málleysingja. Gréta var sönn bóndakona. Hún fylgdist vel með veðurfari í öllum landshlutum og hafði mikla samúð með þeim bændum sem áttu í erfiðleikum með að ná inn heyi vegna óþurrka, hvar á landinu sem þeir bjuggu. Gréta var snillingur aö elda góðan mat og þótt ekki væri mik- ið til af kryddi og ýmsu öðru, sem við notum til matargerðar í dag, var maturinn hjá Grétu sérstak- lega bragðgóður. Þaö muna vel þeir unglingar semvoru hjá þeim hjónum á sumrin. Ég hef oft feng- ið að heyra þaö hjá Steina syni mínum, sem var þar í mörg sum- ur, að ég geti ekki búið til eins góöan mat og Gréta, svo ekki sé talað um brauðið hennar Grétu. Þau hjónin, Gréta og Mundi, höfðu mikla ánægju af aö taka á móti gestum og fá í leiðinni frétt- ir úr sveitinni eða af ættingjum og vinum í Reykjavík. Mikill sam- gangur var milíi bæjanna Hólma- kots og Skálaness. Þær systur, Gréta og Anna móðir mín, voru mjög samrýndar og oft hlegið dátt þegar þær heimsóttu hvor aðra. Fólkið á þessum bæjum var eins og ein stór fjölskylda, enda skyldleikinn mikill, þar sem Þor- steinn faðir minn og Mundi voru bræður. Eftir að við fluttum tii Reykja- víkur voru ekki ófáar ferðirnar upp í Hólmakot og alltaf voru þær jafn spennandi. Þaö var alltaf eins og að koma heim. Gréta var mjög tónelsk og hafði sérstakt yndi af fallegri harmon- íkutónlist. Hún átti litla harmon- íku þegar hún var ung stúlka á Seljum og spilaöi þá gjarnan fyrir ferðafólk sem beið eftir aö komast yfir í Hjörsey. Gréta var mikill dýravinur og kom það sér oft vel viö sauðburð- inn, þar sem hún hafði gott lag á að hjálpa þeim ám sem áttu í erf- iðleikum með að bera. Eins aö koma lífi í lömb sem höfðu of- kælst, þá sást það vel hvað hún gladdist þegar vel tókst til. Fyrir um þrem árum var ég um vikutíma í Hólmakoti hjá Grétu og Munda. Ég er afar þakklát fyrir þennan tíma. Þegar Gréta var bú- in að fá sér miðdegisblund, tók hún upp öskju með gömlum söngtextum og söng fyrir mig bæði af blaði og eins það sem hún kallaöi Skógarlögin. Þótt ótrúlegt kunni aö virðast, eru þaö lög og textar sem hún læröi í Skógum fyrir fjögurra ára aldur, þegar for- eldrar þeirra systkina sungu fyrir þau í rökkrinu. Þessari viku mun ég aldrei gleyma og er ég afar þakklát fyrir allt sem hún sagöi mér þessa daga og það traust sem hún sýndi mér. Gréta var búin að vera mikill sjúklingur síðustu ár og lagðist inn á Akranesspítala í sumar. Ég efa ekki að það hefur verið hugsaö vel um hana þar af því öndvegis- fólki sem þar vinnur. Hún gaf upp andann að morgni 7. nóvember, eins hægt og hljótt og allt hennar líf var. Nú er hún horfin á vít feðra sinna og systur, sem hún syrgði svo sárt þegar hún var ung- lingur og gleymdi aldrei. Elsku Gréta mín, við sem þekkt- um þig svo vel geymum minn- ingu þína í hjörtum okkar. Á kveðjustund fœr huggað heilóg trú, þitt himinljós nú aftur skín í heiði. í bústað Drottins björt þú skartar nú sem blómguð grein álífsins œðsta meiði. Helga María Þorsteinsdóttir frá Skálanesi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.