Tíminn - 19.11.1994, Blaðsíða 14

Tíminn - 19.11.1994, Blaðsíða 14
14 Laugardagur 19. nóvember 1994 JONA RUNA á mannlegum nótum: Hortugheit Flestum okkar leiðast þau okk- ar, sem eru blygöunarlaus og svörug og þykir sökum þess arna sjálfsagt að koma öðrum í koll með hvers kyns dónaskap og hortugu hátterni. Tilgangs- lítil dælska okkar, sem tamið höfum okkur í samskiptum að vera bæði tillitslaus og hortug, veldur oftar en ekki bæði von- brigðum og undrun hjá þeim sem fyrir slíkri framkomu verða. Það er vitanlega mikilvægt að kunna almenna kurteisi og hafa þá hæfni til að bera, að gera ekki lítið úr annarra manna hlut. Við eigum ekki að traðka á sjón- armiðum annarra, með því t.d. að leyfa okkur hvað sem er í samskiptum. Ósvífni er óheppileg vegna þess að hún veldur öðrum tjóni. Einmitt sökum þess að erfitt er að verjast því óréttlæti, sem kemur fram í athöfnum okkar sem erum bíræfin og óskamm- feilin. Það hlýtur því að vera eft- irsóknarvert keppikefli fyrir okkur öll, að við temjum okkur framkomu sem er jákvæð, sið- fáguð og hugbjört, en ekki ófor- skömmuð, ófyrirleitin og hort- ug. Sum okkar álíta, að ef við er- um nógu framhleypin og skeyt- ingarlaus um aðra, þá gangi okkur allt í haginn. Við áttum okkur ekki á þeirri staðreynd að við gerum aðra fráhverfa okkur. Þau okkar, sem erum hugstillt og siðfáguð, kjósum sem minnst af slíkum einstaklingum að vita. Best er, ef við gerum innra lífi okkar einhver skil. Það er ekki nóg í lífinu að halda sér til og ganga um í fínum flíkum. Ef við erum eins og öskutunnur að innan, vantar mikið á að við séum siðfáguð og hughefluð. Það verður enginn minni manneskja af því að efla í innra lífi sínu sem fnesta og besta hugfágun. Við eigum örugglega vænlegra líf framundan, ef við erum tillitssöm og siðprúð, en ef við erum svörug, frökk og hortug. Það er mikil persónuleikafötl- un að láta eíns og það skipti ekki máli að vera siðrænn, hug- mildur og réttsýnn í samskipt- um við aðra. Hvers kyns fram- koma, sem er óhefluð, ybbin og uppivöðslusöm, er líkleg til vandræða og sáralítið í það var- ið að veröa til þess með dælsku og uppástöndugheitum að særa og móðga aðra. Við verðum aö einsetja okkur að efla og örva IV1ENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Styrkir til háskólanáms í Danmörku og Noregi það sjónarmið í samskiptum að virða rétt samferðafólks okkar til að fá að komast hjá því að verða fyrir tjóni af völdum okk- ar sem erum blygðunarheft og ybbin. Það þarf ekkert hugrekki til að vera hortugur og grófur. Aftur á móti þarf þó nokkurn innri styrk og manndóm til að vera hugstilltur og siðvís í fasi og framkomu og þykja mikið til þess koma. Höfnum því þeim eðlishlekkjum sem eru vanvirð- andi og líklegri til að valda okk- ur skaða. Best er, ef við látum af grófleika og dónaskap í sam- skiptum, en eflum í þess stað með okkur hugfágun og göfug- lyndi. Hortugt fólk er að flestra mati óspennandi, enda frekju- legt og fráhrindandi.r Gefum því siðfáguðum sjón- armiðum aukið líf og látum af þeim ósóma sem hortugheitum og frekju fylgir, flestum sem fyr- ir verða til angurs. . ¦ 1. Dönsk stjórnvöld bjóða fram fjóra styrki handa íslendingum til háskólanáms í Danmörku námsárið 1995-96. Styrkirnir eru ætlaðir þeim sem komnir eru nokkuð áleiðis í háskóla- námi og eru miðaðir við 9 mánaða námsdvöl, en til greina kemur að skipta þeim, ef henta þykir. Styrkfjárhæbin er 4.140,-d.kr. á mánuði. 2. Norsk stjórnvöld bjóða fram einn styrk handa íslenskum stúdent eða kandídat til háskólanáms í Noregi námsárib 1995-96. Styrktímabilið er níu mánuðir frá haustmisseri 1995. Til greina kemur að skipta styrknum, ef henta þykir. Styrkurinn nemur 5.700 n.kr. á mánuði. Umsækjendur skulu að öllu jöfnu vera yngri en 35 ára og hafa stundab háskóla- nám ía.m.k. 2 ár. Umsóknir um styrkina skulu sendar menntamálarábuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 20. desember n.k. á sér- stökum eyðublööum semþar fást. Umsóknum fylgi staofest afrit prófskírteina ásamt meðmælum. Menntamálará&uneytiö, 17. nóvember 1994. LAUSN A GATU NR. 43 W&Wk KROSSGATAN NR. 44 E.IHS V fRAn-" V mi&B j NfiAH f TR'ITLAR i SPIL V * OLYKT V m WfrNA i'óKuL/v- AKU OSAdHA MAB6AR HElTAíT KV/VSTUK HZ/0U&- Tfi.YLi.TA LZNGö V iiiiiiiiiiiiill l^lPl V CcLÆíl' LF-IKI V QLUFA miBúK f'Étsf 10 HLÝJA MÆLIR sk'iHié útuNqíN ^MMMA •» VÓ'Kv// 9 HKúQl SKELL KoíVa-NAfH 'AFLDCx ALTAR&' e<iMt> i | OPuR-M'ATT PRÓfAÍT- ÓfT LAuPuZ -> ¦^Síi-i-S 8 'ALPAíT HANOA-SlMA KLtöu^- SKJÓTT STOfa fOTLU/l-INA LAB& LEIÖUST SAMAJA AMRlKI hfXOM-BNDUfi H/£4l£ Gu£í£ ^f.SÖL mnsT. k ;*!•;%%*!•;*:•;•:¦ StííMM H&M HLASS (SLA4 H'ATTA-LA& Só'oK MÆTA HlNDHr U0u KALÚA r> MAfA lo MTAR TÓ/ÍAK. 3 W/, K'AT JAfHT RYKK NÝLE.G 7- SUP TRé fORfiM\ MjMA ¦ T0W£.LÚI $rAZKKA6 EKKI HuOOl | KALL * &L&TA FRi-0- fÆRlS D'At fiiCL SPlL. f? Sr/AUéU SMkO HÖCCr SAuR HÖOWU SVAR SAM-ÍT&ÚA minimP ií^Í??; S$MMll 4 OfAR WtiÚBÁH 2 GRJ'oT LBYfl ÍITSTDLA wyíájfl QÍ.LT | Ki/iDuH. -> MlKlL LDfTOP-ie 5 TýNA ^ ¦:-:i:-!-Í-Í:Í?>:5 • *•:•¦•¦ •íx'xví X*X*X*X*r;Xv H'OLf PLÖKY

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.