Tíminn - 26.11.1994, Blaðsíða 21

Tíminn - 26.11.1994, Blaðsíða 21
Laugardagur 26. nóvember 1994 21 + ANDLAT Tómas Bjarnason frá Teigagerði, Reyðarfirði, til heimilis að Hrafnistu, Reykjavík, lést á hjartadeild Borgarspítalans aðfaranótt 16. nóvember. Útför hans fer fram frá Langsholts- kirkju fimmtudaginn 24. nóvember kl. 13.30. Edda Filippusdóttir, Lynghaga 7, lést á heimili sínu 18. nóvember. Þorbergur Sverrisson frá Brimnesi, Grindavík, andaðist á sjúkradeild Víði- hlíðar, Grindavík, föstudag- inn 18. nóvember. Guöjón H. Árnason, húsgagnasmiöur frá Garði, Grindavík, Njálsgötu 75, Reykjavík, lést 18. nóvem- ber sl. Sigurjón Viðar Alfreðs flugumsjónarmaöur lést laugardaginn 19. nóvember. Rasmus Andreas Rasmussen frá Soldafjorð í Færeyjum, lést í Landspítalanum þann 12. nóvember. Útförin hefur farið fram. Ingveldur Eyjólfsdóttir, Hátúni 12, Vík í Mýrdal, er látin. L. Mac Gregor, Jacksonville, Flórída, lést 17. nóvember sl. Hertha W. Gubmundsdóttir, ísólfsskála, Grindavík, lést á Vífilsstaðaspítala þriðjudag- inn 22. nóvember. Sigmundur Ingimundarson, Heiðargerði 24, Akranesi, lést að kvöldi 22. nóvember. Þorbergur Bjarnason, Hraunbæ, Álftaveri, lést á hjúkrunarheimilinu Klaust- urhólum, Kirkjubæjar- klaustri, 22. nóvember. Birna Melsted, Holstebro, Danmörku, er látin. Bálför hefur farið fram. Ragnheibur Dóróthea Evertsdóttir, Drápuhlíb 35, andabist á heimili sínu 15. nóvember. Útför hennar hefur farib fram í kyrrþey ab ósk hinn- ar látnu. Þórður Ragnarsson vélstjóri, Hólavallagötu 13, lést 21. nóvember sl. Margrét G. Magnúsdóttir, Búlandi 29, lést á Landa- kotsspítalanum 22. nóvem- ber. Þorgerður Björnsdóttir, - Hólmgarði 6, andaðist á Borgarspítalanum. Rögnvaldur Ólafsson frá Brimilsvöllum, Nausta- búð 9, Hellissandi, lést á gjörgæsludeild Landspítal- ans 24. nóvember. Jóhanna C. M. Jóhannesson, lést á vistheimilinu Seljahlíð 23. nóvember. í blíðu og stríðu When a Man Loves a Woman * 1/2 Handrit: Ronald Bass og Al Franken. Framleibendur: Jordan Kerner og ]on Av- net. Leikstjóri: Luis Mandoki. Abalhlutverk: Meg Ryan, Andy Garcia, Lauren Tom, Philip Seymour Hoffman og Ellen Burstyn. Bíóborgin. Öllum leyfb. Myndir um áfengissýki hafa verið allnokkrar í kvikmynda- sögunni, Dagar víns og rósa þeirra best, en efnið er vand- meðfarið svo ekki sé meira sagt. í blíðu og stríöu segir af hjóna- kornunum Michael (Garcia) og Alice (Ryan), sem eiga tvær ung- ar stelpur og allt virðist leika í lyndi, að minnsta kosti á yfir- borðinu. Alice er óörugg með sig og leitar kjarksins í áfenginu, en drykkjan gengur smátt og smátt út í öfgar. Hún sér að sér, þegar hún slær dóttur sína og slasar sig, og fer í meðferð. Michael reynir hvað hann getur til að styðja við bakið á konu sinni, en erfiðlega gengur hjá þeim hjónum að ná saman eftir meðferðina. Það er skemmst frá því að segja, að raunsæið fer fyrir lítið í þess- ari mynd og eftir ágæta byrjun KVIKMYNDIR ÖRN MARKÚSSON leiðist sagan út í dæmigerða til- finningavellu í bandarískum sápuóperustíl. Eins og það sé ekki nóg að þurfa að þola þetta, heldur er framvinda sögunnar svo fyrirsjáanleg, þar á meðal endirinn að sjálfsögðu, að myndin verður í alla staði mjög óspennandi. Það virðist vera orðið kvikmyndagerðarmönn- um í Hollywood ofviða að fjalla um vandamál af nokkru tagi á fölskvalausan og raunsæjan hátt. Það þarf alltaf að fella þau inn í draumaheim sápuóper- unnar. Andy Garcia og Meg Ryan bjarga myndinni frá glötun með stórgóðum leik, þrátt fyrir þunnan efnivið. Sérstaklega er Ryan mjög góð sem alkinn, eh vonandi vandar hún hlutverka- yalið betur næst. I blíðu og stríðu er langdregin, væmin og fyrirsjáanleg, en góð- ur leikur bjargar því sem bjargað verður. ¦ llll .-: " Sfflðj&fjttft&ttj&' > FRAMSOKNARFLOKKURINN Reykjanes: Fundir meb frambjóbendum í prófkjöri Framsóknarflokksins Hraunholti Hafnarfirbi 29. nóv. kl. 20.30 Framsóknarhúsi Mosfellsbæ 30. nóv. kl. 20.30 Digranesvegi 12, Kópavogi 1. des. kl. 20.30 Framsóknarhúsi Keflavík 6. des. kl. 20.30 Sjómannastofunni Vör Crindavík 7. des. kl. 20.30 Aðsendar greinar, afmælis- og minningargreinar sem birtast eiga í blaðinu þufa að hafa borist ritstjórn blabsins, Stakkholti 4, gengið inn frá Brautaholti, tveimur dögum fyrir birtingardag, á disklingum vistað í hinum ^* » ýmsu ritvinnsluforritum sem texti, eba W'ÍJwfWW vélritaðar. síM, (91) 631600 Kærast- inn svipti sig lífi "'*' Kœrastinn Ron sem svipti sig lífi. Michelle Pfeiffer hjálpar systur sinni eftir alvarlegt áfall Michelle Pfeiffer hefur staðib í ströngu síðustu vikur ab veita systur sinni, Dedee, andlegan styrk eftir gríðarlegt áfall. Kær- asti Dedeear, leikarinn Ron Marquette, svipti sig lífi að henni ásjáandi fyrir skemmstu. Dedee, sem er þrítug að aldri — sex árum yngri en Michelle — segist enga hugmynd hafa um skýringar þess að kærastinn, sem hún kynntist við tökur á kvikmyndinni Past Tane, hafi fyrirfarið sér. Dedee átti stefnu- mót við hann í íbúð hans, þegar harmleikurinn átti sér stað. Þeg- ar hún gekk inn í íbúðina, stóð Ron með skammbyssuna, beindi henni að höfði sér orða- laust og hleypti síðan af. Michelle hefur tekið sér frí frá störfum til að sinna fyrsta barni sínu sem fæddist í sumar, en nú fer mestur tími hennar í að rétta Dedee hjálparhönd. Dedee, sem er vel þekkt leikkona vestan Michelle og Dedee á gleöistundu. hafs, hafði nýlega fengið hlut- verk í vinsælum sjónvarpsþætti, en ekki er víst að heilsa hennar leyfi að hún taki það að sér. ¦ Burt bendir ásakandi á Robert Calver í réttarsalnum. Burt Reynolds tíður gestur í réttarsölum Leikarinn Burt Reynolds hef- ur ekki átt sjö dagana sæla upp á síðkastið. Hann stend- ur í ómurlegu skilnaðarmáli við eiginkonuna Lori Ander- son og milli þess, sem hann bregður sér úr skilnaðarrétt- inum, stendur hann í lög- sóknum á hendur öðrum. Burt tókst nýlega að fá lög- bann á ljósmyndarann Ro- bert Calver og má Calver ekki koma nálægt honum í kjölfar dómsins. Ástæðan er sú ab Calver er talinn hafa ásótt Burt og vini hans, ekki virt friðhelgi heimilisins og svo framvegis — allt í von um efni fyrir slúburblöðin. Skilnaðarmál Burts og Lori hafa vakið mikla athygli í SPEGLI TÍMANS vestan hafs og aðeins Simp- son-málið hefur verið viða- meira á síðum svæsnustu slúðurblaðanna. Burt og Lori bera hvort annað þungum sökum og er Burt Reynolds talinn mjög þunglyndur vegna alls þessa. ¦ Öldungurinn heiöraour Stórleikarinn Sir John Gielgud, sem kominn er á tíunda áratug- inn, naut nýlega þeirrar viöur- kenningar að gamla Globe-leik- húsið í Lundúnum var skírt eftir höfðingjanum, Gielgud-leikhús- ið. Á myndinni er Gielgud með Janet Holmes fyrir framan nýja skiltið. ¦ Foreldrar James Bulger skilja Ralph og Denise Bulger, foreldrar hins 3já ára James sem var myrtur af tveimur drengjum árið 1993 í Bretlandi, hafa sótt um lögskilnab. Foreldrar James heitins reyndu allt hvað þau gátu til að koma lagi á líf sitt eftir hið hrikalega áfall sem morðið á James var þeim, en allt kom fyrir ekki. í desember síð- astliðnum fæddist þeim þó nýr sólargeisli, sonurinn Michael Jam- es, en fæbing hans dugði ekki til james Bulger. ab bjarga hjónabandinu, að sögn vinafólks þeirra. ¦

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.