Tíminn - 05.01.1995, Qupperneq 7
Fimmtudagur 5. janúar 1995
i_____
wmtnu
7
Pétur Bjarnason, þingmaöur á Vestfjörbum:
Tveir B-listar auka
möguleika á 2 mönnum
„Þeir, sem eru a& undirbúa
frambob BB-lista Framsóknar á
Vestfjör&um, telja einfaldlega
a& fylgi flokksins sé í verulegri
hættu meö þeirri rö&un sem nú
blasir vi& á B- Iistanum. Þar sem
í fyrsta lagi er óreynt fólk í öll-
um sætum og í ö&ru lagi efsta
sætib skipab manni sem ekki er
Vestfir&ingur, hefur aldrei verib
hér og þekkir lítib til mála
hérna, a& okkar mati," sag&i
Pétur Bjarnason, þingma&ur
Vestfir&inga, sem afþakkab hef-
ur 2. sæti á lista Framsóknar-
flokksins í kosningunum í vor.
Tíminn spurði Pétur um
markmiðin með framboði BB-
lista, sem nú er í undirbúningi
— og hvort menn óttuöust
ekki að atkvæði kynnu að
dreifast svo að hvorugur B-list-
inn næði kannski inn manni.
„Með BB-lista teljum við
okkur ná til framsóknar-
manna allra, auk þess sem við
Gunnlaugur gætum þá báðir
náð eitthvað út fyrir flokkinn,
þannig að við ættum verulega
möguleika á að fá tvo menn á
Vestfjörðum. En það teljum
við útilokað með núverandi
lista. Miðað við það fylgi, sem
Framsóknarflokkurinn hefur
átt hér alla tíð, og miðað við
það að við náum til allra fram-
sóknarmanna með þessu
móti, þá tel ég hins vegar úti-
lokað að skipting atkvæða yrði
þannig að við misstum báða
mennina."
Pétur segist auk þess hafa
fengið það staðfest hjá höf-
undi kosningalaganna, að 1.
maður tveggja lista ætti mun
meiri möguleika á aö komast
að heldur en 2. maður á ein-
um lista. Ástæðan sé sú, að nú
sé ekki lengur notuð deiling
heldur svokölluð kjördæmis-
tala, sem dregin er af fyrir
Pétur Bjarnason.
hvern mann umfram þann
fyrsta.
Pétur sagði ennþá óvíst
hvernig stjórn Kjördæmisráðs-
sambandsins muni taka áskor-
un um að heimila BB-lista í
kjördæminu. ■
Gunnlaugur M. Sigmundsson:
Vilji menn fara í framboð,
þá gera þeir það vitanlega
C unnlaugur M. Sigmundsson.
„Ég hef ekki trú á að það verði
af neinu BB-framboði á Vest-
fjörðum. En við búum vitan-
lega í frjálsu landi, þannig að
vilji menn fara í framboð, þá
gera þeir það að sjálfsögðu,"
svaraði Gunnlaugur M. Sig-
mundsson, spurður um af-
stöðu til þeirrar hugmyndar að
heimilað verði framboð BB-
lista á Vestfjörðum, þar sem
Pétur Bjarnason skipaði efsta
sæti.
Gunnlaugur, sem skipar efsta
sæti á lista Framsóknarflokks-
ins á Vestfjörðum, sagði það
ákvörðun Kjördæmissam-
bandsins hvort framboð BB-
lista verður heimilað. Þannig
að hann hefði raunar ekkert að
segja um slíkar hugmyndir. ■
Ný lög um atvinnuréttlndl
útlendinga frá öbrum en
abildarríkjum EES:
„Au-pair"
þurfa at-
vinnuleyfi
Ný lög um atvinnuréttindi út-
lendinga — annarra en ríkis-
borgara í 16 a&ildarríkjum EES
— tóku gildi um áramótin.
Me&al hclstu breytinga er a&
framvegis ver&ur greint á milli
þriggja tegunda atvinnuleyfa:
Tímabundib atvinnuleyfi er
veitt atvinnurekanda til a&
rá&a útlending í tilgreint starf
um tiltekinn tíma. Obundib at-
vinnuleyfi er veitt útlendingi
til a& vinna á íslandi. Og at-
vinnurekstrarleyfi veitir rétt til
sjálfstæ&rar vinnu eöa stofnun-
ar fyrirtækis.
Erlendir námsmenn í íslensk-
um skólum þurfa framvegis at-
vinnuleyfi. Sömuleibis þarf sér-
stakt leyfi til að ráða 17-30 ára
einstaklinga í vist (au-pair) á ís-
lensk heimili.
Undanþágur frá kröfu um at-
vinnuleyfi veröa: Annars vegar
varanlegar undanþágur, t.d. fyrir
EES-borgara og sendirá&sstarfs-
menn. Og hins vegar verbur felld
ni&ur atvinnuleyfisskylda fyrir:
Vísinda- og fræöimenn, flesta
listamenn, íþróttaþjálfara, blaða-
og fréttamenn, ökumenn fólks-
flutningabifreiða sem koma meö
erlenda ferðamenn, og fleiri
hópa sem starfa hérlendis fjórar
vikur á ári eða skemur.
Útlendingar með lögheimili á
íslandi, sem vilja starfa sjálfstætt,
skulu sækja um atvinnurekstr-
arleyfi. ■
PRÓFNÁM - FRÍSTUNDANÁM
Öldungadeild á grunnskóla- og framhaldsskólastigi.
Fjölbreytt tungumálanám
m.a. íslenska fyrir útlendinga, norðurlandamál, enska, franska, þýska, hollenska, spænska, ítalska,
arabíska, japanska, rússneska, gríska og portúgalska.
Verklegar greinar og myndlistarnámskeið
teikning, málun, módelteikning, bókband, fatasaumur, skrautskrift, og margt fleira.
Námsaðstoð fyrir skólafólk í stærðfræði, stafsetningu og fleiri fögum eftir þörfum.
Kennsla fyrir börn í norsku, dönsku, sænsku og þýsku.
Sérkennsla í lestri og skrift
Ný námskeið: Glerskurður, stjörnuspeki, trúarbrögð heims, olíumálun og 100 stunda námskeið
í svæðanuddi.
Innritun í prófadeild fer fram 9. - 10. janúar 1995.
Innritun í almenna fiokka fer fram 18. - 19- janúar 1995.
Námsflokkar Reykjavíkur óska nemendum sínum gleðilegs árs.