Tíminn - 05.01.1995, Blaðsíða 16
Vebrib í dag (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.30 í gær)
• Suburl, og Subv.mib: Norban stormur og styttir smám saman
upp. Fer ab lægja vestantil í kvöld.
• Faxaflói, Breibafj., Faxafl.- og Breibafj.mib: N. stormur og él. Fer
ab lægja í kvöld, fyrst vestantil.
• Vestf., Strandir og Norburl. vestra, Vestfj.- og Norbv.mib: N.
hvassvibri eba stormur. Eljagangur.
• Norburl. eystra, Austurl. ab Glettingi, Norbaustur- og Austur-
mib: A. og na. nvassvibri eba stormur og snjókoma. Norblægari er líb-
ur á daginn.
• Austf. og Austfj.mib: Norban hvassv. eba stormur og slyddu- eba
snjóél síbdegis.
• Subausturl. og Subausturmib: Allhvöss subaustanátt og skúrir í
fyrstu. Snýst í norban storm eba rok síbdegis, fyrst vestantil, og styttir
ab mestu upp.
veikindaleyfi
Ólafur G. Einarsson veitti
skólastjóra Austurbæjarskóla,
Alfreð Eyjólfssyni, veikinda-
leyfi í gær, en Alfreð óskaði
eftir að komast í leyfi þar sem
hann þarf að fara í aðgerð á
sjúkrahúsi.
í fyrradag hafði Áslaug Brynj-
ólfsdóttir fræðslustjóri veitt Al-
freð tímabundið leyfi frá störf-
um á meðan mál hans vegna
stjórnunarúttektar fræðsluskrif-
stofunnar á Austurbæjarskóla
færi fram.
í frétt frá menntamálaráðu-
neytinu í gær kemur fram að
ráðuneytið telur að fræðslu-
stjórinn hafi ekki farið að lög-
um um réttindi og skyldur
starfsmanna ríkisins þegar
skólastjórinn var leystur frá
störfum um stundarsakir.
Ástæöan mun vera sú að ekki lá
áður fyrir formleg áminnig til
skólastjórans frá fræöslustjóra. í
samtali við Tímann í gær sagð-
ist fræðslustjóri helst ekki vilja
tjá sig um þessa ákvörðun ráöu-
neytisins fyrr en hún hafi heyrt
eitthvað frá ráðuneytinu. Áð-
spurð staðfesti hún að hafa ekki
haft samráð við ráðuneytið um
málsmeðferðina áður en hún
tók á því, þar sem ekki hafi
náðst í neinn þar í fyrradag þeg-
ar hún reyndi að leita samráðs.
Hún sagði hins vegar aö lög-
fræðingur, sem hún leitabi til
vegna málsins, hafi talið hana
hafa heimild til að veita skóla-
stjóranum leyfi með þessum
hætti samkvæmt 44. gr. grunn-
skólalaganna, sem segi eitthvað
á þá leiö aö ef fræbslustjóri telji
að aðgerðir í máli þoli enga bið
geti hann tafarlaust gripið til
ráðstafana til úrlausnar, en um
meðferð slíkra mála fari að öbru
leyti samkvæmt lögum. Áslaug
lagði áherslu á ab hún teldi sig
hafa verið að tryggja vinnufrið í
skólanum þar sem vofað hafi yf-
ir ab kennarar og starfsólk
myndu ekki mæta til starfa eftir
jólafríið. Hins vegar hafi hún
ekki veriö aö leysa skólastjórann
frá störfum eða dæma hann á
einn eða annan hátt meb þessu,
abeins ab gefa honum leyfi
meban málið yrði kannað.
Fræðslustjórinn sagðist hins
vegar síður en svo ætla að setja
sig upp á móti túlkun og niður-
stöbu yfirboðara sinna. Aðspurb
um hvort ekki hefði verið ebli-
legra að hún veitti skólastjóran-
um einfaldlega veikindaleyfi
eins og ráðuneytið hafi nú gert
kvaðst hún hafa rætt við. Alfreð
um veikindi hans og hugsanlegt
veikindaleyfi, en hún hafi ekki
heimild til ab bjóða slíkt leyfi aö
fyrra bragði, þab þyrfti að koma
fram ósk um slíkt. ■
Hávertíö er nú hjá líkamsrœktarstöbvunum og öbrum þeim sem gefa sig út fyrir ab skipuleggja líkamsþjálf-
un, þar sem landsmenn hafa lagst í samviskubit vegna mikils áts yfir jólin. jóna Dís var vib œfingar hjá World
Class stöbinni í Reykjavík ígcer, en hún er einmitt ein af þeim sem æfir ab stabaldri og er því sú fyrirmynd sem
nautnaseggirnir jólahaldsins horfa til og segja: „ Svona œtla ég ab gera." Vmamynd: cs
Núverandi og fyrrverandi féiagsmálarábherra vegast á um toppscetib á lista krata í Reykjaneskjördœmi:
Hafnfirskir kratar segja
Guðmund Árna í sterkri stööu
Þrír frambjóðendur Alþýbu-
flokksins í prófkjöri, sem
flokkurinn hefur bobab til í
Reykjaneskjördæmi dagana
21. og 22. janúar, eru taldir
eiga einhverja raunhæfa
möguleika á efstu tveim sæt-
um listans, og þá ef til vill
þingsætum. Þetta eru þau
Gubmundur Árni Stefánsson,
fyrrverandi bæjarstjóri, heil-
brigbisrábherra og síðast fé-
lagsmálaráðherra, Rannveig
Gubmundsdóttir, félagsmála-
ráðherra, og jafnvel Petrína
Baldursdóttir. Stóri slagurinn
stendur milli þeirra Rannveig-
ar og Gubmundar Árna.
Félag ísl. stórkaupmanna gekk formlega úr VSÍ um nýlibin áramót:
VR fær starfsgreinasamning
Félag íslenskra stórkaup-
manna gekk formlega úr VSÍ
um nýliöin áramót og ætlar ab
standa sjálft að gerð næstu
kjarasamninga við sína við-
semjendur, sem flestir eru inn-
an raba VR. Jafnframt hefur
FÍS rábið til sín Baldvin Haf-
steinsson lögfræbing til að
sinna kjaramálum félagsins,
en hann vann áður að þeim
málaflokki hjá Verslunar-
mannafélaginu.
Birgir Rafn Jónsson, formaður
Félags ísl. stórkaupmanna, segir
að félagið muni koma til móts
MAL DAGSINS
Alit
lesenda
Síðast var spurt:
asi no/ V°r áramótaskaup
' RÚVfyndiö?
Nú er spurt: Vœriþab rétt hjá kennurum aö fara í
verkrall?
Hringió og látið skoðun ykkar í Ijós. Mínútan kostar kr. 25.-
SÍMI: 99 56 13
við kröfur VR hvað varðar gerð
starfsgreina- og sérkjarasamn-
inga eins og VR hefur lagt
áherslu á. Hann segir aö stór-
kaupmenn muni þó ekki eiga
frumkvæbi að gerb næstu kjara-
samninga, þótt þab standi fyrir
utan heildarsamtök atvinnurek-
enda.
Formaður FÍS segir að úrsögn
félagsins úr VSÍ sé í takt vib það
sem hefur verið að gerast í þess-
um efnum bæbi á Norðurlönd-
unum og annarsstaðar í Evrópu.
Hann segir að sérhæfing og
verkaskipting séu þeir þættir sem
þar séu efst á baugi og m.a. af
þeim sökum hafi íslenskir stór-
kaupmenn ákveðið ab gera slíkt
hið sama.
Abspurbur segir Birgir að
brottför stórkaupmanna úr VSÍ
hafi farið fram í mesta bróðerni
en segir það einkamál félagsins
og VSI hvaða áhrif úrsögnin hef-
ur á fjárhag samtaka atvinnurek-
enda. Ákvörðun um úrsögn úr
VSÍ var tekin sl. sumar með 6
mánaða fyrirvara og kom því til
framkvæmda um sl. helgi. ■
Tíminn ræddi við nokkra
krata í kjördæminu í gær. Deild-
ar meiningar eru greinilega um
það hver styrkur frambjóðend-
anna er. Hins vegar eru menn
sammála um að engir „blokkar-
smiðir" séu á kreiki og kannað-
ist enginn við slíkar hugmyndir.
„Ef menn ætla að búa til
blokk, verður það að gerast
þetta 3-4 dögum fyrir kjörið,
eigi blokkin að halda," sagöi
einn viðmælenda, en tók fram
að slíkt kæmi naumast til greina
í þessu prófkjöri. Samsæris-
kenningar væri aðeins ab finna í
blöðunum.
í Hafnarfirbi sagbi viðmæl-
andi okkar að Guðmundur Árni
væri með „fullt hús" þar í bæ.
Hann fengi rússneska kosningu
í fyrsta sætið. „Athugaðu bara
ab Hafnarfjörður skiptir sköp-
um í kjördæminu og verður lík-
lega með meira en 50% atkvæð-
anna. Auk þess vitum við að
Guðmundur nýtur góðs fylgis
um allt kjördæmið. í síðasta
prófkjöri í Hafnarfiröi mættu
3.200 til ab kjósa, — en flokkur-
inn fékk enn meira í kosningun-
um eba 3.800 atkvæöi. Þetta
sýnir styrk okkar Hafnarfjarðar-
krata," sagði vibmælandi okkar
í gær.
I bæjum nær höfuöborginni
var annað að heyra. Menn
sögbu að uppi væru verulega
skiptar skoöanir innan flokksins
um ágæti Guömundar Árna sem
stjórnmálamanns. Menn höll-
uðust víðast hvar að Rannveigu
Guðmundsdóttur sem efsta
manni á lista flokksins, ekki síst
fólk handgengib flokksfor-
manninum.
„Það er sitthvað ab vera góöur
bæjarstjóri og að vinna afrek í
þjóömálapólitík. Það hefur
sannast á Guðmundi Árna Stef-
ánssyni," sagði einn þeirra sem
rætt var við. Hann sagðist geta
fullyrt að Guðmundur ætti ekki
tryggðan einróma stuðning
Hafnfirðinga í 1. sætið.
„Rannveig er þessa stundina
að skora mörk sem góður félags-
málaráðherra. Það er tekið eftir
henni, og hún mun uppskera
eins og hún sáir til. Á Suðurnesj-
um er í raun enginn sterkur
frambjóðandi, og það er ljóst að
suður frá mun fólk velja Rann-
veigu efsta á lista, en hafna
Guðmundi Árna í það sæti."
í prófkjörinu 21. og 22. janú-
ar næstkomandi eru eftirtalin í
framboði: Elín Harðardóttir,
húsmóðir og matsveinn, Hafn-
arfirði; Garðar Smári Gunnars-
son, verkstjóri, Hafnarfirði; Giz-
ur Gottskálksson, læknir,
Garðabæ; Guðmundur Árni
Stefánsson, alþingismabur,
Hafnarfirði; Hrafnkell Óskars-
son, læknir, Keflavík; Petrína
Baldursdóttir, alþingismaður,
Grindavík; og Rannveig Guð-
mundsdóttir, félagsmálaráð-
herra, Kópavogi. ■
TVOFALDUR 1. VINNINGUR
Mál skólastjóra Austurbœjarskóla:
Rábherra veitir