Tíminn - 25.03.1995, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.03.1995, Blaðsíða 1
SIMI 631600 Brautarholti 1 STOFNAÐUR 1917 79. árgangur Laugardagur 25. mars 1995 59. tölublað 1995 Forstjóri Olíufélagsins hf. um hugsanlega komu Irvinganna til íslands: Gæti orbib ógn- arstórt afl í ís- lensku þjóðfélagi Geir Magnússon, forstjóri Ol- íufélagsins hf. segir aö hasli Ir- ving Oil sér völl hér á landi, megi alveg eins búast vib ab þetta kanadíska risafyrirtæki snúi sér ab öbrum atvinnu- greinum en rekstri bensín- stöbva. Geir bendir á að Irving Oil sé umsvifamikið í örðum rekstri sem er fyrir hendi hér á landi, s.s. flutningaþjónustu, frysti- iðnaði, fjölmiðlun og fleiru. Hann segir að aðili á borð við Ir- ving geti komið sér þannig fyrir í íslensku efnahagslífi, að fyrir- tækið verði ógnarstórt afl í þjóð- félaginu sem óhjákvæmilegt veröi fyrir stjórnvöld að taka til- lit til, hvar í flokki sem þau standa. Sjá nánar: „Við munum berj- ast" á bls. 12-13. Hugmyndi/ innan stjórnar LÍN: Rætt um að sameina vorönn og haustönn Þær hugmyndir hafa yerib reifabar innan stjómar LÍN aö vorönn og haustönn verbi steypt saman í eina önn vegna verkfalls kennara. Stjóm Lánasjóðs íslenskra námsmanna lýsir yfir áhyggj- um af stöðu nemenda vegna verkfalls kennara og framfærslu námsmanna sem taka lán úr sjóðnum. Ályktun þessa efnis var samþykkt á stjómarfundi LÍN á fimmtudagskvöld. Samþykkt var að fela tveggja manna nefnd að koma með til- lögur um hvemig bregðast eigi við þeim vanda að nemendur ná ekki að uppfylla kröfur lána- sjóðsins um námsframvindu vegna verkfallsins. Nefndin á að skila tillögum fyrir fimmtu- dag. Fram kom á fundinum vilji sjóðsstjómar og fjármálaráöu- neytis til þess aö hliðra til reglum vegna þess ástands sem verkfall kennara hefur skapað. ■ Ólafur Örn Haraldsson landfrœöingur, sœkir hér á brattann og þaö gerir hann líka í stjórnmálum og sækist eftir þingsœti í Reykjavík. Ólafur, sem varö landsfrœg- ur þegar hann gekk yfir Crœnlandsjökul, var aö œfa fjallgöngu í Esjunni í gœr og þó klifriö viröist glœfralegt er fyllsta öryggis gœtt. Rætt er viö Ólaf á blaösíöu 10 og 11. Tímamynd: Ingimundur Stefánsson ... Ingi Björn Albertsson: Styður Framsókn í vor Ingi Björn Albertsson fráfar- andi þingmaöur segir í viötali vib Tímann í dag ab tillaga Framsóknarflokksins um fjöl- nota íþróttahús sé mikill reki á fjörur íþróttamanna á ís- landi. Slíkt hús muni ger- breyta möguleikum íþrótta- manna, einkum frjálsíþrótta- manna, til ab stunda íþrótt sína og innan tiltekins tíma mætti búast vib afreksmönn- um í þessari grein, sem allt of fáir hafi verib vegna abstöbu- skorts. Ingi Björn segist ætla að styðja Framóknarflokkinn í kos- ingunum í vor, en Halldór Ás- Samhliba fjölgun atvinnulausra hefur vinnuvikan lengst 1,2 stundir hjá hinum á tveim árum: Vinnuvikan lengst um 3.100 störf? Öfugt viö þab sem oft heyrist haldib fram sýna niburstööur Kjararannsóknarnefndar ab aukavinna hefur veriö ab lengjast síbustu tvö ár mebal allra allra starfsgreina innan ASÍ. Þetta gerist samhliba vax- andi atvinnuleysi í landinu. Hafi samsvarandi lenging vinnuvikunnar gengib yfir allan vinnumarkabinn mundi þessi viöbótarvinna nægja til ab skapa 3.100 til 3.600 mönnum full störf — þ.e. handa nærri helmingi þeirra sem eru atvinnulausir. Á síðasta ársfjórðungi 1994 hafði vinnuvikan lengst um 0,7 stundir frá sama ársfjórðungi ár- ið áður, og þá hafði hún lengst um 0,5 stundir frá síðasta fjórð- ungi ársins 1992. Meðalvinnu- vikan hefur því lengst úr 46 stundum í 47,2 stundir — eða um 2,6% á tveim árum. Hafi þessi 1,2 stunda aukning á viku gengið yfir allan vinnu- markaðinn — um 120.000 manns — þýöir það kringum 1.870.000 stunda viðbótaryfir- vinnu í ársfjórðungnum. Sú lenging vinnutímans samsvarar störfum fyrir 3.100 manns með 46 stunda vinnuviku eða störf- um fyrir 3.600 manns sem létu sér nægja 40 stunda vinnuviku, allan þennan ársfjórðung sem hér um ræðir. Lenging vinnuvikunnar er mest hjá iðnabarmönnum og afgreibslukörlum, 1,7 stundir á viku, vinnuvika verkakvenna hefur lengst um 1,5 stundir, hjá verkakörlum um 1 stund og skrifstofukörlum um 1 stund. á viku en minna hjá afgreiðslu- og skrifstofukonum. Á síbasta ársfjórðungi í fyrra unnu verkakarlar lengst allra, 50,5 stundir ab meöaltali á viku, Afgreiðslukarlar 49,3 stundir, af- greiðslukonur og iönaðarmenn rúmlega 48 stundir, verkakonur 45 stundir og skrifstofufólk rúmlega 41 klukkustund á viku. grímsson sé sá stjórnmálafor- ingi sem hann treysti best. Hann segist ekki geta treyst forustu Sjálf- stæðisflokksins og vonist til þess ab flokkurinn losni sem fyrst úr herkví fámennrar klíku forustusveitar. Hann segir Al- þýöuflokknum ekki treystandi til að fara með völd eftir reynsl- una af honum á þessu kjörtíma- bili, þegar fjórum ráðherrum og einu ráðherraígildi hafi verið skipt út. Kvennalistinn sé að deyja út af völdum framboðs Jó- hönnu og að sporin hræði varð- andi Alþýðubandalagið. Ingi Björn segist vilja stöðugleika og að slíku verði náð með sam- vinnu Framsóknar og Sjálfstæð- isflokks, og þab sé því líka í nafni stöðugleikans sem hann hallist nú ab Framsókn. Sjá viðtal bls. 2

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.