Tíminn - 25.03.1995, Blaðsíða 10

Tíminn - 25.03.1995, Blaðsíða 10
' 10 $ífottfastg Laugardagur 25. mars 1995 KVIKMYNDIR Stökksvæðib Stökksvæbib (Drop Zone) ★ ★ Handrit: Peter Barsocchini og John Bishop. Leikstjóri: John Badham. Abalhlutverk: Wesley Snipes, Gary Busey, Michael Jeter og Malcolm Jamal-Warner. Háskólabíó. Bönnub innan 16 ára. Þegar alríkislögreglumaöurinn Pete Nessip (Snipes) hyggst flytja fanga á milli fangelsa, tölvusnilling nokkum, þá hertaka þrautþjálfaðir fallhlífastökkvarar flugvélina, drepa bróður hans og hafa fangann með sér á brott. Nessip á í erfiðleikum með að sannfæra yfirmenn sína um þessa atburöarás og er settur af tímabundiö. Hann hefur leit að þrjótunum, sem hyggja á stórt rán, og þarf aö komast inn í hóp innvígbra fallhlífastökkvara til ab geta nálgast þá og stöbvað ránið. Leikstjórinn, John Badham, á að baki nokkrar vel heppnaðar myndir, eins og War Games og Stakeout, en hefur verið mistækur á síðari árum. Stökksvæðið er því skref upp á við hjá honum því hún er nokkuð frambærileg afþreying. Samræður eru fáar og ógáfulegar en hasarinn og spennan þeim mun meiri. Það er sjálfsagt erfitt að finna efni, sem býður upp á jafn mikinn hraða og fallhlífarstökk, enda er mikið lagt upp úr að þau atriði séu vel útfærð og spennandi. Formúlan gengur ágætlega upp með tilliti til þessa og í millitíðinni slæst hetjan við ýmsa leiðindakurfa á jörbu niðri. Leiklistin hefur átt betri daga því eins og ábur sagbi er orösnilldin víðsfjarri í handritinu. Þrátt fyrir það er Wesley Snipes traustur í hetjuhlutverkinu og Gary Busey er einn reyndasti „vondi karlinn" í bransanum í dag. Michael Jeter er síðan ágætur í hlutverki tölvusnillingsins, en það er helst ab hann fái að segja eitthvab af viti. Stökksvæðið er afþreying með stóru a-i og í sjálfu sé ágæt sem slík, en skilur að sama skapi ekkert eftir sig. Himneskar verur (Heavenly Creatures) ★★★1/2 Handrit: Frances Walsh og Peter Jackson. Framleibandi: Jim Booth. Leikstjórí: Peter Jackson. Abalhlutverk: Melanie Lynskey, Kate Winslet, Diana Kent, Clive Merrison, Sarah Peirse og Simon O'Connor. Regnboginn. Bönnub innan 14 ára. Árið 1954 myrtu tvær unglingsstúlkur, Pauline Parker (Lynskey) og Juliet Hulme (Winslet), móður Pauline í Christchurch á Nýja-Sjálandi. Hér er rakin saga þeirra frá því að þær kynnast, tvær hugmyndaríkar stúlkur, sem báðar eru einmana og utanveltu, þar til þær fremja verknaðinn. Þær mynda náib tvíeyki, jafnvel of náið að mati foreldra þeirra, og gera sig að aðalpersónum í ímyndaðri paradís þeirra, Borovníu, þar sem þær eru umvafðar prinsum. Vinátta þeirra verður að áráttu og þegar utanaðkomandi öfl ætla að aöskilja þær grípa þær í taumana. Þetta er þekkt sakamál á Nýja-Sjálandi en það er hér nálgast frá nýrri hlið án þess að verknabur vinkvennanna sé réttlættur á nokkurn hátt. Áherslan er öll á vinskap, sálarástand og umhverfi stúlknanna, og síðan hvernig eitt leiðir af öðru þangaö til morð verður réttlætanlegt fyrir þeim; allt til að vinskapnum sé ekki stofnað í hættu. Þessu er erfitt að koma til skila svo trúverðugt sé og auk þess þarf ab gera ímyndabri veröld þeirra skil. Það er skemmst frá því að segja mjög vel tekst til þrátt fyrir að stíllinn verði aö vera dálítib ýktur og er þab ekki síst að þakka þeim stórleik, sem Melanie Lynskey og Kate Winslet sýna í aöalhlutverkunum. Sarah Peirse er síðan mjög góð í veigamiklu hlutverki móður Pauline og önnur hlutverk eru einnig vel mönnuð. Himneskar verur er virkilega vönduð og frumleg kvikmynd. Hún er e.t.v. ekki allra, en tekur á dapurlegu morðmáli með því að leggja mikla áherslu á persónuleika moröingjanna og umgjörb þeirra, þannig að myndin, sem dregin er upp af þeim, verður trúverbug og ótrúleg í senn. Inn um ógnardyr (ln the Mouth of Madness) ★★ Handrit: K ichael De Luca. Leikstjóri: John Carpender. Abalhlutverk: Sam Neiil, lurgen Prochnow, Charlton Heston, John Glover og David Wamer. Laugarásbíó. Bönnub innan 16 ára. Þær eru orðnar margar hryllingsmyndirnar, sem John Carpender hefur gert. í upphafi ferils síns gerbi hann nokkrar ágætar slíkar, t.d. The Fog og The Thing. í seinni tíð hefur hann gert fátt markvert en Inn um ógnardyr er þó sú skásta í langan tíma. Hér segir af John Trent (Neill), sem vinnur vib ab rannsaka tryggingasvik. Hann er fenginn til að grafast fyrir um hvarf á rithöfundinum Sutter Cane, en bækur hans viröast hafa mikil áhrif á lesendur og gera þá að ofbeldisfullum ofstopamönnum. Trent grunar að brögð séu í tafli, að um markaðsherbragb sé að ræða, en fljótlega kemur í ljós að ill öfl standa á bakvib skriftir Canes. Hann hefur leit ab rithöfundinum og vib tekur barátta Trents við ab koma í veg fyrir ab hryllingurinn, sem Cane skrifar, veröi að veruleika. Hryllingsmyndir eiga fastan abdáendahóp þrátt fyrir að flestar þeirra séu illa gerðar og heimskulegar. Hugmyndin ab baki þessarar myndar er alls ekki slæm og Carpender kann þá list að láta fólki bregöa. Honum tekst nokkuð vel að halda spennunni en eins og svo oft meb myndir af þessu tagi þá leiðist hún út í hálfgerða vitleysu þegar líöa tekur á hana. Þá taka föröunar- og brellumeistararnir viö og misslímugar verur meb bitvopn taka við aðalhlutverkinu (í þessu tilviki em þær með axir). Sam Neill stendur sig ágætlega í abalhlutverkinu, virbist bara hafa nokkuð gaman af öllu saman og síðan er fyllt upp í aukahlutverkin meb nokkmm reyndum hryllingsmyndaleikurum, fyrir utan það að Charlton Heston bregður fyrir í litlu hlutverki. Inn um ógnardyr er langt frá því að vera meistaraverk á svibi hryllingsmynda, en hún sleppur ef svo má ab orbi komast. Öm Markússon. Ólafur Örn Haraldsson: Veíferð fjöl- skyldunnar er aðalmáliö Þab er nýr maður í öbru saeti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík, mabur sem hingað til hefur haft atvinnu af ráb- gjöf í atvinnulífinu og í stjórn- málum, en hefur nú tekið ákveðna afstöðu og ætlar að beita sér fyrir velferb almenn- ings. Hann var framkvæmda- stjóri Hagvangs um árabil, starfaði síðan ab ferðamálum og stofnaði loks sitt eigið fyrir- tæki, Gallup á íslandi, sem hann rak um fimm ára skeib. Meb slíkan framaferil í at- vinnulífinu ab baki er óvenju- legt að menn víki af leið til ab byrja upp á nýtt á öbrum og óskyldum vettvangi. Um þessa kúvendingu segir Olafur Orn Haraldsson: - Það hefur verið mitt hlutverk hingað til að vera óháður og taka ekki afstöðu. Slíkt er naub- synlegt ef menn eiga að geta stundað ráðgjafarstörf og verið trúverðugir sem slíkir. Eg hef lagt mikib upp úr því að setja mér skýr markmið, hvort sem ég er að klífa fjöll eöa koma ein- hverju sérstöku í verk, og þegar ég seldi Gallup á íslandi fyrir tveimur árum fannst mér ab þessu ráðgjafarskeiði í lífi mínu væri lokið. Ég stóð frammi fyrir því ab taka ákvörðun um það hvort ég vildi verða þátttakandi í ákvörbunum eða halda áfram í stubningshlutverki rábgjafans, og ég tók alveg skýra ákvöbrun. Ég vildi hafa áhrif, vildi láta til mín taka og láta gott af mér leiba í samstarfi viö gott fólk meö sömu afstöðu. Ég ákvab að ganga til liðs vib Framsóknarflokkinn vegna þess ab hann stendur næst því gildis- mati og þeirri lífssýn sem ég hef, enda er þar að finna gott og skemmtilegt fólk sem mér finnst standa nærri mínum eigin upp- runa. Valið var því ekki erfitt þótt ég hafi kynnzt starfi og stefnumál- um annarra stjórnmálaflokka býsna vel þar sem ég hef unnib fyrir abra flokka en Framsóknar- flokkinn. Ég hef aldrei unnið fyrir abra flokka nema fyrir pen- inga. Ég hef unnið fyrir þá sem fagmaður á sviði kynningar- og markaðsmála. Mér finnst Framsóknarflokk- urinn komast næst þeim sjónar- miðum sem ég aðhyllist og tel mestu skipta. Það er sú stjórn- málastefna sem setur manninn og manngiidið ofar öðru, — set- ur með öbrum orðum fólk í fyr- irrúm. Þessi afstaða breytir ekki því að atvinnulífib, hagvöxtur og arbsemi eru forsendur þess ab við getum haldið uppi því vel- ferðarkerfi og þeim lífskjörum sem við þurfum á ab halda. Eng- inn stjórnmálaflokkur kemst nær því að vinna að þessum málum þannig að tillit sé tekið til þessara grundvallarþátta svo ekki hallist á en Framsóknar- flokkurinn. Efþú vœrir kominti inn á Al- þingi, hvaða málum mundir þú þá beita þér fyrir sérstaklega? Fyrst og fremst velferb fjöl- skyldunnar, en einnig mennta- og menningarmálum, umhverf- ismálum og svo auðvitað at- vinnumálum. Allt eru þetta grundvallaratriði sem nauðsyn- legt er að tryggja. Þau eru undir- staöa annarra málefna. Þjóðin er vissulega fámenn en fámennib er einmitt nokkub sem við getum nýtt okkur miklu betur en nú er gert. Við eigum nóg af peningum og ríkulegar auðlindir. Gæðunum er hins vegar ekki réttlátlega skipt, en þau nægja til þess að við eigum að geta næstum því gætt að hverju mannsbarni. Við eigum ekki að sætta okkur vib það ab hér á íslandi myndist hópar sem ná ab þróast þannig að aðstæður verði nánast óvib- ráðanlegar eins og við höfum hingað til bara þekkt af afspurn, eins og gerist í milljónaborgum. Vib eigum ekki ab sætta okkur vib atvinnuleysi. Við eigum ekki að sætta okkur við að ala upp fólk sem fær ekki vinnu og viö eigum ekki ab sætta okkur við að fólk hér sé dæmt til láglauna. Það er engin ástæða til þess að við íslendingar verðum svo lítil- þægir að sætta okkur við slíkt. Við höfum úr nógu að spila þannig ab hér eiga allir að geta haft nóg til þess að lifa mann- sæmandi lífi. Svo er ekki nú. Hér er misskipting og hún fer vax- andi. Við höfum ekki lengur þenn- an möguleika ab geta alltaf auk- ib vinnuna, yfirvinnu og auka- vinnu, þannig ab fólk geti rifið sig upp úr fátækt með þeim hætti. Þær aðstæbur eru ekki lengur fyrir hendi, en þaö þýðir ekki að við eigum að sætta okkur við það ástand sem hefur verið að skapast hér á síðustu árum. -En hvernig cetlar þú sem stjórnmálamaður að ráðstafa því? Það er nú kannski ekki mikið á valdi stjórnmála- manna að ráða þeim hlutum. Ætlarðu að setja lög um lág- markslaun? - Það er ekki eini möguleikinn. Vib getum beitt skattakerfinu mun betur til lífskjarajöfnunar en nú er gert. Vib þurfum að auka vaxtabætur, bamabætur og hækka skattleysismörk. - Hversu mikið? Ég vil ekki nefna neina tölu í því sambandi, en með ýmsum skattalegum abgerbum má ganga mjög langt í því ab jafna lífskjör. Ég vil til dæmis skatt- leggja fjármagnstekjur, en þó vil ég ekki skattleggja eðlilegan lág- markssparnab, til dæmis hjá gömlu fólki sem hefur með ráð- deild og sparsemi tekizt að leggja fyrir. Fólk sem á hins veg- ar stórfelldar eignir, fólk sem á fjármagn, á tvímælalaust að greiða skatta af vaxtatekjum, rétt eins og skattur er greiddur af öbmm tekjum. - Hvað þá um launakerfið í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.