Tíminn - 25.03.1995, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.03.1995, Blaðsíða 7
Laugardagur 25. mars1995 mmmm 7 Helga ásamt þremur félögum sínum, sem einnig sóttu námskeibib. T.v. piltur frá Úkraínu, spœnsk stúlka búsett í Sviss og nýsjálenskur piltur, einnig búsettur í Sviss. í baksýn má sjá Rousseau-eyju í Cenf. Ræöa Helgu í Genf Rceba Helgu Skúladóttur, sem hún flutti á rábstefn- unni í Cenfá dögunum, er hér birt í heild sinni. Þab skal þó tekib fram ab rœbunni var lítillega breytt þegar hún var þýdd á ensku. Til þess að breyta heiminum þurfum við að einbeita okkur að æskunni. Börn eru móttækileg og ekki orðin gegnsýrð af fordóm- um. Þau koma líka til með að stjórna heiminum ábur en langt um líður. En hvernig náum við til æskunnar? M.a. í gegnum skólakerf- ib. En til þess að vib getum náð til allra gefur augaleiö að allir þurfa aö vera í skóla. í sumum löndum fara bara strákar í skóla. í öðrum löndum fara bara ríkir í skóla. í enn öörum löndum fara bara ríkir strákar í skóla. Þessu þarf að breyta strax. Til þess að ná markmiðinu um betri heim, þarf að breyta skóla- kerfinu og opna fyrir samskipti á milli skóla. Hver skóli á ab eiga vinaskóla í annarri heimsálfu, samskipti milli nemenda skólanna þurfa að vera mikil, ekki bara jólatrjáasendingar, eins og hjá vina- bæjum! Það þarf ab bæta inn í kennsluna friðarfræðslu og esper- anto. Vissub þið að Allsherjarþing Sameinuðu þjóbanna samþykkti ab ein vika á ári yrði helguð friöarfræðslu í skólum heims? — Líklega ekki, því íslensk stjórnvöld hafa hvorki kynnt né framfylgt þessari samþykkt. Kennsla á einföldu alþjóöatungumáli á borð við esperanto er nauðsynleg, því hún hefur í för með sér gífurlegan tíma- og pen- ingasparnað. Auk þess verða allar þjóðir að geta talaö saman á jafn- réttisgrundvelli. Það er bölvuð frekja í enskumælandi þjóðum að ætlast til þess að allar þjóðir heims tali þeirra tungumál. Friðarfræðsla er þríþætt: trúarbragðafræöi, stríbsafleiðingafræðsla og kennsla í mannlegum samskiptum. Trúarbragbafræði er mikilvæg, því mörg stríð eru á milli mis- munandi trúarhópa — það er auðvelt að fordæma það sem vib þekkjum ekki. Stríbsafleiðingafræðsla er fólgin í því að sýna börnunum að ekk- ert vinnst með hörmulegu stríöi og hefur aldrei gert, það tapa allir og þannig mun þab alltaf verða. Það þarf að kenna börnunum að virða skoðanir annarra, þau þurfa að geta útkljáð deilumál án þess að grípa til ofbeldis. Sýnum börnunum þátt meb Tomma og Jenna. Þeir hafa verið að lúskra hvor á öðrum í áratugi. Og hverju hafa þeir áorkað? Engu! Jenni er enn sprelllifandi og Tommi glorsoltinn, enda engin furða eftir öll þessi hlaup. Það væri nær lagi að þeir yrðu bara vinir og færu t.d. að baka saman! Mörg börn eyða ómældum tíma í sjónvarpsgláp. Það er tilvalið að notfæra sér þetta og sýna uppbyggilegt efni. Þætti þar sem hetj- urnar berjast ekki. í staðinn gætu þær farið í svaöilför inn í myrk- ustu frumskóga Afríku og vingast við fólkib sem býr þar! Breytingar á skólakerfi héimsins kostar auðvitað peninga — og við eigum nóg af þeim! Er ekki gáfulegast að nýta peninga heims- ins í menntun ungmenna í stabinn fyrir að sóa þeim í þróun og smíðar á sífellt afkastameiri drápstólum! Þjóðir heims eru einsog óvitar að metast um hver eigi dýrustu leikföngin. Vib ættum að íhuga orö Gladstones: „Örlög ríkjanna í heimin- um fara eftir uppeldi æskunnar." ■ i Arnþrúöur Karlsdóttir: F j ölnota íþrótta- höll í Reyk j aví k Framsóknarflokkurinn, einn flokka, vill að hafist veröi handa á næsta kjörtímabili við að und- irbúa byggingu fjölnota sýning- ar-, ráðstefnu- og íþróttahallar í höfuðborginni. Kærkomið mál, sem ráðandi sjálfstæðismenn hafa barist gegn undanfarin ár. Það er augljóst að slík aöstaða mun gjörbreyta aðstöbu íþrótta- manna, en margir hverjir búa við erfiðar æfinga- og keppnisað- stæður. Þá mun slík höll stórauka möguleika á eflingu feröaþjón- ustu, sem er ein öflugasta at- vinnugreinin í landinu og skilaði 17 milljörðum í þjóðarbúið í gjaldeyristekjum á síðasta ári. Bylting á aöstööu íþróttamanna Alþjóðleg íþróttahöll yrði til mikilla bóta fyrir íþróttafólk í öll- um greinum, bæði að því er varð- ar æfinga- og keppnisaðstöðu og einnig til þess að gangast fyrir al- þjóðlegum íþróttavibburðum, líkt og HM-keppni sem framund- an er núna. Aðstöðuleysi hefur hingað til staöið mörgum í- þróttagreinum fyrir þrifum, eink- um knattspyrnu og frjálsum í- þróttum, þar sem veðrátta haml- ar æfingum og keppni í þessum greinum 7 til 8 mánuði ársins. Breytt aðstaba í þessu tilliti jafn- aði abstöðu íþróttafólks aö veru- legu leyti til iðkunar þessara greina í samanburði við erlenda íþróttamenn, en nú býr knatt- spyrnu- og frjálsíþróttafólk við það að þurfa að fara, í stórum stíl, í æfingabúðir til útlanda, sem eru mjög kostnaðarsamar. Ennfremur yrði íþróttaaðstaða sem þessi mjög til þess að auka mjög áhuga ungs fólks, barna og unglinga á því að leggja fyrir sig íþróttaiðkun og ekki hvab síst orðið til þess að hér yrðu haldin alþjóðlegar keppnir fyrir ung- linga, en hingað til hafa íslensk ungmenni eingöngu þurft að sækja mót erlendis til þess að fá einhverja alþjóðlega reynsiu. Slíkt er kostnaðarsamt fýrir félög- in og einnig foreldra, þannig að það sitja ekki allir við sama borb í þessu tilliti. Það er gremjulegt til þess að vita að þótt við íslend- ingar eigum mjög efnilegt í- þróttafólk, suma á heimsmæli- kvarða eins og dæmin sanna, hamli léleg aðstaða og fjárskortur því að hæfileikar þessa fólks fái notið sín sem skyldi. Sjálfstæölsmenn á móti HM '95 íþróttamenn þekkja þá forsögu að núverandi ríkisstjórn hefur ít- rekaö reynt að koma í veg fyrir HM '95, sem verður haldin hér í maí n.k. Einkum er það þrjóska forsætis- og fjármálaráöherra sem hefur ráðið ferbinni. Upphaflegu hugmyndina að HM '95 átti Jón Hjaltalín Magnússon, fyrrverandi formaður HSÍ, og á árinu 1988 samþykkti þáverandi ríkisstjórn hugmyndina. Hinsvegar kom meirihluti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur í veg fyrir að hafist yrði handa um byggingu fjölnota húss í Reykja- vík, en á þeim tíma lágu fyrir teikningar af húsinu, sem teikn- að var af Gísla Halldórssyni, arki- Bylting á aöstööu íþróttafólks tekt og forseta ÍSÍ. Ríkisstjórn Framsóknarflokks, Alþýöuflokks og Alþýðubandalags greip inní og studdi málstað HSÍ. Gerður var bindandi samningur milli ríkisins og Kópavogskaupstaðar og síðan HSÍ. Málið var í höfn og handknattleiksmenn sáu fram á VETTVANGUR betri og bjartari tíma. En Adam var ekki lengi í Paradís, því nú- verandi fjármálaráðherra kom í veg fyrir að umræddur samning- ur yrði haldinn og forysta HSÍ var aftur komin á byrjunarreit. Handknattleiks- menn gáfust ekki upp, þótt... Það er fyrst og fremst ótrú- legri eljusemi og baráttuhug forystumanna HSÍ að þakka, að HM '95 verður að raunveru- leika. Eftir að menn höföu gengið á milli ráðherra þessarar ríkis- stjórnar í þeirri von að ríkis- valdið kæmi auga á hagkvæmni þessa máls og þá langt út fyrir raöir íþróttahreyfingarinnar, var ómögulegt að fá forsætis- og fjármálaráðherra til þess að brjóta odd af oflæti sínu. R-lista meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur beitti sér í málinu, en allt kom fyrir ekki og svar sjálfstæbismanna í ríkisstjórn var áframhaldandi nei. Borgar- stjórn breytti hinsvegar Laugar- dalshöll, svo HM '95 yrði aö veruleika, og þar með var líka komið í veg fyrir að íslendingar yrðu sér til skammar á alþjóð- legum vettvangi með þvi að af- þakka keppnina. Framsóknarflokkur- inn vill úrbætur Það er kærkominn glaðning- ur fyrir íþróttafólk að Fram- sóknarflokkurinn, einn flokka, hafi gefið yfirlýsingu um að fjölnota höll skuli rísa á næstu árum. Það liggur nú fyrir, að þær breytingar á Laugardals- höllinni uppá 200 milljónir kr., sem gerðar hafa verið af borgar- stjórn Reykjavíkur, leiða til þess að hægt er byggja íþrótta- og sýningarhús í beinum tengsl- um við höllina fyrir um 300 milljónir kr. Þar með væri risin sú glæsilega aöstaða, sem í- þróttafólk hafði vonast til í tengslum við HM '95. Aðstaða sem nýtist íþróttafólki og at- vinnuvegunum á breiðum grundvelli. Höfundur á sæti í dómstól HSÍ og skipar 3. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík. ÚTBOÐ F.h. Vatnsveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboöum í o200 til 0600, heildar- magn 1.900 m, af „ductile iron" pípum ásamt „fittings". Útboösgögn verba afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilbobin veröa opnuö á sama staö, þriðjudaginn 25. apríl 1995, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR (REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Fríkirkjuvegi 3 - Simi 25800 ÚTBOÐ Endurnýjun veitukerfa og gangstétta Áfangi 2 1995 F.h. Hitaveitu Reykjavíkur, Catnamálastjórans í Reykjavík, Rafmagns- veitu Reykjavíkur og Símstöövarinnar í Reykjavík er óskaö eftir tilbobum í endurnýjun dreifikerfis hitaveitu og jarbvinnu fyrir rafveitu og síma aukyf- irborbsfrágangs í eftirtöldum götum: Langholtsvegi, Reykjavegi og Safa- mýri. Helstu magntölur eru: Lengd hitaveitupípna 5.700 m Skurölengd 4.400 m Cangstéttarsteypa 2.800 m' Hellulögn 1.200 m2 Malbikun 1.900 m2 Útboðsgögn verba afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn 15.000 kr. skilatryggingu. Tilbobin verba opnub á sama stab, þribjudaginn 11. apríl 1995, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR (REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.