Tíminn - 25.03.1995, Blaðsíða 11

Tíminn - 25.03.1995, Blaðsíða 11
Laugardagur 25. mars 1995 fflfottWtU 11 Klifiö í Esjunni, fjalli Reykvíkinga, en Ólafur Örn gefur sér tima til aö hverfa úr amstri kosningabaráttunnar til aö njóta náttúrunnar. Ólafur segist fá aöra sýn á kjördœmiö frá þessum sjónarhóli, en Reykjavík sést í baksýn. landinu? Stjórnvöld ráða því auðvitað ekki hvemig einkafyr- irtœki launa sitt fólk en í þjón- ustu hins opinbera eru menn með svimandi háar tekjur og margfalt hœrri en til að mynda ráðherrar sem þó þykja scemi- lega haldnir, miðað við þá sem minnst hafa. Líka eru dcemi um bankastjóra sem hafa jafn- vel á aðra milljón á mánuði fyrir vinnu sína? - Þaö þarf að taka launakerfi ríkisins til algerrar endurskoðun- ar og leggja þar til grundvallar nýtt starfsmat. Ég held að það sé ekkert óeðlilegt við það að borga há laun fyrir ákveðna vinnu. Þessar tölur sem þú ert að nefna eru auðvitað fjarstæðukenndar, en við verðum þó að launa þannig að við séum samkeppn- isfær við önnur lönd. Annars lendum við í því að missa vel menntað og þjálfað fólk til ann- arra landa. - Þannig að íslenzk banka- stjórastétt flytjist til útlanda ef launin verða lcekkuð og fái þar störf sem eru jafnvellaunuð og þau sem hún gegnir nú. - Nei, ég held að þeir geti ekki fengið þessi laun annars staðar og ef verið er að borga þeim yfir markaðsverði, þá eru þeir of hátt launaöir. Þessu geta stjórnmála- menn breytt. Þeir hafa tæki til að ráða allmiklu um tekjuskipt- inguna í landinu. - Þeim hefur þá ekki gengið vel að ná tökum á þeim taekj- um. - Nei, annað hvort hefur skort vilja til að beita þessum tækjum eða menn hafa einfaldlega ekki haft hæfni til að gera það. - Þú nefnir nýtt starfsmat og uppstokkun launakerfisins. Er þetta eitthvað sem þú munt beita þér fyrir? - Já, ég mun gera það í sam- vinnu við aðra stjórnmálamenn. Ég vil taka þátt í slíku starfi. - Geturðu séð fyrir þér að þetta yrði gert að skilyrði fyrir myndun ríkisstjórnar sem Framsóknarflokkurinn cetti að- ild að? - Ekki skilyrði, nei. Það eru mjög fá mál sem stjórnmála- flokkur getur sagt að sé skilyrði fyrir stjórnarmyndun, en um all- mörg mál má hins vegar segja að þau varði megináherzlur. Og ein aðalháherzlan hlýtur að vera þessi: Það er stór hópur fólks hér á Islandi sem býr ekki við mann- sæmandi lífskjör. Við höfum all- ar aðstæður til að breyta þessu, upplýsingar, auðlindir og nauð- synleg tæki, og það er áreiðan- lega brýnasta viðfangsefni land- stjórnarinnar á næsta kjörtíma- bili að breyta þessu. - Hvað telur þú að séu mann- scemandi laun fyrir átta stunda vinnudag? - Því get ég ekki svarað. Að- stæður manna enr svo missjafn- ar, — eigna- og skuldastaða þeirra, svo og fjölskylduaðstæð- ur, en til þess er skattakerfið aö bæta úr því ranglæti að ein- hverjir búi við kröpp kjör. Á þessu landi er óviöunandi aö svo sé. Til að varpa ljósi á það hvað ástandið er orðið alvarlegt þá get ég sagt að mér brá í brún þegar ég hitti ungan mann í gær, góð- an vin minn úr fjallamennsk- unni, kominn vel á þrítugsaldur. Hann er að ljúka starfsnámi.og á konu sem er að gera það líka. Hann segir við mig: Við erum að hugleiða það mjög rækilega að við munum ef til vill ekki hafa efni á því að eignast barn. Við sjáum ekki ljóslega fram á að kljúfa það fjárhagslega, miöað við þau laun sem við munum hafa. Þetta er harðduglegur maður. Þegar ungt fólk hugsar svona, þá er mikil alvara á ferðum. Ég hef ekki aðeins áhyggjur af því að hér séu að myndast stórir og varanlegir láglaunahópar, svo og hópar sem em atvinnulausir og hópar sem hvorki hafa efni á því að fara í skóla eða senda börnin sín í skóla. Hér em líka byrjaðir að mynd- ast þjóðfélagshópar þar sem of- beldi og fíkniefni eru hluti af heimsmyndinni og því lífs- mynstri sem verður ríkjandi hjá þeim sem svo er ástatt um. Að þessu leyti erum við nú á sama stigi og borgir í Skandinav- íu vom á ámnum upp úr 1970, en þaö er þó bót í máli að við er- um ekki komin lengra í þessu þróunarferli en svo. Hér stefna félagsleg vandamál í nákvæm- lega sama félagslega óefnið og nú er við að etja þar. Ég veit ekki hvort íslendingar gera sér almennt grein fyrir þeim félagslegu vandamálum sem veröa alvarlegri með hverju árinu sem líður, en orsökin er meðal annars sú að staða fjöl- skyldunnar er orðin veik, ekki sízt vegna lélegrar afkomu. Ég er viss um að sterkari fjölskyldur gæm leyst mikinn vanda en þá verður þjóðfélagið líka að koma til móts við fólkið með bættri stefnu í fjölskyldumálum og og samræmdum aðgerðum í þessa þágu. Það er nú í tízku að tala um þjóðarátak, en ef það á einhvers staðar rétt á sér þá er það í þjóð- arátaki þar sem sagt er: Við ís- lendingar ætlum ekki að láta okkar þjóðfélag þróast svona. Við eigum að standa upp, koma út úr húsunum okkar, en gera ekki veggina enn þykkari en þeir em og siga bara lögregl- unni á einkennin, eins og nú er gert í alltof ríkum mæli. Við eigum að taka á þessu áð- ur en vandamálið verður óvið- ráðanlegt, en til þess að svo megi verða er nauðsynlegt aö jafna lífskjörin og ganga hik- laust til þess verks. Það ætlar Framsóknarflokkurinn sér að gera og ég vil taka þátt í því starfi. Texti: Áslaug Ragnars Ólafur Örn varö landsfrœgur þegar hann gekk þvert yfir Grœnlandsjökul ásamt syni sínum Haraldi Erni og Ingþóri Bjarnasyni áriö 7 993. Hér sjást þeir á hábungu jökulsins. ÚTBOÐ F.h. Reykjavíkurhafnar er óskaö eftir tilboðum í tímaleigu á vinnu fyrir jarð- ýtu á efnistippum á hafnarsvæðinu og nefnist útboðið: Aðkeypt ýtuvinna 1995 Lýsing: Stæröarflokkur á jaröýtu Caterpillar D6 C Komatsu 65E eöa sambærilegt Áætlaður vélatími 400 klst. Útboösgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi B, Reykjavík, gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilbobin verða opnub á sama stað, miðvikudaginn 5. apríl 1995, kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR (REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Hnorræna félagið Sænskunámskeiö í Framnesi í Noröur- Svíþjóö Kjöriö tækifæri til ab sameina sumarleyfi og sænskunám. Norræna félagið á íslandi, í samvinnu við Norraena fé- lagið í Norrbotten í Norður-Svíþjóð, gefur 15 íslend- ingum kost á 2ja vikna sænskunámi í Framnás folkhög- skola dagana 24. júlí til 4. ágúst næstkomandi. Kenndar verða 6 stundir á dag og auk þess fer fram kynning á lífi og starfi fólks á Norðurkollu. Námskeiðið kostar um 68.000 krónur. Innifalið er ferð- ir báðar leiðir, kennsla og dvalarkostnaður meðan á námskeiðinu stendur. Eftir námskeiðið gefst kostur á þriggja daga ævintýra- ferð um Lappland. Umsóknir skal senda til skrifstofu Norræna félagsins, Norræna húsinu í Reykjavík, á sérstöku eyðublaði sem þar fæst. Opið mán.-fös. kl. 9-12 og 13-16. Sími 5510165. Umsóknarfrestur er til 22. apríl 1995. Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofunni. T11 IíWIK««3 Tilbob óskast í eftirtaldar bifreibar og tæki sem verba til sýnis þribjudaginn 28. mars 1995 kl. 13-16 í porti bak vib skrifstofu vora ab Borgartúni 7 og víbar. 1 stk. Ford Explorer 4x4 1991 1 stk. Subaru Legacy CL station 4x4 1990 4 stk. Subaru 1800 station 4x4 1988-91 1 stk. Toyota Corolla station 4x4 1990 1 stk. Toyota Tercel station 4x4 1988 1 stk. Mazda 323 station 4x4(Skemmdur eftir umf.óh.) 1993 1 stk. Toyota Hi Lux Double cab 4x4 1990 2 stk. Toyota Hi Lux 4x4 1985-87 1 stk. Saab 900 fólksbifreib 1988 1 stk. Volvo 240 fólksbifreiö 1989 1 stk. Volvo 440 1989 1 stk. Toyota Corolla 1988 1 stk. Chevrolet Monza 1988 1 stk. Mercedes Benz 1719 vörubifreiö m/krana 1978 Til sýnis í birgðastöö Vegageröarinnar í Crafarvogi, Rvk.: 1 stk. rafstöb Dawson-K30 kw í skúr á hjólum 1973 Til sýnis hjá Vegagerðinni í Vík í Mýrdal: 1 stk. vatnstankur 10.000 I með 3" dælu 1980 Til sýnis hjá Vegageröinni á Saubárkróki: 1 stk. dráttarvél Massey Ferguson 699 4x4 meö ámoksturstækjum 1984 Til sýnis hjá Rannsóknarstofnun byggingariðnabarins, steypudeild Keldnaholti: 1 stk. Hita/rakaskápur. Blikkklæddur, einangraöur með steinull. Innanmál 3,5 m meb opnun 0,8 x 3,0 m. Tilbobin verða opnuð á skrifstofu vorri sama dag kl. 16.30 að vib- stöddum bjóðendum. Réttur er áskilinn til að hafna tilboðum sem ekki teljast vibunandi. ® RÍKISKAUP ^SSS Útbo6 t k 11 a á r a n g r i I BORGARTÚNI 7, 105 REYKJAVÍK SÍMI 91-26844, BRÉFASÍMI 91-626739

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.