Tíminn - 25.03.1995, Blaðsíða 4
4
Laugardagur 25. mars 1995
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Útgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: Jón Kristjánsson
Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík
Sími: 631600
Símbréf: 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Mynda-, plötugerö/prentun: ísafoldarprentsmiðja hf.
Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb ílausasölu 150 kr. m/vsk.
Áfangi í sam-
göngumálum
Síðasta sprengingin í Vestfjarðagöngunum var
viðburður í samgöngusögu landsins. Með henni
hillir undir það að lokið verði því mikla mann-
virki sem göngin eru. Þau eiga áreiðanlega eftir
að breyta mjög mannlífinu á Vestfjöröum.
ísafjarðarsvæðið er fjölmennasta byggðin þar
vestra og ísafjörður er stórt byggðarlag á mæli-
kvarða landsbyggðarinnar. Öruggar samgöngur
frá minni byggðarlögum í nágrenninu munu
efla þjónustu á Isafirði og greiða leiðirnar allt ár-
ið til og frá staðnum. Möguleiki gefst á varaflug-
velli á Þingeyri fyrir ísafjarðarsvæðið og sú bylt-
ing í flugmálum Vestfirðinga á eftir að hafa
mikil áhrif. Allir landsmenn þekkja að stundum
er ófært að fljúga til ísafjarðar dögum saman, en
skilyrði eru betri við Þingeyri til flugs og aðflug
allt rýmra.
Það verður afar fróðlegt að fylgjast með þeirri
þróun sem verður á þessu svæði næstu árin eft-
ir þessa samgöngubót, bæði í atvinnulegu tilliti
og þá einkum í sjávarútvegi, samgöngum og fé-
lagslegum samskiptum og hvernig kostir þessa
mikla samgöngumannvirkis verða nýttir.
Vestfjarðagöngin eru framkvæmd þjóðarinnar
og samkomulag hefur verið gott um að þessi
framkvæmd ætti að hafa forgang. Það var sjálf-
sagt og eðlilegt. Samgönguerfiðleikarnir og
snjóþyngslin á þessum slóðum eru slík.
Það vekur hins vegar athygli að samgönguráð-
herra kaus í viðtölum vegna ganganna að þakka
núverandi ríkisstjórn eingöngu þessa fram-
kvæmd. Þetta er þjóðarframkvæmd, sem allir
flokkar komu að og ákvörðunin var tekin í tíð
fyrri ríkisstjórnar. Þetta eiga stjórnmálamenn-
irnir að vera menn til að viðurkenna, þótt það
séu að koma kosningar. Um stóru málin í þjóð-
félaginu verður að ríkja samstaða og stórfram-
kvæmdir eru ekkert einkamál ákveðinna stjórn-
málamanna. Þær eru framkvæmdir þjóðarinnar,
sem borgar brúsann.
Það vakti einnig athygli að skilja mátti á sam-
gönguráöherra að jarðgangagerð á Austurlandi
væri ekki í sjónmáli. Þó var gengið út frá því á
sínum tíma að Austurlandsgöng yrðu næst í
röðinni í stórframkvæmdum. Um það var einn-
ig pólitískt samkomulag, sem og það að gefa
heimildir fyrir einkafyrirtæki ab grafa undir
Hvalfjörð.
Um jarðgangamál verður að vera gób sam-
stæba meðal þjóðarinnar og þau eru ekkert
einkamál ríkisstjórnar eða samgönguráðherra á
hverjum tíma. Því miður hefur það farið mjög á
skjön síðustu ár ab skapa nauðsynlega sam-
stöðu um framhaldið. Þar verður að verða breyt-
ingá.
Tíminn óskar Vestfirðingum til hamingju með
þann áfanga í samgöngumálum sem nú er að
nást. Hann er gleðiefni og verður fjórðungnum
áreiðanlega til styrktar á f jölmörgum sviðum.
Birgir Guömundsson:
Um endurtekningar
Blaöa- og fréttamenn hafa stundum
orö á því aö sömu fréttimar séu aö
koma upp aftur og aftur meö vissu
millibili. Þaö sé svona einhver
fréttahringur til staöar þar sem
sömu verkin, sömu viötölin viö
sömu mennina koma fyrir þetta
einu sinni til tvisvar á ári eöa jafnvel
með enn styttra millibili. Þannig
má kannski segja aö fréttamennsk-
an sé ekki svo ólíkt starfi bóndans:
hverri árstíð fylgja ákveöin verk,
sauöburöurinn, heyskapurinn, slát-
urtíðin, vetrargjöfin o.s.ffv. í ffétt-
unum er árviss gúrkutíð á sumrin,
loðnuvertíð og pólitík á haustin, og
kjaramálin upp úr áramótum, svo
eitthvað sé neffit.
Þessar endurtekningar em auövit-
að ekkert annað en bergmál þess
takts, sem þjóðlífið almennt slær
meö árstíðabundnum hættí ár eftir
ár og áratug eftir áratug, með nægi-
legri tilbreytingu þó til aö halda
mönnum vakandi.
En endurtekningamar birtast líka
í lengri sveiflum og ýmsum finnst
þeir vera famir að kannast við takt-
ana hjá stjómmálamönnunum nú
fyrir kosningamar. Sumir segja aö
sömu tvíræöu loforðin séu gefin
núna og vom gefin síðast og jafnvel
þar áður líka. Hækkun skattieysis-
marka og útrýming láglaunastefn-
unnar em meðal gamalla kunn-
ingja og fyrir fjórum árum ætluðu
þáverandi stjómarflokkar líka að
verja þann mikla og góða árangur
sem náðst hafði í efnahagsmálum,
ekki síst í baráttunni við verðbólgu-
drauginn sem tekist hafði að kveða
niður. Þetta er samviskusamlega
endurtekið nú af stjómarflokkun-
um í dag.
Borgarstjórabragur
Ónnur endurtekning er áberandi
núna og tengist kosningunum. Það
er endurtekning á persónudýrkun
sjálfstæðismanna á Davíð Odds-
syni. Þegar Davíð var borgarstjóri,
var valdakerfi Sjálfstæöisflokksins í
Reykjavík byggt upp í kringum per-
sónu Davíös sem hins sterka for-
ingja. „Hokkurinn, það er ég" var
slagorðið. Á landsvísu virðist Sjálf-
stæðisflokkurinn nú vera að taka
upp þetta Reykjavíkurmynstur, því
öll uppstilling miðast við það að
Davíð sé í fyrirrúini. Auglýsingamar
miða með áberandi hcetti við að
Davíð komi á fundi vítt og breitt
um landið og þaö er aðalatriði.
Frambjóðendumir í kjördæminu
em að vísu meö, en í algerum auka-
hlutverkum. Þessi foringjadýrkun-
arstíll — sem í raun er mjög kunn-
uglegur úr borgarstjóminni — kom
þó kannski allra skýrast fram í sjón-
varpskynningu sjálfstæöismanna í
fyrrakvöld, þar sem Davíð var ekki
eingöngu í aðalhlutverki. Hann var
í öllum hlutverkum. Hokksímynd-
in, sem verið var að miðla, saman-
stóð af Davíð að heiisa konungum,
Davíð á Þingvöllum, Davíð á hafn-
argaröinum, Davíð í vinnuherberg-
inu sínu, Davíð að gefa hundinum,
Davíð í stjómanáöinu og bara Dav-
íö almennt við leik og störf að fara
með gömlu glundroðakenninguna
um „vinstri slysin", sem hann
kunni svo vel ab þylja á boigar-
stjómarárum sínum líka. Fyrir
stjómmálaáhugamenn og blaða-
menn, sem fylgdust með borgar-
stjómarmálum í tíð Davíðs, er þetta
svo sannarlega kunnugleg endur-
tekning, tilbrigði við stef.
Konur og völd
Á sama hátt var flokkakynning
Kvennalistans í fyrrakvöld líka til-
brigði við stef, einhvers konar gras-
rótarstef. Þveröfugt við Sjálfetæðis-
flokkinn kom fram miídll fjöldi
kvenna og vitnaði um þörfina á að
„konur fengju völd" og brytust úr
þeirri erfiðu stöðu sem konur em í.
Kvennabaráttuslagoröin em
vissulega gamalkunnug og em orð-
in hluti af því orðasafni, sem al-
mennt er í gangi í stjómmálaum-
ræðu nútímans. Hins vegar er
spuming hvort þessi umræða er
ddd komin í öngstræti og það hafi
takmarkaöa þýðingu ab vera aö
endurtaka hana enn einu sinni, eins
og Kvennalistinn er að gera núna.
Kannski er sú innanhússgagnrýni
rétt, sem ffam hefur komið um að
sérstakur Kvennalistí sé ekld lengur
frjósamasta form kvennabaráttunn-
ar og betra væri að finna þessari bar-
áttu annan farveg, t.d. innan hinna
flokkanna. Það kemur væntanlega
betur í ljós í kosningunum, sem
augljóslega munu ráða úrslitum fyr-
ir stofnunina Kvennalistann.
Olnbogaböm
En í þessu sem svo mörgu öðm
em það endurtekningamar sem
vekja áhuga. í vikunni barst inn á
ritstjóm Tímans endurútgáfa á litlu
kveri, sem ísafoldarprentsmiðja gaf
fyrst út áriö 1892. Þetta kver heitir
„Olnbogabamið" og hefur undirtít-
iiinn „Um frelsi, menntun og rjet-
tindi kvenna". Þama er á ferðinni
fyrirlestur eftír Ólaf Ólafsson, prest í
Guttormshaga, fyrirlestur sem ver-
ið hefur nær ófáaniegur og raunar
óþekktur líka þar til nú, ab Bóka-
varðan gefur hann út. í þessu kveri
er að finna stórmerkÚegar rök-
semdafærslur fyrir réttindum
kvenna, málflutning sem hljómar
afskaplega kunnuglega í eyrum
okkar í dag. Sr. Ólafur rekur það
hvemig kvenþjóðin í landinu er
meðhöndluð sem olnbogabam.
Hvernig „systumar" em kerfis-
bundið auðmýktar og þeim haldið
niðri af „bræðrunum", þannig að
íslenskar konur séu þjóðinni í raun
til skammar vegna fávisku sinnar
og kunnáttu- og getuleysis á öllum
sviðum. Á einum staö segir Ólafur:
„Það þykir ekki bæjarprýði að kven-
fólkinu sumsstabar, og er það held-
ur ekki. Þab var líka sibur í gamla
daga, að reka olnbogabömin í eitt-
hvert skúmaskotíð, er gestir komu,
svo að þau gjörðu ekki heimilinu
skömm með útliti og abbúnaði
sem á þeim var." Þetta ástand telur
presturinn fjarri því ab vera eðlilegt,
enda sýni reynslan ab oftast sé
hvab mestur bógur í olnbogaböm-
unum, þaö séu þau sem fram-
kvæma þá hluti sem hin bömin
ráða jafhvel ekki við. Eins getí þetta
verið meö konumar.
Óhæfileg venja
Og gæti Ólafur Ólafsson, sem
skrifaði árið 1892, ekki allt eins ver-
iö að tala um ástæður þess litla ár-
angurs í jafnréttismálum, sem fram
kemur í nýútkominni skýrslu um
launamun kynjanna, þegar hann
segir:
,Jeg áiít, að umbótaleysið stafi
mikib frá þvi, að menn ganga keng-
bognir undir oki gamallar, óhæfi-
legrar venju, sem hefur legið sem
martröð á þjóðinni í margar aldir.
En þab er komib meir en mál, að
velta slíku fargi af sjer; nóg er sofið.
Jeg segi því enn: Veitum kvenn-
fólkinu fullkomiö jafnrétti viö oss
karlmennina í menntun, framför-
um og frelsi."
Kvenfrelsi fyrir karla
Þó svo aö það ástand, sem sr. Ól-
afi þótti svo hrópandi ranglátt, væri
töluvert annað og verra en þaö sem
við búum við í dag, þá má eiginlega
segja að sama stefið sé sífellt að end-
urtaka sig og vib séum í dag að
hlusta á tilbrigði við jretta stef. I nú-
tíma kvennabaráttu hefur gjaman
verið vísað til þess, að jafnrétti þurfi
og muni aðeins nást meb því að
byggja á „reynsluheimi kvenna" og
því hljóti það að vera verkefni
kvenna og aðeins kvenna sjálfra að
leiða jafnréttisbaráttuna. Á þessu
byggir t.d. hugmyndin um sérstak-
an kvennalista. Með aukinni
áherslu á fjölskylduna í heild og
verkaskiptinguna innan hennar
hefur þó nokkuð slaknab á Jjessari
hugmyndafræði og því er jafnvel
velt upp ab bætt staba kvenna og
fjölskyldunnar sé ekki síður réttlæt-
ismál karlanna. Kvennabaráttan,
sem svo er kölluð, er því ekki einka-
mál kvenna eða þeirra mál fyrst og
fremst, heldur sjálfsagt jafnréttis-
mál sem karlar láta sig í auknum
mæli skipta. Og þar er komið að
enn einni af þessum skemmtilegu
endurtekningum. Lokaorð sr. Ólafs
em einmitt áskomn til karla, áskor-
un sem rétt er að endurtaka til að
ljúka þessum orðum um endur-
tekningar:
„Að síöusm vil jeg enda þessi orð
með þeirri ósk og þeirri áskomn til
allra góöra drengja, til allra sannra
föðurlandsvina, til allra þeirra, sem
ekki stendur á sama, hvort fóstur-
jörð vor á fyrir höndum daga bless-
unar eða bölvunar, gæfu eða ógæfu,
farsældar eða ófarsældar, til allra,
sem styðja vilja rjettlæti, mannúð
og sannarlegt ffelsi, ab þeir tengist
höndum til drengilegs fjelagsskapar
og leggi fram alla krapta sína og
dugnað sinn til þess aö hrinda máli
þessu áfram; þá getum vjer verib
fullvissir þess, ab það mun ekki
bregðast að guð gefur góðu máli sig-
ur." ■