Tíminn - 25.03.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.03.1995, Blaðsíða 5
Laugardagur 25. mars 1995 Tímamynd CS Jón Kristjánsson: Kosningabaráttan, barátta um ímynd Nú fer ab styttast í þaö aö gengið verði til kosninga þann 8. apríl og kosningabar- áttan nær hámarki þann tíma sem eftir er. Fólk upplifir þessa baráttu með mis- munandi hætti. Frambjóbendur fara um, koma á vinnustaði og hitta fólk, eða halda fundi í kaffitímanum, dreifa bæk- lingum og merkjum. Flokkarnir efna til funda og krydda sínar samkomur með einhverjum uppákomum til þess að draga fólk að. Þab er auglýst í blöðum, útvarpi og sjónvarpi og nýjustu auglýs- ingamiðlarnir eru flettiskiltin, sem hafa vakið athygli og verið umrædd. Að taka ákvörðun Mér verður oft sem frambjóðanda hugsað til þess í hve miklum mæli fólk tekur ákvörbun um hvernig þab kýs eftir auglýsingum og útgáfu á bæklingum og slagorðum. Bæklingasúpan dynur inn um lúgurnar og þetta eru snyrtilega upp- settir pappírar, enda er prenttækni góð nú til dags. Ég hygg nú samt ab umhverf- ib, áhrif frá fjölskyldu, kunningjum eða vinum sem hafa ákveðnar skoðanir, eða persónulegt samband við frambjóöend- ur, hafi mest að segja. Einn er þó sá þáttur kosningabaráttu sem ég er sannfærður um að hefur mikil áhrif, en það eru umræðuþættir hvers konar í fjölmiðlum og þá einkum í sjón- varpi. Þeir hafa þá sérstöðu að fólk kem- ur inn í stofuna hjá fólki í þeim ágenga mibli sem sjónvarpib er. Myndin er hlífðarlaus og dregur fram hvers konar klaufaskap og mistök. Sjónvarpsfram- koma skiptir æ meira máli í stjórnmála- baráttunni og þeir stjórnmálamenn, sem koma vel út úr þeim slag, hafa forskot. Fjölmiðlaumræða er komin vel af stað, en ég verð ab viðurkenna ab ég hef ekki tilfinningu fyrir áhrifum hennar. Ég hef einfaldlega verið á stöðugum ferðalög- um, eins og frambjóöenda er siður í kosningabaráttunni, og hef verið heima eitt kvöld síðustu þrjár vikur þegar hittist svo á að var sjónvarpsþáttur um velferð- arkerfið. Það var málefnalegur þáttur. Yfirbragð áróbursins Það er alveg ljóst að auglýsingastofur og markaðsmenn starfa í meira mæli en áður í skipulagningu áróburs fyrir stjórnmálaflokk- ana. Fjármunir skipta miklu máli um hvað hægt er að leggja í þessa ráðgjöf. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur löng- um staðið vel að vígi fjárhagslega og hefur lagt mesta peninga í áróbur. Það er því dálítið fróðlegt ab virba fyrir sér yfir- bragb áróðurs stærsta flokks landsins, en í honum er samhengi. Öll áróðurstækni flokksins beinist að því ab veita bæði flokki og formanni hans landsföðurímynd. Sjónvarpsauglýs- ingarnar sýna gjarnan landið úr lofti með hátíölegum texta um betra ísland í sólskini með Davíð Oddsson í broddi fylkingar. Uppstilling Davíbs og Friðriks á „pers- neska teppinu" er framhald af þessu yfir- bragði, sem er fjarlægt og hátíölegt og hluti af því að reyna að skapa föður- ímynd flokks og formanns. í þessari áróðursstarfsemi er forðast að minnast á óþægilega hluti, en því meira talab um stöðugleika sem verði að haldast. Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur forbast eins og heitan eldinn að lenda í stælum eða yfirlýsingum í garð andstæb- inga sinna. Þetta er úthugsuð lína, enda er Davíb ekki þekktur að hógværð þegar í slaginn er komið. Allt þetta er umhugsunarvert fyrir þá, sem taka þátt í stjórnmálum núna og eiga eftir að taka þátt í þeim næstu árin. Það er umhugsunarvert ef hægt er á aug- lýsingastofum og hjá markaðsfyrirtækj- um ab búa til nýja ímynd af stjórnmála- mönnum. Ég er svo gamaldags að ég vil að fólk komi til dyranna eins og það er klætt. Þab á ekki ab sigla fram undir ein- hverri ímynd sem búin er til á auglýs- ingastofum, draga fram hluta af veruleikanum sem fólki er hagstæður og sleppa hinu. Það eru blekkingar af versta tagi. Hrikalegt dæmi um blekkingar heyrði ég í útvarpi nú í vikunni. Það var þegar Halldór Blöndal sprengdi síð- ustu sprenginguna k Vestfjarðagöngun- um. Ég heyrbi hann lýsa því yfir án þess ab blikna, að núverandi ríkisstjórn hefði ákveðið að rábast í göngin. Hann tók sér með öbrum oröum máttinn og dýrðina fyrir málið. Staðreyndin, að ákveðið var að ráðast í göngin í tíb fyrri ríkisstjórnar þegar Steingrímur Sigfússon var sam- gönguráöherra, var látin kyrr liggja. Svona aöfarir auka ekki virðingu fyrir stjórnmálamönnum. Staðreyndin er aubvitað sú að samfella er í vinnu ab ýmsum framfaramálum. Vestfjarðagöng- in eru framkvæmd þjóöarinnar. Allir stjórnmálaflokkar hafa stutt gerð þeirra og komib við sögu á einn eða annan hátt. Þetta á auðvitað ab viðurkenna og láta pólitíska andstæbinga njóta sann- mælis. Hvar er sól og vor? Eitt af því, sem er reynt að leyna í kosningabaráttunni, er hib raunverulega ástand í málefnum heimilanna í land- inu. Á heimilum þar sem atvinnuleysi er og fólk með skuldbindingar sínar í van- skilum er ekki sól og vor. Það er ekki sól og vor í auðum skólum þar sem stórdeil- ur standa um skólastarf og nemendur bíða heima óþreyjufullir eftir að byrja í skólunum aftur. Það er ekki sól og vor hjá bændum sem eru vib fátæktarmörk eða undir þeim. Það er heldur ekki sól og vor hjá sjómönnum sem missa veiðiheimild- ir jafnt og þétt. Þab er heldur ekki sól og vor á heilbrigbisstofnunum þar sem miklar deilur hafa staðið um kaup og kjör og niðurskurðarhnífnum hefur ver- ið beitt óspart. Engin auglýsingastofa getur breytt þar um, þótt litfögur teppi séu breidd undir forustumenn í stjórn- málum eða glansmyndir teknar úr lofti á lognkyrrum degi á Reykjanesi. Þetta breytir engu um þá raunverulegu stöbu sem er í landsmálum í dag, þegar misrétti vex og biliö milli hinna ríku og fátæku. Nýja stefnu raunsæis Ég er sannfæröur um það, núna fyrir lokaþátt kosningabaráttunnar, aö þaö þarf nýja stefnu raunsæis í stjórnmálum. Það verbur að líta á hinar raunverulegu aðstæður og mynda stefnu samkvæmt því. Það má ekki líða að atvinnuleysi þre- faldist á einu kjörtímabili, eins og skeð hefur. Þab breytir þjóbfélaginu og mynd- ar lagskiptingu fólks, sem er ólíðandi. Stjórnmálamenn mega ekki gleyma þessu. Næsta ríkisstjórn verður að ganga af al- vöru fram í því verkefni að vinna aftur störf til baka fyrir þá sem misst hafa vinnuna. Þeir sem viðurkenna ekki vandann og segja einfaldlega ab það hafi verið spáð 25% atvinnuleysi og þaö sé bara 5% og allt sé harla gott, því aö at- vinnulausir séu bara 6000 en ekki 30.000. Svona hugarfar á ekki heima I landsstjórninni og það veröur að gera út- lægt þann 8. apríl meö áminningum kjósenda. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.