Tíminn - 25.03.1995, Blaðsíða 8

Tíminn - 25.03.1995, Blaðsíða 8
8 Wítttkwu Laugardagur 25. mars 1995 Hagyrbingaþáttur Gestur í Vík brást fljótt og vel viö áskorun þáttarins um aö yrkja og senda vísur um kosningabaráttu og þann darrðardans, sem flokkar og frambjóðendur stíga hver við annan. Henn kveður þetta sundurleitar vísur um alþingiskosningar og aðra pólitík. Þjóðráð Eigi þjóð við illt að lifa og ýmsir reyni að plat'ana, eitt er ráðið þá til þrifa, það er að „drepa" kratana! Óviss úrslit eða hvab? Enginn veit hver úrslit reynast, ekki ergott um slíkt að spá. Hulin móðu lokin leynast, lúmsk er holtaþokan grá. Vegni einum öðrum betur, endirinn sýnist nokkuð vís: Samstarfsflokk að setja á vetur sér til fylgdar Davíð kýs! Borgarstjórar ljúga íhaldsherrum aldrei meir er mér fært að trúa. Bragð er að efbáðir tveir borgarstjórar Ijúga. EFI sendir eftirfarandi í tilefni búnaðarþings og ástands í landbúnaðarmálum: Blöndal og bændahagir „Hagfrœðingum" heilagt stríðið Halldór þykist magna. Þótt hann víti þeirra níðið, það mun engum gagna. Fólk til sveita fœr að hjara, fé og æru rúið. Forlög ætluð frestast bara fáein ár — og búið. Forspá minni er fátt til tafar, feigðarboðinn syngur: Bændahagi ber til grafar Blöndal Engeyingur. Aðalsteinn Ólafsson er á pólitísku línunni og kveð- ur: Vibeyjarskotta Viðeyjarskotta er vonandi á fórum, vond reyndust flest hennar ráð. Hún barðist afkrafti gegn batnandi kjörum botninum hefur hún náð. Nýr fyrripartur: Áfram samt ég ösla, þó aukist skuldabyrðin. Botnar og vísur sendist til Tímans Brautarholti 1 105 Reykjavík P.s. SKRIFtÐ GREINILEGA Spariföt og al- sparifatnaður Stúlka beinir þeirri spumingu til Heiöars hvar hún geti fengið glansandi plastföt, sem hún segist sjá svo rosalega flottar myndir af í blöðum. Þar sem ekki er beinlínis ætlunin að í þessum þáttum séu einstök fyrirtæki auglýst upp eða bent á í hvaða verslunum fólk eigi að kaupa sér föt, verður aö svara spumingunni svolítið á skjön. En enn sem komið er mun ekki mik- ið úrval af plast- eða vinylfötum á markaöi hérlendis. En álit og heilræði frá Heiðari um glansandi famað: Núna er óskaplega mikið af glansandi tísku, sem er meira fyrir unga fólkiö en þá eldri. Það er vegna þess að glansinn fitar og breikkar ummálið og glansinn sýnir allt það sem sumir vilja ekki láta sjást, þannig að glansandi föt em fyrir táninga í vaxtarrækt. Öðmm er ráölagt að láta vera að klæðast þannig. Þetta er tíska unga fólksins eða þeirra sem hafa líkamsburði sem passa inn í flíkumar. Þessi tíska er þegar komin til ís- lands, eiginlega um leið og hún breibist út í stórborgunum. Flýtir í tískunni Þab verður að segjast eins og er, þótt margir haldi öðm fram, að í tískunni höfum vib alltaf flýtt okkur, eða allt frá því ab tískan fór að berast hingab á Kamabæjar- tímabilinu. Það má Guðlaugur Bergmann eiga aö hann hefur breytt hvab mestu hér varðandi tísku. Þótt Bára Sigurjóns hafi kannski breytt mestu varðandi al- mennan klæðaburb kvenna, þá var það Gulli sem startaði tísk- unni meðal unga fólksins og höf- um við búið aö því síðan. Dónalegur klæöaburður Síðan er það sígild spuming um hvemig ber að klæðast við tiltekin tækifæri. Nú vilja hjónakom fá ab vita hvort engin takmörk séu fyrir því hvemig fólk klæbist í síðdegis- boðum, oftast kölluð kokkteilboð. En ibulega er um afmælisveislur ab ræða og alls kyns boð, sem haldin em af ólíklegasta tilefni síðdegis. Til hægðarauka er hægt að kalla allt þetta kokkteilboð. En spyrjendur telja að frjálsræðið, sem sumir temja sér í klaeðaburði í svona boðum, jabri viö dónaskap. Svar: í sambandi við kokkteil- boð hefur oröið óheillavænleg breyting. Maöur gemr búist viö að sjá hvaða klæðnað sem er í dag. En hver getur gert eitthvað í því? Þama mætír fólk í gallabuxum og hverju sem því sýnist og svo em aðrir mjög fínir og njóta sín náttúrlega ekki sem slíkir. Þannig aö í síðdegisboðum er komin viss ókurteisi inn í myndina. Þegar fólk mætir eins og druslur í svona samkvæmi, er það ekkert annað en dónaskapur við þá sem bjóða og abra gesti sem kurma sig. Þab er orðin einhver lenska að taka niður fýrir sig með því að klæða sig illa upp á fyrir einhvem og sýna litla virbingu. Hér er ein- hver óvirðingarvottur í gangi og væri mjög skemmtilegt ef þetta lagabist og hægt væri að hafa áhrif á það og ég reyni það hér með. Spari og sparispari Hvemig á svo að klæðast í síð- Hvernig áég ab vera? degisboðum? Þar gildir góður smekkur og vel valin fataeign mesm. Litli svarti kjóllinn passar alltaf. Kokkteilhattar em enn til, en ekki mikið notaðir. Þeir em að koma í tísku núna hjá tískukóng- unum, en hvort þeir festast í sessi veit mabur ekki. Málið er það aö fólk fari í spari- fötin. Allir ættu að eiga spariföt og alspariföt. Alsparifötín em smóking eða eitthvaö svart fyrir herrann. Kjóll er viöhafnarbúningur, en passar ekki nema við sérstök tækifæri og hátíöleg. Svo er nýi þjóðbúning- urinn fyrir karla alspariföt, eins og peysuföt og upphlumr og skaut- búningur fyrir konur. Alsparikjóll á konur gemr verið síður og einnig smttur ef hann glitrar, síðan sá litli svarti og fal- legir skartgripir við einfaldan sparikjól gera hverja konu skart- klædda. Spariföt karla em ekki aðeins Heiöar Jónsson, snyrtir, svarar spurningum lesenda dökkú fötín, heldur þau ljósu á sumrin. Karlar mega vera í tví- skiptu til spari, en alls ekki alspari. En þá verða þeir að passa vel aö jakki og buxur, skyrta og bindi fari allt vel hvað við annaö, til að vera ekki kauðalegir. Þannig gemr fal- legur stakur jakki og buxur verið flottur spariklæðnaður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.