Tíminn - 25.03.1995, Blaðsíða 13

Tíminn - 25.03.1995, Blaðsíða 13
Laugardagur 25. mars 1995 13 SfMfffltf Geir Magnússon: „Þab er ekkert launungarmál oð þoð eru tveir hópar fyrir- tœkja, hvor á sínum kanti viöskiptanna, sem vinna saman." Tímamynd cs keypt eina á uppboði. Svo kemur erlendur aöili og sækir um átta lóö- ir og þá fer allt kefið í gang. Viö gagnrýnum ekki aö aðrir aöilar fái aö koma inn á þennan markaö og keppa við okkur. Viö höföum hins vegar væntingar um aö þaö ríkti jafnræði á milli aöila en mönnum væri ekki mismunað á þennan veg. Okkur finnst að Olíufélagið hafi átt undir högg að sækja í gegnum árin meö það að fá lóöir hjá sjálfstæöis- meirihuluta Reykjavíkurborgar." Tökum Irving alvarlega - Er skrekkur í ykkur vegna hugsan- legrar samkeppni frá Irving Oil? Nú er þetta gríðarlega stórt og öflugt fyrir- tœki. „Viö tökum svona aðila mjög al- varlega. Þetta er þvílíkt afl, að ef þaö kemur hér inn höfum viö lesið spilin þannig, að þeir muni alveg eins snúa sér að öðrum atvinnu- greinum. Þeir eru umsvifamiklir í ýmsum öðrum rekstri sem er fyrir hendi hér á landi. Þar má nefna flutningastarfssemi, frystiiönaö, byggingavörumarkað, þeir eru pappírsframleiöendur og umsvifa- miklir í fjölmiðlum. Svona aðili get- ur haslaö sér völl meö þeim hætti hér á landi, aö hann verði ógnar- stórt afl í íslensku þjóöfélagi, sem aö íslensk stjó rnvöld — sama hvaða stjórnmálaflokki þau kæmu úr — yröu að taka verulegt tilllit til í framtíðinni. Við höfum einnig bent á að ís- lensku olíufélögin fjárfesta verulega fyrir sína starfssemi á hverju ári, bæði í nýfjárfestingu og viðhaldi. Öll þau atvinnutækifæri sem þann- ig skapast verða til innanlands. Irving Oil væru líklegir til þess að koma með sína aðdrætti erlendis frá, þannig að fjárfestingin nýttist ekki íslensku atvinnulífi sem skyldi. Fréttir síðustu daga hafa staðfest, að ef þeir koma ætla þeir aö bjóða út byggingu birgöastöðvar í Kanada, en ekki hér á landi. Þeir staðfesta það þannig sjálfir að atvinnutæki- færin við þeirra uppbyggingu nýt- ast ekki hér á landi heldur erlend- is." Breytingar fyrirsjáanlegar á bensínstöbvum - Nú er fyrirsjánleg aukin sam- keppni í sölu á bensíni, olíu og unnum olíuvörum á nœstu árum. Hvemig sérð þú fyrir þér að þessi markaður eigi eft- ir að þróast? „Ég sé fyrir mér öðruvísi sam- keppni í framtíöinni. Samkeppni fortíöarinnar var mikil, en hún var öðruvísi. í útgerö hafa menn keppt á sviði þjónustu og ýmiskonar lána- fyrirgreiðslu. Reglur leyfðu ekki magnafslætti, staögreiösluafslætti og fleira því tengt, en ég reikna með að markaðurinn muni aðlagast venjulegum viðskiptaháttum að þessu leyti. Þröngar heilbrigðisreglugerðir hafa komið í veg fyrir aö vöruval á bensínstöðvum hérlendis h@fi tekib sömu þróun og á bensínstöðvum annars staðar í Evrópu og Banda- ríkjunum. Við erum mörgum árum á eftir í þessari þróun, en erlendis hafa bensínstöðvar tekið ab nokkru leyti við hlutverki kaupmannsins á horninu. Fyrirtæki eins og Irving fylgja þessu fyrirkomulagi og ég reikna með að okkar bensínstöðvar þróist einnig í þá átt aö nálgast klukkubúðir." - Hvað með mismunandi verð á bensíni eftir þjónustustigi? „Þar sem að þessir viðskiptahætt- ir hafa verið innleiddir, eins og t.d. í Noregi, hefur það tekið nokkur ár að venja fólk á að afgreiða sig sjálft fyrir lægra verð. Þeir hafa bobið upp á fulla þjónustu fyrir hærra verð og lægra verð fyrir þá sem vilja dæla á bílana sjálfir og greiða ann- ab hvort með korti eða peningum. Ég reikna með að þessir kostir veröi allir í boði hér á landi innan tíðar." Verib a& bjarga fjármunum - Þið hafið fjárfest talsvert í öðrum rekstri. Hvers vegna? „Mest af okkar fjárfestingu í hlutabréfum hefur veriö í fyrirtækj- um í sjávarútvegi, sem hafa veriö viðskiptavinir okkar. í þrenginum undanfarinna ára hefur orðið aö grípa til ýmissa óvenjulegra ráöstaf- ana til þess að rétta sjávarútvegsfyr- irtækin viö og bjarga þar með þeim fjármunum sem í þeim eru. Við höfum í nokkrum tilfellum breytt skuldum þessara fyrirtækja hjá okkur í hlutafé og teídð þátt í að reyna að endurreisa þau. Ab langmestu leyti virðist þetta ætla aö lukkast. Stærstu fjárfestingamar aö þessu leyti hafa verið Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum, Meitillinn í Þorlákshöfn og Hraðfrystihús Grundarfjarðar. Rekstur þessara fyr- irtækja hefur batnab stig af stigi og eftir seinasta ár em þau með þokka- lega afkomu. Við höfum jafnframt veriö opnir fyrir því að selja okkar hlut í þess- um fyrirtækjum ef aöilar vilja kaupa þau á viöunandi veröi. Þann- ig geröum vib samning um að selja Fiskiöjunni á Saubárkróki 40 millj- ónir króna í Hraðfrystihúsi Grund- arfjaröar. Þaö er samkomulag um að þeir kaupi fyrir 30 milljónir til viðbótar á þessu ári. Þab er ekki markmiö okkar að eiga í þessum fyrirtækjum til langrar framtíðar." Smokkfiskurinn svar vib Kolkrabbanum - Menn hafa sett upp kenningu um tvaer fyrirtcekjablokkir í íslensku við- skiptalífi. Kolkrabbann, sem saman- standi af fyrirtœkjum á borð við Eim- skip, Skeljung, Sjóvá-Almennar, Flug- leiðir og fleiri, og Smokkfiskinn sem samanstandi af Olíufélaginu, VÍS, ÍS og fleiri. Erþetta staðreyndin? „Það sem gárungarnir hafa kallað kolkrabba er staðreynd sem hefur verið þekkt til margra ára. Það er samvinna þeirra fyrirtækja sem þar eru nefnd, í viðskiptalífinu og sam- keppni markaðarins. Því er svo ekki að neita að þaö eru önnur fyrirtæki sem hafa orðið að mæta þeirri stað- reynd og bætt sína stöðu í sam- keppninni með ákveöinni sam- vinnu. Hvað svo gárungarnir kalla þetta liggur í léttu rúmi. En það er hópur fyrirtækja, hvor á sínum kanti viðskiptanna, sem vinna sam- an innbyrðis." - Hefur þetta eitthvað með pólitík að gera eða eru þetta bara viðskipti? „Ef þetta hefur eitthvað með pól- itík að gera þá er þaö viðskiptapólit- ík." Viðtal: Ámi Gunnarsson ■ Fermingar tlilllblolc sem borgar sig að líta á TÖLVUR: DAEWOO * 486DX2-50 MHz • 420 MB diskur • 14" SVGA skjár • 4 MB vinnsluminni 109.900 stgr. m/vsk. DÆLEWOO • 66 MHz • 420 MB diskur • 14“ SVGA skjár • 4 MB vinnsluminni Kr 119.900 stgr. m/vsk. ^EWOO • Pentium • 60 MHz • 420 MB diskur • 14" SVGA skjár • 8 MB vinnsluminni 164.900 stgr. m/vsk. MARGMIÐLUN: DISCOVERY MARGMIÐLUNARPAKKI • Sound Blaster™ • geisiadrif • hljóðkort • hátalarar • átján titlar af niargmiðlun. Aðeins kr. 29.900 stgr. m/vsk, ef keypt er með tölvu. RAÐGREIÐSLUR Tilboösverb á AST tölvum og TEXASINSTRUMENTS prenturum. Eigum einnig mikið úrval annarra prentara, leikja, rekstrarvara og margt, margt fleira. Komdu í verslun okkar eða hringdu og vid setjum saman með þér pakka með tölvuvörum til framtíðarnotkunar sem hæfa óskum fermingarbernsins og verðhugmynd þinni. Leiöondi í tölvulausnum EINAR j. SKULASON HF Grensásvegi 10, sími 563 3000

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.