Tíminn - 25.03.1995, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.03.1995, Blaðsíða 2
2 ^tumm Laugardagur 25. mars 1995 Ingi Björn Albertsson segir áherslu á fjölnota íþróttahús hvalreka fyrir íþróttamenn: Treystir Halldóri best Ingi Björn Albertsson. Tímamynd: cs Ingi Björn Albertsson, heild- sali, knattspyrnuþjálfari og fráfarandi þingmabur, segist vera kominn á þá skobun aö Halldór Ásgrímsson sé sá pól- itíski forustumabur sem hann treysti best í dag. Eftir a& fram komu hugmyndir hjá framsóknarmönnum í vik- unni, þar sem þeir segjast ákve&iö vilja hefja undirbún- ingsvinnu a& fjölnota íþrótta- húsi á næsta kjörtímabili, segir Ingi Björn hafa komi& fram þa& mál sem reiö bagga- muninn um þab aö hann muni styöja Framsóknar- flokkinn í kosningunum í vor. Þetta er meðal þess sem fram kemur í viðtali Tímans við Inga Björn um stjórnmálin og íþrótt- irnar, en Ingi Björn hefur lagt stjórnmálabaráttuna til hliðar í bili og snúiö sér að þjálfun og heildsölunni sem kennd er við Albert Guðmundsson, föður hans. Ingi Björn var spurður að því hvort íþróttir sem mála- flokkur nyti skilnings hjá stjórnmálamönnum? „íþróttirnar eiga mjög erfitt uppráttar í heimi stjórnmál- anna. Þær eru misnotaðar af stjórnmálamönnum á tyllidög- um og viö hátíðleg tækifæri eru allir vinir íþróttanna. Á slíkum stundum segjast menn sjá fyrir sér gildi íþróttanna í uppeldinu og uppvexti ungviðis, sem lið í forvarnarstarfi gegn vímuefn- um og annað eftir því. Þegar hins vegar kemur að því að fara aö sýna hug sinn í verki þá fer minna fyrir þessum sömu mönnum. Það er þess vegna sem ég vil orða þaö svo að íþróttimar sé misnotaðar. Þau átta ár sem ég hef setib á þingi hef ég notað hvert tækifæri sem ég hef haft til þess að verja mál- stað íþrótta og auka skilninginn fyrir þeim inni á þjngi, en hefur gengið mjög illa. Ég held þó að þessi barátta hafi skilaö ein- hverjum árangri og satt að segja hefur mér fundist ég helst fá stuðning úr Framsóknarflokkn- um við þessi sjónarmið mín. Ég nefni sérstaklega tvo þing- menn, þá Finn Ingólfsson og Stefán Guðmundsson, sem hafa verið einna mest áberandi í þessum málaflokki." — Nú eru einmitt framsóknar- menn me& útspil þessa dag- ana um a& þeir vilji reisa hér fjölnota íþróttahús og segjast munu hefja undirbúning und- ir þab á kjörtímabilinu. Hvernig líst þér á þaö? „Já, það var ákaflega ánægju- legur morgun þegar ég sá það í baksíöufrétt í Tímanum aö Framsóknarflokkurinn hafi sett það á sína stefnuskrá að byggt verði fjölnota íþróttahús og undirbúningur aö því hafinn á næsta kjörtímabili. Þetta er slík- ur reki á fjörur íþróttamanna að annað eins hefur ekki gerst i mínu minni. Ég held að svona nokkuð hljóti að vekja íþrótta- menn og íþróttaáhugamenn til umhugsunar um það hvaða flokk þeir ætla að styðja i kos- ingunum. Hér er verib ab hreyfa máli sem íþróttahreyfingin hef- ur beðið eftir mjög lengi. í ljósi reynslu minnar af framsóknar- mönnum í samstarfi að íþrótta- málum í gegnum árin á alþingi þá kemur það mér kannski ekki á óvart að tillaga af þessu tagi skuli einmitt hafa komið úr þessari átt. Ég vil líka undirstika að svona hús á eftir þaö þjóna mjög fjöl- þættum verkefnum öðrum en íþróttum. Þetta yrði ráðstefnu- hús, menningarhús undir tón- leikahald, ljóðalestur, sýningar og hvað sem nöfnum tjáir að nefna. Aðalatriðið er að það sé hugmyndaríkur aöili sem tekur að sér rekstur hússins og þá ætti ekki ab skorta verkefnin." — Þú heldur ekki a& þa& muni ganga erfiölega a& telja stjórn- málamönnum og ö&rum trú um a& raunveruleg þörf sé fyr- ir svona hús í ljósi þess ab nú er komin lending var&andi HM höllina og hún geti dug- a&? „Nei, ég held ekki og það væru í þab minnsta mjög þröngsýnir menn sem ekki kæmu auga á þessa þörf. íþrótt- irnar í landinu búa viö afar mis- jafna abstöðu og hús af þessu tagi myndi t.d. nýtast frjálsum íþróttum mjög vel. Sú grein býr nú við afar lélega aðstöðu sem öllum er ljóst ab' verður að bæta. Bara það eitt er næg þörf en auk þess myndi svona hús skipta sköpum fyrir aðrar grein- ar eins og t.d. knattspyrnuiðkun og í raun og vera allra annara íþróttagreina. Þarna inni ætti að vera hægt að stunda allar hefð- bundnar íþróttir allan ársins hring, nema e.t.v. sund, og þetta er einfaldlega sú aðstaða sem ekki er til í landinu í dag. Ef þetta væri hins vegar fyrir hendi þá mætti búast vib að innan til- tekins tíma gætum við farið að sjá afreksmenn á sviði frjálsra íþrótta koma upp hér, sem við höfum ekki séð í nógu ríkum mæli í allt of langan tíma vegna þess aö við höfum dregist aftur úr hvab abstöðu varðar. Afreks- íþróttamenn eru nefnilega mjög mikilvægir varðandi fram- gang íþróttanna og það má ekki vanmeta gildi þess varðandi for- varnarstarf og að unglingarnir hafi einhvern sameiginlegan vettvang sem þau fá tækifæri til að alast upp á." — Hef&i svona íþróttahús ver- i& eitt af þínum áherslumál- um ef þú hefbir ekki hætt vi& sérframbob? „Já, þaö er engin spurning. Þetta var eitt af því sem var mjög ofarlega á blaði hjá mér, eins og íþróttir almennt eru. Ég tel einfaldlega ab það sé slíkt gmndvallaratriði fyrir sérhvert þjóbfélag að eiga sæmilega að- stöðu fyrir íþrótta— og æsku- fólk, ab þessi mál hefðu komið sterídega við sögu hjá okkur og hefði verið barist hart fyrir því. — En þú heföir ekki getaö bar- ist fyrir þessu innan Sjálfstæö- isflokksins? „Ég var reyndar löngu búinn að taka þá ákvörðun að vera ekki áfram í Sjálfstæðisflokkn- um — þab kom aldrei til greina. Þannig aö annabhvort var ab berjast fyrir þessum málum í sérframboði og vera þá meö að- stöðu til að tala fyrir þessu inni á þingi, eða eins og staðan er í dag ab taka undir hjá þeim sem vilja berjast fyrir þessum góða málstaö." — Ber a& skilja þetta sem svo a& þú munir styöja Framsókn- arflokkinn í vor? „Já, ég mun íhuga það mjög alvarlega að styðja Framsóknar- flokkinn, meöal annars út af þessu." — Þú segir „me&al annars", er fleira sem kemur inn í þessa mynd? „Ég hef sagt að ég vilji fyrir alla muni viðhalda þeim stöð- ugleika sem náðst hefur hér í þjóbfélaginu og jafnframt hef ég áður lýst því mati mínu að líklegast sé að stóri Framsóknar- flokkurinn, þ.e. Sjálfstæðis- flokkurinn og Framsóknar- flokkurinn, muni taka viö hér að loknum kosningum. Þannig að með því að styðja annan hvorn flokkinn held ég að maö- ur væri aö styðja áframhald- andi stöðugleika. Stefnur þess- ara tveggja flokka eru að mörgu leyti mjög líkar, t.d. í sjávarút- vegsmálum og landbúnaðar- málum þar sem nákvæmlega sömu sjónarmibin eru uppi í flokkunum, en síðan koma kannski önnur minni mál þar sem skilur á milli. Og þá er maður líka kominn í þá stöðu að þurfa ab velta því fyrir sér hvaða flokksleiðtoga maður treystir best til þess að fram- fylgja því sem hann lætur sinn flokk bera á borð fyrir kjósend- ur. Ef maður lítur yfir sviðið og á forustu flokkanna þá eru kost- irnir þessir: Kvennalistinn er allt að því að deyja út og það grátbroslega við það er að það hafi þurft kvenmann til að drepa kvennalistann. En það virðist vera þab sem Jóhanna er að gera og það verður kannski hannar stóri minnisvarði í ís- lenskri pólitík. Síðan er það Al- þýðuflokkurinn sem hefur skipt um fjóra ráðherra á einu og sama kjörtímabilinu og fimmta ráðherraígildið er Karl Steinar. Þar er flokkur sem hefur farið á mjög vafasaman hátt með sín völd eins og þjóðin þekkir. Ól- afur Ragnar og Alþýðubanda- lagið eru þannig að sporin hræða. Persónuleg kynni mín af forustusveit Sjálfstæðis- flokksins hefur verið þannig að ég er ber ekki mikið traust til þeirra manna. Þá er Halldór Ás- grímsson eftir og af mínum kynnum af honum gegnum tíð- ina, þó það sé langt frá því aö við höfum verið sammála alla tíð, þá hefur hann reynst traustur mabur og sjálfum sér samkvæmur. Ég treysti því að þegar Halldór leggur sína stefnu fram þá standi það, og á því t.d. líka von á því að það muni standa þegar hann segir blákalt að hefja eigi undirbúning aö þessu íþróttahúsi á kjörtímabil- inu. Þannig að ég íhuga það mjög alvarlega að setja mitt á þennan stað í kosningunum. — Þú tala&ir um þín persónu- legu kynni af forustu Sjálf- stæ&isflokksins og hefur á&ur talaö um a& klíkur rá&i ferö- inni í Sjálfstæ&isflokknum og hefur þá nefnt Davíö Odd- sson, Hrafn Gunnlaugsson og Hannes Hólmstein Gissurar- son. Sem fyrrverandi innan- hússma&ur í þessum flokki sýnist þér þá a& átök kraumi undir yfirbor&inu, sem geti gosiö upp þá og þegar? „Ég ætla rétt ab vona það því ég held að það þurfi að frelsa flokkinn úr þeirri herkví sem hann er í. Eins og er þá er hon- um stjórnab af fámennri klíku sem hefur mannfyrirlitningu, finnst mér nánast, að leiðar- ljósi. Það er auðvitað mjög slæmt að stærsta stjórnmála- flokki landsins er stjórnað með slíku hugarfari." — BG Tjolmenn íerö Sorpumanna og bœjarfulltrúa fyrirhugub til Evrópu. „Pólitiskur hanaslagur , segir Ogmundur Einarsson í Sorpu. Cunnar Birgissan, bœiarfulltrúi og st/ornarmabur í Sorpu: „Þetta er lúxusferð á kostnað skattborgara ’BOGGi' Hópur bæjarfulltrúa og starfs- manna og stjórnarmanna Sorpu fer utan til Evrópu 26. mars næstkomandi til að kynna sér nútím** iö aö fara einhverja /erö til Aust- urríkis, Þýskalands og Frakklands aö athuga meö sorpeyöingarmái * ár frá því aö staríser skipulögö. Síöan þ 6Um/)R ÆTl/Jf? GREJNI l£G/) /Ð H£Ll/) S££ ) SIÐVÆÐ/NGUNA /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.