Tíminn - 25.03.1995, Blaðsíða 16
16
Laugardagur 25. mars 1995
Eyjólfur Ágústínusson
Eyjólfiir Ágiístínusson fœddist í
Steinskoti á Eyrarbakka 10. rnaí
1910. Hann lést á Sjúkrahiisi Suð-
urlands 15. rnars síðastliðinn.
Foreldrar hans voru Ágústínus
Daníelsson, f. 25. nóvernber
1868, d. 6. tnaí 1950, frá Kaldár-
holti í Rangárvallasýslu, og Ingi-
leif Eyjólfsdóttir, f. 15. október
1885, d. 13. júií 1967, frá Mýrar-
koti í Grírnsnesi. Eyjólfur ólst upp
í Steinskoti hjá foreldmtn sínum,
ásarnt bróður sínutn Daníel, f. 18.
rnars 1913, og uppeldissystur
Bjamdísi Kristnínu, f. 20. nóvern-
ber 1926. Eftir lát fóður síns
stundaði Eyjólfur búskap ásamt
rnóður sinni. Þegar tírni gafst frá
bústriti starfaði hann á ýtnsurn
stöðum. Má þar nefna vinnu fyrir
breska herinn í Kaldaðamesi,
byggingu skíðaskálans í Hveradöl-
utn, srníði Ölfusárbniar og bríiar-
smíði í Borgarfirði. Útfór Eyjólfs
fer frarn frá Eyrarbakkakirkju í
dag, 25. rnars, og hefst athöfnin
kl. 13.30.
Hann Eyvi er dáinn. Meö hon-
um er fallinn frá fulltrúi þeirrar
kynslóðar sem nú er óðum að
hverfa. Á uppvaxtarárum Eyva
hafði ungt fólk sjaldnast tæki-
færi né efni á skólagöngu. Eyvi
var engu að síður smiður góður
og vann við smíöar samfara bú-
skapnum. Upp í hugann hrann-
ast minningar frá bernskunni. Á
sumrum dvöldum við systurnar
ásamt móður okkar, Eyva og
ömmu í Steinskoti við heyskap
og önnur sveitastörf. Heyvinn-
an var meö gamla laginu, vél-
væðing var engin og því reyndi
t MINNING
mikið á líkamlega buröi eina
karlmannsins á bænum. í aug-
um okkar systranna var Eyvi of-
urmenni. Hann var rammur aö
afli og þakkaði það hollum mat
og lýsinu sem hann tók í stór-
um skömmtum á hverjum degi.
Eyvi var einstaklega hlýr mað-
ur og börn lööuðust aö honum.
Hann leyfði okkur að taka þátt í
öllu og sagði okkur sögur frá
uppvexti sínum. begar við svo
eignuöumst börn, var um-
hyggja hans fyrir þeim engu
minni. Hann var síspyrjandi og
fylgdist vel með högum allra.
Viö minnumst einnig hjálpsemi
hans við samferðafólk. Margt
handtakiö var unnið og sjaldn-
ast nokkuð tekiö fyrir né um
það rætt.
Með Eyva okkar í Steinskoti er
genginn drengur góður. Við
kveðjum Eyva með söknuði og
þökkum honum samfylgdina.
Ágústa og Sigurveig
Eyvi minn í Steinskoti er far-
inn. Minningar hrannast upp
um þennan góða mann og þær
ljúfu stundir sem ég átti með
honum. Þær voru margar ferð-
irnar, sem ég fór með ömmu
Dúnu í Steinskot, þar sem hún
eldaöi gómsætan mat ofan í
okkur og hélt litla bænum
hreinum.
Eyvi var einstakur dýravinur
og kom það til dæmis fram í því
að hann hugsaði ávallt um aö
villikisurnar, sem héldu sig í úti-
húsunum, hefðu nóg aö éta. Ein
þeirra, nefnd Rósa, varð svo
hænd aö honum aö hún hætti
útigangnum og gerðist heimilis-
köttur. Ætíð voru einhverjir
hestar á bænum og nú síðari ár-
in voru það Skjóni og Blesa, sem
hann dekraði við og hafði
ómælda ánægju af.
Eyvi bjó einn í Steinskoti, en
haföi kisu sér til ánægju. Kisa
var svo hænd að honum, að
hún mátti aldrei af honum sjá.
Eyvi mátti ekki einu sinni setja
upp derhúfuna, þá byrjaði hún
að væla og bar sig illa.
Eyvi var mjög laghentur og
var alltaf aö dytta að hinu og
þessu í litla bænum sínum.
Hann fór ungur að aldri á út-
skuröarnámskeið hjá Ríkharði
Jónssyni og prýddu stofuna
hans Eyva margir fallegir munir
sem hann skar sjálfur út.
Eyvi bjó alla sína ævi í Steins-
koti og þar voru allir velkomnir.
Hann hafði gaman af því að fá
fólk í heimsókn og var einstak-
lega góður gestgjafi. Ánægðast-
ur var hann þegar gestirnir
stóðu á blístri af góðgerðum.
Eyvi haföi gaman af því aö
spjalla og var vel upplýstur,
hann hikaði þó ekki við að
spyrja ef hann langaði til þess
að vita eitthvað nánar. Eyvi
haföi gaman af því að fara í
heimsóknir og á mannamót og
fór hann venjulega hjólandi. Þá
hélt hann ætíð uppi fjörlegum
samræðum. Eyvi var þó frekar
dulur á tilfinningar sínar, hann
hefur eflaust ekki viljað íþyngja
öðrum með sínum áhyggjum.
Eyvi mátti ekkert aumt sjá, þá
var hann kominn til hjálpar.
Hann var nægjusamur fyrir
sjálfan sig, en aðeins hið besta
var nógu gott fyrir kisuna hans
og aöra. Eyvi var traustur og
hlýr maður, hann var náttúru-
barn með góða kímnigáfu, því
hann gat alltaf séð broslegu
hliðarnar á tilverunni.
Eyvi var mér eins og þriöji af-
inn og nú er hann farinn yfir
móðuna miklu, þar sem hann
eflaust er orðinn ungur á ný og
farinn að vinna góðverk af
krafti. Ég sakna hans sárt, en
vona að ég hitti hann þegar ég
fer yfir. Þá mun hann fagna mér
brosandi og bjóöa einhverjar
góðgerðir eins og ávallt. Eyvi
gaf mér mikið og góðu minn-
ingarnar eru óteljandi. Ég þakka
fyrir að hafa fengiö að kynnast
þessum góða manni. Guð blessi
minningu hans.
Hver fógur dyggð í fari manns
er fyrst af rótum kœrleikans.
Afkærleik sprottin auðmýkt er,
við aðra vaegð oggóðvild hver
og friðsemd hrein og hógvcertgeð
og hjartaprýði, stilling með.
(H. Hálfd.)
Ama
Elsku Eyvi frændi er dáinn. Ég
trúi því ekki ennþá aö þessi stóri
og sterki maöur, sem drakk lýsi
á hverjum degi, sé búinn að
kveðja okkur og farinn þá leið
sem við öll förum aö lokum.
Ég minnist þess þegar ég var
smástelpa með ömmu Dúnu í
sveitinni, þegar ég hoppaði og
skoppaði fyrir utan Steinskot og
skoöaði kindurnar, hestana og
leitaði að Gulla, kisunni hans
Eyva. Enginn mátti klappa
Gulla nema Eyvi, besti vinur
hans. Þegar Eyvi lá uppi í sófa
og hlustaði á útvarpið lá Gulli
iðulega ofan á honum og mal-
aði hátt. Nokkmm sinnum plöt-
uðum við Eyvi Gulla þannig að
ég laumaði smárri hönd minni í
stað Eyva til að strjúka kisu. Það
var allt í lagi, því að Gulli vissi
að hann væri öruggur þegar
hann lá hjá Eyva.
Ég man líka hvað Eyva þótti
gott, en mér spennandi, þegar
ég náði í greiðu og vatnsglas og
byrjaði að greiöa honum alla-
vega um hárið. Hvað hann var
þolinmóður við litla hnátu.
Þarna upplifði ég það sama og
mamma þegar hún var stelpa í
Steinskoti.
Seinna, þegar ég hef verið
u.þ.b. átta ára, bar ein ærin
tveim lömbum og varð annað
þeirra heimalningur. Ég var fljót
að taka ástfóstri við hann og
lékum við okkur saman og urð-
um bestu vinir. Eyvi skildi þessa
vináttu og gaf mér lambið, sem
ég skírði Salómon eftir Salóm-
oni svarta, sem ég hafði lesið
um stuttu áður. Seinna, þegar
við vorum við heyskap, rölti
Salómon í kringum okkur og
vildi leika. Þá var hann kominn
meö lítil horn og vissi ekkert
skemmtilegra en aö hlaupa á
mili fótanna á mér og bakka. En
þrátt fyrir marbletti ærsluðumst
við fram og til baka. Eitt sinn
þegar ég var á leiöinni í Kaupfé-
lagið til þess að kaupa mjólk,
kom Salómon hlaupandi á eftir
mér. Eftir nokkrar árangurslaus-
ar tilraunir til aö skilja hann eft-
ir gafst ég upp og skellti á hann
bandi og svo röltum við stolt
saman áleiðis í Kaupfélagið.
Eyvi var einstaklega hjarta-
hlýr og gaf mikið af sjálfum sér.
Hann var mesti dýravinur sem
ég hef kynnst og passaði uppá
að öll dýrin sín fengju nóg að
borða og liöi vel. Honum þótti
sérstaklega vænt um ketti og var
ekkert of gott fyrir kisurnar
hans.
Eyvi var sérlega gestrisinn og
gjafmildur. Þegar við renndum í
hlað, kom hann brosandi með
opna arma til að bjóða okkur
velkomin. Best leið honum þeg-
ar við fórum frá honum úttroð-
in af veitingum. Það verður
tómlegt að fara austur og eng-
inn til að taka á móti okkur.
Hver jól sendi Eyvi okkur
innileg jólakort og stóra kon-
fektdós. Þannig var Eyvi. Minn-
isstæðar eru þær skemmtilegu
stundir, sem við áttum meö
honum á gamlárskvöld hjá Síu
frænku í gegnum árin. Mikið
var spjallað og fylgdist Eyvi allt-
af vel með því sem var að gerast
í kringum hann.
Ég álít að amma Dúna hafi
verib heppin að hafa verib alin
upp hjá sómahjónunum Ágúst-
ínusi og Ingileifu, þegar móbir
hennar veiktist og dó svo
seinna úr berklum. Þau reynd-
ust henni sem bestu foreldrar
og hefur hún alltaf metið þaö
mikils. Fyrir áttu þau hjónin tvo
syni, þá Eyva og Daníel. Rætur
Framsóknarflokkurinn
Alþingiskosningar 1995
Kosningaskrifstofur Framsóknarflokksins
Skrifstofa Framsóknarflokksins, Hafnarstræti 20, 3. hæb. Pósthólf 453,121 Reykjavík.
Starfsmenn: Jón Kr. Kristinsson, sími S526088; Skúli Oddsson, sími 5526128; Einar
Kristján Jónsson, sími 5526135. Fax 5623325.
Reykjavíkurkjördæmi
Hverfisgata 33,101 Reykjavík. Sími 5517444. Faxnúmer 5517493.
Kosningastjóri Björn Ingi Stefánsson.
Reykjaneskjördæmi
Bæjarhraun 22, 220 Hafnarfirbi. Símar 5655705, 5655717. Faxnúmer 5655715.
Kosningastjóri Arinbjörn Vilhjálmsson.
Vesturlandskjördæmi
Sunnubraut 21, 300 Akranesi. Sfmar 93-12050, 93-14226. Faxnúmer 93-14227.
Kosningastjóri Björn Kjartansson.
Vestfjarbakjördæmi
Hafnarstræti 8, 400 ísafjörbur. Símar 94-3690, 94-5395. Faxnúmer 94-5390.
Kosningastjóri Kristinn Jón Jónsson.
Norburlandskjördæmi vestra
Suburgötu 3, 580 Saubárkrókur. Sími 95-36335. Faxnúmer 95-35374.
Kosningastjóri Herdís Sæmundardóttir.
Norburlandskjördæmi eystra
Hafnarstræti 26-30, 600 Akureyri. Símar 96-21180, 96-23150. Faxnúmer 96-23617.
Kosningastjóri Ólafur Sigmundsson.
Austurlandskjördæmi
Tjarnarbraut 19, 700 Egilsstabir. Símar 97-12582. Faxnúmer 97-12583.
Kosningastjóri Kristín Snæþórsdóttir.
Suburiandskjördæmi
Eyrarvegur 15, 800 Selfoss. Símar 98-22547, 98-21247. Faxnúmer 98-22852.
Kosningastjóri Árni Magnússon.
Landsbyggöarfólk
í Reykjavik
Þjónustuskrifstofa utankjörstabaatkvæbagreibslu er ab Hafnarstræti 20, 3. hæb, sím-
ar 5526088, 5526128 og 5526135.
Kosning fer fram hjá sýslumanninum í Reykjavík ab Engjateig 5 (gegnt Hótel Esju).
Opib er alla daga kl. 10.00-12.00, 14.00-18.00 og 20.00-22.00.
Framsóknarfólk, hafib samband.
Heitt á könnunni. Framsóknarflokkurinr
Kosninqaskrifstofur
Framsóknar
Selfoss: Eyrarvegi 15, s: 22547 og 21247, opib 10-22 & 11-16 laugardaga.
Hveragerbi: Reykjamörk 1, s: 34002, opib 20-22 St 13-18 um helgar.
Þorlákshöfn: Gamla Kaupfélagshúsib, s: 33323, opib mán.-, mib.- og föstudagskvöld
frá kl. 20.00, öll kvöld vikuna fyrir kosningar.
Vestmannaeyjar: Kirkjuvegi 19, s: 12692, opib 20-22 öll kvöld.
Hvolsvöllur: Húsgagnaibjan Ormsvelli, s: 78050, opib 20.00-22.00.
ömmu eru því sterkar austur og
ófáar feröirnar sem hún hefur
farið á milli Reykjavíkur og Eyr-
arbakka. í gegnum árin hefur
hún aðstoöab Eyva: eldað, þrif-
iö og þvegiö þvott. Hún hefur
lagt hart aö sér til að sjá um
heimilishald á tveimur stöðum,
en gert það meö miklum sóma.
Einnig hafa afi Úlfar og Erlend-
ur, bróðursonur Eyva, reynst
honum mjög vel í alla staði. Ég
trúi því aö það sé sérstök sál sem
fylgir Steinskoti, því aö þaðan
kemur mesta sómafólk sem ég
hef kynnst. Heiöarleiki, dugn-
aður og hjálpsemi eru einkenni
þess.
Nú er hann Eyvi okkar farinn
á fund feðra sinna, vina og
Gulla kisu, sem honum þótti
svo vænt um, og eru sjálfsagt
miklir fagnaðarfundir. Ég veit
að seinna bíður Eyvi brosandi
og með opna arma til aö bjóða
okkur hjartanlega velkomin.
Elsku amma, afi og aðrir ást-
vinir mínir, dýpstu samúðar-
kveöjur og megi drottinn
styrkja okkur á þessum erfiðu
tímamótum.
Og fóður sínum fól hann drautn-
itm stóra
urn frið og líkn og bað í hinsta
sinn
og hneigði andlit hljótt og sagði:
Faðir, í þínar hendur fel ég anda
minn.
(Matthías Jochumsson)
ÓlöfKr.
Nú, þegar byrjaö er að birta og
vorið nálgast, kvaddi hann Eyj-
ólfur föðurbróðir minn þennan
heim. Hann lést eftir stutta
sjúkralegu, á 85. aldursári.
Eyvi frændi var fæddur í aust-
urbænum í Steinskoti á Eyrar-
bakka og ól þar allan sinn aldur.
Þegar hann var að alast upp, var
Bakkinn fjölmennasta sveitarfé-
lag á Suðurlandi. Þar fór saman
verslun, útgerö og landbúnað-
ur. Ungir menn í þá daga
kynntust þar því fjölbreytileika
atvinnulífsins. í mörg ár bjuggu
þau Eyvi og amma saman í
Steinskoti og höfðu nokkrar
skepnur. Búskapurinn mæddi
mikið á ömmu, því oft var Eyvi
í alls konar lausavinnu, aðallega
var hann eftirsóttur við smíðar.
Þegar ég minnist Eyva, þá
koma upp í huga mér margar
góðar og skemmtilegar stundir,
þegar ég sem barn fékk að vera
hjá honum og ömmu viku og
viku að sumarlagi. Þá fékk ég að
reka kýrnar, fara í fjósið, raka
meö hrífu, en minnisstæðastir
eru mér búleikirnir og að fá ab
leika mér í hlöðunni í grænni
töbunni.
Eitt fannst mér ævintýralegt
við Eyrarbakka, það var fjaran
og allir þeir leyndardómar sem
hún hafði að geyma.
Eyvi var ókvæntur og barn-
laus, en Dúna, sem kom á fyrsta
ári eins og sólargeisli inn í fjöl-
skylduna í Steinskoti árið 1927,
hefur borið mikla umhyggju
fyrir honum alla tíb. Eins naut
hann mikillar aðstoðar bróður
míns, Erlendar, sem búsettur er
á Selfossi.
Eyvi setti fram hófsamar kröf-
ur til lífsins og gerði ekki víð-
reist um ævina. Hann var ætíð
glaöur og hress og virtur af sín-
um samferðamönnum.
Heldur hefur nú hljóðnab í
Steinskoti. Nú er þar enginn
Eyvi frændi lengur. Það veröur
ekki framar sest inn í stofu, boö-
ið upp á maltöl og kremkex og
spurt tíbinda ofan af Skaga. Nú
er komið ab kveðjustund og vil
ég þakka þér, elsku frændi, fyrir
hlýju þína og umhyggjusemi í
garð fjölskyldu minnar.
Hvíl þú í friði.
Inga