Tíminn - 07.04.1995, Blaðsíða 1
SIMI 5631600
Brautarholti 1
79. árgangur
STOFNAÐUR 1917
Föstudagur 7. apríl 1995
68. tölublað 1995
Mun fleiri hafa skráö sig hjá Atvinnumiölun námsmanna en í fyrra:
Uggandi um
sumarvinnuna
Fyrstu þrjá dagana á nýbyrjuöu
starfsári Atvinnumiblunar náms-
manna höfbu 300 námsmenn lát-
ib skrá sig. Þab er um þab bil 100
fleiri en á fyrstu dögum skráning-
ar í fyrravor.
Sigurbur Eyjólfsson, fram-
kvæmdastjóri Atvinnumiblunar-
innar, segir að þetta bendi til þess að
atvinnuhorfur meðal námsmanna
séu dekkri um þessar mundir en þær
voru sl. vor. Hann segir aö þessar
tölfræðilegu staðreyndir séu athygl-
isveröar í ljósi þess að hagvöxtur sé
mun meiri í ár en í fyrra, auk þess
sem meiri bjartsýni hafi gætt í at-
vinnulífinu í framhaldi af nýgerð-
um kjarasamningum og áframhald-
andi stöðugleika í efnahagslífinu. Þá
þrengir þaö væntanlega stöðu
námsmanna í framhaldsskólum að
þeir losna nokkru seinna frá náms-
bókunum í sumar en áöur vegna
þeirra afleiðinga sem nýafstaðið ver-
kall kennara hefur á skólahaldið.
Framkvæmdastjóri Atvinnumiðl-
unar námsmanna vonast þó til að
Kjarasamningar fisk-
vinnslunnar:
Kosta 400-
500 m. kr.
Heildarhækkun launakostnaðar
fiskvinnslunnar vegna kjara-
samninga aðila vinnumarkaðar-
ins er talin nema um 400-500
milljónum króna á þessu ári.
Þar kemur einnig fram að
kostnaður vegna kjarasamninga
að meðtöldúm sérákvæðum sé
áætlaður 5%-5,5% á yfirstand-
andi ári. Á næsta ári er gert ráð
fyrir því launakostnaður fisk-
vinnslunnar hækki um 3,5%.
ástandið muni skána, þótt fá teikn
séu á lofti um það um þessar mund-
ir. í fyrra létu um 1100 nemendur
skrá sig hjá Atvinnumiöluninni og
líklegt er að þeir veröi ekki færri í ár
nema síður sé.
Nýhafið starfsár Atvinnumiöl-
unar námsmanna eru hið 18. í röb-
inni en að miðluninni standa
Stúdentaráð Háskóla íslands,
Bandalag íslenskra sérskólanema,
Samtök íslenskra námsmanna er-
lendis og Félag framhaldsskóla-
nema. Rekstur miblunarinnar er ab
mestu fjármagnaður með gjafafé
og m.a. hafa bæði félagsmálaráðu-
neyti og Reykjavíkurborg sýnt
skilning á miklvægi AN í verki. Þá
standa yfir viðræður við nágranna-
sveitarfélög borgarinnar um að þau
leggi sitt af mörkum til Atvinnu-
miðlunarinnar. ■
Kjúklingar
i A-flokki
Alþýöuflokkurinn stóö í gœr í sam-
vinnu viö Nóatúnsverslun í vestur-
bœ Reykjavíkur fyrir 500 þúsund
króna kjúklingaveislu í gœr. Uppá-
tœki þetta fólst íaö sagt var aö
kjúklingar væru á Evrópuveröi og
voru þeir boönir á stórlækkuöu
veröi og flykktist fólk tugum og
hundruöum saman til aö ná sér í
ódýra kjúklinga. Kjúklingafram-
leiöendur eru lítt hrifnir afþessu
uppátæki og segja þetta Ijótan
blekkingaleik, því kratar í ríkis-
stjórn hafi ekki viljaö aöstoöa þá
viö aö lækka kjúklinga.
Sjá frétt bls. 2
Tímamynd CS
Framkvœmdastjóri Sjálfstœöisflokksins sakar Sigurö C. Tómasson um brot á útvarpslögum:
Reynt var ab ritstýra Rás 2
með tilskipunum úr Valhöll
Framkvæmdastjóri Sjálf-
stæbisflokksins sakar dag-
skrárstjóra Rásar 2 um pólit-
íska hlutdrægni og brot á út-
varpslögum. Hann krafðist
þess ab fá ab senda varafor-
mann flokksins í vibtal í
Dægurmálaútvarp Rásar 2 í
gær en þeirri beibni var
hafnab.
Kjartan Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks-
ins, bobsendi kvörtunarbréf til
Siguröar G. Tómassonar, dag-
skrárstjóra Rásar 2, á miðviku-
dagskvöld. Tilefnið var viötal
Dægurmálaútvarps Rásar 2 viö
formann Alþýðubandalags um
drög að stjórnarsáttmála vinstri
flokkanna og viðtal við tals-
menn Kvennalista, Þjóövaka og
Framsóknarflokks á eftir um
stjórnarsáttmálann. Af bréfi
Kjartans er reyndar ekki hægt
að ráða að hann hafi hlustað á
þáttinn, en hann kvartar yfir
því að rætt hafi verið við tals-
menn allra flokka annarra en
Sjálfstæöisflokksins um svo-
kallaðan stjórnarsáttmála Ólafs
Ragnars Grímssonar.
Orðrétt segir framkvæmda-
stjóri Sjálfstæöisflokksins aö
þátturinn hafi „fyrst og fremst
verið fólginn í ótrúlega stóryrt-
um og orðljótum árásum á
Sjálfstæðisflokkinn." í kjölfarið
var þess krafist að Sjálfstæðis-
flokkurinn fengi sama tíma í
Dægurmálaútvarpinu og full-
trúar umræddra flokka.
Framkvæmdastjóri Sjálfstæö-
isflokksins setur í lok bréfsins
fram kröfu um að fulltrúar síns
flokks fengju sama tíma í
Dægumálaútvarpinu í gær og
fulltrúar vinstri flokkanna
fimm hefðu fengið á miðviku-
deginum.
„Heyri ég ekki frá (þér) um
þetta mál fyrir klukkan 11 í
fyrramáliö geri ég ráð fyrir því
að fulltrúar flokksins mæti í Rás
2 kl: 17:30 á morgun til að taka
þátt í þætti af þessu tagi," segir
Kjartan Gunnarsson í lok bréfs
síns.
í svarbréfi sínu til Kjartans
leiðréttir Sigurður G. Tómasson
það, að fulltrúar allra flokka
annarra en Sjálfstæðisflokks
hafi tekið þátt í umræðunni.
Einungis var rætt vib þá flokka
sem Ólafur Ragnar sertdi
stjórnarsáttmála sinn, en Al-
þýðuflokkurinn var ekki þeirra
á meðal. Dagskrárstjóri Rásar 2
rökstyður síðan að ekki hafi
hallað á Sjálfstæðisflokkinn í
umfjöllun á Rás 2 í þessari sein-
ustu viku fyrir kosningar og
biður Kjartan síðan um vinnu-
frið.
„Að lokum þykir mér rétt að
ítreka nauðsyn þess að þú, eins
og aðrir forystumenn stjórn-
málaflokkanna virðir starfsfrið
dagskrárgerðarmanna og ann-
arra starfsmanna Ríkisútvarps-
ins, þótt heitt kunni að vera í
kolunum í sviptingasamri
kosningahríð," segir Sigurður
G. Tómasson í bréfinu.
Sigurbur náði ekki að svara
Kjartani fyrir klukkan 11 í gær
og klukkan 11:30 barst honum
símbréf frá Sjálfstæbisflokkn-
um undirritað af Kjartani þar
sem tilkynnt er að fulltrúi Sjálf-
stæðisfiokksins í umræðuþætti,
sbr. bréf hans frá mibvikudeg-
inum, veröi Fribrik Sophusson,
varaformaður Sjálfstæðisflokks-
ins. Jafnframt er beðið um stað-
festingu á hvenær hann eigi að
mæta.
Við þessari ósk var ekki orðið
og þær upplýsingar fengust hjá
Sjálfstæöisflokknum síðdegis í
gær að Friörik ætlaði sér ekki að
mæta í Útvarpshúsiö. Sigurður
G. Tómasson vildi ekki tjá sig
um þetta mál vib Tímann síb-
degis í gær og ekki náðist held-
ur í Kjartan Gunnarsson. ■