Tíminn - 07.04.1995, Blaðsíða 4
4
Föstudagur 7. apríl 1995
STOFNAÐUR 1 7. MARS 191 7
Útgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: Jón Kristjánsson
Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík
Sími: 5631600
Símbréf: 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Mynda-, plötugeró/prentun: ísafoldarprentsmiöja hf.
Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verö ílausasölu 150 kr. m/vsk.
Glundroöa hafnað
Þrátt fyrir aö glundroöastjórn þeirra Davíös Oddssonar
og Jóns Baldvins Hannibalssonar komi sér ekki saman
um stefnumörkun í neinu máli sem mikilsvert getur tal-
ist og þeir félagar séu á öndveröum meiöi í flestu því,
sem lýtur aö stjórn landsins, hyggja þeir á endurnýjun
samstarfsins ef þeir ná þingstyrk til. Málgögn Sjálfstæö-
isflokksins telja annaö stjórnarmynstur ekki æskilegt og
forystuliö krata getur vart hugsaö sér aö vinna meö öör-
um í ríkisstjórn en íhaldinu.
Glundroðinn innan Sjálfstæðisflokksins og í stjórn-
arsamstarfinu og klofningsframboð fyrrum varafor-
manns Alþýðuflokkins sýnir að þaö er ekki heil brú í
stefnumörkun þessara stjórnmálaafla, þar sem ágrein-
ingur ríkir um nánast öll þau mál sem einhverju varöa.
Stefna íhalds og krata í afstöðu til Evrópusambands-
ins er gjörólík og er ósættanleg. í sjávarútvegsmálum og
afstöðu til fiskveiðistjórnunar fara flokkarnir hvor í sína
áttina. Landbúnaðar- og byggðamál eru allt önnur sam-
kvæmt stefnu krata en sjálfstæðismanna. Á skattamálin
líta flokkarnir sinn úr hvorri áttinni.
Það er nánast sama frá hvaöa sjónarhorni er litiö á
Viðeyjarundrin: þeir sem þau skópu koma sér ekki sam-
an um eitt eða neinn nema að verma ráðherrastólana í
sameiginlegri ríkisstjórn.
En glundroöinn er ekki aðeins á milli stjórnarflokk-
anna, heldur ekki síður innan þeirra. Brotthvarf Jó-
hönnu Sigurðardóttur og hennar liðs sýnir að lítil ein-
drægni er á milli svokallaðra jafnaðarmanna og að þeir
stefna í ýmsar áttir samtímis.
Ekki er glundroðinn minni innan Sjálfstæðisflokks-
ins, þótt svo eigi að heita að hann hangi saman aö
nafninu til. Sérframboð og heitstrengingar verðandi
þingmanna um að þeir muni ekki styðja flokkinn nema
með skilmálum sem þeir setja sjálfir, sýnir að innri
styrkur fer þverrandi og að Davíð er ekki einasta í for-
sæti glundroðastjórnar, heldur er hann einnig formað-
ur mesta glundroðaflokksins.
Skoðanakannanir sýna að það er borin von að kjós-
endur velji samstjórn íhalds og krata yfir sig á nýjan
leik. Enda munu þeir flokkar aldrei geta komið saman
stjórnarsáttmála, eins og ástandið er innan þeirra og á
milli þeirra. Ríkisstjórn getur ekki haft margar stefnur í
utanríkismálum, fiskveiðistjórnun, byggða- og at-
vinnumálum eða skattastefnu, svo að eitthvað sé nefnt.
Glundroðastjórnin, sem ýtt var á flot frá Viðey, hefur
gengið sér til húðar og verður ekki endurnýjuð.
Hvaða stjórn verður mynduð eftir kosningarnar á
morgun er undir kjósendum komið. En það er sama
hvort hún verður kölluð hægri- eða vinstristjórn: hún
mun leita inn á miðjuna, því öfgasinnaðar kenningar
og stjórnarhættir eiga ekki upp á pallborðið undir lok
byltingarkenndustu aldar í sögu mannsins.
Hreinskilni og traustvekjandi stefnumörkun, þar sem
gætt er hófsemdar í stað yfirboða og hagsmunir heildar-
innar eru látnir ganga fyrir kröfugerðum einstakra
hópa, er valkostur sem kjósendur eiga. Hástemmt orða-
gjálfur mannkynsfrelsara eða glundroðakennt samstarf
Viðeyjarfara er ekki það veganesti, sem íslenska þjóðin
þarfnast á umbrotatímum.
Framsóknarflokkurinn og sá stjórnarsáttmáli, sem
hann á aðild að og getur sætt sig við, er sú kjölfesta sem
hægt er að treysta.
Verbur Árna Sigfússyni skipt inná á lokaspretti kosningabaráttunnar núna, eins og gert var í Reykjavík sl. vor?
Er tími Árna aö
koma, aftur?
Kunnuglegt mynstur er nú aö
koma fram í kosningabaráttu
Sjálfstæöisflokksins. Skoöana-
kannanir sýna aö flokkurinn á á
brattann aö sækja og hefur
heldur tapaö fylgi í kosninga-
baráttunni. Viöbrögöin hafa
veriö aö flokkurinn eykur aug-
lýsingamagniö, en þaö geröist
einmitt líka þegar skoöana-
kannanir sýndu bága stööu
Sjálfstæöisflokksins í Reykjavík í
borgarstjórnarkosningunum í
fyrravor.
Annaö aöaleinkenni þessa
kosningabaráttumynsturs var
aö Sjálfstæöisflokkurinn skipti
um stefnu og stefnuáherslur í
nánast öllum málum. Þannig
hurfu baráttumál eins og einka-
væöing eins og dögg fyrir sólu,
og hvers kyns mýkri mál fóru
skyndilega aö leysa af hólmi
steinsteypustjórnmálin sem
Davíð Oddsson hafði markað á
sinni tíð í borgarstjórastól. Tal-
að var um að sjálfstæðismenn
og Árni Sigfússon hefðu vaknað
upp korteri fyrir kosningar og
ætlab að sigra hjarta hins heitt-
elskaöa kjósanda á þessum mín-
útum sem þeir höföu. Árni var
af þessu tilefni kallaður pólitísk-
ur korter í þrjú karl, í höfuðið á
mönnum sem telja sig geta sigr-
að hjörtu kvenna á síðasta kort-
eri dansleiks.
Korter í þrjú — aftur
Nú bregður svo við að þetta
korter í þrjú mynstur virðist
vera að endurtaka sig. Eftir að
Sjálfstæðisflokkurinn er búinn
ab hamast á því alla kosninga-
baráttuna aö flokkurinn gefi
þab eina kosningaloforð aö gefa
engin kosningaloforð, kemur
allt í einú í Morgunblaðinu í
gær auglýsing um kosningalof-
orð flokksins! „Varúð, varúð,
enga 50 milljarða loforðalista
frá félagshyggjuflokkunum"
hefur glumið í eyrum kjósenda
vikum saman. En nú ber svo við
að Sjálfstæðisflokkurinn er far-
inn að auglýsa loforð, sem ef-
laust mætti reikna upp í 50
milljaröa ef menn nota stærð-
fræðireglur Sjálfstæðisflokksins
sjálfs, en þær reikningskúnstir
felast sem kunnugt er í því að
margtelja sömu hlutina þar til
búið er að ná 50 milljörðum. (Ef
tveir menn sjá eina önd á Tjörn-
inni, væri samkvæmt stærð-
fræði sjálfstæðismanna ekki um
eina önd aö ræöa, heldur tvær:
öndina sem annar sá og öndina
sem hinn sá = 50 milljarðar).
Þá er það ekki síður kunnug-
legt aö skoða loforðalistann sem
sjálfstæðismenn ryðjast nú með
fram á vígvöll kosningabarátt-
unnar. Hið fyrsta er svona:
GARRI
„Gera ungu fólki auðveldara aö
eignast sína fyrstu íbúð. Gera
húsbréfakerfið sveigjanlegra og
lengja lánin verulega." Fyrir þá,
sem hlustað hafa á málflutning
framsóknarmanna fyrir þessar
kosningar, vita að þarna et
komið nánast orörétt eitt aðal
kosningamál þess flokks. Hin
loforöin hljóma líka kunnug-
lega ýmist úr kosningastefnu
Framsóknar eöa annarra stjórn-
arandstöðuflokka.
Eins og í fyrra
Allt er þetta þó í anda þeirra
aöferða í kosningabaráttu, sem
Sjálfstæðisflokkurinn tók upp
sí. vor í Reykjavík. Auglýsinga-
magnið hefur aukist í báðum
tilfellum eftir slakar skoðana-
kannanir. í báðum tilfellum
hefur sjálfstæðisstefnunni
kinnroðalaust verið ýtt til hlið-
ar og sjónarmið andstæðing-
anna tekin upp sem kosninga-
stefna flokksins á síöasta „kort-
erinu" mál.
Þá er aðeins eitt grundvallar-
atriði í þessari kosningataktík
eftir, atriði sem gæti þó skipt
sköpum og búast má við að
gripið verði til fyrr en seinna.
Raunar eru síðustu forvöð að
grípa til þess nú í dag, því á
morgun gæti það verið orðið of
seint. Það á enn eftir að skipta
um forustumann. Eflaust hafa
sjálfstæðismenn metið það svo
aö síðast hafi þeir skipt um for-
ustu of snemma, þannig að hin
dramatísku áhrif af því þegar
Markús hætti og hinn ungi
Árni Sigfússon tók við hafi ver-
ið farin að dvína eitthvað þegar
að kjördegi kom. Rökrétt fram-
hald af því, sem verið hefur að
gerast hjá Sjálfstæðisflokknum
nú síðustu dægrin, er því að
þeir skipti Davíð út og setji
Árna inná til aö taka lokasprett-
inn í baráttunni, eins og síðast.
Nema ef vera kynni að þeir ætli
að skipta Þorsteini inná aftur,
til að búa til nýtt tilbrigði við
þetta kosningastef. Garra
heyrðist jú Þorsteinn vera orð-
inn nokkuð forsætisráðherra-
legur í tali í útvarpinu í gær,
þegar hann var aö gefa það út
að hann teldi erfitt að mynda
ríkisstjórn með krötum eftir
kosningar. Kannski Þorsteinn
sé þegar kominn í startholurn-
ar og hafi verið með dálitla
generalprufu í gær? Það kemur
væntanlega í ljós í dag, því á
morgun verður kosið.
Garri