Tíminn - 07.04.1995, Blaðsíða 18

Tíminn - 07.04.1995, Blaðsíða 18
Kristín Jónsdóttir frá Grafarbakka Kristín Jónsdóttir var fcedd 11: desember 1911 að Austurkoti í Hraungerðishreppi. Hún lést 31. mars 1995 á Selfossi. Faðir Kristínar: Jón, f. 7. mars 1876, d. 18. júní 1963, sonur Brynjólfs Guðnasonar, bónda að Kaldbak í Hrunamannahreppi, og konu hans Kristínar Jónsdóttur. Móðir Kristínar: Katrín, f. 27. sept. 1876, d. 26. des. 1956, dóttir Guðmundar Ámundasonar, bónda að Sandlœk, og síðari konu hans Guðmnar Bjamadóttur. Þau Jón og Katrín bjuggu að Austurkoti, þar sem böm þeirra fœddust, og að Grafarbakka í Hmnamanna- hreþpi. Kristín ólst upp hjá foreldr- um sínum, ásamt systkinum, þeim: Guðrúnu, f. 6. mars 1913, gift Páli V. Daníelssyni, búsett í Hafnarfirði, og Guðmundi Ámunda, f. 4. ágúst 1917, kvcent- ur Herdísi G. Guðmundsdóttur, búsett í Kópavogi. Kristín giftist 30. maí 1941 Kristófer Ingimund- arsyni, f. 10. ágúst 1903, d. 3. nóv. 1975, frá Andrésfjósum á Skeiðum. Böm þeirra hjóna vom ellefu, en eitt þeirra, tvíburi, lést við fceð- ingu. Bömin: Jón Hreiðar, f. 15. júlí 1941, d. 13. sept. 1991. Maki: Jóhanna Sigríður Daníelsdóttir. Þeirra böm em tvö. Emil Rafn, f. 1. ágúst 1942. Maki: Lilja Ölvisdótt- ir. Þeirra böm em fjögur og eitt bamabam. Eiríkur Kristinn, f. 21.12. 1943. Maki: Áslaug Eiríks- dóttir. Þeirra böm em þrjú. Björk, f. 22. jan. 1945. Maki: Ámi Vig- fússon. Þeirra böm em fjögur. Stúlka, f. 22. jan. 1945, er dó samdœgurs. Kjartan, f. 27. maí 1946. Maki: Ámý Jóna Jóhanns- dóttir. Þeirra böm em þrjú. Guð- rún Kristín, f. 13. nóv. 1947. Maki: Hallsteirm Heiðar Guð- brandsson. Þeirra böm em þrjú. Hlíf, f. 18. ágúst 1949. Maki: Sig- urður Már Sigurgeirsson. Þeirra böm em þrjú. Gyða Ingunn, f. 6. maí 1951. Maki: Grétar Páll Ól- afsson. Þeirra böm em fjögur og tvö bamaböm. Hreinn, f. 19. nóv. 1952. Maki: Ingibjörg Sigmunds- dóttir. Þeirra böm em tvö. Auk þess dvaldi lengstum hjá Kristínu dótturdóttir hennar, Ásdís Hrönn Bjömsdóttir, f. 28. júní 1971. Svo djúp er þögnin við þína saeng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum vaeng, svo brjóstið þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumamótt og svanur á bláan voginn. (Davíö Stefánsson) Ég ætla ab orö skáldsins megi heimfæra vib síbustu lífsdægur tengdamóbur minnar, Kristínar Jónsdóttur frá Grafarbakka í Hrunamannahreppi, er lést ab Ljósheimum á Selfossi föstudag- inn 31. mars s.l., eftir veikindi og sjúkdómslegu frá því í vetrar- t MINNING byrjun. Kristín var Árnesingur ab ætt og uppruna og alin upp þar í sveitum. Hún var komin af sterkum stofnum og lét ekki bugast vib mótblástur. Er hún lauk námi frá hús- mæbraskólanum á Hallorms- stab, fyrir rúmum 60 árum, hafbi hún heim meb sér eina plöntu af lerkitré. Plantan var gróbursett í garbinum sunnan' vib íbúbarhúsib á Grafarbakka og dafnabi hún þar vel, því nú mun þetta vera eitt hæsta ef ekki hæsta lerkitré á Suburlandi. Kristín og mabur hennar Kristófer Ingimundarson hófu sinn- búskap í Reykjavík og bjuggu þar fyrstu árin. Þar fædd- ust þeim þrír elstu synirnir. Árib 1944 fluttu þau hjónin ab Graf- arbakka og hófu þar búskap, er foreldrar Kristínar létu af hon- um. Á búskaparárum Kristínar munu oft hafa verib erfibir tím- ar og vinnudagur hennar lang- ur. Heimilib var mannmargt, börnin mörg og bóndi hennar sagöur oft fjarri heimili. Þaö hvíldi því á heröum hennar ab sjá um búsýsluna bæöi utan dyra sem innan. Þeim hjónum mun hafa bún- ast vel og haft afkomu í meöal- lagi. Börn þeirra voru dugandi og uröu snemma sjálfbjarga. Þau réttu hjálparhönd og léttu undir viö bústörfin. Mibaö viö heföbundin störf flestra húsmæbra á íslenskum heimilum var starf Kristínar frá- brugöib á einn hátt. Búskaparár hennar á Grafarbakka var hún án eldavélar. Allan mat „saub" hún í gufupotti og gerbi svo fram til hins síöasta. Kristófer heitinn var látinn er ég tengdist fjölskyldunni. Hann var sagbur mannkostamabur, hjálpsamur sveitungum sínum og vildi öllum vel. Fyrir lát Krist- ófers höfbu synir þeirra hjóna, Emil og Eiríkur, tekiö vib bú- skapnum á Grafarbakka. Kristín dvaldi áfram í gamla íbúöarhús- inu ab Grafarbakka allt þar til hún veiktist nú á haustdögum. Missir Kristínar var mikill er Jón sonur hennar varö bráö- kvaddur haustiö 1991. Hún hafbi ekki orb um og bar harm sinn í hljóöi. Kristín var myndarkona og hæg í allri framgöngu. Líf henn- ar var án hávaba eba óþarfa um- svifa. Hún gekk hægt um gleb- innar dyr og lét málefni annarra afskiptalaus. Lífsviöhorfi henn- ar og lífshlaupi má lýsa hvab best meö spakmæli höföu eftir C. Coolidge: „Enginn virbuleiki er áhrifameiri né nokkurt sjálf- stæbi þýöingarmeira en ab lifa í samræmi vib efni sín." Mörg okkar, sem yngri erum, ættum gjarnan ab taka okkur þetta til eftirbreytni. í byrjun greinar minnar vitn- aöi ég til skáldsins Davíös Stef- ánssonar. Ég tel viöeigandi aö ljúka skrifum mínum á sama hátt, um leib og ég þakka Krist- ínu góba viökynningu og votta börnum hennar samúö mína. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð bama þinna. Þú vildir rœkta þeirra aettarjörð. Frá jxsku varstu gaedd þeitn góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa og eykur þeirra afl og trú. En það er eöli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum — eins og þú. (Davíö Stefánsson) Öllum, skyldum jafnt sem óskyldum, er önnuöust Kristínu í veikindum hennar færi ég þakkir. Viömót fólks á sjúkra- stofnunum skiptir miklu bæbi fyrir hinn sjúka og ekki síöur aö- standendur hans. Guðm. Óli Pálsson Elsku amma mín! Núna ertu farin. Ég sá þig síöast einni viku ábur en þú lést. Ég kveö þig meö Ömmuljóöi eftir Jóhannes úr Kötlum: Lítill drengur lófa strýkur létt um vota móðurkinn, — augun spyrja eins og myrkvuð ótta oggmn í fyrsta sinn: Hvar er amma, hvar er amma, hún sem gafmér brosið sitt yndisleg og alltafskildi ófullkomna hjalið mitt. Lítill sveinn á leyndardómum lífs og dauða kann ei skil: hann vill bara eins og áður ömmu sinnar komast til, hann vill fá að hjúfra sig að hennar brjósti saett og rótt. Amma er dáin *— amma ftrmur augasteininn sirm í nótt. Lítill drengur leggst á koddann — lokar sinni þreyttu brá uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir — amma kyssir undurblítt á kollinn hans. Breiðist ást aföðrum heimi yfir beð hins litla manns. Anna Katrín Vib dánarbeb Víð sjáum, að dýrö á djúpið slcer, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin fcerist ncer og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sceng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum vceng, svo brjóstiö þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumamótt og svanur á bláan voginn. (Davíb Stefánsson) Vib vitum öll ab lífiö er ekki endalaust og ab enginn lifir ab eilífu, en samt höldum vib áfram aö vona þeir sem vib elsk- um mest og eru okkar styrkur og stob í lífinu séu alltaf til stabar fyrir okkur í blíbu og stríbu. En þannig er þab ekki og góbar og traustar persónur eins og hún amma mín hverfa burt úr lífi okkar, kannski til ab hefja nýtt líf, þab getum vib ekki vitaö. Ástkær bróbir okkar Eymundur Sveinsson frá Stóru-Mörk sem lést 30. mars s.l. veróur jarósunqinn frá Stóra-Dalskirkju laugardaq- inn 8. aprfl kl. 13.00. Bflferb ver&ur frá Umferbarmióstö&inni kl. 10.00. Gubrún Sveinsdóttir Sigfús Sveinsson Pálír.a Sveinsdóttir Amma gaf svo mikib af sjálfri sér og hefur kannski ekki gert sér grein fyrir hve mikiö hún mótaöi líf margra. Minningin um hana opnar marga heima sem gott er aö ylja sér vib og þægilegt er ab hugsa um aö henni ömmu líöur vel núna, því ég er viss um aö hvar sem hún er núna þá umlykur hana friöur og hlýja. Ég hugsa um traust, ég hugsa um þolinmæöi. Ég hugsa um ást, ég hugsa um skilning. Ég hugsa um hreinskilni, ég hugsa um kraft. Ég hugsa um ömmu. Ásdís Hrönn Kristín amma lést fyrir viku. Einhvern veginn trúir maöur því ekki ab hún sé farin í sína síöustu ferb. Vib getum ekki lengur skotist til hennar í heim- sókn, fengiö hennar margróm- aba kaffi sem var vel heitt, enda hellt upp á meö sjóbandi vatni beint úr krananum. Upp í hugann leita minning- arbrot af skemmtilegum stund- um sem vib áttum meö ömmu okkar. Eins og þegar Kristín Linda og Ásdís frænka tóku þaö upp hjá sér þegar þær vom ung- lingar, ab þær ætluöu ab fara um verslunarmannahelgi í útilegu. Vib höfbum eytt miklum tíma í ab hugsa upp röksemdir sem myndu duga til ab sannfæra fulloröna fólkib um hversu gób hugmynd þaö væri ab vib fær- um á útihátíö. Þegar vib vomm orönar vissar um ab rök okkar væm oröin þaö sterk ab engum dytti í hug nein ástæba fyrir ab Ieyfa okkur ekki ab fara, bámm vib upp spuminguna. Hug- myndin féll í grýttan jarbveg og vomm vib tilbúnar í nöldrib, þegar amma þaggabi algerlega nibur í okkur meö því ab bjóba ab vib mættum nú bara tjalda í garbinum, fyrst okkur langaöi svona mikib ab sofa í tjaldi. Eft- ir þetta bob hennar ömmu var eins og allar röksemdirnar okkar fyrir því aö vib fengjum aö fara væm roknar út í veöur og vind, þannig ab vib játuöum okkur sigraöar. Er ég hrædd um ab amma hafi hlegiö ab okkur frænkunum og gerir þab jafnvel enn í dag. Svona var hún amma snjöll, leysti vandamál sem ab stebjubu án þess ab viröast hafa mikib fyrir því. Frá unga aldri fómm viö systk- inin í réttimar til hennar ömmu. Réttarsúpan hennar og flatkökurnar vom jafn snar þátt- ur í réttarstemmningunni og kindumar. Þab var alltaf til- hlökkun ab fara austur til henn- ar ömmu og án hennar verbur sveitin ekki söm og áöur. Kristín Linda, VigfúsÞór, Amar Bjarki og Lúcinda Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum. Það yrði margt eftelja skyldi það. Ílífsrns bók það lifirsamt í minnum, er letrað skýrt á eitthvert hennar blað. Ég fann í þínu heita, stóra hjarta þá helgu tryggð og vináttunnar Ijós, Föstudagur 7. apríl 1995 ergerir jafhvel dimma daga bjarta, úr dufti lcetur spretta lífsins rós. (Margiét Jónsdóttir) { dag kveöjum vib elskulega tengdamóöur og ömmu, Krist- ínu Jónsdóttur. Kristín var fædd 11. desember 1911 ab Austur- koti í Hraungeröishreppi, elst þriggja barna Jóns Brynjólfsson- ar og Katrínar Guömundsdótt- ur. Áriö 1941 giftist Kristín Krist- ófer Ingimundarsyni. Fyrstu ár- in bjuggu þau í Reykjavík, en voriö 1944 flytja þau aö Grafar- bakka, þar sem þá bjuggu for- eldrar hennar. Kristín og Krist- ófer taka vib búskapnum á Graf- arbakka og reka þar myndarbú í hartnær þrjá áratugi. Þau eign- uöust ellefu börn, eitt lést ný- fætt og elsta son sinn missti Kristín 1991. Öll eru börnin vel látiö dugnaöarfólk og hafa stofnaö fjölskyldur; em afkom- endur Kristínar og Kristófers hátt á fimmta tug. Kristófer lést í nóvember 1975. Nú búa á Grafarbakka tveir synir þeirra hjóna. Kynni mín af Kristínu hófust er ég var meb dætrum hennar í barnaskóla og kom ég þá stundum aö Grafar- bakka og var alltaf vel tekiö á móti manni. Kristín var afskap- lega traust og gób kona, sem geröi fyrst og fremst kröfur til sjálfrar sín. Eins og nærri má geta var lítiö um frídaga á stóru heimili. Vinnudagurinn langur, en sinna þurfti bæbi úti- og inniverkum og þægindin ekki eins og í dag. Kristófer var ákaflega framsýnn maöur og tileinkaöi sér flestar nýjungar vib búskapinn, svo sem vélar og fleira til aö létta störfin. Árib 1971 byrja ég búskap meö Jóni syni þeirra hjóna. Bjuggum viö í nokkur ár á Lax- árbakka, sem er í Grafarbakka- landi, en byggbum okkur síban hús á Flúöum. Þær em margar stundirnar sem ég hef átt meb mínu ágæta tengdafólki. Alltaf var Kristín bobin og búin aö rétta hjálparhönd og abstoöa þá sem minna máttu sín. Þá líba seint úr minni flatkökurnar og kleinurnar sem hún bakabi og vel vom þegnar sendingar, er oft bámst af þessu heimsins besta bakkelsi. Kristín varö fyrir þeirri miklu raun í september 1991 ab elsti sonur hennar, maburinn minn Jón, varb bráökvaddur. Þá reyndi mikib á fjölskylduna. Á þeirri stundu fann maöur þá samheldni, þann styrk og þá hlýju sem þau bera meö sér. Fyr- ir ári síöan veiktist ég alvarlega og á enn í þeim veikindum. Þá veitti Kristín mér styrk og hlýju. Börnin hennar og fjölskyldur þeirra hafa ekki látiö sitt eftir liggja og færi ég þeim mínar bestu þakkir fýrir allt sem þau hafa gert fyrir mig. Kristín lést í Ljósheimum á Selfossi, 31. mars síbastliöinn. Hún haföi átt viö veikindi ab striba frá því í nóvember, en hresstist eftir dvöl á Heilsuhæl- inu í Hverageröi. Síöasta mán- uöinn var hún oft mikib veik. Ég þakka Kristínu allt þab sem hún var mér og bömum mín- um. Bömum hennar, systkinum og fjölskyldum þeirra sendum vib innilegar samúbarkvebjur. Veri elskuleg tengdamóöir og amma kært kvödd. Sem kona hún lifði í trú og tryggð, það tregandi sorg skal gjalda. Við aevirmar lok ber ást og dyggð sinn ávöxtinn þúsundfalda og Ijós þeirra skín á hjartans hryggð svo hátt yfir myrkrið kalda. (E.B.) Hanna Sigga og böm

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.