Tíminn - 07.04.1995, Blaðsíða 5
Föstudagur 7. apríl 1995
9$$nímh
5
Aöalsteinn J. Magnússon:
Hagfræbileg rök gegn ESB aðild
Skammsýni gætir í málflutningi
þeirra sem meðmæltir eru aðild
að ESB og sem mest vitna í hag-
fræði. Eðlilegt er að skoða rök-
semdafærsla þeirra nánar. Sam-
kvæmt hagfræðilegum rökum,
segja þeir, borgar sig að samein-
ast í stærri einingar og fjarlægja
viðskiptahindranir. Gallinn er
sá að forsendur útreikninganna
eru sjaldnast til staðar. Þeir sem
mæla með aðild og byggja á
hagfræðilíkönum skilja ekki
annmarka þeirra eða þegja
þunnu hljóði vegna eiginhags-
muna.
Grunnhugmyndin bakvið
ESB er að algerlega frjáls búseta,
streymi framleiðsluþátta og
fullunninnar vöru eins og um
eitt ríki væri að ræða muni leiða
til hagræðingar. Þeir íslending-
ar sem þessu trúa blint og ekki
vilja gera út á styrki ESB benda á
að þaö verði að hagræða —
stækka einingarnar — flytja
fólkið frá „ystu annesjum". Þeir
hinir sömu álíta að leggja beri
niður stóran hluta landbúnað-
arins, því hann sé ekki sam-
keppnishæfur, og neyða beri
sjávarútveginn til að hagræða,
sem þýðir stærri skip og færri
útgerðaraðilar. Skipin yrðu
væntanlega gerð út frá færri
stööum og stöðum sem liggja
betur við samgöngum. Það þarf
ekki merkilegan reiknimeistara
til að sýna fram á þetta. En því
miður er ekki greint frá því að í
þessum útreikningum er gert
ráð fyrir að eignir einstakling-
anna, sem skildar eru eftir á
landsbyggðinni, verði einfald-
lega nýttar á skynsamlegri hátt
af öðrum sem væntanlega flytja
þá í dreifbyliö. Ekki er í útreikn-
ingunum gert ráð fyrir að yfir-
gefa þurfi eignir og ónýta eða
byggja upp nýjar á öðrum stað.
Hverjir eru þessir sem nýta
munu skynsamlega eignir fyrr-
um heimamanna, sem kaupa
munu hús og atvinnutæki
þeirra sem brott flytja á „sann-
gjörnu verði". Mér er spurn?
Annað sem hagfræðilíkönin
gera ráð fyrir er að innviðirnir
nýtist, þ.e. vegir og skólar og
annað slíkt sem byggt er af op-
inberu fé, ekki þurfi að leggja á
skatt til að byggja t.d. nýtt
þeirra sem einblína á ESB hefði
það slæm áhrif á það samfélag
sem til staðar er á Islandi.
Jafnvel þótt „hagræðingin"
við inngöngu í ESB skilaði
hagnaði gæti niðurstaðan orðiö
neikvæð því íslendingar gætu
þurft að greiöa til baka í sjóöi
ESB til styrktar fátækari ríkjum
sambandsins. Bagalegra er þó ef
íslendingar og sjávarútvegurinn
verður gegnsýrður af spillingu
styrkjakerfis þar sem við verð-
um þiggjendur. Ekki þarf að
fara lengra en til Færeyja til að
sjá hvaða afleiöingar það getur
haft í för með sér að komast í
pólitíska oddaaðstöðu og lenda
inni í vítahring styrkjakerfis.
VETTVANCUR
Ekki er í útreikningunum
gert ráð fyrir að yfirgefa
þurfi eignir og ónýta eða
byggja upp nýjar á öðrum
stað. Hverjir eru þessir sem
nýta munu skynsamlega
eignir fyrrum heimamanna,
sem kaupa munu hús og
atvinnutœki þeirra sem
brott flytja á „sanngjömu
verði". Mérerspum?
skólahúsnæði í þéttbýli fyrir þá
sem flytja utan af landi.
í útreikningum eru heldur
ekki téknir meö þættir eins og
fjölskyldu- og vináttubönd sem
rofna við hagræðinguna. Þessir
þættir hafa ekkert vægi í út-
reikningum þótt hagfræðingar
viðurkenni að slíkt ætti að sjálf-
sögðu að meta. Samkvæmt
góðri hagfræöi ber að meta all-
an hag svo og kostnaöinn af
glataðri samhjálp frá frændum,
vinum og venslamönnum en sú
samhjálp hefur meira vægi í
samfélagi sem byggir á smærri
einingum. Því miður hefur
hagfræðingum ekki auönast að
taka með þann hag sem einstak-
lingar hafa af sérstöku lífs-
munstri, menningu og öðrum
fjölbreytileika sem vill glatast
við aukinn samruna þjóða.
Það sem er kannski alvarleg-
ast er aö ekki er gert ráö fyrir að
hagræðingin kalli á atvinnu-
leysi. Þó vita allir að svo er, líka
hagfræðingar, en þeir segja að
það sé aðeins tímabundið at-
vinnuleysi á meðan fólk færist
milli starfa. En birtast störfin
alltaf? Hvað er atvinnuleysið í
ESB núna? Heldur meira en
þægilegt er, svo vægt sé tekið til
orða. Niðurstaðan er sú að út-
reikningar hagfræðinnar eins
og þeir eru matreiddir af ESB
fylgjendum standast að öllum
líkindum ekki hvað varðar ís-
lendinga. Ef fylgt væri ráðum
Hafa skal í huga að hér var
ekki fjallað um margar helstu
röksemdir gegn aðild aö ESB,
þ.e. minni yfirráð yfir fiskimið-
unum, glötuð sóknartækifæri í
Ameríkunum og Asíu. Ekki var
heldur fjallað um neikvæð áhrif
aðildar á þróun umhverfismála.
Við getum ekki eftir inngöngu
sett okkur strangari reglur um
umhverfismál en ESB leyfir og
það gæti haft neikvæð áhrif á
markaðssetningu á íslenskum
afurðum ef við vildum mark-
aðssetja hana byggt á hreinleika
afuröa.
Höfundur er lektor vib
Samvinnuháskólann og formabur
Framsóknarfélags Mýrasýslu.
Eru stjórnmál ekki lengur til?
Stærsta gjaldþrot íslands á síð-
ari tímum blasir nú við augum
allra þeirra, sem sjá vilja. Þetta
gjaldþrot er ekki í sjávarútvegi
eöa landbúnaði. Það er hvorki í
verslun né ibnaöi. Og ég er ekki
aö tala um hib margfræga
gjaldþrot heimilanna.
Ég er ab tala um hugmynda-
fræöilegt gjaldþrot stjórnmála-
flokkanna.
Þegar þetta er skrifab, mánu-
daginn 3. apríl, er tæp vika til
kosninga. Enn hefur enginn
flokkur sett fram skýra hug-
myndafræöi í þessari s.k. kosn-
ingabaráttu.
Stærsti flokkur landsins,
Sjálfstæðisflokkurinn, gerir
sem fyrr út á glundroðakenn-
inguna til vinstri, kenningu
sem virðist á góðri leiö með að
afsannast í borgarstjóm Reykja-
víkur. Auk þess leggur flokkur-
inn þó nokkra áherslu á veður-
fræöi í þessari kosningabaráttu.
Hann talar um að vorið sé að
koma og er vandséð hver tíð-
indi þab eru á þessum árstíma.
Framsóknarflokkurinn stærir
sig mjög af því að vera miðju-
flokkur án erlendrar hug-
myndafræði. Pólitísk hug-
myndafræði hefur aldrei orðið
til á íslandi. Hún hefur ævin-
lega veriö innflutt, hvort held-
ur um er að ræða samvinnu-
stefnu, jafnaðarstefnu eða kap-
ítalisma. Því jafngildir yfirlýs-
ing Framsóknarflokksins
upphaf hugmyndafræöilegrar
eyðimerkurgöngu einhvers
staðar í miöjum kirkjugarbi
flokkakerfisins.
Helsta tromp Alþýðubanda-
lagsins í þessari kosningabar-
áttu er að lýsa sig óháb sjálfu
sér. Óneitanlega er það nokkuð
snjallt uppgjör viö fortíðina,
svona fljótt á litið, en stenst
ekki nánari athugun.
Alþýbuflokkurinn leggur höf-
uðáherslu á Evrópubandalagið,
en virðist ekki skilja þab fyrir-
bæri betur en svo, að hann
heldur að það sé matarkarfa í
stórmarkaöi.
Kvennalistinn heldur áfram
að ræða stjórnmál út frá kyn-
ferði fólks, rétt eins og stétta-
barátta hafi aldrei verib til.
Og vesalings Þjóðvakinn
blundar vært í náðarfaðmi sæ-
greifa vestan úr Háskóla, milli
þess sem hann gælir við meirít
gáfumenni úr órólegu deild-
inni í Alþýöubandalaginu.
Þetta er sú mynd sem vib
augum blasir í upphafi kosn-
ingaviku.
Auðvitað gera stjórnmála-
flokkarnir sér ljóst, ab fólk er
oröið leitt á þeim. En þab er
ekki tilvera þeirra, sem vakið
hefur leiba almennings, heldur
stofnanalegt yfirbragð og skort-
ur á hugmyndafræbi. Pólitískur
áhugi er engu minni en fyrr.
En þegar allir flokkarnir sigla
hraðbyri að miðjunni, þá fara
menn að efast um að tilvera
þeirra snúist um stjórnmál. Það
er þá sem farið er ab tala um
flokka sem stofnanir, sem
gegni því eina hlutverki að
standa vörð um hagsmuni for-
ingja sinna og fylgifiska þeirra.
Hugtökin hægri og vinstri
eru ekki úrelt. En meb nýrri
þjóöfélagsgerð í kjölfar tölvu-
byltingarinnar, krefjast þau
nýrra skilgreininga. Þegar allir
flokkar landsins stinga hausn-
um í sandinn, flýja ab mibju frá
hinum hefðbundnu átaka-
punktum stjórnmálanna og
láta auglýsingastofur úti í bæ
sjá um að falsa ímyndir í sjón-
varpi og á flettispjöldum, þá er
kominn tími til aö stjórnmála-
menn, sem svo eru kallabir,
nemi staðar og velti því fyrir sér
hvort þeir séu á réttri leið.
FÖSTUDAGS
PISTILL
ÁSGEIR
HANNES
EINN í KJÖR-
KLEFANUM
í kosningunum á morgun verða
kjósendur að nota kjörseðilinn sinn
út í æsar og engar refjar. Lands-
menn eru ekki lengur skuldlaus
eign einhverra flokka eða fram-
boba, þó að foreldrar þeirra hafi
stutt sama listann frá öndverðu af
ókunnum ástæðum. Menn eiga
ekki að kjósa einhverja framboðs-
lista af því fjölskyldan var launa-
fólk, bændur eba atvinnurekendur.
Kompásinn í þjóðfélaginu verbur
rammskakkur þegar kjósendur
ganga í arf eins og hver annar
kvótaþorskur. Menn verða að nota
kjörseðilinn sinn sjálfir.
Lýðræðib er bæði seinvirk og
leiðinleg íþrótt, en kemur vel á
vondan, því íslendingar kusu sjálfir
yfir sig Lýðveldið á Þingvöllum.
Lýðræðinu fylgir kosningaréttur og
hann er ekki sjálfsögð réttindi úr
komflekspakka, heldur langþráb
konungsgersemi fyrir aldagamla
nýlenduþjóð. Atkvæbaseðillinn er
hvorki meira né minna en að-
göngumiði kjósenda ab þjóðfélag-
inu og honum má ekki glata. Að
vísu fá landsmenn misjafnlega
stóra kjörseðla í hendur á morgun
og stærðin ræðst af búsetu manna
í kjördæmum og skipulagi fram-
boðanna.
Vestfirbingar hafa til ab mynda
mun betri atkvæðisrétt en borgar-
búar og þykir ekki saga til næsta
bæjar. Framboöslistarnir eru ýmist
bobnir fram af gömlu stjórnmála-
flokkunum eba einhverjum pólit-
ískum félögum. Almennir kjósend-
ur koma þar ekki við sögu og fá
engu um breytt. Helstu gæðingar
flokkanna ákveða hverjir verma
sætin á listunum og gera út um
þab ýmist meb umburbarbréfi eða
á lokuðum fundi. Stundum nota
flokkarnir prófkjör til að raða á list-
ana og þá velja flokkshestarnir
hverjir abra í nokkur efstu sætin.
Prófkjörin eru því ekki vettvang-
ur kjósenda, heldur vettvangur
stjórnmálaflokka og flokkshesta.
Kjósendur eiga ekki aðgang að
prófkjörum nema ganga fyrst í
flokkana sem að þeim standa.
Hvort sem menn vilja bjóða sig
fram í einhver embætti eba bara
velja kunningja sinn á frambobs-
lista. Raunverulegt lýðræði gengur
ekki í garð í fimmtugu lýbveldinu
fyrr en allir kjósendur hafa jafn
stóra kjörseðla og fá að slá saman
prófkjöri og kosningum í eina at-
höfn á kjördegi.
Lýðveldinu stendur líka stuggur
af fólki sem kýs alltaf sama flokkinn
á hverju sem dynur og lýðræðið á
þab ekki skilið. Þá verða flokkarnir
fastir áskrifendur að kjörseblum
manna og kjósendurnir leigulibar í
skattlandi flokkanna. Kosningar
verba til málamynda og loks óþarf-
ar með öllu. Erfðafestukjósendur
eiga frekar heima í konungsríkjum
Austurlanda en í lýbveldum Evr-
ópu. Kjósendur mega ekki hræbast
ab skipta um flokka og framboð
eins og skóhlífar, ef svo ber undir.
Framboðin eiga að vera vettvang-
ur kjósenda til að láta hlutina ger-
ast, en ekki öfugt.
Lýðræðið byggist á því að flokk-
arnir gangi ekki ab kjósandanum
vísum á kjördag. Vib erum óhult í
kjörklefanum og vaktmenn flokka
og framboba horfa ekki yfir öxlina
á okkur þegar við krossum vib bók-
stafinn.
Þú ert einn í kjörklefanum, vinur!