Tíminn - 07.04.1995, Blaðsíða 13

Tíminn - 07.04.1995, Blaðsíða 13
Föstudagur 7. apríl 1995 9tMÍNIt 13 Jón Baldvin Hannibalsson: Breytt landbúnabarstefna Hugmyndir um afnám kvótakerfisins í blaðinu hér í gær fór ég nokkrum orðum um stöðu ís- lensks landbúnaðar. Ég taldi það vera brýnt verkefni næstu ríkisstjórnar að skilgreina starfsskilyrði greinarinnar á komandi árum, í Ijósi vaxandi samkeppni í viðskiptum með landbúnaðarvörur, m.a. vegna ákvæða nýja GATT-samnings- ins. Niðurstaða mín var sú að núverandi landbúnaðarkerfi falli á öllum prófum. Afkoma bændá fari versnandi og ríkis- sjóbur beri mikinn kostnað af kerfinu án þess að hann skili sér til neytenda í formi lægra vöruverðs. Svara þarf þeirri spurningu hver sé farsælasta leiðin út úr ógöngunum Al- þýðuflokkurinn telur að mikil- vægum áfanga yrði náð í um- bótum á landbúnaöarkerfinu ef kvótakerfið í mjólkur- og kindakjötsframleiðslu yrbi afnumið. Framleiðslutengd- um beingreibslum yrði breytt í svokallaðar „grænar greiðsl- ur", sem GATT-samningurinn heimilar upp að vissu marki, þ.e. greiðslur sem eru óháðar framleiðslunni. Verðstýring yrði lögð niður. Meb þessum breytingum yrðu bændur leystir úr þeirri ánauð sem þeir eru í og eðli- legra jafnvægi myndi nást á milli verölags og framleiðslu- kostnaðar. Afnám fram- leiðslutengdra beingreibslna er í samræmi vib tillögur OECD, Efnahagssamvinnu- og þróunarstofnunarinnar, sem mun birta fyrstu úttekt sína á íslenskri landbúnaðarstefnu á næstunni. GATT-samningurinn mun leiða til fjölbreyttara vöruúr- vals landbúnaðarvara hér á landi, m.a. vegna ákvæða hans um ab heimila skuli inn- flutning á 3-5% af innan- landsneyslu á lágum tollum. Ef almennum tollum á land- búnaðarvörur verður stillt í hóf má gera ráð fyrir einhverj- um innflutningi á kjötvörum, sérstaklega unnum kjötvör- um. Myndi það enn draga úr neyslu sauðfjárafurða hér á landi og draga frekar úr tekj- um bænda samkvæmt bú- vörusamningi. Afnám kvóta- kerfisins og skipulagsbreyting- ar því samfara eru því mikil- vægt hagsmunamál bænda. VETTVANCUR Síbari hluti „Ljóst pykir að hvorki bœndur eða neytendur sœtta sig öllu lengur við núverandi framleiðslu- stýringarkerfi landbúnað- arins. Aukin samkeppni í kjölfar GATT-samn- ingsins gerir kerfisbreyt- ingar óumflýjanlegar." Áhrif þess að af- nema framleiöslu- tengdar bein- greibslur Ég hef látið gera hagfræbi- lega úttekt á því hvaða afleið- ingar það hefði ef framleiðslu- tengdum beingreiðslum yrði breytt í grænar greiðslur í anda GATT-samningsins. Slíkar greiðslur gætu verið með ýmsu móti, t.d. mætti frysta núverandi greiðslur, sem yrðu þá greiddar hvort sem framleiddar eru búvörur eða ekki. Einnig mætti miða við ræktað land, stærb jarða o.s.frv. Slík ráðstöfun myndi leiða til þess að minni og ó- hagkvæmari búin myndu væntanlega hætta framleiðslu mjólkur og kindakjöts eba þá auka hana til þess að ná stærðarhagkvæmni. Þar sem bændur myndu hafa tekju- tryggingu gætu þeir snúið sér að arðbærari störfum, án þess ab bera sjálfir áhættuna sem því fylgir. Vinnslugreinar Ef við gefum okkur að byrj- ab yrði á því að lækka fram- leiöslutengdar beingreiðslur vegna kindakjöts, þá myndi framboðið minnka og verð af- urðastööva til bænda myndi hækka. Tilhneigingin yrði sú að verð til neytenda hækki einnig, en til þess að halda markabshlutdeild yrði ríkur hvati hjá vinnslugreinum til hagræbingar. Framleiðni í þeim greinum er töluvert á eftir framleiðni vinnuafls í landbúnaði og iðnaði (án sjáv- arútvegs), þannig að gera má ráð fyrir að slíkt svigrúm sé fyrir hendi. Rekstrarafkoma bænda í áðurnefndri hagfræðiút- tekt er gerð tilraun til þess að meta rekstrarafkomu sauðfjár- bænda fyrir og eftir breyting- ar, þ.e. afnám framleiðslu- tengdra beingreibslna. Rekstr- 'arafkoman er talin hafa verið neikvæð á árinu 1994 um kr. 670 milljónir og er áætlað að hún verði neikvæð um kr. 270 milljónir á þessu ári. Eftir breytingar er talið að rekstrar- afkoman verði jákvæð um kr. 48 milljónir. Rekstrarafkoma kúabænda er talin verða já- kvæð á þessu ári um kr. 106 milljónir. Eftir breytingar yrbi hún jákvæb um kr. 520 millj- ónir. Neytendur Þótt framleiðslutengdar beingreiðslur verði afnumdar, þá er ekki talið líklegt að verb landbúnaðarvara til neytenda muni hækka. Gert er ráð fyrir að bændur muni áfram taka tillit til greiðslna frá ríki. Hag- ræðingin sem leiðir af kerfis- breytingunni mun einnig hjálpa við að halda verðinu nibri. Afkoma ríkissjóðs Umbreyting framleiðsu- tengdra beingreiðslna í „græn- ar greiðslur" myndi ekki hafa mikil áhrif á útgjöld ríkissjóðs í upphafi. Til lengri tíma litiö myndi hins vegar sparnaður nást eftir því sem núverandi búvöruframleiðendur komast á eftirlaunaaldur. Einnig spar- ast umtalsverðar fjárhæðir við að leggja niður stjórnir, nefndir og ráð sem stjórna landbúnaðarkerfinu í dag. þær fjárhæðir sem sparast mætti nota til ýmissa stuðn- ingsaðgerða, t.d. starfsloka- samninga, jarðakaupa, mark- absátaks erlendis o.s.f. Ljóst þykir að hvorki bænd- ur eða neytendur sætta sig öllu lengur við núverandi framleibslustýringarkerfi land- búnaðarins. Aukin sam- keppni í kjölfar GATT-samn- ingsins gerir kerfisbreytingar óumflýjanlegar. Aftenging beingreiðslna frá framleiðsl- unni myndi færa íslenskan landbúnað stóru skrefi nær því að njóta hagræðis af mark- aðskerfinu, eins og aðrar at- vinnugreinar í landinu. Með því að greiða bændum „græn- ar greiðslur" í stað fram- leiðslutengdra greiðslna er fjárhagslegt öryggi þeirra tryggt og þeir geta snúið sér að arbærari framleiðslu. Grundvöllur skapast til veru- legrar hagræðingar innan greinarinnar. Afkoma saub- fjárbænda og mjólkurbænda myndi batna. Framfarasinnar í bænda- stétt eiga nú að hafa frum- kvæði ab því ab leysa bændur úr fjötrum kvótakerfisins, þannig að þeir geti endur- heimt frumburöarrétt sinn sem frjálsir framleiðendur. þeir eiga vísan stuðning okkar jafnaðarmanna í þeirri bar- áttu. Sigursæl barátta fyrir þessum breytingum mun stuðla að nauðsynlegum sátt- um bænda og neytenda í framtíbinni. Takist það er ekki til einskis unnið. Höfundur er utanrikisrábherra og for- mabur Alþýðuflokksins, Jafnabar- mannaflokks íslands. Kjósum Mörð Árnason þingmann Reykvíkinga. á. takk! Pjóðvaki - hreyjing fólksins. B Akstur á kiörstab Kosnin ' 1 v _ ■ •• ... Framsóknarflolckurinn býður kjósendum upp á akstur til og frá kjörstað eins og venjulega. Bílapantanir eru í síma 551-7444. Framsóknarflokkurinn býður kjósendum jafnframt í kosningakaffi í kosningamiðstöðinni, Hverfisgötu 33. Kosningavaka Framsóknarflokksins verður Grand Hotel Reykjavík (Holiday Inn) og hefst kl. 20.30. Boðið er upp á glæsilega máltíð á aðeins 2000 kr. Borðapantanir eru í síma 68 9000. Stuðningsmenn eru hvattir til að mæta, athugið breyttan samkomustað. Framsóknarflokkurinn íReykjavík II

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.