Tíminn - 07.04.1995, Blaðsíða 12

Tíminn - 07.04.1995, Blaðsíða 12
12 Föstudagur 7. apríl 1995 Örn Sigurbsson: Víst snúast stjómmál um lausnir Oft heyri ég þá skoöun aö stjórnmál snúist um völd, áhrif, forgangsrööun og/eöa persónur. Ekki ætla ég aö andmæla því aö ofangreind atriöi skipti máli í pólitík, en ég er þó þeirrar skoö- unar aö stjórnmál eigi fyrst og fremst að snúast um hagkvæm- ustu lausnir vandamála. ✓ Oreiöa og streita er rót vandamála Náttúrulagaflokkurinn skil- greinir streitu og óreiöu í þjóö- arvitund sem rót allra vanda- mála þjóðfélagsins. Streita og ó- reiða valda mistökum sem leyfa vandamálum aö vaxa. Það er dýrt fyrir þjóðarbúið aö reyna að leysa vandamál þegar þau eru orðin aö virkilegum vanda- málum og bregöast síöan viö þeim með yfirboröskenndum Iausnum. Sem dæmi skal tekið vandamál afbrota. Hert lög- gæsla, þyngri dómar og stærri fangelsi eru heföbundnar yfir- boröslausnir. Þaö er einnig dýrt aö bíöa eftir aö sjúkdómsein- kenni birtist og beita þá ríkjandi hátækni- og lyfjameðferö. Einnig skal bent á alvarlegt VETTVANGUR „Einnig skal bent á alvar- legt vandamál sem er al- mennt árangursleysi ríkis- stjóma við stjómun lands- ins. Árangursleysi ríkis- stjóma endurspeglast í miklum fjárlagahalla ár eftir ár. Orsök erfiðlejka ríkisstjóma er að þcer bregðast nœr eingöngu við aðsteðjandi vanda í stað þess að leita að frumorsök- um þeirra." vandamál sem er almennt ár- angursleysi ríkisstjórna viö stjórnun landsins. Árangurs- leysi ríkisstjórna endurspeglast í miklum fjárlagahalla ár eftir ár. Orsök erfiðleika ríkisstjórna er aö þær bregðast nær eingöngu viö aðsteðjandi vanda í stað þess að leita aö frumorsökum þeirra. Eölisfræðin segir okkur hvar minni óreiðu og aukið skipulag er aö finna. Hún segir okkur að með minnkandi virknistigi, þá eykst skipulag (3. lögmál varma- fræöinnar). Þaö sem gerist þeg- ar við sofum er aö virkni líkams- og hugarstarfsemi iægist niður. Greind, regla og skipuíag eykst, sem veldur því að viö erum hæf- ari til athafna á morgnanna en seint á kvöldin. Náttúrlaga- flokkurinn skilgreinir þessa ó- meövituöu reglu sem náttúrulög eða lögmál náttúrunnar. Rann- sóknir á TM-hugleiöslu (Transcendental Meditation), Innhverfri íhugun, sýna svo ó- yggjandi er að sú hvíld sem ein- staklingur upplifir viö iðkun tækninnar er mun dýpri en í dýpsta djúpsvefni (Scientific American, 226, 84-90, 1972). Meö reglulegri iökun tækn- innar fækkar brotum á náttúru- lögum. Mistökum í hugar- og líkamsstarfsemi fækkar og heil- brigöi verður meira viövarandi (Psychosomatic Medicine, 49, 493-507, 1987). Náttúrulaga- flokkurinn fullyröir aö hægt sé aö spara a.m.k. um 50% á sviöi heilbrigðismála. Sparnaðurinn mun ekki bitna á þjónustu heil- Brigðisstöfnana, heldur mun hann felast í minni notkun heilbrigðiskerfisins vegna bættr- ar heilsu almennings. Lög mannanna endurspegla náttúrulögmálin. Þegar nátt- úrulögin verða mönnum sjálf- krafa meira lifandi, fækkar brot- um á mannanna lögum. Hægt er aö spara háar fjárhæöir á sviöi dóms- og afbrotamála meö því að fækka glæpum. Afbrot- um fækkar þegar óreiöa og streita minnkar í vitund þjóðar- innar (Glæpum fækkaöi um 18% í Washington DC, Morg- unblaðiö, 11. mars 1995, blað B, bls. 2). Þegar streita og óreiöa minnk- ar í þjóðfélaginu, eykst greind og mistökum fækkar. Öll vitum viö aö skýr hugur býr aö baki ó- skeikulla og skapandi athafna. Meö aðferöum sem Náttúrulaga- flokkurinn mælir meö, eykst sköpunarmáttur einstaklinga og þjóöarinnar í heild. Aukinn sköpunarmáttur er skilyröi hag- vaxtar í landinu. Árangur ríkisstjórna ákvaröast fyrst og fremst af skýrleika og samstillingu í þjóðarvitund. Ríkisstjórn er hönd þjóðarvit- undarinnar. Ríkisstjórn sem stjórnar í raun er sú ríkisstjórn, sem býöur þjóð sinni að efla náttúrulögmálin í vitund sinni. Meö því aö gera þaö tryggir rík- isstjórnin sér árangur í starfi. Vandamál leysast áöur en þau fæöast og hægt verður að reka ríkið á mun hagkvæmari hátt. Höfundur er kerfisfræbingurog 2. mabur á lista Náttúrulagaflokksins í Reykjavík. Haukur Halldórsson: Hagræbing í mjólkuribnabi sett í uppnám af rábherra í Morgunblaðinu og ríkissjón- varpinu var fyrir skömmu haft eftir landbúnaöarráöherra að vegna kröfu þriggja mjólkurfram- leiðenda á samlagssvæðis mjólk- urbúsins í Borgarnesi sé nauðsyn- legt aö dómstólar skeri úr um hver sé eignarréttur þeirra til mjólkurbúsins. Þess vegna hafi hann sett þau skilyröi fyrir greiðslum á úreldingarfé úr verð- miðlunarsjóði mjólkur aö annað- hvort verði úreldingarféð sett á geymslureikning(deponerað) eöa Kaupfélag Borgfiröinga, sem er lögformlega skráður eigandi sam- lagsins, kaupi sér viöunandi tryggingu fyrir endurgreiðslu úr- eldingarfjárins. Meö þessari á- kvöröun er ráöherra ab setja stein í götu hagræðingar í mjólkuriönabi á afar gagnrýnis- veröan hátt. Hagræbing til hvers? Frá því að Stéttarsamband bænda gerði samning um stjórn- un mjólkurframleiðslu við land- búnaðarrábherra og fjármálaráð- herra í ágúst 1992 hefur það ver- ið síendurtekin krafa um þaö af hálfu bændasamtakanna aö upp- fyllt yrðu ákvæöi samingsins um hagræðingu í mjólkuribnaði. Samtök afuröastööva í mjólkur- iönaöi hafa að fullu staðiö við sinn hluta af þeirri kröfu meö lækkun vinnslukostnaöar mjólk- ur en aökoma ríkisvaldsins að samingnum átti að vera sú að varið skyldi fjármagni úr verö- miðlunarsjóöi mjólkur til aö úr- elda mjólkurbú eða styrkja hag- ræbingu og önnur atribi er varða starfsumhverfi mjólkuriðnaðar- ins. Allir þeir sem komu ab gerb samningsins um mjólkurfram- VETTVANGUR „Frá því að Stéttarsamband bœnda gerði samning um stjómun mjólkurframleiðslu við landbúnaðarráðherra og fjármálaráðherra í ágúst 1992 hefur það verið síend- urtekin krafa um það af hálfu bœndasamtakanna að uppfyllt yrðu ákvœði sam- ingsins um hagrœðingu í mjólkuriðnaði." leiöslu, hvort sem voru vinnu- veitendur, þ.m.t. fulltrúar afurða- stöðvanna, launþegasamtökin, samtök bænda eöa ríkisvaldið, voru sammála um ab ekki væri komist hjá þessari aðgerö ættu mjólkurframleiðendur og mjólkuriðnaöurinn aö eiga möguleika í harðnandi sam- keppni vegna alþjóðlegra samn- inga sem munu snerta mjólkur- framleibendur og mjólkuriðnað- inn. Abgerbir ríkisvaldsins Nú mætti ætla ab á þeim tæpu þremur árum sem liðin eru frá áöurnendri ákvörðun hefði mik- ið gerst í hagræðingarátt af hálfu stjórnvalda. Máliö fór vel af stað því Alþingi samþykkti í árslok 1992 aö verja á árunum 1993- 1995 allt að 450 milljónum kr af innheimtu verðmiölunarfé til að styrkja úreldingu mjólkurbúa eða hagræðingu í mjólkuriðnabi samkvæmt reglum sem landbún- abarráðherra setur. í stað þess að setja strax reglur hér um eins og Alþingi ákvab leitaði landbúnað- arráðherra í lok mars 1993 eftir lögfræðilegri álitsgerb um eignar- hald afurðastöðva í mjólkuriðn- aði þegar í hlut ættu samvinnufé- lög. Um þessa álitsgerð var beðið þótt fyrir lægju álitsgerð(ir) hér um, gerðar vegna umræðu um sameiningu afurðastöðva í mjólkuribnaði í samhengi við út- tektir um möguleika til hagræð- ingar sem unnar voru fyrir fyrr- verandi landbúnaðarráðherra. í framhaldi af þessari athugun, sem lauk ekki fyrr en nálgabist áramótin 1993/94, hófst ráðu- neytið handa um útgáfu reglna til að hagræða eftir og birtust þær loksins seinni hluta apríl- mánabar 1994. Þannig leið á annað ár áður en hafist var handa að vinna að því verkefni sem Alþingi fól framkvæmda- valdinu. Hvab hefur svo gerst? Árið 1989 voru gefnar út reglur um framlög af verðmiðlunarfé til að greiða fyrir hagræðingu í mjólkuriönaði af þáverandi land- búnaðarráðherra. Um mitt ár 1991 var sótt um hagræðingar- styrk vegna áforma um að Mjólk- urbú Flóamanna yfirtæki rekstur Mjólkursamlagsins á Hornafiröi á grundvelli þessara reglna. Þaö mál fékk ekki afgreiðslu í ráðu- neytinu. Hinsvegar breytti ráðu- neytib reglugerð um verðmiblun í mjólkuriðnabi sem gerði kleift ab greiða verðmiðlunarfé til Mb. Baulu hf. við rekstrarlok fyrirtæk- isins og fóru til þess 36 millj. kr. Hvernig sú ákvöröun tengist hag- ræðingu í mjólkuriðnaði verður ekki séð. Á grundvelli hinna nyju reglna frá sl. ári um hagræbingu í mjólkuriðnaði hafa borist um- sóknir um hagræðingu frá mjólk- urbúum á Vesturlandi, Suöur- landi og Austfjörðum en engar hlotið afgreiðslu enn sem komib er. Umsóknirnar fela það í sér að samvinna verði tekin upp milli mjólkurbúa á svæðinu og ein- hver þeirra úrelt eins og mjólkur- búib í Borgarnesi en önnur starf- semi tekin upp í staðinn til að mæta því atvinnutapi sem hag- ræðingin felur í sér. Vegna þess sleifarlags sem var við að setja reglur um hagræðinguna og taka ákvarðanir skv. þeim er hinsveg- ar sá tími, sem löggjafinn veitti til þessara aðgerða, að renna út. Hvab er framundan? Þegar Alþingi tók ákvörðun um að koma á hagræðingu í mjólkuriðnaði var það gert á grundvelli ákvæba í búvöru- samningi um naubsyn á aö efla samkeppnishæfni innlendrar mjólkurframleiðslu hvort sem er hjá bændum eöa í mjólkurbúum. Með því slá málinu á frest með tilvísun í að fyrst veröi dómstólar að skera úr um eignarhald þegar samvinnufélag á í hlut ábur en unnt er að greiba úreldingarféð skilyrðislaust er verið ab ganga gegn vilja Alþingis og gegn bú- vörusamningi. það getur ekki verið á verksvibi landbúnaðar- ráðherra að taka ákvörbun um hvort þeir aðilar, sem óska eftir hagræðingu í mjólkuriönaði eftir almennum reglum sem hann hefur sett, fá möguleika á úreld- ingu eba ekki. þab gerir hann í reynd með því að setja syo óab- gengileg skilyrði sem gert hefur verib fyrir greiðslu af verðmiðl- unarfé þegar samvinnufélag á í hlut og krefjast þess jafnframt ab eignarhaldsmálin fari fyrir dóms- stóla. Rétt er að minna á að beiðni um úreldingu Mjólkurbús- ins í Borgarnesi styöst við meiri- hlutaákvarbanir í stjórn Kaupfé- lags Borgfirðinga, fulltrúafundar Kaupfélags Borgfiröinga, fulltrúa- fundar Mjólkursamlags Borgfirð- inga og fulltrúafundar Mjólkur- bús Borgfiröinga. Með þessari á- kvörðun er verið að hafa að engu lýðræðislega teknar ákvaröanir hlutaðeigandi aðila, og það látiö ráða úrslitum um útdeilingu úr- eldingar- og hagræðingarfjár hver sé eigandi að mjólkurbúi. Hvort þab sé hlutafélag s.s. í til- viki Mb. Baulu hf. eöa samvinnu- félag. Verði þessari afstöðu hald- ið til streitu er nauðsynlegt að kanna hvort það brjóti ekki gegn jafnréttisreglum stjórnsýslurétt- arins að hindra framlög á þessum forsendum. Höfundur er fráfarandi formabur Stéttarsambands bænda.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.