Tíminn - 30.05.1995, Side 8
8
WjimflMftMí
Þribjudagur 30. maí 1995
Voriö i 945 geröu
georgískir hermenn í
þýskri þjónustu á
hollensku eynni Texel
uppreisn. Þar hélt
heimsstyrjöldin síöari
áfram í tvœr vikur
eftir aö henni var
formlega lokiö í Evr-
ópu
Þann 8. maí 1945 gafst
þýski herinn skilyrðislaust
upp fyrir bandamönnum.
En þar með er ekki sagt að þann
dag hafi friður komist á í allri
Evrópu. í Eystrasaltslöndum og
Úkraínu hélt skæruhernaður
þarlendra manna gegn Rússum
áfram í mörg ár eftir þetta. Og á
einum stað í Vestur-Evrópu var
barist í marga daga eftir að stríð-
inu var lokið formlega.
Sá staður er hollenska eyjan
Texel (flatarmál 184 ferkíló-
metrar, íbúafjöldi um 11.000),
sú syðsta af Vesturfrísnesku eyj-
unum (Westfriesche Eilanden),
sem mynda keðju úti fyrir
strönd landsins frá norðurenda
fylkisins Noord Holland til
þýsku landamæranna. Láglent
er þar sem í Hollandi yfirleitt og
aöalatvinnuvegir fiskveiðar,
sauðfjárrækt og blómlaukarækt.
Georgískir hermenn á Texel.
Stríðiö á Texel
800 Georgíumenn
— 400 Þjóbverjar
Stríösaðilar á Texel voru Þjóð-
verjar (sem hertóku Holland
1940 og héldu því að miklu
leyti til stríðsloka) og — af öll-
um mönnum — Georgíumenn.
Margir sovéskir stríðsfangar
gengu í þýska herinn, einkum í
þeim tilgangi að bjarga sér frá
dauða af völdum hungurs og
illrar meöferöar í þýskum fanga-
búðum eða þá vegna þess að
þeir vildu frekar berjast meö
Þjóðverjum en Rússum. Meðal
þessara sovésku liðsmanna
Þjóðverja voru Georgíumenn-
irnir á Texel.
Þjóðverjar létu gera á Texel
virki mikil, til varnar gegn
bandamönnum ef þeir skyldu
freista landgöngu í Hollandi.
Vorið 1945 var á eynni um 1200
manna herlið, um 800 Georgíu-
menn og um 400 Þjóðverjar. Þá
orðið þótti flestum sýnt, að
Þjóðverjar væru að þrotum
komnir. Af væntanlegum sigur-
vegurum áttu Georgíumennirn-
ir á Texel ekki annars von en að
litið yrði á þá sem liðhlaupa. Til
að bæta ráð sitt í augum banda-
manna ákváðu þeir að gerast
liðhlaupar á ný og auglýsa þau
sinnaskipti sem áþreifanlegast.
Þýskir félagar þeirra kunnu
ekki georgísku og gátu Georgíu-
menn þessir því undirbúið upp-
reisn á móðurmáli sínu án þess
aö Þjóðverja grunaði neitt. Sam-
komulag georgísku hermann-
anna og þeirra þýsku hafði og til
þessa veriö heldur gott, þeir
höfðu blandað geði og skemmt
sér saman. Áttu þýsku her-
mennirnir sér því einskis ills
von og komu litlum vörnum
við er þeir georgísku réðust á þá,
allir sem einn. Voru flestir Þjóð-
verjanna drepnir með hnífum
og byssustingjum. Fangar voru
ekki teknir.
Mikib mannfall
Nokkrum Þjóðverjanna tókst
þó að halda velli í virkjum sybst
og nyrst á eynni og frá megin-
landinu barst þeim fljótlega all-
fjölmennur libsauki. Frá byrgi
Hitlers í Berlín var því liði fyrir-
skipað að láta ekki af fyrr en all-
ir Georgíumenn á eynni væru
dauðir. Og með hliðsjón af ör-
lögum félaga sinna á Texel voru
Þjóðverjar í hefndarhug.
Þeir náðu eynni að miklu leyti
á vald sitt aftur, en sá árangur
varb þeim dýr. Manntjón þeirra
varð hvað mest er þeir sóttu ab
Georgíumönnum, sem vörðust
í vita á hæð nyrst á eynni.
Landslag og gróður þar er þann-
ig að hermennirnir, sem sóttu
að vitanum, höfðu ekkert til aö
skýla sér á bak við, og stráféllu
þeir fyrir skotum Georgíu-
manna.
Vitann tóku Þjóöverjar um
síöir, en ekki lauk bardögum á
eynni þar með. Georgíumenn
héldu uppi skæruhernabi með
aðstoö hollenskra andspyrnu-
manna og eyjarbúar virðast yfir-
leitt hafa verið á þeirra bandi.
Þeir gerþekktu hvern krók og
kima a eynni. Mun aðstoð Hol-
lendinganna hafa valdib miklu
um, hve lengi Georgíumönnun-
um, er áttu við ofurefli liðs að
etja, tókst að halda út, sem og
það hve mikið manntjón Þjób-
verja varð. Sumt af þýska liðinu
þarna hefur og að líkindum ver-
ið miöur vel þjálfab. Hvorugir
tóku fanga.
Ibúar eyjarinnar fóru ekki var-
hluta af bardögunum. Grunaði
Þjóbverja að Georgíumenn
væru í felum á einhverju
byggðu bóli, beindu þeir að því
stórskotahríð. Tjón á húsum og
öbrum eignum varð gífurlegt,
þ.á m. í Den Burg, helsta bæ eyj-
arinnar sem er á henni sunnan-
verðri. Bæirnir voru brenndir
ofan af bændum, sem leynt
höfðu Georgíumönnum. Marg-
ir eyjarbúar fórust í stórskota-
hríbinni eöa voru teknir af Iífi af
Þjóðverjum, vegna abstoðar eða
gruns um aöstoð við Georgíu-
mennina.
Áfram gleymt stríb
Alls féllu og fórust yfir 3000
manns í ófriðnum á Texel, þar
af um 500 Georgíumenn. Af
Þjóðverjum voru drepnir yfir
2300 (að sögn kanadískra heryf-
irvalda) eða álíka margir og þeir
og ítalir misstu fallna í ólíkt
frægari slag, síöari orrustunni
við E1 Alamein (samkvæmt
þýskum og ítölskum heimild-
BAKSVIÐ
DAGUR ÞORLEIFSSON
um, Bretar nefna um það hærri
tölur).
Hálfum mánuði eftir að
heimsstyrjöldinni síðari lauk
formlega í Hollandi, geisaði
hún enn á Texel. Á meginland-
inu hvarf stríðið á eyju þessari,
sem hafði varla neina hernaðar-
lega þýðingu eftir að innrás
bandamanna í Frakkland hafði
heppnast, alveg á bak vib aðra
atburði, og átti það bæði við um
bandamenn og Þjóðverja. Upp-
gjöf herja Þjóbverja í Norður-
Þýskalandi, Danmörku, Noregi
og Hollandi fyrir Montgomery
5. maí hafði engin áhrif á at-
burbi á Texel og ekki heldur
uppgjöf alls herafla Þjóðverja 8.
maí. Þjóðverjar á eynni virðast
hafa verið í of miklum hefndar-
hug til þess að skeyta um upp-
gjöf herja sinna og stjórnar, og
Georgíumennirnir, sem áttu
bana vísan ef þeir gáfust upp og
gátu ekki komist frá eynni,
leyndust og vörðust með öllum
tiltækum ráðum. Bardögum á
Texel lauk ekki ab fullu fyrr en
20. maí, er Kanadamenn, sem
tóku á móti uppgjöf Þjóðverja í
Hollandi, komu því í verk ab
senda hermenn út á eyna og af-
vopna þýska herliðið þar.
Georgíumennina, sem þá
voru enn á lífi á Texel, fram-
seldu Kanadamenn Rússum.
Sovésk yfirvöld sendu hermenn
þessa í þrælkunarbúöir, fjöl-
skyldur sumra þeirra einnig.
Það af fólki þessu, sem enn var á
lífi um miðjan sjötta áratug, var
þá látið laust.
Texelstríðið hefur haldið
áfram að vera gleymt, einnig í
Hollandi. Dick van Reeuwijk,
hollenskur blaðamabur, skrifaöi
bók um það, en hún fæst hvergi
nema í bókabúðum á Texel. Og
þegar Hollendingar héldu upp á
hálfrar aldar afmæli frelsunar
sinnar undan Þjóðverjum, var
stríðsins á Texel að litlu getið.
Ekki einu sinni á eynni sjálfri
virbist áhuginn á þessum þætti
sögu hennar vera mikill. ■
Léleg kosningaþátttaka í Hvíta- Rússlandi:
Nýkjöríb þing óstarfhæft
Minsk — Reuter
Fyrstu kosningarnar í Hvíta-
Rússlandi fóru fram um helg-
ina. Vegna lélegrar kosninga-
þátttöku náðu einungis 120
þingmenn kosningu, en alls
eiga 260 þingmenn að vera á
þingi. Þetta gerir það að verkum
að hið nýkjörna þing er í raun
óstarfhæft, því a.m.k. tvo þriöju
þingmanna þurfa aö vera á
þingi til þess ab það geti afgreitt
mál. Afleiðingin er sú ab Alex-
ander Lúkasjenkó forseti lands-
ins getur tekið þær ákvarðanir
sem honum sýnist.
Samkvæmt kosningareglun-
um sem kosið var eftir þarf
kosningaþátttaka ab vera a.m.k.
50% í hverju kjördæmi til þess
að þingmenn nái kjöri. Talið er
ab framferði Lúkasjenkós fyrir
kosningarnar eigi stóran þátt í
því hvernig fór. Hann hafbi
óspart látið í Ijósi neikvætt álit
sitt á kosningunum, komið í
veg fyrir aðgang frambjóöenda
aö fjölmiðlum og takmarkað
fjárstuöning við frambjóbend-
ur. ■