Tíminn - 21.06.1995, Síða 5

Tíminn - 21.06.1995, Síða 5
Miövikudagur 21. júní 1995 5 Opið bréf til Náttúruverndarrábs: Auglýsingaskilti viö náttúruperlur Sjálfboðalibasamtök um nátt- úruvernd eru samtök fólks sem vilja vernda íslenska náttúru um leiö og almenningi er gert auð- veldara ab umgangast hana. Samtökin vinna að markmiöum sínum með vinnuferðum á vib- kvæma staði, þar sem gerðir eru göngustígar, þrep og annaö sem auðveldar aðgengið, en eru að öðru leyti eins lítið áberandi og kostur er. Landgræðsla er líka meðal verkefna. Einnig standa samtökin fyrir umræðufundum þar sem ýmis mál, sem snerta umhverfið og náttúruvernd, eru rædd. Nú nýverið barst stjórn Sjálf- boðaliðasamtaka um náttúru- vernd í hendur bréf Verkefnis- stjórnar vegna átaks í umhverf- ismálum, en þá nefnd skipaði samgöngumálaráðherra á síðast- liðnu ári. Bréfið fjallar um átaks- verkefnið „Fossar í fóstur" sem gert er með samkomulagi við Eimskipafélag íslands hf. Með þessu átaksverkefni á að setja auglýsingaskilti við tvo fossa á ári. 1 ár verða það Skógafoss og Goðafoss. Á þessum skiltum verða, auk upplýsinga um vatns- fallið á fimm tungumálum, myndir af skipi Eimskipafélags- ins og upplýsingar um starfsemi félagsins. Skiltin eru rúmur metri á kant, en staðsetning þeirra er að öðru leyti ekki til- greind, svo sem í hvaða hæð þau skuli vera, hve nálægt fossinum þau mega standa, hve lengi þau eiga að standa og þá hvernig viðhaldi þeirra skal háttað. Eim- skipafélagið greiðir eina miljón króna til átaksverkefnisins, en í því felst uppsetning skiltisins tum 350 þúsund krónur) og abr- ar framkvæmdir sem samþykkt- ar verða (við Skógafoss er það m.a. útsýnisstaður fyrir hreyfi- hamlaða). Sameiginlegur evrópskur gjaldmibill 2001 eba 2002? Skógafoss. salerni og fleira sem ferðamað- urinn þarf. Það hlýtur að vera spurning hvort slíkar auglýsing- ar eru þessa virði og hvort ekki sé hægt að nálgast þessa fjár- muni án þess að auglýsing komi til með að valda þeirri sjón- mengun sem þær, sem nú eru settar upp, valda óhjákvæmi- lega. Við í stjórn Sjálfboðaliða- samtakanna teljum aðrar leiðir færar, svo sem að birta þessar upplýsingar í bæklingum, sem gefnir yrðu við staðina, eða að hengja skiltin innanhúss, svo sem gert er við Gullfoss. Það er okkar álit að það sé hvorki Eimskipafélaginu, Nátt- úruverndarráði, Ferðamálaráði, landeigendum né öðrum, sem ab þessum auglýsingaskiltum standa, til framdráttar ab setja þau upp þar sem ætlunin er. Þau eru frekar öllum til skammar og vonandi verða þau aldrei fleiri. F.h. stjórnar Sjálfboðaliðasam- taka um náttúruvernd. Jáhann Guðjónsson fortnaður Erindi þetta var lagt fyrir Nátt- úruverndarráð og féllst ráðib á þab. Þab er þessi afstaða Náttúru- verndarráðs sem vekur sérstaka furðu okkar, þó ekki sé ætlunin að draga úr ábyrgð annarra aðila að málinu. Gjörningur þessi er umdeilan- legur og sú stefna sem þarna er mörkuð, að selja náttúrufyrir- bæri undir auglýsingar, er að áliti okkar afar varhugaverður. Sú spurning hlýtur aö vakna hvort innan fárra ára getum við búist við frumskógi auglýsinga- skilta við fjölsótta stabi á svipaö- an hátt og sést í sumum lönd- um. Þetta er sú stefna sem vib teljum mjög óæskilegt ab fylgt verði eftir hérlendis og hana á Náttúruverndarráö að varast. Náttúruverndarráð er eitt fárra opinberra ráða sem kosið er á fundi ýmissa félaga, sem vinna að náttúruvernd í landinu, og skipan þess á að endurspegla viðhorf þeirra (formabur og varaformaður eru þó skipuð af rábherra). Því ætti almenningur í landinu að geta treyst ábyrgri afstöbu þess til framkvæmda við náttúruperlur landsins. • Sú ákvörbun ráðsins að leyfa uppsetningu skiltanna orkar tví- mælis og væri því ekki óeölilegt að ráðið gerbi grein fyrir þessari stefnu sinni opinberlega í fjöl- miölum. Þab er eðlilegt að spurt sé hvar megi auglýsa, hvað megi auglýsa, hve nálægt náttúru- minjum megi setja auglýsinga- skilti, hve umfangsmikil þau megi vera, hve lengi þau megi standa o.s.frv. Hve dýrar eru þessar auglýsingar? Þurfa ab vera tengsl milli náttúrunnar og starfsemi félagsins sem auglýsir? Má til dæmis auglýsa þá sápu, sem gefur besta gosib í Geysi, á barmi goshversins? Rök fyrir þessum auglýsingum hafa verið nefnd þau að til að hægt sé að standa straum af framkvæmdum fyrir ferða- menn, sem skoða þessa staði, þurfi peninga. Peningarnir verði notaðir til að byggja göngustíga, Gobafoss. í fyrstu viku júní 1995 birti fram- kvæmdastjórn ESB álitsgerð, „græna bók", um evrópsk peninga- mál. í henni eru fram settar tillögur um upptöku sameiginlegs evrópsks gjaldmibils í þremur áföngum, sem ljúki 2001-2002. í henni er að auki vænst, að áður viðhafi peninga- stofnanir hinn sameiginlega gjald- mibil sín á milli. Framkvæmda- stjórnarmaður sá, sem umsjón hef- ur með peningamálum, Yves-Thi- bault de Silguy, fylgdi álitsgerbinni úr hlaði með nokkrum oröum, sem European 2. júní 1995 hafði svo eft- ir: „Annar áfanginn verður hinn vandasamasti, en bjartsýnismenn vonast til, að hann hefjist í janúar 1998, en ýmsum varfærnum þykir sennilegra, að það verði ári síðar. Þá yrði ecu gjaldmiöill á eigin fót- um og með ákvörbuð skiptahlut- föll gagnvart öbrum gjaldmiblum." „í grænu bókinni er vakið máls á, að greiða mætti ýmsa innlenda skatta með ecu og að stórir liðir rík- isútgjalda gætu verib fram settir í ecu, þegar á því yrðu tök." „Á þriðja áfanga færu fram um- skipti í sameiginlega gjaldmiðilinn. Þau yrðu ekki síðar en fjórum árum eftir að ríkin afréðu þau og þau tækju aðeins fáeinar vikur — þann tíma sem þyrfti til að láta nýja gjaldmiðilinn korna í stað seðla og myntar aðildarríkja." ■ Er atvinnuleysiö atvinnu- lausum aö kenna? Þegar Björn Jónsson, sem var fæddur í Veisu 1768, var nibur- setningur og var spurður hvort svo væri, svaraöi hann því til ab það þyrfti nú víst ekki tvenn gleraugu til að sjá það. Um vist sína sem niöursetningur sagði Björn: „Allir eru mér góðir, og þó eru hundarn- ir bestir." Andrés bróðir hans var ekki svona heppinn. Hann kom að kvöldlagi, 9 vetra vergangsdreng- ur, að Végeirsstöðum til Þorgeirs, var úthýst og fannst örendur dag- inn eftir í klifinu milli Végeirs- staða og Böövarsness. Við Þorgeir á Végeirsstöðum er kenndur hinn víðfrægi draugur Þorgeirsboli. Þannig fór stundum fyrir ver- gangsmönnum á fyrri öldum og enn veröa ýmsir til að agnúast út í þá sem eru utangarðs. Maöur er nefndur Jón Erlends- son og er yfirverkfræöingur Upp- lýsingaþjónustu Háskóla íslands. Hann hefur gengið fram fyrir skjöldu og vill láta svipta atvinnu- lausa bótunum, en koma á þess í staö einhverju sem hann kallar „atvinnutryggingar". Hugmyndin er sótt til Johns Major, leiötoga breska íhalds- ------------------- flokksins, og segir þaö dálitla sögu. Svo íslensk alþýöa veit þá á hverju hún á von. Ég vil benda Jóni Erlendssyni á að atvinnuleysisbæturnar eru hluti af launum sem launþegar hafa unnib fyrir. Og fólk á ekki að þurfa ab vinna tvisvar fyrir sömu pen- ingunum. Nú eru uppi kröfur um að þeir vinni aftur fyrir þessum peningum sem þeir eiga. Gegn þessu þarf verkalýðshreyf- ingin að snúast. Flestir, sem eru at- vinnulausir, eru það vegna þess að þeim hefur verið sagt upp störfum. Atvinnuleysið er því á ábyrgð at- vinnurekenda og Jón Erlendsson ætti að snúa geiri sínum þangað. Þá er vafasamt ab halda því fram LESENDUR að atvinnuleysib stafi af menntun- arskorti. Oddrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vinnumiblun- ar Reykjavíkur, upplýsir nýlega í blaðaviötali að 15% ungra kvenna ------------- séu með stúdents- próf og 8% karla. Og Haukur Bald- ursson, sern er verkfræðingur eins og Jón Erlends- son, missti atvinnuna í Lands- smiðjunni eftir að hún var einka- vædd. Hann skýrir frá því í blaö- inu „Gegn atvinnuleysi" 6. tbl. 1994, að hann sjái ekki fram á þaö að fá vinnu, en hafi þó unnið stuttan tíma í múrverki! Jón Er- lendsson ætti að lesa þetta blað. Haukur segir að margir verkfræð- ingar séu atvinnulausir. Það setur svip sinn á skoðanir Jóns Erlends- sonar að hann er sjálfur í vinnu. Þegar Miðstöð fólks í atvinnuleit var opin 1 húsi Dómkirkjunnar komu þangaö ýmsir stjórnmála- menn og það hlaut að vekja at- hygli hvab sumir þeirra voru eins og úti á þekju þegar kom að mál- efnum atvinnulausra. T.d. hafði Ólafur Ragnar Grímsson það helst til málanna að leggja að sér hefði þótt gaman í Indlandi og þar syltu ekki nema 100 milljónir. Og í nefndu viðtali við Oddrúnu Krist- jánsdóttur í Mbl. 4. júní setur hún fram skoðanir sem draga dám af viðhorfum Jóns Erlendssonar. Og á Ráðningarstofunni liggja í bunk- um ljósrit af blaðaviðtölum við hann. Þaö getur ekki verið hlutverk Ráöningarstofunnar að halda á lofti skoðunum Johns Major og Jóns Erlendssonar. Skoðanir þeirra standa þó á gömlum merg. Árib 1901 sagði Valtýr Guðmundsson í þingræðu: „... Onytjungum er hér sýnd of mikil miskunnsemi ... Menn heimta af sveitinni kaffi, sykur og tóbak, auk heldur annaö, og láta sér enga skömm þykja." (Alþt. 1901, 3585). J.M.G.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.