Tíminn - 01.07.1995, Síða 1

Tíminn - 01.07.1995, Síða 1
STOFNAÐUR 1917 79. árgangur Laugardagur 1. júlí 1995 120. tölublað 1995 ■3 i WM—I: :i . ^r-..— Rannsókn lokiö á silfursjóönum frá Miöhúsum: Silfrib er frá víkingatímanum Loönuvertíö hafin: Floti og bræbslur í startholunum Sveinn Jónsson, framkvæmda- stjóri Félags ísl. fiskimjölsfram- leiðenda, segir að heimsmarkaös- verö á loðnuafurðum sé þokk- legra en oft áður í byrjun loðnu- vertíðar. Heimilt er að hefja loðnuveibar í dag, 1. júlí, sam- kvæmt ákvörðun sjávarútvegs- rábuneytisins en brábabirgða- kvóti flotans er um 536 þúsund tonn. Flestar helstu loðnuverksmiðjur landsins em tilbúnar ab taka við loðnu til bræðslu um leið og afli berst að landi. Hinsvegar er óvíst hvað veröur um Vestdalsmjöl á Seyöisfirði sem skemmdist illa í snjóflóði í vetur. Búist er við aö fyrstu skipin láti úr höfn strax á morgun til loðnuleitar djúpt útaf Langanesi og jafnvel alla leið að lögsögumörkunum vib Jan Mayen. Aðspurður um afkomu verk- smiðjanna í ljósi nýafstaðinnar síldarvertíðar, sagðist Sveinn lítið sem ekkert hafa heyrt frá eigendum um þau mál. Af þeim sökum má kannski draga þá ályktun að af- koman sé all þokkaleg þegar lítil umræða er um afkomumálin önd- vert við það þegar illa árar. ■ Davíö farinn til Vilníus Forsætisráðherra er floginn til Vilnius í Litháen, en þar mun hann sitja fund forsætisráb- herra Norðurlanda og Eystra- saltsríkjanna. Á fundinum verður rætt um alþjóða-, öryggis- og efnahags- mál og leiðir til að efla samstarf Noröurlanda og Eystrasaltsríkj- anna. í för með ráðherra eru Albert Jónsson, deildarstjóri í forsætis- ráðuneyti, og Snjólaug Ólafs- dóttir, skrifstofustjóri Norður- landaskrifstofu ráðuneytisins. ■ Endanlegar mannfjölda- tölur liggja fyrir: Viö erum 266.786 Endanlegar tölur Hagstofu ís- lands um mannfjölda á land- inu þann 1. desember liggja fyrir. Þann dag voru íslend- ingar alls 266.786 talsins. Frá því í byrjun desember 1993 og til jafnlengdar í fyrra fjölgaöi íslendingum um 1.864 manns, eða 0,7%. Á sama tíma- bili þar áður fjölgaöi lands- mönnum um 1,04%. ■ Seölabanki lækkar vexti Bankastjórn Seðlabanka ís- lands hefur ákvebið að lækka forvexti og vexti í endurhverf- um ríkisvíxlakaupum um 0,3 prósentustig frá 1. júlí. Vext- irnir gilda í viðskiptum bank- ans vib innlánsstofnanir. Breytingarnar á vöxtum Seðlabankans nú eru í samræmi við mjög litla veröbólgu hér á landi á næstunni og þróun skammtímavaxta á markaði. ■ Nú hafa verib tekin af öll tví- mæli um aldur silfursjóðsins sem fannst við bæinn Miðhús á Héraöi árið 1980, en miklar deilur hafa verib uppi um þetta mál allt frá því Vilhjálm- ur Örn Vilhjálmsson, starfs- maöur Þjóðminjasafnsins, lýsti yfir efasemdum sínum um ald- ur silfursins. Niðurstaða danska þjóðminja- safnsins liggur nú fyrir, en sér- fræðingar þess voru fengnir til að rannsaka silfrið og komust að Lögreglan í Vestmannaeyjum býr sig nú undir ab stöbva þá lundaveiðimenn í fjöllum og úteyjum þar ytra, sem ekki hafa veiöikort útgefin af Veiðistjóraembættinu. Agnar Angantýsson, yfirlögreglu- þjónn í Eyjum, sagði í samtali vib Tímann í gær að verið væri ab skoða máliö og hvern- ig á því yrði tekib. Lundaveiðitímabiliö í Eyjum hefst í dag, l.Júlí, og stendur fram í ágúst. í fyrsta sinn nú reynir á að lundakarlar hafi veiðikort, en svo kveba lög, sem þeirri niðurstöðu að efnasam- setning silfursins í öllum sjóðn- um eigi sér hliðstæöu í óve- fengdum silfursjóðum frá Vík- ingaöld og að allir gripimir beri skýr einkenni víkingasmíðar, bæði hvað varbar stíl og tækni. A þessu er þó ein undantekning, einn hringur, sem sker sig úr hvað varðar gerö. Silfrið er þó samskonar og þeim möguleika er velt upp að einhver skartgrip- anna hafi verið bræddur niður síðar og nýr hringur gerður úr. nýlega tóku gildi, á um. Kosta þessi kort 1.500 kr. Einnig þarf staðfestingu á hlunnindarétti, sem fæst hjá Vestmannaeyjabæ sem er eigandi allra eyjanna. Ljóst er að lög um veiðikort koma við samfélagslega hefð í Eyjum, þar sem lundaveiði er nánast þáttur af mannlífinu. „Ég veit ekki hverju þaö breytir í þessu sambandi, svona em lög- in," sagði Agnar Angantýsson. Hann segir þó að erfitt kunni að verða í raun ab framfylgja þessum lagaákvæðum: að elta veibimenn uppi út um eyjar og á fjöllum. Gerð hringsins bendir til að hann hafi veriö gerður á 17. eða 18. öld. Þab voru þau Hlynur Halldórs- son og Edda Kr. Björnsdóttir í Miðhúsum, sem fundu silfrið, en Hlynur er bóndi og silfursmiður og er Hlynur nú sýknaöur af öll- um ásökunum sem á hann hafa verið bornar, um að hann hafi komið silfrinu fyrir sjálfur. Einn- ig hefur verið vegið að heiðri Kristjáns Eldjárns í þessu máli. Stærri myndin hér að ofan er Árni Johnsen, lundakarl og þingmaður Eyjamanna, sagði í samtali við Tímann að lögin um veiðikort lundamanna væru af- ar ósanngjörn — og hin argasta vitleysa, eins og hann komst að oröi. „Þab verður afar erfitt ab fylgja þessum lögum eftir og er nánast óframkvæmanlegt, hvort heldur það er í Eyjum, á Breiðafirði eða Mýrdal, þar sem veiði af þessu tagi er stunduð. Ég veit heldur ekki hvaða ár- angri svona bókhald og mið- stýring skilar," sagði Árni. frá blaðamannafundi Þjóð- minjaráðs í gær, frá vinstri: Helgi Þorláksson, sagnfræðingur, Lilja Árnadóttir, safnvörður, Sturla Böðvarsson, formabur Þjóð- minjaráðs, Þór Magnússon, þjóðminjavörður og Sigurjón Pétursson. Á minni myndinni má sjá silfursjóðinn, en hringur- inn neðst í horninu til vinstri er úr silfri sem líklega hefur verib brætt niður á síðari tímum og smíðaður að nýju. Sjá meira um þetta mál á bls. 7 Flugvél týnd Leit var hafin í gær ab tveggja hreyfla íslenskri flugvél sem ekki kom fram á tilskyldum tíma á Selfossi. Um borð í flug- vélinni var abeins flugmaður- inn. Björgunarsveitir frá Reykjavík, Reykjanesi og Suöurlandi voru kallaðar út og allsherjarleit var hafin úr lofti og á landi um 5- leytið í gær. Áður hafði flugvél Hugmálastjómar hafið frumleit ásamt einkaflugmönnum frá Sel- fossi og þyrlu Landhelgisgæsl- unnar. Flugvélin fór frá Reykjavíkur- flugvelli kl. 14.10 og áætlub lend- ing á flugvellinum við Selfoss var kl. 14.40. Síðasta radarsamband og fjarskiptasamband við vélina var kl. 14.15 og var hún þá stödd við Kleifarvatn. Að sögn Hall- gríms N. Sigurðssonar hjá Flug- málastjóm voru viðskipti við flug- vélina þá meb eðlilegum hætti. ■ Lundaveiöin í Eyjum hefst í dag. Allir veröa aö hafa veiöikort uppá vasann: Löggan á eftir lundakörlum?

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.