Tíminn - 01.07.1995, Page 4

Tíminn - 01.07.1995, Page 4
4 Laugardagur 1. Júní 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerö/prentun: ísafoldarprentsmiöja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Spennandi rannsóknir Sauðfjárrækt á íslandi er nú í einhverri mestu lægð í manna minnum. Sauðfjár- bændur geta fæstir orðið lifað á búum sínum og vafamál hversu lengi þeim tekst að velta skuldum á undan sér með því að ganga á eignir og fastafjármuni. Því miður hefur fátt uppörvandi verið að gerast í sölumálum heldur og neyslumynstur landsmanna hefur breyst þannig að minna er af dilkakjöti á borðum en áður. Greiðslumarkið er mark- aðstengt þannig að minnkandi neysla kemur fram í minni framleiðslukvóta. Sú lausn hefur einkum verið nefnd á þessu máli að landsmenn borði sig frá vandanum, að neyslan aukist og framleiðslan þá í kjöl- farið. Þrátt fyrir endurteknar tilraunir til markaðsátaks í sölu dilkakjöts hefur þetta þó ekki virkað enda samkeppnin orðin hörð, bæði við aðrar tegundir kjöts og við aðrar tegundir af fæðu sem njóta sívaxandi hylli, s.s. pizzur og pasta. Þess vegna er frétt Tímans í gær, um að landlæknisembættið sé komið í fjárbúskap, athyglisverð og spennandi, en landlæknir festi kaup á 20 ám og er að rannsaka ýmis- legt varðandi Omega 3 fitusýrur í dilkakjöti. Það sem landlæknir er að skoða er hver áhrif fiskimjölsgjöf hefur á skepnurnar og hversu mikið af þessum eftirsóttu eiginleikum flyst frá móður yfir til lambs. í viðtali segir Sigur- geir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Bænd- asmtakanna: „Ef niðurstöður verða jákvæð- ar, það er að segja, sýnt verður fram á að það sé veruleget magn af þessum Omega 3 fitu- sýrum í lambakjötinu, þá held ég að það sé ekki vafi á því að það á að geta hjálpað við sölu á þessu kjöti. Þá sem heilsuvöru." Það vekur sérstaka athygli og ber að lofa, er að landlæknisembættið hefur tekið þetta mál upp á sína könnu og stendur fyrir rann- sókninni. Að sjálfsögðu tengjast þessar rann- sóknir neyslu og mataræði þjóðarinnar al- mennt þó þær séu vitaskuld sérstakt áhuga- mál sauðfjárræktenda og dilkakjötsunnenda og þær eru þar af leiðandi á verksviði land- læknisembættisins. Engu að síður bera þær vott um að embættið sé vel vakandi og með- vitað um þær hræringar sem í gangi eru á hverjum tíma því það er ekki sjálfgefið að landlæknir fari út í tilraunir af þessu tagi. Alls óvíst er hvort niðurstöður þessara rannsókna muni skila miklum árangri. Hins vegar eru þær spennandi og hjóta að vera fagnaðarefni og vonarneisti sauðfjárbænd- um. Hér eru áhugaverðar rannsóknir á ferð- inni. Clerhýsiö umdeilda... Oddur Ólafsson: Smekkur og ósmekkur Mabur úr þeim fríba flokki, sem kennir sig vib arkitektúr, lét þau orb falla fyrir skemmstu ab „Kryppan" vib Ibnó vendist betur en honum þætti sæmilegt. Þessi ummæli urbu til þess ab gerb var óformleg skobanakönnun um vibhengib og er niburstaban sú ab menn eru furbu sáttir vib þessa lausn á suburinnganginum í Ibn- abarmannahúsib. Fáar vibbyggingar í Reykjavík hafa vakib eins sterk vibbrögb og glerskálinn sem reistur var fram- an vib gamla góba Ibnó. Ábur var búib aö byggja hvem skúrinn af öörum viö höfuöleikhús landsins og var enginn þeirra bæjarprýöi nema síbur væri. Aldrei var hreyft minnstu mótmælum þegar þær framkvæmdir voru unnar. Öörum óskaplega ósmekkleg- um viöbyggingum er klínt utan í hús hér og þar í mibborginni sem víöar og hafa fæstir neitt viö þab aö athuga. En þegar glerhýsiö viö Iðnó var sett á sinn staö, vaknaöi einhver óskapleg feguröarkennd í brjóstum eybyggja og linnir varla látum í fólki sem vill þennan arki- tektúr á brott. Allir hafa skobun og öllum er sama Ráðafólk borgarinnar hefur gert kostnaöaráætlun um hvað skatt- borgarar þurfa að greiöa fyrir að rífa glerið, en engin áætlun hefur séð dagsins ljós um hvað á að koma í þess stað. Þessi lítilf jörlega viðbygging virðist særa fegurðarsmekk lands- ins barna meira en flest annaö sem til sjónmennta má telja. Nú gæti svona áhugi á umhverfinu borið vitni um að samfélagið sé að vakna til vitundar um jafn mikil- væg atriði eins og umhverfi og þau mannvirki sem fólk lifir og hrærist í. En því miöur sýnist raunin ekki vera sú. Áhuginn eða skynjunin fyrir umhverfinu virðist vera bundinn við ákveðið og afmarkað svið, og er nútíma arkitektúr sífellt áhyggjuefni þeirra sem láta sig umhverfiö einhverju varða. Við höfuðtorg landsins, Lækjar- torg, er hrúgað upp einhverju menningarsnauðasta húsatildri sem gefur að líta á gjörvallri heimsbyggðinni. Til aö undir- strika lágkúruna er graðhestamús- ík hellt yfir þá sem leið eiga um torgiö. Þarna er til sýnis einhver við- bjóöslegasti sóðaskapur sem nokkur höfuöborg getur státaö af. Subbulegir veitingamenn hafa komið sér upp einhvers konar „bakgarbi" uppi á þökum lítils- virtra húsa, þar sem hrúgað er upp drasli og niðumíddum mannvirkjum, sem annars staðar í veröldinni mundu teljast til slömma. margt annað sem af- laga kann að vera í arkitektúr og skipulagi þess umhverfis sem núlifandi og framtíð- arkynslóðum er skap- að. og subbuskapurínn sem enginn tekur eftir. Tímamyndir OÓ Þessi smekklegheit eru í innan við hundrað metra fjarlægð frá skrifstofum forseta lýðveldisins og forsætisráðherra, þar sem ríkis- stjórnarfundir eru haldnir. Ræktarsemi og sinnuleysi Aldrei í eitt einasta sinn hefur nokkurri manneskju dottið í hug að fetta fingur út í þá niðurlæg- ingu, sem stendur þarna berstríp- uð frammi fyrir gestum og gang- andi. Ekkert hefur frést af því að borgarstjórn hafi beöið sóðana að afmá þetta lýti af ásjónu höfuð- borgannnar, fremur en annan sóöaskap og ósmekk sem blasir við sjáandi fólki. Allt er það í góðu lagi að fólk hafi skobun og áhuga á glerhýs- inu viö Iðnó. Það ber vott um að því stendur ekki á sama um I tímans rás hvernig borgin er útlits, og viss ræktarsemi felst í því að láta það álit í ljósi. Að hinu leytinu er meira en lít- ið skrýtið að feguröarsmekkurinn skuli beinast eingöngu að einni lítilli viðbyggingu, sem vissulega má deila um hvort er til fegurðar- auka eða ekki. En sú er trú þess, sem hér rausar, að glerhýsið viö gamla Iðnó muni venjast betur en Auövelt aö rífa Magnús Tómasson er einn þeirra lista- manna sem vissulega setja svip á samtím- ann og umhverfið. Verk hans eru auðvit- að umdeilanleg eins og önnur hugsmíð mannanna, enda er lítið spunnið í þá sköpuði sem ekki vekja upp hræringar og deilur. Þegar álit sjálfkjör- inna umhverfissinna um vibbygginguna við Ibnó voru hvað ein- strengingslegust brosti Magnús og lét það álit uppi, að glerhýsið væri eðlilega barn síns tíma og væri svo fullkomlega afmarkað frá gömlu byggingunum að það skaö- aði á engan hátt heildarsvip þeirra. Og svo má alltaf rífa þaö ef einhverjum sýnist svo, bætti lista- maöurinn vib. Mergur málsins er sá, að glerið við Iönó er umdeilanlegt og er það vel aö fólk sýni áhuga á sínu umhverfi. Hins vegar er afleitt að kröfur um smekkvísi og áhugi á arkitekt- úr skuli beinast aöeins að einu til- teknu verki. Þegar verið var að mynda lág- kúrulegan sóðaskap við Lækjar- torg, vék kunningi sér að mynda- smiö og spuröi af hverju hann væri svo sem að taka mynd. Þegar honum var bent á myndefniö, varö kunningjanum að orbi: „Djöfull er að sjá þetta, ég hef aldrei tekið eftir þessu fyrr — út- lendingarnir hljóta að sjá þetta." Útlendir og innfæddir Það var orbið. Útlendingar sjá þab, en innfæddir eru svo sam- dauna ósmekkvísi og sóðaskap aö þeir sjá ekki það sem blasir viö augum. Enn og aftur skal endurtekiö þaö, sem útlendingurinn spurði þegar hann var búinn að skoöa sig um í höfuöstaönum: „Fóruð þið svona illa út úr stríð'nu?" Skörð í byggingalínur og niöur- níðsla er víða svo áberandi aö engu er líkara en að ekki sé búiö aö byggja höfuðborgina upp eftir stífar loftárásir. Mikið væri svo gott, ef áhuginn á arkitektúr og umhverfi næði eitthvað út fyrir glerhýsið við Iðnó. ■

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.