Tíminn - 01.07.1995, Qupperneq 18
18
Laugardagur 1. júlí 1995
Indæla Reykjavík
Indæla Reykjavík — 6
göngúleiðir um Þingholt og
sunnanvert Skólavöröuholt
heitir ný bók eftir Guöjón
Friöriksson, rithöfund og
sagnfræðing. Þessi indæla
bók á eflaust eftir aö hlýja
mörgum Reykvíkingum um
hjartarætur, en búast má viö
því aö hún veröi ekki síður
til þess aö auka skilning aö-
komumanna á því dálæti
sem innfæddir hafa á átt-
högum sínum.
Eins og titillinn bendir til,
skiptist bókin í þætti sem hver
um sig spannar sjálfstæða
gönguleið. Ein þeirra, sú sjötta
og síðasta, hefst á Týsgötu og
liggur síðan um Lokastíg, Þórs-
götu, Freyjugötu, Baldursgötu,
Urðarstíg, Nönnugötu, Haöar-
stíg og Válastíg, áður en hún
endar á Bragagötunni.
Við hvert fótmál er eitthvað
að sjá og athuga og lesandan-
um finnst eins og hann sé
kominn aftur í fortíðina og
sjái „þessar götur í anda á
kreppuárunum, ómalbikaðar
og alsettar leðjupollum þar
sem ótrúlegur urmull af krakk-
arollingum veltist um. Þreytu-
legar konur með strigasvuntur
halla sér öðru hvoru út um
glugga til að kalla á börn sín í
mat eða stinga sér inn í þvög-
una til að hremma þau
yngstu," eins og segir á einum
stað, en þetta er dæmi um
þann andblæ sem komið er til
skila í bókinni.
Smásögur úr daglega lífinu,
persónulegur fróðleikur um þá
sem hér settust að og heimild-
ir um afkomu alþýöunnar og
þeirra sem betur máttu sín ger-
ir textann í heild sinni að
sannkallaðri skemmtilesn-
ingu, en á hverri opnu eru 4-5
myndir sem fylgja frásögninni
og þab jafnvægi, sem náðst
hefur á milli lesmáls og
mynda, sýnir gleggst að hér
má hvorugt án hins vera.
Hverfið sem hér er gert að
umtalsefni er sundurleitt, svo
vægt sé til orða tekið. í suður-
jaðrinum, við Laufásveg og
Fjölnisveg, átti yfirleitt heima
fólk sem bjó við góð efni í
glæsilegum húsakynnum, en á
næsta leiti er Urðarstígur og
um hann segir:
„Við Urðarstíg bjó yfirleitt
fátækt fólk en rétt handan
Njaröargötu opnast Fjölnis-
vegur. Meðalútsvar húseig-
enda þar var 1198 krónur árið
1938 en meðalútsvar húseig-
enda við Uröarstíg var á sama
tíma 162 krónur."
Af slíkum dæmum er mikið í
textanum og þau eru oft á tíð-
um gleggri þjóðlífslýsingar en
langir sagnabálkar.
Þótt myndarleg hús séu á
stangli í þessu hverfi, ber
heildarsvipurinn vott um
skipulagsleysi og jafnvel
óreiðu, enda eru mörg húsin
þar byggð af vanefnum. Mörg-
um þeirra var hróflaö upp á ár-
um heimsstyrjaldarinnar fyrri,
en þá var húsnæðisekla til-
C uöjón Fribriksson er afkastamikill
sagnfrœbingur og rithöfundur.
Mebal helstu verka hans er
Reykjavíkursagan 1870-1940 og
œvisaga jónasar frá Hriflu í þrem-
ur bindum. Hann er nýbúinn ab
skila afsér handriti ab sögu blaba-
mennsku á íslandi og er ab byrja á
nýrri ævisögu eins af stórmennum
andans meb þessari þjób, en ekki
er tímabært ab segja nánar frá því
verkefni enn sem komib er.
Gubjón er hagvanur á þeim slób-
um sem lýst er í „Indælu Reykja-
vík". Hann ólst upp á Barónsstígn-
um og átti heima á Spítalastígn-
um um árabil. Nú er hann fluttur
vestur yfir læk og á heima vib
Tjarnargötu, en þaban er ágætt
útsýni yfir Þingholtin.
finnanleg í Reykjavík og
skipulagsstjórnin ekkert að
kippa sér upp við smámuni
eins og það þótt einum og ein-
um kofa væri klambrað saman
á einhverri baklóðinni, oft ut-
an í húsum sem þar stóðu fyr-
ir. Þvílíkar ástæöur eiga eflaust
sinn þátt í því að kunnugir
kalla þetta stundum Kína-
hverfið sín á milli.
Þótt ólíklegt megi telja að
fólkið, sem þannig fór að því
að bjarga sér um þak yfir höf-
uðið, hafi séð eitthvað sjarm-
erandi við þær aðstæður sem
það bjó vib á þessum árum og
frameftir öldinni, ekki síst í
sjálfri heimskreppunni um
1930, á öreigarómantíkin
greiðan aðgang að mörgu nú-
tímafólki. Hún á sjálfsagt sinn
þátt í því að nú eru margir sem
sækjast eftir íbúðarhúsnæði á
þessum slóöum, og sl. fimm-
tán ár eða svo hefur hverfið
tekið þvílíkum stakkaskiptum
að þar er nú leitun á því kofa-
skrifli sem ekki er búib ab
„gera upp" eftir kúnstarinnar
reglum.
I formála rekur Guðjón Frið-
riksson aðdraganda þess ab
bókin varð til. Hann var ráð-
inn til þess árið 1985 af
Reykjavíkurborg að skrifa sögu
Reykjavíkur 1870-1940 og
vann að því verki um fimm
ára skeið. Vinnan fólst ma. í
því að fara í gegnum ógrynni
heimilda, en um leið fór Guð-
jón að halda til haga ýmsum
upplýsingum um einstök hús
og einstaklinga. Sá vísir ab
heimildaskrá varð síðan efni-
vibur í röb útvarpserinda og
greinar í Lesbók Morgunblaðs-
ins um einstakar götur í gamla
bænum í Reykjavík, en bókin
„Ipdæla Reykjavík" er eins-
konar framhald þeirrar vinnu.
Langflestar myndir í bók-
inni tók Valdimar Sverrisson,
en Vilhjálmur Sigtryggsson,
formaður Skógræktarfélags
Reykjavíkur, var Gubjóni til
ráðuneytis um trjágróbur á
þeim slóðum sem hér segir frá.
Þingholtin, og þó einkum og
sér í lagi Skólavörðuholtið
sunnanvert, eru sannkölluö
Kontt skrifaSi IAI-
fýðublaðið 1923 og
bað um aðstoð tií fjöl-
skyldu sem hafði búii
i einu herbergi í nið-
urgröfnum kjallara i
nastum fintm ár.
Herbergið var aðeins
um sex fermetrar og
hetð undir lofi 1,90
metrar. Þó tóku skor-
steinn og klóakjiipa
töluvert rúm I
herberginu.
Knud
Zimsen borgar-
stjóri segir firá jtvi 1
endurminningum sln-
um að þessi þrönga
gata hafi orðið tilfyr-
ir þrýstingjrá einurn
132
INDÆLA REYKjAVÍK
út ( gangstéttina og grind-
um yfir til þess að dá-
lítil dagsglæta getí
komist inn. Þetta
staiár af þvi að við
malbikun hefúr
þurft að hækka göt-
una en þá var búið að ' “ . ... ,
byggja húsið. Þetta sést
v(ða í gömlu Reykjavík.
Týsgata 7 er mjótr hús sem nú tilheyrir Hótel
Óðinsvéum. Á neðri hæðinni var áratugum sanian
skóvinnustoíá en nú er útidyrahurðin horfin. í
hennar stað er þar hórelgluggi.
Á nr. 8 er fjórlyfc verslunarhús, teiknað af Finari
Erlendssyni 1929 fyrir Júlíus Guðmundsson kaup-
Tilttrtí Lokastigs
Við snúum til baka og hefjttm göngu upp Lokastlg.
Eins og áður hefur komið frarn var hér býlið
Holt og þegar hús fóru að rísa á landi þess
viidi eigandinn, Matthías Manhíasson í
Holti, fénast sem mest. Með því að fá götu
* samþykkta þarna gat hann selt fleiri lóðír en
ella. Borgarstjórinn kvaðst hafaverið mjög
andvígur þessu en orðið að láta undan því að
Matthías í Holti átti allsterk ítök í bygginganefnd
og bæjarstjórn. Sú er ástæða þess að húsin standa
svo þétt við Lokastíg og þeirn tilhcyra liclar lóðir.
Kannski hefur Knud Zimsen borgarstjóti þó aðeins
náð sér niðri á Matthíasi með því að ráða nafni göt-
unnar en hún heitir vitaskttld eftir þeim svikula
Loka Laufcyjarsyni. Það er hins vegar ekki óeðlilegt
því að Lokastígur felur sig hálfpartinn á bak við
Þórsgötu, ltkt og Loki var oftast skammt undan þar
sem Þór fór forðum.
l.oknstíptr að Bttldursgötu
Flest húsin við Lokastíg eru frá því um og efcir 1920
og eru í misjöfnu ástandi. Samt er eitrhvað heillandi
og dularfullt við þessa götu. Kannski er það vegna
Nú á dögum eiga margir bágt meb ab ímynda sér hvernig sumar af
skrýtnu götunum í Þingholtunum hafa orbib til, þeas. hvab þeir menn
hafa verib ab hugsa sem áttu ab sjá um röbun byggbarinnar. Ein þeirra
gatna er Lokastígurinn. Vib hann eru mörg vöndub og reisuleg hús, en þó
ergatan svo þröng ab þegar hvert bílastæbi sunnanmegin er skipab er
einstefnuakstur vandkvœbum bundinn. Skýringu á því hvernig Lokastíg-
urinn varb til, ab hluta til amk., er ab finna í„Indælu Reykjavík" eins og
hér má sjá, en opnan sem myndin er af er annars gott dæmi um þann
fróbleik í máli og myndum sem er ab finna í bókinni.
gróðurvin þar sem fjölbreytn-
in ræður ríkjum, en þar eru
mörg elstu og merkustu tré í
borginni.
Eins og að líkum lætur er
fjöldi einstaklinga frá ýmsum
tímum nefndur í bókinni. Um
þá er nafnaskrá, en oft er um
að ræða menn sem voru af-
kastamiklir í byggingafram-
kvæmdum og raunar er frá-
sögnin ágrip af byggingasögu
þessa borgarhluta í megin-
dráttum. ■
Ab leggja undir sig landið
Islenskir fossar/lcelandic Waterfalls.
Myndir og texti eftir Jón Kr. Gunnars-
son. Skuggsjá, Bókabúb Olivers Steins,
Hafnarfirbi 1992. Ensk þýbing Lárus
Vilhjálmsson.
352 blabsíbur meb litprentubum
myndum allra fossanna sem nefndir
eru.
Það er sama í hverju það er
falið, það er ekki svo lítið verk
að leggja undir sig allt ísland.
Það hefir þó verið gert
nokkrum sinnum á undan-
förnum árum í ferðabók-
menntum. Þar tróna á toppn-
um myndabækur Hjálmars R.
Bárðarsonar og íslenskir fossar
Jóns Kr. Gunnarssonar.
Þessi bók er stórvirki, því að
Jón hefir ferðast um allt land
og tekið allar myndirnar sjálf-
ur. Ár eftir ár kom hann til að
taka myndir að nýju af sama
fossi, því að honum líkaði sú
fyrri ekki nógu vel, eða þá að
hann hafði verið kynntur fyrir
nýjum fossi. Þessi þrautseigja
hefir líka skapað meistaraverk.
Sjálfur þykist ég þekkja all-
marga fossa af yfir 30 ára
ferðalögum um landiö, sem
leiðsögumaður, en Jón hefir
kynnt mig fyrir mörgum nýj-
um, þó mér finnist suma
vanta. Þá hefir honum tekist
að finna ýmis ný sjónarhorn,
sem gera fossana á vissan hátt
fallegri myndrænt séð.
í formála sínum notar Jón
þá samlíkingu að það að fara
BÆKUR
SIGURÐUR H. ÞORSTEINSSON
til fundar við foss sé eins og að
fara á stefnumót vib fagra
konu. Til slíks er mikið á sig
lagt, ferðir og göngur. Þegar
svo loks fundinum er náð,
næst ákvebiö hámark og svo
þarf loks ab leita að fegurstu
hliöum eða þáttum hvers foss,
eins og hverrar konu. Enda
segir Jón í formálanum:
„Heimsóknir til hinna fögru
fossa verða auðveldlega að á-
stríbu."
Þó svo undirrituðum finnist
að í vanti nokkra fossa, verður
slíkt ekki talið bókinni til lasts
á nokkum hátt, enda segir
höfundur: „Þessari bók er ekki
ætlað ab verða nein alsherjar-
úttekt á íslenskum fossum. ...
Hafa skal í huga að hinir fjöl-
mörgu leynifossar landsins eru
ekki síður fallegir en þeir sem
eru í þjóðleið og betur þekkt-
ir." Þetta gefur ef til vill mögu-
leikann til að opna lesendum
nýjan heim þessara fossa, sem
þeir einir þekkja er búa á slóð-
um þessara fossa eða leggja
land undir fót í löngum
gönguferðum. Að slíkri bók
væri mikill fengur, ekki síður
en þessari.
Irafoss undir Eyjafjöllum. Ljósm. Tímirm/jón Kr. Gunnarsson
Þá segir dr. Jón Jónsson jarð-
fræðingur í eftirmála að bók-
inni: „í þessu verki er farið
nokkuð út fyrir það, sem kalla
mætti troðnar slóðir, og víða
leitab fanga nokkuð fjarri al-
mennum leiðum og nokkra
fyrirhöfn þarf til að skoða. En
einmitt á þess-
um slóðum má
vænta þess að
finna fullkom-
lega óspillta
náttúru, en slík-
um stöðum fer
nú óðum fækk-
andi þar sem
hægt er að losna
algerlega við
vélargný, njóta
fegurðarinnar
og hlýða á
„hljóðin snjöllu
úr hamra-
þröng"."
í bókinni er
miklu stærra og
meira og betra
úrval þess jarð-
fræðilega fyrir-
bæris,*, sem við
nefnum fossa,
en áður hefir
nokkru sinni
komið á prent
og þá fyrir al-
mennings sjón-
ir. Gefur bókin
jafnvel ferða-
löngum meðal lesendanna,
hugmyndir að fossaferðum
um ýmsa hluta landsins.
Bókin er afbragðsvel unnin
að því er prentun, pappír og
band varðar. Má Skuggsjá hafa
þökk fyrir að hafa komið
henni á framfæri. ■