Tíminn - 06.07.1995, Page 10

Tíminn - 06.07.1995, Page 10
10 Fimmtudagur 6. júlí 1995 Sólveig Eyj ólfsdóttir Sólveig Eyjólfsdóttir fceddist 2. nóvember 1911 í Reykjavtk. Hún lést þann 29. júní sl. á Landspít- alanum í Reykjavík. Foreldrar hennar voru hjónin Eyjólfur S. Jónsson múrari, f.15.10. 1885, d. 20.2. 1967, og Þorbjörg Mensald- ursdóttir húsmóðir, f. 10.1. 1881, d. 4.6. 1945. Systkini Sólveigar voru tvö, Guðlaugur f. 1915 (lát- inn), Hólmfríöur f. 1917 og kjör- sonur Eyjólfs og Þorbjargar, Finn- ur f. 1929. Sólveig ólst upp í Reykjavík. Þann 20. febrúar 1932 giftist hún Eysteini Jónssyni al- þingismanni og ráðherra, f. 13.11. 1906, d. 11.8. 1993. Hann var sonur hjónanna sr. Jóns Finnssonar og Sigríðar Hansdótt- ur Beck. Börn Sólveigar og Eysteins eru sex: 1) Sigríður deildarstjóri, f. 2.2. 1933, gift Sigurði Péturssyni sem er látinn, eignuðust þau tvo syni, Eystein og Pétur, en seinni maður Sigríöar er Jón Kristinsson; 2) Eyjólfur verslunarstjórí, f. 8.4. 1935, kvaentur Þorbjörgu Páls- dóttur og eiga þau þrjá syni, Inga Val, Eystein og Jón Pál; 3) Jón sýslumaður, f. 10.1. 1937, kvœntur Magnúsínu Guðmunds- dóttur og eiga þau þrjá syni, Jón Karl, Eystein og Guðmund Ingv- ar; 4) Þorbergur framkvuemda- stjóri, f. 28.4. 1940, kvœntur Önnu Margréti Maríusdóttur og eiga þau fjögur böm, Óskar, Sól- veigu, Þorstein og Sigríði; 5) Ólöf Steinunn húsmóðir, f. 28.4. 1940, gift Tómasi Helgasyni og eiga þau einn son, Helga; og 6) Finnur prentari, f. 9.4. 1952. Æskuheimili Sólveigar var að Bergstaðastraeti 46 og gekk hún í Miðbæjarbamaskólann. Hún var í leiklistarskóla Haraldar Bjöms- sonar og lék á yngri árum hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Heimili Sólveigar og Eysteins var í Reykja- vík og bjuggu þau hálfa öld á Ásvallagötu 67, frá 1934 til árs- loka 1984, er þau fluttu í Miðleiti 7. Auk uppeldis- og húsmóður- starfa á mannmörgu og gest- kvcemu menningarheimili, fékkst Sólveig við hannyrðir og tók þátt í margvíslegum félagsmálum. Útfór Sólveigar Eyjólfsdóttur fer fram frá Hallgrímskirkju á Skóla- vörðuholti í dag, fimmtudaginn 6. júlí, kl. 15. Sólveig Eyjólfsdóttir hefur nú hlýtt því kalli sem allra bíöur. AÓ leiöarlokum er margs aö minnast, en efst í huga er þó aö þakka. Mér er þaö bæöi ljúft og skylt. Sólveig vann frábært ævi- starf fyrir land og þjóð og ekki síst vann hún fyrir Framsóknar- flokkinn. Hún stóö eins og klettur meö manni sínum og var honum stoð og stytta. Ævi- starf Sólveigar og Eysteins Jóns- sonar var samgróið. Framsókn- armenn standa í þakkarskuld við Sólveigu og fyrir þeirra hönd vil ég mæla aö leiÓarlok- um. Viö Sigurjóna þökkum per- sónuleg kynni og vináttu og sendum ástvinum hennar inni- legar samúðarkveðjur. Halldór Ásgrímsson í blámóöu æskuminninga minna er flest á sveimi um- hverfis Leifsgötu, götuna sjálfa, nálægar götur, leiksvæði og velli í grennd, skóla þrjá, Land- spítalalóð, Skólavörðuholt, fyrstu gerö Hallgrímskirkju, kirkju fööur míns á holtinu. Kunnur var hver krókur og kimi. En á landakorti Vestur- bæjar, í óvinalandi KR-inga, t MINNING ríkti lævi blandinn framand- leiki hins ókunna, aö frátöldum stöku stööum, tveimur eða þremur, þar sem öllu var óhætt og jafn kunnuglegt og væru þessar vinjar í Austurbænum. Hús ömmu og afa og hús for- eldrasystkina voru viðmiðunar- staðir sem gaman var að heim- sækja. En sá sem lengst hélst var Ásvallagata 67, heimili Sól- veigar Eyjólfsdóttur, sem kvödd er í dag eftir langa og góöa ævi, og Eysteins Jónssonar föður- bróöur míns. Margs góðs er aö minnast frá þessum fornu dögum og æ síö- an, er nú verða þáttaskil í fjöl- skyldunni við skyndilegt brott- hvarf Sólveigar af sjónarsvið- inu. Þrátt fyrir háan aldur og veikindi, sem þjökuöu undan- farin misseri, hélst þróttur Sól- veigar lítt bugaður, gott minni og frásagnargleði. Helstu æviatriði Sólveigar heitinnar eru rakin í inngangi hér að ofan. Hún var sannkall- aður Reykvíkingur. Faðir henn- ar, Eyjólfur S. Jónsson, var þekktur múrari í bænum og einn af stofnendum Múrarafé- lags Reykjavíkur árið 1917. For- eldrar hans voru Jón Eyjólfsson Þorgeirssonar steinsmiður í Reykjavík og Hólmfríður Hann- esdóttir. Er þeirra feðga beggja, Eyjólfs og Jóns, getið í Múrara- tali og steinsmiöa (1993). Móð- ir Sólveigar Eyjólfsdóttur var Þorbjörg Mensaldursdóttir, en foreldrar hennar voru Mensald- ur Jónsson, bóndi á Rannveig- arstöðum í Geithellnahreppi í Suöur-Múlasýslu, og’kona hans Guðlaug Þorleifsdóttir. Sólveig fæddist að Bergstaða- stræti 46. Að loknu skyldunámi var hún einn vetur í Kvenna- skólanum, síðan í kaupavinnu, m.a. á Sámsstöðum hjá Búnab- arfélaginu. Einn vetur var hún í vist í Vestmannaeyjum, en ab svo búnu vann hún ýmis störf, svo sem verslunarstörf hjá Hljóðfærahúsi Reykjavíkur. Alls staðar gat hún sér gott orð fyrir dugnað og vinnusemi. Framsagnargáfa og listhneigð öbluöust skólun er hún sautján ára að aldri fór í leiklistarskóla Haraldar Björnssonar og gekk í Leikfélag Reykjavíkur. Hún lék m.a. í Fjalla-Eyvindi árið 1930. í Morgunblaðinu árið 1931 seg- ir í nokkuö hörðum leikdómi um leikinn í ieikritinu Dómum eftir Andrjes G. Þormar: „Eigi er ólíklegt, að leiksýningarinnar verði síðar meir minst, vegna þess, að hjer kom í fyrsta sinn fram á sviðið ung leikkona, Sol- veig Eyjólfsdóttir. Hún er að- eins 19 ára að aldri. Hún sýndi í þessum fyrsta leik sínum meiri þroska, en vænst verður af aldri hennar, meira táp og vald yfir hlutverki sínu, en bú- ast mætti við af byrjanda, sem að eins hefir notið tilsagnar og leiðbeiningar hjer heima, og ekkert sjeð utan við reykvískan sjóndeildarhring." Þótt Sólveig léki nokkrum sinnum með á- gætum á leiksviðinu, átti annað fyrir henni að liggja en gerast leikkona. En listhneigð hennar fékk útrás um ævina við hann- yrðir sem vöktu ánægju og ab- dáun manna. Sólveig veitti forstöðu mann- mörgu og gestkvæmu menn- ingarheimili. Tengdaforeldrar hennar, sr. Jón Finnsson og Sig- ríöur Beck, nutu aðhlynningar hennar á ævikvöldi þeirra, er þau höfðu flutt aus'tan frá Djúpavogi ásamt tveimur upp- eldisdætrum. Sólveig og Ey- steinn eignuðust sex börn, tvær dætur og fjóra drengi, en við uppeldisstörf rækt af alúð og samviskusemi bættist annríki sökum gestagangs og margvís- legrar þátttöku í störfum eigin- mannsins. Börn Sólveigar syrgja nú ástríka og fórnfúsa móður, en afkomendur þeirra Eysteins eru hátt á þriðja tug. Sólveig heitin var sjófróð um sögu Reykjavíkur, ættfróð og hirðusöm um gamlar ljós- myndir úr ættum þeirra Ey- steins. Gaman var og fróðlegt að hlýða á hana greina af ör- yggi og þrótti frá fyrri kynslóð- um, á Austfjörðum og hér syðra, og þeim sem fluttu vest- ur um haf, svo sem afasystrum mínum tveimur. Þakklátum huga minnist ég samræöna og ánægjulegra samverustunda undanfarin ár. Við systkinin og fjölskyldur okkar votta börnum Sólveigar, fjölskyldum þeirra og öðrum aðstandendum samúb í sökn- ubi þeirra. Blessuð sé minning Sólveigar Eyjólfsdóttur. Þór Jakobsson Ég átti því láni að fagna að verða einn af heimilisfólki þeirra Sólveigar Eyjólfsdóttur og Eysteins Jónssonar um fjög- urra ára skeiö á menntaskólaár- um mínum og næstu tvö árin þar á eftir. Þá bjuggu þau í húsi sínu númer 67 við Ásvallagötu og var þröngt setinn bekkurinn á stundum, enda fjölskyldan allstór, gestkvæmt í betra lagi og húsakynni ekki víðáttumikil á nútíma vísu. Aldrei varð þó séð að þau hjónin teldu muna hib minnsta um ab halda einn Mjófirðing til viðbótar til and- legrar og líkamlegrar umhirðu og mæddi þó mikiö á Sólveigu á þessum árum. Mér er vistin hjá Sólveigu minnisstæð fyrir margra hluta sakir. Hún hélt fólk sitt t.d. afar vel í mat og drykk og mun þó nokkuð hafa til þurft á stund- um. Sem dæmi mætti nefna að við félagi Jón settumst gjarnan í eidhúsið er heim var komið á síðkvöldum og snæddum þar randalínu með mjólk ábur en gengiö var til náða. En einu gilti hvað við félagar hesthús- uðum af tertunni, aldrei tæmd- ist staukurinn. Húsreglur hafði Sólveig nokkrar, en fáar þó ab því er varðaði okkur Jón og Þorberg, syni þeirra Eysteins, sem þá byggbum kjallarann. Við áttum einfaldlega að láta vita þegar við fórum af bæ og hvenær við hygðumst snúa aftur. Auðvitað var sitthvað fleira sem til var ætlast af okkur, en um það voru ekki reglugerðarákvæði. Skýringin var einföld. Á þessum árum var Eysteinn einn af for- ystumönnum íslenskra stjórn- mála, stýrði raunar fjármálum landsins, og símhringingar linnulausar ab því er manni fannst. Enda þótt Sólveig teldi ekki eftir sér sporin, var henni augljóst hagræöi ab því ab þurfa ekki að opna tvær hurðir og kalla niður til okkar húskarla sinna þegar við vorum ekki heima, því við áttum marga kunningja og vorum oft af bæ. Oft dábist ég að því hvað Sól- veig virtist sigla léttilega gegn- um eril og amstur hversdagsins, henti reiður á öllu innanstokks og lét sér fátt um smámuni. Það var ekki óalgengt að til- stand væri hjá karlpeningnum, bæði bónda hennar og öðrum. Rigndi þá gjarnan fyrirspurn- um yfir húsfreyju, t.d. varðandi hvarvist klæðnaðar af ólíkleg- asta toga. Ekki minnist ég ann- ars en upplýsingar lægju á lausu jafnharðan og er ég næsta viss um aö Sólveig vissi ná- kvæmlega hvar hver einasti hlutur á heimilinu var staddur hverju sinni. Hefur mér ætíð verið þessi eiginleiki Sólveigar minnisstæður, enda mesti rati sjálfur á slíkum sviðum. Sólveig Eyjólfsdóttir var lag- leg kona og vel vaxin, bar sig tígulega og klæddist vel. Oft þurfti hún að sitja fagnaöi með bónda sínum þar sem höfðingj- ar, innlendir og erlendir, voru saman komnir og klæbnabur í samræmi við það. Sólveig bjóst þá samkvæmt nýjustu tísku og glansaði af henni í „Parísarkjól- unum". ískraði gjarnan í henni hláturinn þegar heim kom úr þessum samkvæmum, enda hafði hún þá oftast verið spurð úr hvaða Diorverslun föt henn- ar væru. Sannleikurinn var nefnilega sá aö Sólveig saumaði flestöll föt sín sjálf, ab undan- teknum yfirhöfnum þó, að mig minnir. Var samt liðin sú tíð er bóndi hennar sótti ekki launin sín — af því að tómahljóð var í ríkiskassanum! Raunar lék flest það sem hún gekk að í höndum Sólveigar. Á þeim árum sem ég hélt til hjá henni gengu menn þar á bæ gjarnan í hvítum skyrtum. Ey- steinn notaði oft tvær á dag, en við hinir færri. Þetta voru vit- anlega bómullarflíkur og þurfti að stífa þær svo vel væri. Ég held ab varlega áætlab hafi Sól- veig straujað a.m.k. 20 skyrtur á viku. Hafði hún fengið til þess strauvél góða og var hreint ótrúlega fljót með skyrturnar. Mig minnir að hún kæmist niður í þrjár mínútur með stykkið, en vera má að lang- tímamebaltalib, eins og nú er gjarnan sagt, hafi verið nær fimm mínútum. Æg horfði oft hugfanginn á haridatiltektirnar og gerbi loks tilraun sjálfur, enda gat þetta jú ekki verið nokkur vandi! £r skemmst frá því að segja að útkoman varð bæði böggluð og brún og til- raunir urðu ekki fleiri. Skyrtuna átti ég sem betur fór sjálfur. Sólveig og Eysteinn bjuggu enn á Ásvallagötu 67 þegar ég og fjölskylda mín fluttumst í húsib númer 18 við sömu götu. Börn okkar Kolbrúnar voru þá enn ung að árum, en komust fljótlega á merkjasölualdurinn ef svo má segja. Þau munu ekki hafa verið neinir afburða sölu- menn og var tekið misvel eins og gengur. Fljótlega fréttum vib þó af fullorðinni konu, sem alltaf verslaði vib þau, veitti þeim höfðinglega og tók af þeim stutta skýrslu í leiðinni. Þetta var auðvitað Sólveig Eyj- ólfsdóttir að fylgjast með vin- um sínum og afkomendum þeirra. Mér finnst dvöl mín á Ásvallagötu 67 alveg sérstakur kapítuli í lífi mínu. í gegnum húsbóndann komst maður í snertingu við landsmálin í víð- um skilningi þeirra orða, en húsmóðirin var meira á félags- lega sviðinu, eins og Hermann afabróðir minn hefði orðað það. Var gott að leita til Sól- veigar með hvaðeina er við kom daglegu amstri og ýmsum mannlegum samskiptum og nauösynjum. Og eftir á að hyggja er þab líklega Sólveig sem umfram aðra kenndi mér það að fátt er með öllu ómögu- legt heídur aðeins misjafnlega erfitt. Ég þakka af alhug þá hlut- deild sem ég fékk í einkaheimi Sólveigar Eyjólfsdóttur og hennar nánustu. Við Kolbrún sendum fjölskyldunni allri okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Hjálmar Vilhjálmsson Kveðja frá Félagi framsóknar- kvenna í Reykjavík. Látin er í Reykjavík heiðurs- konan Sólveig Eyjólfsdóttir. Okkur framsóknarkonum í Reykjavík er bæði ljúft og skylt að minnast hennar með virö- ingu og þökk fyrir allt það sem hún var félaginu alla tíð. Hún var ein af stofnendum félagsins í október 1945 og heiðursfélagi þess. Þegar litið er til baka allt frá þeim tíma, er ekki eitt heldur allt sem hún tók þátt í varðandi félagsstörfin. Má þar tilnefna að hún sat í stjórn og var gjald- keri um tíma. Þá var hún einn- ig fulltrúi félagsins á flokks- þingum oftar en einu sinni. Einna mest lét hún að sér kveða í stjórn basarsins, en þar var hún formaður um árabil, og ekki ofsögum sagt að heimili hennar var allt undirlagt þann tíma sem undirbúningurinn stóð. Þar hittust konurnar og saumuðu og prjónuöu. Áhug- inn var slíkur ab Sólveig útveg- aði „overlook" vél til þess að létta og flýta störfum. Heimili hennar var einnig móttöku- staður fyrir basarmuni frá hin- um almenna félagsmanni úti í bæ. Þegar sú hugmynd kom upp innan félagsins að baka laufa- brauð til sölu á basarnum, lá hún ekki á liði sínu frekar en • áður. Þess má svo geta að jólatrés- skemmtanir framsóknarkvenna í Reykjavík voru undanfari þess ab kvenfélagið var stofnað, en á skemmtunum þessum voru þau hjón, Sólveig og Eysteinn, ætíð mætt með sinn barnahóp, sem stækkaði eftir því sem árin liðu og barnabörnunum fjölgaði. Já, þab eru margar minning- arnar í 50 ára sögu félagsins sem tengjast Sólveigu. Hún var snyrtileg og prúð í framkomu, kát og hress í vinahópi. Sólveig talaði gott mál og var hnyttin í tilsvörum. Röddin var þýð og sveigjanleg og lét henni vel að líkja eftir raddblæ, fasi og lát- bragöi sögumanna, enda lagði hún stund á leiklist á yngri ár- um og gekk í leiklistarskóla Haraldar Björnssonar. Hún fór með nokkur veigamikil hlut- verk hjá Leikfélagi Reykjavíkur á þeim tíma. Sólveig var forkur til vinnu að hverju sem hún gekk, var verkfús og vinnusöm, féll aldrei verk úr hendi. Hún var listfeng, fljótvirk og vandvirk, hagsýn

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.