Tíminn - 08.07.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.07.1995, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 8. júlí 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb ílausasölu 150 kr. m/vsk. Afmælishátíbir á Norburlandi Nú um helgina minnast íbúar tveggja þéttbýlis- staða á Norðurlandi merkisafmæla byggðarlaga sinna. íbúar Hvammstanga minnast þess að þann 13. desember 1895 staðfesti Kristján 9. Danakon- ungur löggjöf um löggildingu verslunarstaðar þar, sem þjónaði Vestur-Húnavatnssýslu. Þá minnast Ólafsfirðingar 50 ára afmælis síns byggðarlags. Myndun þéttbýlis á íslandi var undirstaða þeirra þjóðfélagsbreytinga sem orðið hafa á þessari öld. Sú umbylting, þegar þjóðin breyttist úr bænda- samfélagi í blandað samfélag þéttbýlis og dreifbýl- is, hefur sett svip sinn á öldina. Sú bylting, sem varð við sjávarsíðuna með út- gerð stærri og öflugri skipa, átti drýgstan þátt í þéttbýlismyndun hér á landi. Þau byggðarlög, sem halda afmælishátíð um næstu helgi, hafa þó ólíkan bakgrunn. Ólafsfjörður sækir allt sitt lífsmagn til sjávarins, en Hvammstangi hefur löngum verið þjónustumiðstöð fyrir sveitir Vestur-Húnavatns- sýslu, þar sem landbúnaður er höfuðatvinnuvegur. Hins vegar hefur skilgreining á þéttbýli og dreif- býli verið að breytast á síðari árum. Þéttbýlið í höf- uðborginni og nágrenni hennar þéttist óðum og vex, og í daglegu tali er farið að tala um dreifbýli utan þessa svæðis. Breytingar í gömlu atvinnuveg- unum, sjávarútvegi og landbúnaði hafa hert á þessum vexti, þannig að önnur svæði landsins eiga í vök að verjast. Samdrátturinn í landbúnaði bitnar einnig á nær- liggjandi þéttbýli. Gott dæmi er einmitt að finna um þetta í atvinnusögu Hvammstanga. Þar hafa íbúarnir leitast við að efla sig í sjávarútvegi og öðr- um atvinnugreinum, um leið og samdráttur hefur orðið í landbúnaðinum. Svo er um fleiri byggðar- lög. Hins vegar er óhægt um vik, vegna þess að bar- ist er hart um aflaheimildirnar í sjávarútveginum. Á merkisafmælum byggðarlaga staldra menn við og líta til sögu sinnar, um leið og horft er til fram- tíðar. Allir vilja framgang síns byggðarlags sem mestan, en spurningin er hvernig því markmiði verður best þjónað við breyttar aðstæður. Næstu áratugir munu krefjast þess að unnið verði saman í stærri heildum. Atvinnusvæði munu stækka með betri samgöngum og verkaskipting í atvinnulífinu mun aukast. Mikil bylting hefur þrátt fyrir allt orðið í samgöngumálum á síðustu árum. Það tekur aðeins þrjá tíma að aka frá Reykja- vík til Hvammstanga, og Ólafsfjörður hefur verið leystur úr álögum í samgöngumálum með öruggri tengingu um jarðgöng við Eyjafjarðarsvæðið. Þetta gefur nýja möguleika til þess að vinna úr. Þannig er háttað um miklu fleiri byggðarlög, þótt þessi tvö séu nefnd hér. Tíminn sendir fólkinu á Hvammstanga og Ólafs- firði hinar bestu óskir á afmælishátíðum byggðar- laganna. Megi því auðnast að nýta þá möguleika, sem framtíðin býður upp á til eflingar þeirra sem og annarra byggðarlaga út um landsbyggðina. mge._t._ mmmu Birgir Gubmundsson: Kína, Taiwan og embætti forseta Islands Embætti forseta íslands hefur dregist inn í nokkuð sérstæöa al- þjóðlega umræðu í vikunni þar sem gamalgróin átök milli Tai- wan og Rauða-Kína eru í bak- gmnni. Málið er í sjálfu sér ekki mjög þýðingarmikið og þó, það er allt hið vandræðalegasta og al- mennt er okkur íslendingum ekki skemmt ef embætti forseta er dregið inn í vandræðalegar uppá- komur. Vigdís Finnbogadóttir hefur haft þá stefnu í valdatíð sinni, að vera óspör á að veita erlendum fjölmiðlum viðtöl. Hún hefur skilgreint þab sem hluta af sínu starfi að nota sem flest tækifæri til að koma landi og þjóð á framfæri, og viðtöl við forseta landsins eru aö sjálfsögðu mikil landkynning. Því var þaö í rauninni aðeins eitt af mörgum verkum forseta ís- lands þann daginn að veita blaða- komu frá United Daily News á Taiwan viðtal. Vigdís Finnboga- dóttir gat ab sjálfsögðu ekki farið að skipta sér af því hvernig þessi blaðakona og fréttastjóri hennar á Taiwan unnu úr því efni, sem þau höfðu milli handanna, enda á Vigdís ekkert að vera að skipta sér af slíkum hlutum. Frjálslega farib meb Hins vegar gerist það ab blabib og/eða blaöakonan fara afar frjálslega með þau ummæli, sem viðhöfð voru í þessu samtali, og uppsláttur blabsins beinlínis rangur. Þar var gefið í skyn að Vig- dís væri tilbúin að bjóða forseta Taiwans í sérstaka vináttuheim- sókn til íslands. í frétt United Da- ily News kom einnig fram að for- seti íslands hefði miklar skoðanir á því, að óeðlilegt væri af kín- verskum yfirvöldum að leggjast gegn því að forseta Taiwans væri boðiö í heimsóknir til annarra landa. Þetta hefði að sjálfsögbu verið mjög óvenjulegt hjá forset- anum, því samskipti Kínverja og Taiwanbúa eru vægast sagt mjög vibkvæm. Auk þess hafa íslend- ingar verið að byggja upp tengsl við Kínverja, nýbúnir að opna þar sendiráð og fá heimsókn frá hátt- settum mönnum þaðan. Það væm því mikil pólitísk tíðindi, ef forsetinn færi að tala með afger- andi hætti gegn utanríkisstefnu Kínverja, eba yfirleitt nokkuð að tjá sig um utanríkisstefnu þeirra. Þessum fréttaflutningi United Daily News varð embætti forseta ab mótmæla opinberlega, enda hafði frétt taiwanska blaðsins ver- iö tekin upp á alþjóölegum frétta- stofum s.s. Reuters. Það, sem Vig- dís Finnbogadóttir kannast viö að hafa sagt við þessa blaðakonu, er að forseti Taiwans sé velkomin til landsins í einkaerindum eins og allir abrir. Annað sé hreinn upp- spuni eða rangt eftir haft. Athugasemd stabfest í viðtali við blaðakonuna sjálfa í Morgunblabinu í vikunni kem- ur fram að hún viðurkennir ab Vigdís hafi ekki boðið forseta Tai- wans í heimsókn. Hún viður- kennir að Vigdís hafi í raun ekki sjálf sagt þá hluti sem hafðir em eftir henni, heldur hafi íslenski forsetinn ekki mótmælt því þegar blaðamaburinn var að segja þetta! Þess utan segir blabakonan að fyrirsögn fréttarinnar hafi ver- ið misvísandi. í stuttu máli sagt staðfestir blaðakonan í þessu stutta vibtali við Moggann að athugasemd for- setaembættisins sé rétt og að þetta leiðindamál sé því í raun uppspuni og útúrsnúningur — í besta falli misskilningur. (Því vek- ur furðu fyrirsögnin sem Moggi setur á þetta viðtal, en hún er svona: „Blaðakonan stendur við sitt". Blaðakonan stendur einmitt ekki við sitt!) Ógreibi vib stéttina Þessi taiwanska blaðakona hef- ur gert íslenskum blaðamönnum og raunar öllum blaðamönnum töluverðan óleik með því að birta frétt, sem augljóslega er röng og trúlega vísvitandi röng. Trúverb- ugleiki stéttarinnar bíður hnekki við þetta, og þab em ábyggilega margir sem munu fegnir vitna í þetta dæmi til staðfestingar skoð- un sinni á aö „þeir séu allir eins, þessir blaðamenn, ekkert að marka þá". Blaðakonan kann hins vegar að hafa eitt og annab sér til málsbóta sem við hér þekkj- um ekki. Það kann t.d. að vera samtalssiður í Taiwan að sá, sem tekur viðtal, varpi fram skoðun sem viðmælandinn mótmælir, sé hann á móti henni, en lætur Tyrra liggja, sé hann henni sam- mála. Rásarritari veit það einfald- lega ekki, en eitthvað slíkt kann að útskýra það að blabakonan gerir forseta Islands upp skoðanir á þeirri forsendu ab hún hafi ekki mótmælt þeim sérstaklega þegar blaðakonan fór með þær. Ekki landkynningar- efni Hitt er þó alveg ljóst, að með- ferð United Daily News á þessu viðtali og úrvinnsla þess var ekki hugsuð sem landkynningarefni fyrir ísland á Taiwan. Hún er hugsuð sem pólitískt innlegg í deilumál sem er viðkvæmt og eld- fimt. Og það er það sem er pirr- andi. Auðvelt hefði verið að fýrir- gefa einhvern misskilning, sem komið hefði upp vegna þess að þarna voru að talast við einstak- lingar frá ólíkum menningar- heimum. Þab er aftur verra ef nánast víst er að verið er að nota aðgengi og lipurleika íslensku for- setaskrifstofunnar í pólitískum átökum. Hitt er Iíka ljóst ab það verður að teljast merkileg staðreynd að í öllum þeim hundmðum og þús- undum viðtala, sem tekin hafa verið við Vigdísi Finnbogadóttur af blaðamönnum hvaðanæva úr heiminum, skuli ekki fyrr hafa komið upp vafamál eða vafasöm túlkun á því sem hún er að segja. Taiwanska blaðakonan sagðist eiga viðtalið á bandi og frétta- stjórinn segir útúrsnúninginn, sem hann birti, byggðan á segul- bandsupptöku. Kannski var það af ótta við hvað síðan er á band- inu sem blaðakonan dregur svo mjög í land í Morgunblaðsviðtal- inu, en auðveldlega hefði sú staða getað komið upp að það væri orð gegn orði, eins og raunar staðan er að hluta til í dag. Við hér á ís- landi trúum að sjálfsögðu okkar forseta, en það er auðvitað fráleitt ab íslenski forsetinn skuli þurfa aö standa í því ab þurfa að sverja af sér einhver ummæli sem borin eru upp á hana í erlendum blöð- um. Reynslan sýnir að í 99% til- fella er núverandi fyrirkomulag gott, þ.e. að forsetinn sé óspar á að veita erlendum blaðamönnum viðtöl. Hins vegar eru til undan- tekningar og gagnvart þeim þarf forsetaembættið að tryggja sig. Það er ekki ásættanlegt að láta mál af því tagi, sem kom upp í vikunni, verða til þess að tak- marka aðgang blaðamanna að forsetanum. Embættib hljóbriti sjálft Hins vegar ætti að vera einfalt mál fyrir forsetaembættið að hljóbrita sjálft öll viðtöl sem gefin eru, þannig þau séu til á hljóð- bandi í ákveðinn tíma. Ef lang- sóttar og hugsanlega rangar frétt- ir koma af þessum viðtölum, þar sem forsetanum eru lögð orð í munn eða það sem hann segir rangtúlkað vemlega, væri einfalt fyrir starfsmenn embættisins að vísa til hinnar opinbem upptöku í stað þess að þurfa að hlusta á einhverja fréttastjóra á Taiwan eða annars staðar setja sig á háan hest út af því að þeir séu sko með einhverja segulbandsupptöku. Á Alþingi er allt, sem sagt er í þing- salnum, tekið upp og því ekki það sem forsetinn segir við útlenda blaðamenn. Það er engin ástæða til ab nota þessar upptökur nema í sérstökum tilfellum. Og auk þess ab virka eins og öryggiskerfi mun vitneskja blaðamanna um að við- talið sé hljóðritað af embættinu veita þeim aukið aðhald og minnka líkurnár á að ævintýra- eba hugsjónamenn freistist til að fara frjálslega með það sem sagt er. Það er því brýnt verkefni, en ódýrt, að koma upp hljóðritunar- búnaði á skrifstofu forsetans og á Bessastöðum, eða þar sem hún gefur flest sín viðtöl. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.