Tíminn - 08.07.1995, Blaðsíða 10
10
ISsfóllIlEffiíK&ÍdL
Láúí|árdagur 8. júlí 1995
Tómas Grétar Ólason, formabur framkvœmdastjórnar Sólheima, afhjúpabi hússkjöld Ólastofu.
Fjölmenni sótti Sólheima í Grímsnesi heim á 65 ára afmceli staöarins:
/
Olastofa tekin í notkun
Fjölmenni heimsótti Sól-
heima í Grímsnesi fyrr í vik-
unni þegar haldib var upp á
65 ára afmæli starfsemi þar,
Jafnframt var vib sama til-
efni tekin í notkun svo-
nefnd Ólastofa, sem byggb
er mebal annars fyrir gjafafé
frá Óia Magnúsi heitnum ís-
akssyni, en þar munu íbúar
á Sólheimum vinna ab tré-
smíbum, vefnabi og kerta-
gerb og ýmsu fleiru. Mebal
gesta á hátíbinni v^r frú
Vigdís Finnbogadóttir, for-
seti íslands.
í máli Péturs Sveinbjarnar-
sonar, formanns stjórnar Sól-
heima, á afmælishátíbinni sl.
mibvikudag kom fram ab
miklar fyrirætlanir eru uppi
varbandi framtíö staöarins. Er
fyrst til aö taka eflingu ýmis-
konar atvinnustarfsemi fyrir
fatlaba íbúa á Sólheimum sem
eru 40 um talsins — og mun
ekki verða fjölgaö að svo
komnu máli. í því skyni var
meöal annars sett á fót fyrir
fáum árum Skógræktarstöðin
Ölur og Garðyrkjustöðin
Sunna sem og að handverk
Sólheimafólks eflist með Óla-
stofunni góðu. Tilkoma þessa
miðar að því að samneyti fatl-
aðra á Sólheimum og annara
þeirra sem þar búa geti dafn-
aö og orðiö sjálfstætt byggð-
arlag. „Hvert byggðarlag
byggist á fjölbreyttu atvinnu-
lífi," sagði Pétur Sveinbjarn-
arson í ávarpi sínu.
Framkvæmdir við Ólastofu
kostuðu um 25 millj. kr. og sú
upphæð er að öllu íeyti feng-
in með samskotafé frá ýmsum
aðilum, auk þess sem verktak-
ar og efnissölur gáfu afslátt af
sínum hluta.
Um 90 manns eiga nú lög-
heimili á Sólheimum. í því
skyni að efla staöinn sem
sjálfstætt byggðarlag hefur
einnig verið sett þar á fót lítil
verslun með helstu nýlendu-
vörum og starfsmenn útibús
Landsbanka íslands á Selfossi
mæta á Sólheima einu sinni í
viku og annast nauðsynlega
bankaþjónustu.
Miöað er viö að innan fimm
ára hafi heilsuheimili tekið til
starfa á Sólheimum, og er
Fjölmenni var samankomib á Sólheimum sl. mibvikudag þegar Ólastofa var formlega tekin í notkun. Standa samkomugestir hér fyrir utan þab hús.
A skrafi. Halldór júlísson forstöbumabur Sólheima, Pétur Sveinbjarnarson formabur framkvcemdastjórnar og frú
Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands.
undirbúningur þar að lútandi
þegar hafinn að sögn Péturs
Sveinbjarnarsonar. Myndi al-
menningur geta leitað sér þar
lækninga og aðferðirnar við
þær yrðu ekki með hefð-
bundnum hætti, heldur
byggðust á náttúrulækning-
um. Þær byggðust á neyslu líf-
rænt ræktaðrar fæðu og ann-
ara aðferða sem eru næsta
óhefðbundnar. Einmitt þær
aðferðir sem kenndar eru við
þýska hugsuðinn Rudolf
Steiner hafði Sesselja Sig-
„Skjótum upp fána." Reynir Pétur
Ingvarsson og Hanný María Har-
aldsdóttir, vinkona hans, gengu
um hlöb Sólheima meb íslenska
fánann og bibu komu forsetans.
Tímamyndir: Siguröur Bogi.
mundsdóttir að leiðarl jósi
þegar hún fór af stað með
starfsemi á Sólheimum sum-
arið 1930, þá 28 ára gömul.
Starfsemin á Sólheimum
hefur nokkuð breytt um eðli
á síðustu árum. Fram til árs-
ins 1993 var þar rekið vist-
heimili en þetta ár tóku fatl-
aðir alfariö upp sjálfstæða
búsetu og njóta ýmiskonar
aðstoðar frá þjónustumið-
stöð. íbúðarhús fatlaðra á
staðnum hafa eingöngu verið
byggð fyrir samskotafé frá
ýmsum aðilum, og er einstakt
að jafn stórt heimili fatlaöra
hafi ekkert fé fengið úr þeim
sjóði sem ætlað er til slíkra
framkvæmda.
-SBS, Selfossi.