Tíminn - 08.07.1995, Blaðsíða 12
12
Laugardagur 8. júlf 1995
Suðurland
verslun. Hinir dönsku Lefolii
feögar höndluöu á Eyrarbakka í
kringum aldamótin. Eftir þeim
er nefndur veitingastaðurinn
Lefolii sem opnaður var fyrr á
þessu ári og er í svonefndu
Gunnarshúsi, vestast í þorpinu.
Stokkseyringar eru heldur
ekki minni menn í kaffihúsa-
meningunni. Þar var ekki alls
fyrir löngu opnað kaffihúsið
Við fjöruborðið. Á Stokkseyri er
einnig að finna sjóbúð með
gamla laginu og við Baugsstaði,
nokkru austan við Stokkseyri,
er rjómabú sem var byggt
snemma á öldinni.
✓
A Þingvelli um Mos-
fellsheiði
Uppsveitir Árnessýslu eru sér
kapítuli. Ef Reykvíkingar heim-
sækja þær er ef til vill hentug-
ast aö fara um Mosfellsheiði og
koma fyrst á Þingvelli, helgasta
sögustað þjóðarinnar sem jafn-
framt er rómaður fyrir fallega
náttúru. Þar var Alþingi íslend-
inga um aldir og margar á-
kvaröanir í vegferð þjóðarinnar
teknar. Frá Þingvöllum er svo á-
fram haldið austur um Gjá-
bakkaveg og komiö aö Laugar-
vatni í Laugardal. Einkum hef-
ur verið stefnt að því að fá fjöl-
skyldufólk að sækja þann stað
heim og íþróttamiðstöð ís-
lands, sem aðsetur hefur þar,
leggur nú aukna áherslu á fjöl-
skylduíþróttir í starfi sínu. Skól-
ar og skólahús eru mörg á
Laugarvatni og þau eru notuð
sem Eddu-hótel yfir sumartím-
ann. Þá býöst ferðmönnum að
sigla á seglbrettum um vatnið
og á bökkum þess er magnað,
náttúrulegt gufubað. Neðan við
Laugardalinn er Grímsnesið. í
þeirri sveit eru vel á annað þús-
und sumarbústaðir og margt
skemmtilegt að sjá, svo sem
hinn merkilegi sprengigígur,
Kerið.
Allir ab Geysi og
Gullfossi
Og höldum ferðinni áfram
frá Laugarvatni. Þegar komið er
austur yfir Brúará taka Biskups-
tungur við. Enginn ferðamaður
skyldi láta hjá líða aö koma að
Geysi, frægasta goshver heims
og því síður að Gullfossi, sem er
Fjölbrautaskóli Suöurlands á Selfossi er formfagurt mannvirki og hefur vakiö
veröskuldaöa athygli.
inn er ekið á bökkum Ytri
Rangár, en það er ein feng-
sælasta fiskiá landsins. í
Þykkvibæ, "svona einn komma
sex kílómetra frá sænum" eins
og segir í alkunnum dægurlaga-
texta, byggja flestir íbúar af-
komu sína á kartöflurækt. Hinir
tveir þéttbýlisstaðirnir eru
Hella og Hvolsvöllur. Þeir eiga
sammerkt að byggja afkomu
sína helst á verslun og þjónustu
við sveitirnar í kring.
Rangárvallasýsla öll er sögu-
sviö Brennu-Njálssögu, einkum
þó Fljótshlíð og Landeyjar.
Fjöldi ferðamanna heimsækir
þessar slóðir á ári hverju - og
Ceysir í Haukdal. Magnaöasti gos-
hver heims og mikiö aödráttarafl
fyrir feröamenn.
margir koma erlendis frá. Hafa
þeir, líkt margir íslendingar
raunar einnig, heillast af hinni
mögnuðu sögu um Gunnar,
Njál, Skarphéðin, Bergþóru,
Hallgerði og fleira gott fólk.
Undir Eyjafjöllum
Þegar komið er austur yfir
Markarfljótsbrú liggur leiðin í
Þórsmörk. Yfir óbrúaðar ár þyk-
ir gaman að ösla á vel búnum
bílum og kannski er það helsti
ljóminn yfir Merkurferðum.
Áðurnefnd brú yfir Markarfljót
skilur að Landeyjar og Eyja-
fjallasveit. Veðursæld undir
Fjöllum er á orði höfð, og óvíða
hefja bændur heyskap fyrr á
sumrin.
Öll Eyjafjallasveit er vett-
vangur sögunnar um Önnu á
Stóruborg og Barna-Hjalta - en
hún fjallar um ást í meinum
milli Önnu, hinnar sterkefnaðu
konu af höfðingjaættum, og
Hjalta, smalapilts af ættum lág-
stéttarfólks. Lengi hafðist Hjalti
viö í Paradísarhelli en þegar
samfélagið hafði viðurkennt
ástir þeirra bjuggu þau á Stóru-
borg. Fyrir nokkrum árum
grófu fornleifafræöingar upp
gamla bæjarhólinn þar. Fund-
ust þá allnokkrir munir sem
telja má að hafi verið í eigu
þeirra og þeir eru varðveittir í
byggðasafninu í Skógum ásamt
þúsundum annara merkra
muna er tengjast lífi og starfi
fólks á Suðurlandi.
Þegar austur yfir Skógasand
Qmna-
greininl
Öbruvísi verslun,
verkstæbi, gallerí!
í Grænu-greininni fæst fjölbreytt úrval sér-
stæðra og persónulegra gjafa og minjagripa.
Þar á mebal
Flóatréléikföngin, vörubílar, vöggur, vefir og
margt fleira.
Allt íslenskt handverk.
Austurvegi 52, Selfossi - Sími 482-3908
Tjaldsvœöiö aö Kleifum viö Kirkjubœjarklaustur.
með formfegurstu fossum
landsins. Frá Gullfossi er lagt á
Kjalveg, sem endar norður í
Blöndudal og tengir þannig
saman Suðurland og Norður-
land.
Skammt fyrir neðan Gullfoss
er svonefnd Brúarhlaðabrú yfir
Hvítá, sem tengir saman Bisk-
upstungur og Hrunamanna-
hrepp. Flúðir í Hrunamanna-
hreppi eru vinsæll áningastaður
ferðamanna og ekki síst kjósa
margir að halda þar ættarmót.
Hvítá hefur síöan á allra síðustu
árum fengið hlutverk, ef svo
má að orði komast. Nú er boðið
uppá magnaðar bátsferðir niður
ána frá Gullfossi og Brúarhlöð-
um að bænum Drumbrodd-
stöðum. Þykir mörgum ferða-
manninum mögnuö tilfinning
að sigla í boðaföllunum niður
strauþunga ána.
Hekla er magnab
eldfjall
Hringferö okkar um Árnes-
sýslu er nú lokið og inngöngu-
dyr okkar í Rangárþing er Þjórs-
árbrú. Margt er áhugavert að
finna í sýslunni og fyrst sjá
ferðamenn Heklu, sem gnæfir
upp af sléttlendinu og sést
þetta magnaða eldfjall raunar
af allri Suðurlandssléttunni.
Þegar farið er upp hinn svo-
kallaða Landveg er komið að
Brúarlundi á Landi, en þar hafi
nokkrir framtakssamir Land-
menn opnað Heklumiðstöðina
svonefndu. Það er fjölbreytt
sýning þar sem sjá má ýmis-
konar myndir, teikningar,
muni og annaö slíkt sem teng-
ist fjallinu. Efst á Landi er
Leirubakki, en þar er hótel og
greiðasala. Þegar haldið er á-
fram uppúr Landsveit er hægt
ab fara Dómadalsleiö í Land-
mannalaugar - eba þá áfram á
Sprengisandsleiö og norður í
Bárbardal. Nokkru eftir ab kom-
ið er upp úr byggb í Landsveit
er Hrauneyjarfoss, en í ná-
grenni hans hefur verið byggð
hálendismiöstöö, þar sem er
greiðasala og gistiaðstaða í
fjörutíu herbergjum.
FERÐAFÓLK
SUÐURLANDI
Alhliða veitingar:
Réttur dagsins, grillréttir, sérréttir,
ís, gos og sælgæti.
•
Gamalgróinn og endurbættur áningar-
staður í þjóðbraut.
Verið vetkomin
Grillskálinn Hellu
A Njáluslóbum A f
Þéttbýliskjarnar í Rangár- a rero um
vallasýslu eru þrír. í Þykkvabæ-
GIL'EÐ UM
I.ANDIÐ MEÐ
AGA
gasvorur
UMBOÐ FYRIR ISAGA
SOLUSKALINN ARNBERGI
VIÐ SUÐURLANDSVEG SELFOSSI
Suburland
Fullyrða má að flestir sem eru á far-
aldsfæti um ísland leggi leið sína
um Suðurland. Tugir þúsunda
ferðamanna skoða landshluta
þennan, „... sem hefur óvenju-
margt að bjóða feröamönnum,"
eins og einn viðmælandi okkar
sagbi.
Fáir ferðamenn láta hjá líöa að
heimsækja Þingvelli, Gullfoss, Geysi
eða Skálholt en myndin hér til hlið-
ar er einmitt frá síðastnefnda staðn-
um. Tímanum í dag fylgir leiðsögn
um Suöurland og er þar sagt frá því
helsta sem í boði er. ■