Tíminn - 08.07.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.07.1995, Blaðsíða 5
5 Laugardagur 8. júlí 1995 - «> . j W vJ ■' ■:Í.V WM* ..j Hg|prj, | Jón Kristjánsson: Suöupotturinn Evrópa Evrópa er fyrir margra hluta sakir merki- legur heimshluti og aöstæöur í álfunni eru flóknar. Hún getur nú meö sanni talist eitt af óróasvæöum heimsins. Á sama tíma er unniö aö samruna þjóöríkja á veigamikl- um sviöum á vettvangi Evrópusambands- insog fleiri alþjóöasamtaka. Ég átti þess kost fyrir nokkrum vikum aö sitja vorfund þingmannasamtaka Nato- ríkjanna í Búdapest. Þessir fundir endur- spegla aö vissu leyti þaö endurmat og breytingar sem eru á döfinni í gömlu Evr- ópu. Fyrsti fundurinn „utan svæöis77 Tilgangur þingmannasamtaka Nato- ríkja er aö tengja þjóöþingin samtökun- um, miöla upplýsingum og beina álykt- unum til ríkisstjórna aöildarríkjanna. Fulltrúar hinna einstöku ríkja skiptast á skoöunum um þaö sem efst er á baugi hverju sinni í umræðum um ályktanir, sem frá þessum þingum fara. Þetta er í fyrsta skipti sem fundur í þessum samtökum er haldinn utan Nato- ríkis. Þaö var heldur engin tilviljun að Ungverjar völdust til þess aö vera gest- gjafar fundarins. Þeir sóttu á um þaö, enda eru þeir fremstir í flokki þeirra ríkja sem sækja á um aðild að Nato. Talsmenn Ungverja á fundinum fóru ekki leynt meö þe.ö, aö hugur þeirra stendur til að hafa sem mest samstarf viö Vestur-Evrópu. Þaö sýnir áherslu þeirra í þessum efnum aö forseti landsins, for- sætisráðherra og utanríkisráöherra mættu allir til fundarins, auk forustu- manna flokka og þeirra fulltrúa sem Ungverjar eiga sem aukaaðilar að þing- mannasamtökunum. Nú er svo komið aö allar þjóðir Evr- ópu eiga áheyrnarfulltrúa eöa aukaaðild aö þessum þingmannasamtökum. Sarajevo Meðan fundurinn stóö yfir bárust fréttir af loftárásum Nato á stöðvar Bosníu-Serba viö Sarajevo og gíslatöku þeirra. Það fór ekki hjá því ab þessi tíð- indi settu svip sinn á fundinn. Afskipti Sameinuðu þjóðanna og Nato af styrj- öldinni á Balkanskaga eru æði vandræöa- leg. Aukafundur var haldinn vegna þessa máls og ályktun sam- þykkt þess efnis að end- urskoöa þyrfti hlutverk gæsluliös Sameinuöu þjóðanna, en óánægjan með stjórn þess leyndi sér ekki. Þaö er sannarlega einkennileg upplifun aö sitja fundi um svo alvarleg málefni sem þarna er um aö ræða. Spennan í loft- inu og áhyggjur þingmannanna frá þeim ríkjum sem eiga hermenn í gæsluliðinu fóru ekki framhjá neinum. Þaö leyndi sér ekki að þeir voru mjög ófúsir aö senda landher í stórum stíl til þess að blanda sér í átökin austur þar meö vopnavaldi. Pólskur þingmaöur dró þetta saman í einni setningu í spjalli utan fundar, en hann sagði aö enginn stjómmálamaöur þyldi þaö nú til dags aö senda menn í stórum stíl til bardaga í fjarlægum lönd- um til þess aö fá þá heim aftur í plastpok- um. Land til skæruhernaðar Það er nauðsyn aö gera sér grein fyr- ir landafræðinni, ef málefni á Balkan- skaga eru til umræöu. Landið er fjöllótt og kjörið til skæruhernaðar, enda var hann stundaður af kappi og þróaður á árum heimsstyrjaldarinnar síðari. Það er samdóma mat manna að ástand mála sé slíkt, að íhlutun fjölmennra landherja mundi þýða gífurlegt blóð- bað og langvarandi skæruhemað. Hins vegar er ástand mála hörmu- legra en nokkru tali tekur á þessu svæði, og sprengjum rignir yfir saklaus fórnarlömb stríðsins. Gæslulið Sam- einuðu þjóðanna er máttvana og sátta- semjurum verður lítið ágengt. Friðar- gæslulið, sem hægt er að taka í gíslingu fyrir- varalaust, er ekki lík- legt til stórræða. Það er enginn vafi á því, að atburðarásin þarna hefur skaðað trúverðugleika Nato og Sameinuðu þjóð- anna, en leiö til þess að setja niður þessi hatrömmu átök liggur ekki í augum uppi. Þjóbarbrot og minni- hlutahópar Ég valdi að láta þessa grein mína heita „Suðupotturinn Evrópa". Það fer ekki framhjá neinum, sem situr alþjóölega fundi á þessu svæði, hve ástand mála er gífurlega flókið og viökvæmt á mörgum svæöum álfunnar. Eitt atriöi gengur eins og rauður þrábur í gegnum umræðurnar, en þab em réttindi þjóðarbrota og minnihlutahópa. Þau dreifast víða um lönd Austur-Evrópu og Balkanskaga, og einnig má finna þau í Vestur-Evrópu. Þessi réttindamál eru stöðug uppspretta árekstra og átaka. Athyglisverö var sú hugsun stjórnmálamanna frá viökom- andi löndum, að aukin samvinna og samruni Evrópuríkja væri öryggisventill í þessu efni, og réttindi þessara hópa yrðu betur tryggð meö ríkjabandalögum en innan vébanda þjóðríkjanna. Stækkun Nato Það leynir sér ekki að ríki Mið-Evr- ópu — Ungverjaland, Tékkland og Pól- land — leggja á það mikla áherslu að ganga til samstarfs við Vestur-Evrópu- ríki innan vébanda Evrópusambands- ins, Vestur-Evrópusambandsins og Nato. Pólland er það ríki sem löngum var stuöpúði milli stórvelda og stríðs- hrjáð í meira lagi, og Ungverjar, Tékkar og Slóvakar hafa orðið að þola rúss- neska innrás á seinni árum. Þessar sögulegu ástæður veröa með- al annars til þess að horft er á alþjóð- legt samstarf af öryggisástæðum. Valdhafar í Rússlandi eru hins vegar ekki mjög hrifnir af þeirri tilhugsun að mynda nýja línu í Evrópu milli Nato- ríkja og annarra. Ég er þeirrar skoðunar að varlega eigi að fara í þessum efnum og varast að auka á spennu í Evrópu með aðgerðum af þessu tagi. Hún er næg fyrir. Rússland á fulltrúa á fundum þingmannasamtaka Nato og ráða- menn þar hafa nú skrifað undir sam- starfssamning við bandalagið, eins og svo fjölmargar þjóðir aðrar. Það á að gefa þessari samvinnu færi á að þróast áður en gefið er grænt ljós á stækkun bandalagsins. Alþjóðleg samskipti Það mætti skrifa langt mál um efni funda eins og þess, sem ég hef hér gert að umræðuefni, en ég læt staöar numið aö sinni. Heimurinn er svo lítill að öll þessi mál snerta okkur með beinum og óbein- um hætti. Þess vegna er það skylda þeirra, sem fást við stjórnmál, að fylgjast með því sem er að gerast í umheiminum og reyna ab skyggnast í baksvið hins al- menna fréttaflutnings. Alþjóðleg sam- skipti þingmanna gefa slík tækifæri. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.