Tíminn - 08.07.1995, Blaðsíða 9

Tíminn - 08.07.1995, Blaðsíða 9
Laugardagur 8. júlí 1995 ðSÉlKfefftlt&ftE 9 2Menninqararfur — prent- að mál og bókmenntir tJtgefnir titlar alls 1992: 1.669. Sé miðaö viö höföatölu er bókaútgáfa á ís- landi áttföld á viö það sem gerist aö meö- altali í Evrópu. Árið 1992 voru gefnar út 255 skólabækur og 240 barnabækur. Af út- gefnum titlum áriö 1992 voru 481 bók- menntaverk. Útbreiösla blaöa pr. 1000 íbúa: 519. Fimm dagblöö eru gefin út á íslandi. Áriö 1993 var meöalupplag þeirra 135 þúsund eintök eða 519 eintök á hverja 1000 íbúa. Af öllum Evrópuþjóöum er þaö aöeins í Noregi sem útbreiðsla blaöa er meiri. Fjöldi tímarita: 629. Fyrir hverja 100 þús. íslendinga eru árlega gefin út tæplega 240 tímarit. Fjöldi annarra blaöa en dagblaöa: 78. Blaöalestur 1991: 86%. Á milli átta og níu af hverjum tíu Reykvík- ingum lesa dagblöö daglega, samkvæmt norrænni könnun frá 1991. Lestur bóka er algengastur í Reykjavík af höfuöborgum Noröurlanda, en 88% Reykvíkinga lásu eina bók eöa fleiri og þar af lásu 45% sex bækur eða fleiri. Reykvíkingar eru einnig stórtækastir í bókakaupum, því 36% þeirra keyptu sex eða fleiri bækur árið 1991. Fjöldi starfandi rithöfunda í borginni 1994: 243. í Reykjavík starfar fjöldi rithöfunda og eru þeir óvíöa fleiri miöaö viö höföatölu. í Reykjavík eru um 24 starfandi rithöfundar á hverja tíu þúsund íbúa. Til samanburöar má geta þess aö í Stokkhólmi eru þeir rúm- lega 15. Þýöingar á verkum íslenskra höfunda 1984-94 (áætlab): 84. Á árunum 1984 til 1994 er áætlað aö 84 verk íslenskra rithöfunda hafi veriö þýdd á önnur tungumál. Þá eru ekki taldar með þýðingar á verkum Halldórs Kiljans Lax- ness, en verk hans hafa komiö út í aö minnsta kosti 400 þýöingum á 42 tungu- málum. Bókaútlán á íbúa í Reykjavík 1992: 7,7. Tekin em útlán stóru bókasafnanna þriggja: Borgarbókasafns, Landsbókasafns og Háskólabókasafns, auk fjögurra stofn- anabókasafna. 4Kvikmyndir og fjölmiolar Heildarútsendingartími útvarpsstööva 1992: 61.389 klst. Heildarútsendingartími sjónvarpsstöbva 1992: 6.793 klst. Útsendingartími helgabur bókmennt- um, leiklist og öbrum listum en tónlist á RÚV, 1993: 1.087 klst. í lögum um útvarp á íslandi er skýrt kveö- iö á um skyldur útvarpsstööva viö íslenska tungu og menningu. Ríkisútvarpið hefur sérstakar skyldur á þessu sviði, enda áhug- inn mikill. Áriö 1993 var útsendingartími RÚV helgaöur bókmenntum, leiklist og öörum listum en tónlist samtals 1.087 klukkustundir, eöa aö jafnaöi þrír klukku- tímar á dag. Meöalfjöldi bíóferöa á Reykvíking á ári 1991: 5,2. íslendingar fara mest í bíó allra Evrópu- þjóöa. Á íslandi hafa veriö framleiddar 20 bíómyndir í fullri lengd frá árinu 1986, auk fjölda stuttmynda og heimildamynda. Sætafjöldi í reykvískum kvikmyndahús- um 1993: 6.100. í Reykjavík eru 6 kvikmyndahús meö 24 sali og sæti fyrir rúmlega 6.000 manns. Heildaraösókn fer nú aftur vaxandi og nemur nú um 1,3 miljónum bíóferða á ári. Sýningar í reykvískum bíóhúsum eru nú aö meðaltali tæplega 700. Tónlist, sjónlist og svibs- listir Fjöldi myndlistarsýninga í Reykjavík 1994: 225. Nærri lætur aö ein myndlistarsýning hafi veriö opnuö í Reykjavík hvern virkan dag ársins. Listasöfn í borginni eru tíu talsins og sýningarsalir, sem setja upp reglulegar myndlistarsýningar, aö minnsta kosti 25. Meira en tíundi hver Reykvíkingur fer oftar en sex sinnum á ári á listsýningu. Fjöldi listasafna og sýningarsala í Reykja- vík: 35. Listasöfnin eru 10 talsins og sýningarsalir, sem setja upp reglulegar myndlistarsýningar, a.m.k. 25. Fjöldi leikhúsa í Reykjavík 1993: 3. Stóru leikhúsin eru þrjú talsins, en leiksviöin sex. Sett voru upp rúmlega tuttugu verk. Heildarsýningarfjöldi í leikhúsunum og ís- lensku óperunni var tæplega 650 sýningar og heildaraðsókn um 170 þúsund manns. Meira en helmingur borgarbúa sækir leikhús árlega og sker Reykjavík sig úr höfuðborgum Norö- urlanda hvað leikhúsáhuga snertir. Fjöldi starfandi myndlistarmanna í borg- inni 1995: 214. í Reykjavík eru a.m.k. 21 starfandi myndlist- armaður á hverja 10 þúsund íbúa. (Til viö- miðunar er Stokkhólmur meö 25). Starfandi sviðslistamenn eru tæplega 23 á hverja 10 þúsund íbúa. (í Stokkhólmi eru þeir tæplega 16). Fjöldi starfandi sviöslistamanna í borginni 1994: 231. Hlutfallib er tæplega 23 listamenn á hverja 10.000 íbúa. Til viömiöunar er Stokkhólmur meö tæplega 16 (1990). Fjöldi starfandi tónlistarmanna í borginni 1994: 416. Hlutfallið er tæplega 41 listamaður á hverja 10.000 íbúa. Til viðmiðunar er Stokkhólmur meö tæplega 14 (1990). Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands í Reykjavík 1993-94: 51. Efnisskrá Sinfóníuhljómsveitar íslands starfs- árið 1993-94 samanstóð af 186 tónverkum, þar af 31 íslensku verki eftir 20 tónskáld. Yfir 100 þúsund manns hlýddu á leik sveitarinn- ar á árinu. Tónskáld sem íslensk tónverkamibstöb miölar 1995: 51. Tónlistarskólar á höfuöborgarsvæöinu 1992: 24. Tónlistarskólarnir höfðu 4400 nemendur og 437 kennara. 5Þatttaka almennings í menningarlífinu Ef eitthvaö eitt einkennir menningarlíf í Reykjavík öðru fremur, þá er þaö hin mikla þátttaka í menningarstarfi áhuga- hópa. Þúsundir íbúa á höfuöborgarsvæö- inu taka þátt í starfi sönghópa eöa hljóm- sveita og hundruö til viöbótar taka þátt í uppfærslum á vegum áhugaleikhópa. Þá er ótalin öll önnur menningarstarfsemi. í norrænni könnun, sem gerð var áriö 1991, kom í ljós aö almenn þátttaka í Reykjavík er svipuð og í Kaupmannahöfn og Hels- inki og meiri en í Stokkhólmi og Ósló. Fjöldi áhuga- og háifatvinnuleikhópa í Reykjavík 1993-94 (áætlaö): 16. Leikhópar með þátttöku áhugafólks settu upp um tuttugu sýningar í Reykjavík starfsáriö 1993-94 og áætlaö er aö þátttak- endur hafi veriö á milli fimm og sex hundruð. Fjöldi sem tekur þátt í sönghóp á höfub- borgarsvæbinu 1992: 4352. Sönghóparnir (mest kórar) voru tæplega 100 talsins. Fjöldi sem tekur þátt í hljómsveit á höf- uöborgarsvæbinu 1992: 1881. Á höfuöborgarsvæöinu voru áriö 1992 173 hljómsveitir eöa bönd meö hátt í 2000 þátttakendum. Þar viö bætast svo 112 harmónikkuleikarar! Internet-tengingar á íslandi pr. 1000 íbúa, apríl 1995: 33. Til samanburðar má geta þess aö Norð- menn höfðu 5 tengingar inn á Veraldar- vefinn fyrir hverja 1.000 einstaklinga áriö 1993. Þaö sama ár var samsvarandi fjöldi tenginga 3,8 í Bandaríkjunum og 3,2 í Sviss og Finnlandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.