Tíminn - 08.07.1995, Blaðsíða 19
Laugardagur 8. júlí 1995
19
Sólveig Eyj ólfsdóttir
Fædd 2. nóvember 1911
Dáin 29. júní 1995
Fósturlandsiits Freyja
Fósturlandsins Freyja,
fagra vanadís,
móðir, kona, meyja,
meðtak lofog prís.
Blessaö sé þitt blíða
bros og gullið tár.
Þú ert lands og lýða
Ijós í þúsund ár.
(M.Joch.)
Elsku amma mín.
Þaö er eitthvaö sérstakt band
sem mér finnst viö nöfnurnar
hafa. Ég man frá því ég var lítil
hvaö ég var stolt aö bera nafniö
þitt. Ég man okkur saman í
stóra, dularfulla húsinu ykkar á
Ásvallagötu 67. Mig, forvitna
stúlku sem vildi heyra allar sög-
urnar, sem fylgdu hlutunum
sem voru í öllum þessum her-
bergjum og skápum. Ég man
okkur grúska saman, þú að segja
mér endalausar sögur af fólki og
atvikum. Sögur um allt sem var.
Þú mundir allt, en ég var fljót aö
gleyma. Hattar og kjólar, öskjur
og myndir, allskyns handa-
vinna og pappakassar. Ég mát-
aöi og skoöaöi og þú amma mín
sagðir mér frá. Mér leið alltaf vel
í þessu húsi. Þaö var miðpunkt-
ur fjölskyldunnar. Staöur þar
sem við öll áttum heima og
tengdi okkur saman. Amma sá
um húsið, sá til þess að öllu var
haldiö vel viö og allt gengi eins
og átti aö vera. Hún kunni líka
aö taka á móti gestum. Gat talað
viö alla og vissi margt um ættir
og haföi af því gaman aö rekja
þær. Hún lumaöi líka alltaf á
t MINNING
einhverju og var alltaf aö gefa
frá sér hluti.
Svo var það amma sem ung
stúlka með rautt, sítt, hrokkið
hár. Myndir meö sítt slegið hár-
iö innan um aðrar stúlkur og svo
lokkar sem amma geymdi í
öskju. Hún átti sér líka stóra
drauma, þessi unga stúlka. Var
leikkona. Spengileg á sviöi með
fallega háriö og lék nokkur hlut-
verk viö góöar undirtektir gagn-
rýnenda. Svo hitti hún stóru ást-
ina í lífinu og tók að sér hlutverk
húsmóöur, uppalanda og alls-
herjar reddara í öllum málum.
Afi var upptekinn maöur og nóg
að gera fyrir ömmu heima aö
halda stórt heimili og taka á
móti gestum og gangandi. Ég
man myndir af þér, amma, í fín-
um síðum kjólum í kokteilboö-
um og öörum veislum meö
ráðamönnum landsins og mikil-
vægum útlendingum. Ég þekkti
þessa kjóla. Kannaöist viö marga
úr efniskompunni, þá á efnis-
strengjum eöa sem eins kjólar á
dúkkunni minni, búnir til úr
bútum sem uröu afgangs þegar
hún saumaöi herlegheitin. Hún
gat útbúið allt sem hún vildi í
höndunum, með þessum fallegu
löngu fingrum.
Elsku amma, ég man svo
margt. Nú er eins og einhverju
tímabili sé aö ljúka. Þið bæði er-
uð farin og enginn staöur sem
heldur okkur saman í fjölskyld-
unni. En svona er lífið, viö
höldum öll áfram okkar eigin
leiðir og tökum með okkur góö-
ar minningar um hamingju-
stundir saman. Hlutir og staðir
sem minna okkur á. Ég er ham-
ingjusöm yfir því að hafa átt þig
að, elsku amma mín og nafna.
Hafa líka getað deilt meö þér
mínu lífi, getaö sýnt þér börnin
mín og mín verk. Þaö er mér erf-
itt aö kveöja þig, en ég veit af
þér og hugsa til þín. Ég kveö þig
með kossi og þakka þér fyrir allt.
Ég á mér líka stóra drauma. Vil
líka finna þessa tilfinningu að
standa á sviði, spengileg, og þá
veit ég að við hugsum hvor til
annarrar. Ég reyni líka að vera
skynsöm stúlka, eins og þú
baðst mig um og voru kveðju-
orðin þín til mín.
Nú liggið þiö aftur saman, afi
og amma. í mínum huga voruö
þið alltaf eitt og nú er þaö full-
komnaö. Þakka þér, elsku amma
Sólveig, fyrir að hafa veriö frá-
bær amma okkur öllum barna-
börnunum.
Sólveig
DAGBÓK
Lauqardaqur
8
X
189. dagur ársins -176 dagar eftir.
27. vlka
Sólris kl. 03.20
sólarlag kl. 23.44
Dagurinn styttist um
5 mínutur
Félag eldri borgara í
Reykjavík og nágrenni
Dansað í Goðheimum, Sig-
túni 3, sunnudagskvöld kl. 20.
Kvennakirkjan
Kvennakirkjan heldur
messu í Þorlákshafnarkirkju á
morgun, sunnudaginn 9. júlí,
kl. 20.30.
Guörún Eggertsdóttir
djáknanemi prédikar, Hildur
Svavarsdóttir leikur einleik á
þverflautu og Sigþrúður Harö-
ardóttir syngur einsöng viö
undirleik Esterar Hjartardótt-
ur. Sönghópur Kvennakirkj-
unnar leiöir almennan söng
viö undirleik Aöalheiöar Þor-
steinsdóttur.
Kaffi á eftir í sal íbúða aldr-
aöra, Egilsbraut 9.
Rútuferð veröur frá Umferð-
armiöstööinni sama dag kl.
18.30.
Happdrætti Neyslu-
könnunar Gallup '95
Dregið hefur veriö í happ-
drætti Neýslukönnunar Gall-
up 1995, þar sem í boöi var
helgarferö til Parísar fyrir tvo.
Einungis var dregið úr inn-
sendum spurningalistum.
Vinningurinn kom upp á
miða nr. 1942. ÍM Gallup ósk-
ar vinningshafanum innilega
til hamingju og öörum þátt-
takendum þökkum viö þátt-
tökuna.
Stjörnubíó sýnir Æbri
menntun
Stjörnubíó frumsýndi í gær
nýjustu mynd leikstjórans
Johns Singleton (Boyz N The
Hood), Æðri menntun eöa
Higher Learning. Frumsýning
þessarar myndar markar tíma-
mót hér á landi, því í fyrsta
sinn er boðiö upp á kvikmynd
í hinu nýja hljóökerfi SDDS
eöa Sony Dynamic Digital So-
und, besta og fullkomnasta
hljóðkerfi sem til er á mark-
aðnum.
Meö aöalhlutverk fara Omar
Epps, Kristy Swanson, Micha-
el Rapaport, Jennifer Conn-
elly, Ice Cube, Jason Wiles,
Tyra Banks og Lawrence Fish-
burne. Tónlistin í myndinni
hefur notið mikilla vinsælda.
Lög eins og Losing My Religi-
on, Year of the Boomerang,
Higher Learning og Butterfly
heyrast nú títt á öldum ljós-
vakans (fæst á geisladiski hjá
Músík og myndum). Athugiö
aö bíómiðinn veitir 300 kr. af-
slátt af geisladisknum.
Myndin gerist viö dæmi-
gerðan bandarískan háskóla
og lýsir innri og ytri baráttu
ólíkra einstaklinga og hópa:
svartra, hvítra og skalla-
bullna. í skóla sem hýsir
18.000 nemendur af 33 þjóö-
ernum, 6 kynþáttum og
tveimur kynjum, er oft heitt í
kolunum. En lífiö við háskól-
ann snýst ekki alltaf um æðri
menntun, heldur oft og tíö--
um um aö halda lífi, því þar
gildir frumskógarlögmálið.
Þeir hæfustu lifa af.
ÚTBOÐ
F.h. Hitaveitu Reykjavíkur, eróskaðeftirtilboöum ílagningu hitaveitu-
lagna í Hafnarfiröi.
Verk þetta er nefnt:
HAFNARFJÖRÐUR: AÐGREINING ÞRÝSTIKERFA
Helstu magntölur eru:
Lögn nýrrar æðar 1.500 m
Endurnýjun æðar 550 m
Samtals 2.050 m af DN 50-150 mm lögnum.
Verkinu skal að fullu lokið fyrir 1. október 1995.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík,
frá og með þriðjudeginum 11. júlí, gegn kr. 15.000 skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 19. júlí 1995, kl.
11:00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
(REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Frikirkjuvegi 3 - Sími 25800
Fréttir í vikulok
Lést í flugslysi
Silfrib allt frá vík-
ingatímanum ut-
an einn hlutur
Rannsókn danska þjóð-
minjasafnsins hefur tekið af
öll tvímæli um aö Miðhúsa-
silfrið svonefnda sé frá vík-
ingaöld. Aöeins einn hringur
sker sig úr þeirri niöurstöðu.
Miklar deilur hafa staðið um
aldur silfursins og mun vænt-
anlega koma til meiðyrðamála
af hálfu hjónanna í Miðhús-
um, sem telja að vegið hafi
veriö aö æru þeirra með aö-
dróttunum um falsanir. Þá
liggur fyrir hjá umboðsmanni
Alþingis mál Þórarins Eldjárns,
en hann telur aö vegið hafi
verið að æru fööur síns, Krist-
jáns Eldjárns, í tengslum viö
þetta mál.
Maöur Iést í flugslysi þegar flugvél hans rakst á fjallstopp á
Reykjanesskaga í slæmu skyggni.
Loöna undir ís
Loönuvertíðin hefur fariö vel af stað, en vegna mikils hafíss
hefur ekki veriö hægt að veiða á gjöfulum miðum, þar sem
loönan liggur undir ísnum. Þrátt fyrir það hafa þau þrjátíu
skip, sem stunda veiðarnar, veitt yfir 30.000 tonn.
Innflutningur hafinn á ís
Innflutningur á ís hófst í vikunni í kjölfar GAlT-samkomu-
lagsins. Bónus gerði tilraun til að selja innfluttar kalkúnalapp-
ir, en fékk ekki vegna þess að tilskilin vottorð vantaöi.
Ingvar bæjarstjóri í Hafnarfirbi
Meirihluti alþýðuflokksmanna og tveggja fulltrúa Sjálfstæð-
isflokksins hefur verið myndaöur í Hafnarfirði. Ingvar Viktors-
son var kosinn bæjarstjóri.
Hassneysla minnkar, en sprautufíkl-
um fjölgar
Neysluform sjúklinga, sem koma til SÁÁ, hefur breyst veru-
lega. Stórneytendum kannabisefna hefur fækkað, dregið hefur
úr amfetamínneyslu, en sprautufíklum hefur fjölgaö mjög.
84% nýrra sjúklinga hjá SÁÁ greinast þó enn sem áfengisfíldar.
Alþjóbleg víkingahátíö í Hafnarfirbi
Nú fer fram umfangsmikil víkingahátíö í Hafnarfiröi og
sækja 600 erlendir víkingar hátíðina. Þetta er ein stærsta hátíö
sinnar tegundar, sem haldin hefur veriö, og er hún bæöi hugs-
uö sem menningar- og skemmtiviðburður.
Abstöbumunur fer eftir fjölskyldu-
gerb
Töluveröur aöstööumunur milli íslenskra barnafjölskyldna
fer ekki eftir stétt, heldur fjölskyldugerö, samkvæmt umfangs-
mikilli skýrslu Sigrúnar Júlíusdóttur félagsráögjafa. Fráskildir
foreldrar búa að jafnaði viö Iakari skilyrði en hjónafólk.