Tíminn - 15.07.1995, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.07.1995, Blaðsíða 1
SIMI 563 1600 Brautarholti 1 STOFNAÐUR 1917 79. árgangur Laugardagur 15. júlí 1995 130. tölublað 1995 Forystumenn bœnda í þremur kjördœmum boba þingmenn til fundar í Dalabúb. Arnór Gunnarsson í Glaumbœ í Skagafirbi: Sauðfjárbúskap- ur er deyjandi að óbreyttu a t-.i.-’ii .■'fc \ * i ' p <• ?' .* ; y , Forystumenn bænda á Vestur- Iandi, Vestfjörbum og Norbur- landi vestra hafa bobaö alþing- ismenn þessara kjördæma til fundar viö sig í Dalabúö i Búö- ardal næstkomandi mánudags- kvöld. Þar á aö reifa stööuna í málefnum bænda á þessum landshlutum, sem þeir sjálfir segja vera knappa. Arnór Gunnarsson, bóndi í Glaumbæ í Skagafiröi og formað- ur Búnaöarsambands Skagafjarö- ar, sagöi í samtali viö Tímann í gær á þessum fundi yröu þing- menn „kraföir svara um stóru orðin sem þeir létu falla fyrir kosningar," einsog hann komst að orði. Arnór sagöi að sauðfjár- ræktin yrði það mál sem Skagfirð- ingar myndu leggja mesta áherslu á á þessum fundi. „Staðan í sauðfjárræktinni hér í Skagafirði er mjög slæm og þetta er deyjandi stétt ef ekkert verður að gert. Þetta veröur aðeins frí- stundabúskapur með sama áfram- haldi. Við erum ösáttir við að bændurnir sjálfir þurfi að halda uppi þeirri byggðastefnu sem stjórnmálaflokkarnir boða. Vera einskonar Byggðastofnun. Þing- menn lofuðu miklum fjárfram- lögum til þessarar búgreinar fyrir kosningarnar nú í vor," sagði Arnór Gunnarsson. Um þær hugmyndir sem nú hafa verið settar fram í sauðfjár- rækt, það er að kvótakerfi verði aflagt, segir Arnór Gunnarsson þær vera tvíbentar. „Ég segir bæði já og nei um þessar hugmyndir. Mér finnst til dæmis alveg ótækt gagnvart þeim sem nú hafi verið að kaupa kvóta á stórfé að nú eigi að taka hann af. Það hefði verið miklu nær að leyfa þá aldrei neina frjálsa sölu á kvóta. Til þeirra sem hafa verið að kaupa kvóta hefði ég viljað að þeim yrði endurgreidd á fimm árum sú fjár- hæð sem þeir hafa sett í kaupin. Að greidd yrðu út 20 prósent á ári." Arnór Gunnarsson er þeirrar skoðunar að bændur stóli of lítið á sjálfa sig og vilji „að ríkið bjargi þeim," einsog hann komst að orði. „Þetta finnst mér ekki gott og vil að við björgum okkur sjálf- ir sem mest. Það er til dæmis von- laust að fá lengingu á sláturtíma af því menn smala alltaf um miðj- an september — bara af gömlum vana. Þetta er dæmi um það viö- horf bænda að aðrir verði að koma þeim til aðstoðar," sagði Arnór Gunnarsson í Glaumbæ. ■ Belgísk lúxusskúta Þessi belgíska lúxusskúta lagb- ist ab bryggju í Reykjavíkurhöfn ígœr, en hún er ab koma frá Grcenlandi. Skútan ber nafnib Antwerp Flyer og eins og nafnib gefur til kynna er hún skráb í borginni Antwerpen. Þab er óþarft ab taka þab fram ab í þessu glœsilega fleyi er allt til alls, en í þessari ferb er hún fljótandi heimili 17 manna. Á myndinni má sjá hvar tollverbir stíga frá borbi eftir ab hafa af- greitt skútuna. Tímamynd: Pjetur I j .-■4 Togarinn Már er laus og farinn aftur til Smuguveiöa. Halldór Ásgrímsson: „Miklar tilfinningar gera málib erfiðara" „Beggja vegna borösins eru miklar tilfinningar í þessu máli sem gerir það erfiðara úr- lausnar. Þarna á ég bæbi viö ís- Norbmenn leita abstobar á Þórshöfn: Sjómaður slasaður Norskt loðnuskip óskaöi síö- degis í gær eftir læknisað- stoö á Þórshöfn á Langanesi vegna sjómanns um borb sem var lítilsháttar slasabur. Björgunarbátur var sendur til móts viö skipiö þar sem þaö lónaði skammt fyrir ut- an innsiglinguna og komu björgunarmenn sjómannin- um undir læknishendur. Síðar óskaði norski skipstjór- inn eftir því að mega koma við skip sitt aö landi. Þeirri beiðni var fúslega svarað játandi og fór hafnsögumaður um borð í skipið og sigldi því í land. lendinga og Norömenn. En hvab varbar togarann Má hefur þab einstaka mál nú verib lykta leitt," sagöi Halldór Ás- grímsson utanríkisráöherra í samtali vib Tímann. Kafarar frá norska varðskipinu Norden skám í gærdag net úr skrúfu togarans Más frá Ólafsvík þar sem hann var þá staddur út af Honningsvág. Það verk tók skamma stund og hélt skipið aft- ur til veiða í Smugunni. Áður höfðu norskir björgunarkafarar guggnað á að taka það verkefni að sér eftir að kröftug og harðorð mótmæli höföu borist frá sam- tökum norskra sjómanna. Varðskipið Týr sem var á leið- inni til Noregs Má SH til aðstoð- ar sneri við þegar ljóst var að Norska strandgæslan hefði tekið hjálparstarfið að sér. Þá var Tý, undir stjórn Halldórs Gunn- laugssonar skipherra, snúið við en skipið var þá statt vestur af Langanesi. „Eg vænti að þetta mál verði til þess að bæði íslendingar og Norðmenn leggi sig í ríkari mæli fram við að ná samkomulagi til framtíðar í þessum málum. Ég hef ítrekaö rætt þetta við mál við utanríkisráðherra Norðmanna. Einnig þarf að koma því á hreint hvaða þjónustu íslensk skip eiga geta fengið í Noregi og norsk skip síðan hér á landi. Hún verður að vera sambærileg. Það veröur sett vinna næstu daga í að koma því máli á hreint," sagbi Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra. ■ Menntamálarábherra heimil- ab ab borga meb fyrirvara: Svíar opna fyr- ir flugvirkja- nemunum Eftir mótttöku bréfs frá menntamálarábherra Svíþjóö- ar í gær tilkynnti menntamála- rábuneytib ab íslensku flug- virkjamemarnir sem hyggja á framhaldsnám í Vasterás í haust geti nú fengiö inngöngu í skólann. Menntamálaráðuneytið segir þó ljóst, að sænsk stjórnvöld séu ennþá þeirrar skoðunar að ís- lenskum stjórnvöldum beri aö greiða kostnaðinn við flugvirkja- námib og nema kröfur þeirra til þessa um 30 milljónum íslenskra króna. Ríkisstjórn íslands hefur heimilað menntamálaráðherra að ganga frá fjárhagslegum skuldbindingum á þann veg að þær hindri ekki abgang íslend- inga að skólanum í Vasterás. En komi til greibslu verður hún með fyrirvara um endurkröfurétt, þar sem íslenska ríkið heldur fast í mótmæli sín um greiðsluskyldu og viburkennir ekki sænsku reikningana. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.