Tíminn - 15.07.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.07.1995, Blaðsíða 5
Laugardagur 15. júlí 1995 WSimhaia WtWt'I'WW 5 Nú er kominn sá tími sem almennt var kallaður bjargræðistíminn, þegar bændur gengu til heyskapar og róið var til fiskjar. Þetta hugtak heyrist sjaldnar í daglegu tali en áður. Heyskapurinn tekur styttri tíma en fyn með aukinni tækni, og er ekki jafn háður veöri og vindum. Sjórinn er stund- aður árið um kring. Endurskoöun búvöru- samningsins Bændur landsins standa nú á þessum mánuðum frammi fyrir mikilli óvissu. Nú eru hafnar viðræður við ríkisvaldið um endurskoðun á þeim búvörusamningi, sem verið hefur rammi um landbúnaöarfram- leiðsluna síðustu árin. Sá samningur byggði á því að ríkið greiddi svokallaðar beingreiðslur fyrir ákveðið greiðslumark. Þessar beingreiðslur eru markaðstengdar, þannig að þær minnka ef salan dregst sam- an, en aukast ef sala afurðanna eykst. Búvörusamning- urinn 1992 í apríl 1992 gaf upplýsingaþjónusta landbúnaðarins út fréttabréf þar sem skýrt er frá því að nýr búvörusamningur muni taka að fullu gildi þann 1. september þaö ár. Um þetta var sagt eftirfarandi: „Með honum veröa miklar breytingar á rekstrarumhverfi hefðbundnu búgiein- anna, sauðfjárræktarinnar og mjólkurfram- leiöslunnar. Hvað sauðfjárræktina varðar fellur verðábyrgð ríkissjóðs niður og veröur framleiðslan eftir 1. september á ábyrgð framleiðenda og afurðastöðva. Útflutn- ingsbætur falla niður til frambúðar og nið- urgreiðslum í núverandi mynd hætt. 1 staö þeirra kemur svonefnt greiðslumark, en það veitir framleiðendum rétt á beinum greiðslum úr ríkissjóði. Greiðslumarkið miðast við innanlandsneyslu. Aukist inn- anlandsneyslan, eykst greiðslumarkið og öfugt." Væntingar sem brugöust Ef þróunin er skoðuð síðan þetta var rit- að, blasir það því miður við aö sauðfjár- ræktin er í mjög miklum vanda. Þróunin hefur orðið sú að innanlandssalan hefur minnkaö og greiðslumarkið lækkað með þeim afleiðingum að tekjur sauðfjárbænda hafa hrunið. Þær væntingar, sem við samn- inginn voru tengdar, hafa ekki gengið eftir. Þess vegna er nú hafin vinna viö endur- skoðun á honum, þótt hann gildi til 31. ág- úst 1998, nema um annað verði samið, eins og stendur í samn- ingnum. Kvótinn afnuminn? Eitt af því, sem til um- ræðu hefur verið, er að afnema framleiðslutak- markanir eða kvótakerfi í sauðfjárræktinni. Fyrir- komulagið mundi þá verða hliðstætt og í svína- og nautgriparækt þar sem ekki eru framleiöslutakmarkanir. Ekki verður fram- hjá því litið, að ein ástæðan fyrir því að sala dilkakjöts hefur minnkað er sú að þær kjöt- tegundir, sem ekki eru kvótabundnar, hafa sótt á, og má þar sérstaklega nefna svína- kjötið. Þá hafa einnig verið uppi hugmynd- ir um að afnema lögbundna verðlagningu sauðfjárafurða og verðlaginu verði stjórnað með tilliti til markaðsaðstæðna. Róttækar hugmyndir Miðaö viö þá stefnu, sem uppi hefur ver- ið í sauðfjárræktinni, eru þetta róttækar hugmyndir, en hins vegar er rétt að ræða þær og meta afleiöingarnar. Núverandi fyr- irkomulag getur ekki gengið og hefur orbið til þess ab þorri sauöfjárbænda getur engan veginn haft afkomu af sauðfjárrækt. Ef kvótakerfið er afnumið, hefur það þær afleiöingar að þeir, sem verst eru settir, verða undir og þurfa að hætta búskap. Hins vegar munu aðrir, sem hafa fjárhagslega burði til ab bæta við sig, fá möguleika í hinu nýja fyrirkomulagi. Víða eru illa nýtt útihús og ræktun, sem koma mætti í gagn- ið við breyttar abstæður. Líklegt er að til- tölulega öflugir kúabændur gætu bætt við sig í sauðfjárrækt, en ungir, skuldsettir fjár- bændur mundu eiga í miklum erfiðleikum. Færri bú og stærri Afnám kvótakerfisins mundi án efa leiða til færri búa og stærri. Þá vakna spurningar um tilveru sveitanna og samfélagsins þar, og hvað verður um þab fólk sem mundi hverfa frá búskap í stórum stíl. At- vinna liggur ekki á lausu í nærliggjandi þéttbýlis- stöðum, en sókn í at- vinnu úr sveitum til þeirra er löngu orðin staðreynd og algengt er ab fólk sæki daglega vinnu umtalsveröar vegalengdir meö breyttum samgöngum. Þessa þætti og miklu fleiri þarf að meta áður en örlagaríkar ákvarðanir eru teknar varbandi sauðfjárframleiðsluna. Hins vegar verbur ekki séð að núverandi fyrirkomulag sé á vetur setjandi, hvort sem skrefib verð- ur tekiö til fulls að gefa framleiðsluna al- gjörlega frjálsa. Verölagsmálin Verðlagsmálin eru svo kapítuli út af fyrir sig. Þar höfum viö dæmin fyrir okkur. Kart- öflubændur geta framleitt að vild og kepp- ast um markaðinn. Dæmi eru um það að þeir selja á afar lágu verði, sem skilar sér ekki til neytenda. Það er nauðsynlegt að framleiða land- búnaðarvörur og vinna úr þeim á sem hag- kvæmastan hátt. Það er einnig nauðsyn að samtakamáttur bænda og afurðastöbva sé slíkur, ab ekki ríki algjört frumskógarlög- mál á markaðnum. Það er neytendum heldur ekki til góðs. Fólk er samdóma um ab íslenskar landbúnabarvörur séu góðar, og vonandi tekst ab koma málum þannig fyrir að landsmenn eigi áfram kost á inn- lendri gæðaframleiðslu. Hátíöamatur en ekki skyndibiti Eins og áður segir, hafa aðrar kjöttegund- ir sótt á í sölu á kostnað kindakjöts. Það bætist vib aðrar neyslubreytingar í þjóðfé- laginu. Kindakjötiö er ekki hversdagsmatur eins og áður. Það er hátíöamatur, en það nægir ekki til þess ab halda uppi þeirri miklu neyslu sem var. Kindakjötib er vin- sæll grillmatur á sumrin, en að öðru leyti er það ekki skyndibiti fyrir hinn mikla skyndibitamarkað, sem verið hefur að þró- ast hérlendis á undanförnum árum. Nú er glímt við þá spurningu hvort meira svigrúm í verðlagningu mundi breyta þessu og leiða til enn meiri vöruþró- unar. A undanförnum árum hefur margt skeð á þeim vettvangi og vöruúrval aukist, en ekki hefur tekist að ná þeirri ímynd sem mjólkurvörurnar hafa um fjölbreytni. Hér er viðurkennt að mikið og gott úrval er til á þeim vettvangi, en dilkakjötib hefur ekki haft sama umtal að þessu leyti. Útflutningurinn Þeirri markaðsstarfsemi, sem verið hefur erlendis, ber að halda áfram og styðja við hana. Markaðssókn þessi er afar dýr og ár- angurinn kemur ekki í einu vetfangi. Mikl- ar væntingar eru ávallt vaktar upp í þessu efni, en við þetta starf þarf umfrám allt þol- inmæði og fjármuni sem ekki skila sér að kvöldi. Næsti búvörusamningur þarf að taka á þeim málum hvernig að stubningi vib útflutninginn er stabiö, en við eigum ab nýta þá möguleika sem bjóðast á þéim vettvangi. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.