Tíminn - 15.07.1995, Blaðsíða 10

Tíminn - 15.07.1995, Blaðsíða 10
18 Wímnm Laugardagur 15. júlí 1995 Þorsteinn Jónsson Þorsteinn fónsson, bóndi á Eystri- Sólheimum í Mýrdal, fœddist að Seljavöllum undir Eyjafjöllum þatm 29. mars 1911, sonur hjónanna Jóns Jónssonar frá Lambafelli (fœddur 11. september 1866, dáinn 22. maí 1936) bónda og smiðs á Seljavöllum og Sigríðar Magnúsdótt- ur frá Rauðsbakka (fœdd 25. júní 1874, dáin 30. mars 1963). Hann lést að heimili sínu þann 4. júlí 1995. Þorsteinn ólst upp á Seljavöllum í stórum hópi systkina: Fjögur systk- ini voru samfeðra: Guðjón, vélsmið- ur í Vestmannaeyjum, fœddur 22. febrúar 1891, dáinn 19. nóvember 1974; Dýrfuma, bjó á Eyvindarhól- um, fœdd 30. janúar 1892, dáin 7. maí 1986; Guðrún, bjó í Reykjavík, fœdd 16. maí 1893, dáin 11. mars 1987; Sigurður, vélsmiður í Vest- mannaeyjum og síðar vélgœslumað- ur t Reykjavík, fœddur 7. desember 1897, dáinn 16. maí 1960. Einn hálfbróður áttu systkinin sam- mœðra, sem var Jón Ólafur Ey- mundsson Jónsson, smiður í Vest- mannaeýjum, fœddur 12. október 1901, dáinn 9. september 1985. Þorsteinn átti einnig sex alsystk- ini: Ragnhildur, bjó í Vestmanna- t MINNING eyjum, fædd 8. maí 1905, dáin 14. tnars 1987; Anna, bjó á Seljavöll- um, fœdd 16. október 1907, dáin 15. maí 1995; Magnús, vélstjóri Vestmannaeyjum, fœddur 7. ágúst 1909, dáin í desember 1988; Vig- fús, vélsmiður í Vestmannaeyjum, fœddur 11. apríl 1913, dáitm 22. desember 1970; Jes Ágúst, blikk- smiður í Hafnarfirði, fœddur 13. febrúar 1915, dáinn 12. janúar 1983; Ásta, bjó lengst af í Vest- tnannaeyjum, fcedd 30. október 1917, dáiti 7. ágúst 1945. Þorsteinn stundaði nám við Bœndaskólanum að Hólum í Hjaltadal 1937-1939 og lauk það- an búfrœðiprófi. 23. júní 1940 gift- ast hatm eftirlifandi konu sinni, Valgerði Sigríði Ólafsdóttur (fœdd 21. desetnber 1908), dóttur Ólafs Helga Jónssonar bónda á Eystri-Sól- heimum og Sigríðar Þorsteinsdóttur. Þorsteinn og Sigríður Itófit búskap á Eystri-Sólheimum þá utn haustið, með Ólafi og Sigríði. Þorsteinn vatm við bústörfm ásamt tengdaföður sínum auk þess að stunda vertíðir, en Sigríður var kennari við bama- skólann að Eystri-Sólheimum. Þor- steinn kenndi einnig sund í sund- lauginni að Seljavöllum. Þau tóku síðati alfarið við búskapnum að Eystri-Sólheimum 1953. Þorsteini og Sigríði varð fimm barna auðið: Sigríður, fœdd 22. apríl 1941, að- stoðannaður tannlœknis, gift Guð- geiri Ágústssyni, böm Ólafitr Helgi (f. 1963) og Garðar Þorsteinn (f. 1974). Sigrún Ragnheiður, fœdd 26. febr- úar 1945; ketmarí, býr í Þýskalandi, satnbýlismaður Mathias Mueller. Hildigunnur, fœdd 2. febrúar 1946, vitmur á leikskóla, gift Einari Gunnlaugssyni, böm Gunnlaugur Magnús (f. 1981) og Valgerður Helga (f. 1984). Kristín, fœdd 12. mars 1948, skólastjóri við Seljalandsskóla, börn Þorsteinn Magnússon (f. 1976) og Einar Rúnar Magnússon (f. 1978). Ólafúr Helgi, fœddur 18. apríl 1950, bóndi á Eystri-Sólheimum. Útfór Þorsteins Jónssonar fer fram frá Sólheimakapellu klukkan 14 í dag, laugardaginn lS.júlí. Ég glaðvaknaði rétt fyrir klukk- an sex að morgni 4. júlí-síðastlið- ins og gat alls ekki sofnað aftur, en slíkt er mjög óvenjulegt. Ég lá og hugsaði hvort eitthvað hefði gerst sem hefði vakið mig, en börnin steinsváfu og allt virtist með venjulegum hætti. Rúmlega átta hringdi móðir mín í mig og sagði mér að afi minn hefði dáið um klukkan sex um morguninn, eftir að hafa farið út um fimmleytið og litið eftir fé í túninu. Mig langar að setja nokkur orð á blað um hann afa minn, Þor- stein Jónsson, bónda á Eystri-Sól- heimum í Mýrdal. Ég ætla að reyna að lýsa því hvernig bónd- inn á Eystri-Sólheimum kom mér fyrir sjónir, fyrst sem barni sem var öll sumur og flestar helgar í sveitinni, og síðar sem fullorðn- um manni meö eigin fjölskyldu og börn. Skemmst er að minnast þess að um nýliðna helgi fórum við aust- ur, ég og konan mín og börnin tvö, en þessi sveitarferð var sú fyrsta hjá átta mánaða syni okkar. Við matarboröið var afi samur við sig; ég átti að drekka mjólkina mína ekkert síður en þriggja ára dóttir mín, og afi gamli setti hnefann í borðið og skipaði Þor- steini frænda mínum og nafna sínum að éta meira ket. Nei takk sagði Þorsteinn, og var látið þar við sitja. Þótti mér nú margt hafa Úthlutun fræði- mannsíbúöar Húss Jóns Sigurðssonar Uthlunarnefnd fræðimanns- íbúðar samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaup- mannahöfn hefur lokib störfum og úthlutab íbúbinni frá 1. sept; ember 1995 til 31. ágúst 1996. í úthlutunarnefndinni eiga sæti Ólafur G. Einarsson, forseti Al- þingis, Ólafur Egilsson, sendi- herra íslands í Kaupmannahöfn og formabur stjórnar Húss Jóns Sigurbssonar, og dr. Jakob Yng- vason, tilnefndur af rektor Há- skóla íslands. Alls bárust nefndinni 36 um- sóknir. Sex fræðimenn fá afnot af íbúð- inni sem hér segir: Dr. Már Jónsson sagnfrœðingur, til að kanna gögn um Árna Magn- ússon prófessor og handritasafn- ara, september til nóvember 1995. Hrafhhildur Schram listfrœðing- ur, vegna rannsóknar á skandina- vískum áhrifum á fyrstu kynslóð íslenskra myndlistarmanna, des- ember 1995. Páll Bjamason arkitekt, vegna rannsóknar á þróun íslenskrar byggingarlistar, jattúar 1996. Sigfús Haukur Andrésson sagn- ftœðingur, til ab rannsaka frekar verslunarsögu íslands 1808- 1855 (fríhöndlunina), febrúar til apríl 1996. Hjördís Hákonardóttir lögfrœð- ingur, til samanburðarrannsókna á ritstíl og orðafari danskra og ís- lenskra lögfræðinga, maí til júní 1996. Jón G. Friðjónsson málfrœðingur, til ab afla heimilda í oröasöfnum Árnastofnunar um íslensk orðatil- tæki úr biblíumáli, júlí til ágúst 1996. Fræbimannsíbúbin í Kaup- mannahöfn, tengd nafni Jóns Sig- urbssonar, er skammt frá Jóns- húsi, í Skt. Paulsgade 70. Fræbi- mabur hefur enn fremur vinnu- stofu í Jónshúsi. Lífeyrisþegar í sumarferb Kaupfélag Skagfirbinga baub lífeyrisþegum Samvinnulíf- eyrissjóbsins í Skagafirbi til sumarferbar laugardaginn 1. júlí. Farið var til Siglufjarðar og komið þar við á Síldarminja- safninu og horft á síldarsöltun ásamt því sem safniö var skob- að, síðan var ekið um Siglufjörb og bærinn skobaður, m.a. Siglu- fjarðarkirkja og minjagripafyrir- tækið Glaðnir. Eftir máltíð á Hótel Læk var haldið inn í Fljót og ekið fram ab Skeiðsfoss og minnisvaröa um Sölva Helgason ásamt því að opnaður var veitingaskáli sem ber nafn Sölva og er nefndur Sölvabar. Að lokum var haldið til Hofsóss og þegnar kaffiveit- ingar á Sólvík og Drangeyjar- safnið í Pakkeyjarhúsinu skoð- aö. Þátttakendur í ferðinni voru alls 37 og voru mjög ánægbir í feröalok. ■ breyst, því ekki hefði þýtt fyrir mig hérna einu sinni að segja ab ég hefði fengið nóg. Mér varð hugsað til þess að sá gamli hefði nú eftir allt saman mýkst með ár- unum; þab er nefnilega ein af sterkustu æskuminningum mín- um aö hlusta á afa minn reyna að troba í mig mat svo ég yrði nú „stór og digur", svo hans orðatil- tæki sé notaö. Sömuleiðis meðal sterkustu minninga eru gönguferbir með afa mínum og Snata austur á hraun eba út í Nes, oftast til að reka burt óvelkomnar rollur ná- grannanna, en einnig stundum vegna þess að það var gott veður eða vegna þess að okkur langabi til þess. í þessum gönguferbum lærði ég hvað fjöllin heita og hvaðan vindurinn blæs, hvab blómin heita, hvaða fugl tístir hvernig og hvers vegna úlfamir elta sólina. Ég minnist einnig stjörnubjartra vetrarkvölda, þar sem ég lærði hvað stjörnurnar heita og hver stjörnumerkin eru. Afi minn kenndi mér ab meta íslenska náttúm, og er ekki hægt aö þakka það nógsamlega; nema kannski ef mér tekst að vekja hjá börnunum mínum sömu hrifn- ingu og aðdáun á landinu og afi minn vakti hjá mér. Okkur afa minn greindi á, eins og gengur og gerist meb fullorð- inn sveitabónda og borgarbarn. Þegar ég fór í menntaskóla fannst honum að ég ætti að fara á loðnu; þegar ég lærði markaðsfræði og hagfræði vildi hann að ég færi til Sovétríkjanna og lærði skógrækt. Samt var hann ekki spar á hrósib ef honum þótti frammistaða verðskulda slíkt. Eina skiptið sem ég minnist þess að afi minn hafi verið sammála mér án þess aö nokkuö reyndi á, var þegar ég fyr- ir ellefu árum kom meö konuefn- ið mitt í heimsókn í sveitina. Minningarbrotin hrúgast upp: Nokkurra ára gamall er ég með afa og ömmu að taka á móti lambi sem gekk illa ab komast í heiminn og ég var viss um ab kindin myndi springa; með afa á gamla Ferguson ámoksturstrakt- ornum og hann vildi alls ekki að ég stigi á vökvaleiðslurnar vegna þess að þær væru næstum því lif- andi; eitt sinn fékk ég skammir þegar ég datt í lækinn í þriðja skipti sama daginn, því amma hefði jú annað að gera en að þvo þvott; lítil hrifning þegar borgar- snábinn mætti með kúrekabyssur og hatt í sveitina, og svo mætti lengi telja. Afi gamli gat verið erfiður í skapinu og býsna oft fljótur á sér ef maður fór ekki alveg eftir bók- stafnum sem hann hafði sett. Sömuleiöis gerði stoltið það að verkum aö hann gat ekki bakkað með hlutina nema löngu síðar og þá „óopinberlega" ef svo má segja. Hann var húsbóndi á sínu heimili og var oft grimmur ef borgarbarnið bar ekki næga virö- ingu fyrir því hlutverki. Ég segi hlutverk, vegna þess aö eftir því sem árin libu fór mér aö finnast aö þetta húsbónda- og upp- alandahluverk væri honum ekki eölislægt, heldur hefði honum veriö kennt ab svona ættu karlar ab vera og þess vegna ætti hann að vera svona líka. Verulegur ald- ursmunur er á mér og öbrum barnabörnum og sýndist mér önnur barnabörn ekki hljóta al- veg sama „uppeldið" og ég hlaut. Hann hætti samt aldrei að taka af okkur dagblöðin ef hann var ekki búinn að lesa þau. Sá sem þetta skrifar hefur að sumu leyti erft lundarfar afa gamla, er fljótur til og fastur á sínu. Annað uppeldi, aðrar að- stæður og önnur menntun og reynsla hafa þó slípað lundarfarib til á annan hátt en varð hjá sveitabóndanum. Það er okkur, sem fædd erum á síðari hluta þessarar aldar, mikilvægt að átta okkur á þeim gríðarlegu breyting- um sem orðið hafa frá því að fólk á aldur við afa minn var að vaxa upp á fyr'ri hluta aldarinnar. Okk- ur þykir sjálfsagt að eiga hús og bíla ekki seinna en um þrítugt, en sú kynslóð sem nú er að hverfa þakkaði fyrir að hafa í sig og á, og þurfa ekki að segja sig til sveitar. Við getum lært margt af þessu fólki, en til þess þurfum við að gefa okkur tíma sem við virðumst aldrei hafa. Þó ab við séum alltaf á þessari hraðferð, þá má mikiö vera ef við, getum áorkað jafn— miklu og hverfandi kynslóð, sem færði ísland frá því að vera fátækt bændasamfélag til þess velmeg- unarþjóðfélags sem hér er í dag. Ég lærbi margt áf afa mínum, um náttúruna, um mannfólkið og um lífið og tilveruna almennt. Vib áttum að vera dugleg að vinna, en samræður, ferðalög og sérstaklega lestur áttu samt vel rétt á sér. Því þó að þessar athafn- ir komi ekki heyinu í hús, þá auðgar þetta jú sálina. Flestar þær bækur, sem afi minn hélt að mér, hef ég lesið svona gegnum árin, nema hvað frammistaöa mín í ís- lendingasögunum er enn sem komið er ekki til fyrirmyndar. Afi var alger bindindismaður á vín, en það er eins og mig minni að ég hafi séð hann kveikja í vindii. Ég get ekki látið hjá líða að minnast þess, þegar einhver sem ég man ekki eftir gaf afa flösku af íslensku brennivíni. Afi spurði hvort hann mætti ekki ráðstafa flöskunni ab vild fyrst hann ætti hana, og að fengnu jáyrði stóð hann upp frá eldhúsborðinu, gekk að vaskinum og hellti niður innihaldi flöskunnar. Flaskan fór því næst í ruslið, en afi hélt áfram samræðum við gefandann eins og ekkert hefði í skorist. í lok apríl kom afi gamli í bæ- inn til aö vera vibstaddur ferm- ingu barnabarns, og skoðaði um leið nýtt hús undirritaðs. Margt í húsinu er nokkuö nýtískulegt, og sérstaklega stálstigi einn allmikill. Afi varð mjög hrifinn af öllu sam- an, og stiganum meira en öðru. Það skipti hann ekki máli þó að útlit hlutanna félli ekki að hans fegurðarsmekk. Það sem skipti hann máli var að vandað er til vinnubragða. Ég fann mjög sterkt að nú var hann loksins ánægður meö freka barnabarnið með sjálf- stæðu skoðanirnar; en þó var hann enn ánægðari með barna- barnabörnin tvö. Afi minn var náttúruunnandi sem elskabi landíð sitt, bók- hneigöur framsóknarmaður sem vildi ketið vel salt og kunni að meta þab sem vel var gert, en hann var umfram allt mannlegur hversu mjög sem hann reyndi að fela það. Þannig vil ég muna hann. ÓlafurH. Guðgeirsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.