Tíminn - 15.07.1995, Blaðsíða 4
4
Laugardagur 15. júlí 1995
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Útgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: ]ón Kristjánsson
Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík
Sími: 563 1600
Símbréf: 55 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Mynda-, plötugerð/prentun: ísafoldarprehtsmiðja hf.
Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu 150 kr. m/vsk.
Rekstur Reykja-
víkurborgar
Fram hefur komið í fréttum undanfarið að rekstur
Reykjavíkurborgar hefur verið neikvæður síðustu
fjögur árin. Þetta kemur meðal annars fram í
skýrslu borgarendurskoðanda með ársreikningum
borgarinnar.
Þessar fréttir eru ískyggilegar vegna þess að hér
er um stærsta sveitarfélag á landinu að ræða, og sú
skuldasöfnun, sem af þessum hallarekstri leiðir,
hefur áhrif á efnahagslífið í landinu. Hins vegar er
Reykjavík ekki eina sveitarfélagið sem á í erfiðleik-
um. Afkoma ýmissa annarra sveitarfélaga í landinu
hefur versnað hröðum skrefum og á síðasta ári er
rekstrarhalli þeirra í heild fimm milljarðar króna.
Þetta er efnahagsstærð sem hefur áhrif á fjár-
magnsmarkaðinn, því halla þarf að jafna með lán-
tökum að miklu leyti, annaðhvort innanlands eða
á erlendum lánamarkaði.
Það er ekki um það deilt að minnkandi skatttekj-
ur hafa þau áhrif að staða borgarsjóðs Reykjavíkur
versnar. Reykjavíkurborg hafði á sínum tíma mikl-
ar tekjur af aðstöðugjaldi, sem nú hefur verið fellt
niður og það setur sitt mark á afkomuna.
Ljóst er að fráfarandi meirihluti Sjálfstæðis-
flokksins í borginni hefur hvorki áttað sig á þess-
um aðstæðum né gripið til aðgerða til að mæta
þeim. Tími aðstöðugjaldsins var notaður til mikilla
umsvifa og framkvæmda í stað þess að styrkja
stöðu borgarsjóðs. Því var löngum haldið fram að
Reykjavík væri efnahagslegt stórveldi á íslenskan
mælikvarða.
Núverandi stjórnendur standa því frammi fyrir
alvarlegri fjárhagslegri stöðu, og við því er það eitt
að gera að sýna sem mest aðhald og kostnaðarvit-
und á öllum sviðum. Hallareksturinn kemur niður
á íbúum borgarinnar með einum eða öðrum hætti,
og brýnt er að snúa dæminu við.
Það má áreiðanlega sýna aðhald á ýmsum svið-
um. Kostnaðarvitundin hefur til dæmis ekki verið
alveg í lagi hjá þeim sem byggðu 160 milljóna
króna starfsmannahús fyrir hitaveituna á Nesja-
völlum, sem upplýst er að í eru 20 herbergi auk
annars rýmis. Húsið er fyrir 14 starfsmenn veit-
unnar, sem vinna á vöktum þar fyrir austan, og
kostar því yfir 11 milljónir króna að búa hverjum
þeirra aðsetur.
Þetta dæmi er eitt af mörgum. Sá tími er liðinn
að það skipti ekki máli hvað hlutirnir kosta eða
hverju er kostað til. Skattheimta er komin á það
stig að það verður ekki haldið áfram án enda. í
raun hafa þeir tímar aldrei verið að ráðamenn
borgarinnar gætu stráð um sig peningum, en
meirihluti sjálfstæðismanna var vissulega í þeim
draumaheimi að þeir töldu borgarsjóð vera ótæm-
andi fjárhirslu.
Það er allt of mikil einföldun að skella allri
skuldin'ni á þau átaksverkefni, sem fram hafa farið
í borginni. Þau kostuðu vissulega verulega fjár-
muni, en orsakanna fyrir þessari fjárhagsstöðu er
að leita lengra aftur í tímann, þegar framkvæmda-
gleðin var ekki í nokkrum takti við efnahagslífið í
landinu og varð til þess eins að auka spennu og
verðbólgu. Þarna er átt við árin frá 1988 til 1991.
Birgir Cuömundsson:
Myndin á veggnum
Camla fréttamyndin á veggnum.
Fyrir nokkrum vikum eða mán-
uðum hengdi ég upp á vegg á
skrifstofunni hér á ritstjórn
nokkrar stækkaðar gamlar
fréttamyndir, sem birst höfbu
hér í Tímanum á árum áður.
Slíkt er ekki óeðlileg vegg-
skreyting á vinnustað blaða-
manns, enda úr fjöldamörgum
góbum fréttaljósmyndum að
velja, vegna þess að margir af
bestu ljósmyndurum landsins
hafa á einhverju tímabili starfs-
ferils síns unnið á Tímanum.
Ein þeirra mynda, sem fóru
upp á vegg, er af mótmælum í
menntamálaráðuneytinu frá
því í byrjun áttunda áratugar-
ins. Þá var ráöuneytið til húsa á
Hverfisgötunni í Reykjavík.
Mótmæli af þessu tagi voru
ekki fátíð í þá daga, en lögregl-
an var fengin til að fjarlægja
„setulið" af göngum ráðuneyt-
isins. Á umræddri mynd er ver-
ið að bera einn mótmæland-
ann niöur stigann og sposkur
„jakkalakki" fylgist með.
Glöggir menn hafa talið sig
þekkja ab mótmælandinn sé
Sveinn Rúnar Hauksson, sem
nú er læknir, en „jakkalakk-
inn" sé Elís Adolphson, sem
seinna var lengi hjá VR.
Mismunandi
skynjun
Mynd þessi var búin að
hanga á veggnum fyrir ofan
skrifborð mitt nokkuð lengi og
margir haft orð á því að núorð-
ið væri fátítt að löggan þyrfti
að beita svona hörku í mót-
mælum, þegar litla dóttir mín,
3ja ára, kom í heimsókn og sá
hana. Hún skynjaöi atburbinn
á myndinni ööruvísi en aðrir
og spurði áhyggjufull hvernig
maðurinn á myndinni hefði
meitt sig, þessi sem datt og lög-
reglan væri að hjálpa?! Auðvit-
að hafði hún aldrei heyrt talað
um að lögreglan þyrfti að fást
við mótmælendur með þessum
hætti og því síður vissi hún að
einu sinni, þegar pabbi hennar
var í menntaskóla, var til stór
hópur róttæklinga sem taldi
ekkert sjálfgefið að löggurnar
væru góðu karlarnir. Hún veit
það heldur ekki ennþá, því svo-
leiðis reynir maður einfaldlega
ekki að útskýra fyrir 3ja ára
barni. Hún hefur fengib ab
vera í friði með sína útgáfu af
því sem er á myndinni, og því
má segja ab í gangi séu tvær
ólíkar túlkanir á þessari gömlu
fréttamynd. Annars vegar um
hörku lögreglunnar gagnvart
mótmælendum og hins vegar
sú skynjun barnsins að lögregl-
an sé að hjálpa manni sem
datt.
Nauösyn samræöna
Þessi litla saga af myndinni á
veggnum er auðvitab gott
dæmi um það hvernig mis-
munandi ályktanir og niður-
stöður eru dregnar af nákvæm-
lega sömu staðreyndunum.
Það er ekki nóg að hafa stað-
reyndirnar ljóslifandi fyrir
framan sig, heldur skiptir ekki
minna máli hvernig þær eru
skynjabar og hvernig úr þeim
er unniö. Ágreiningur er aug-
ljós afleiöing svona mismun-
andi túlkunar ólíkra reynslu-
heima og bakgrunns. Eina leiö-
in til að koma í veg fyrir mis-
skilning og slá á deilur, er að
halda uppi stöbugum samræb-
um og virku upplýsingastreymi
milli aðila, þannig að öllum sé
ljóst hver túlkun hins er á
hverjum tíma. Þetta er einföld
speki, en þó er eins og hún
gleymist allt of oft.
Deilur frændþjóöa
íslendingar og Norðmenn,
frændþjóðirnar, eiga gríðar-
legra sameiginlega hagsmuna
að gæta á mörgum sviðum.
Engu að síður eru samskipti
þjóðanna við frostmark vegna
*
I
tímans
rás
deilna um úthafsveiðar —
kannski fyrst og fremst vegna
þess að aðilar, einkum Norð-
menn, hafa litiö nokkuð ein-
hliða á málin út frá sínum eig-
in reynsluheimi og forsendum.
Atburðirnir í sambandi við tog-
arann Má frá Ólafsvík eru gott
dæmi um það hvernig þessi
deila hefur náð að magnast
upp í hæðir sem eru fullkom-
lega óeðlilegar og óheppilegar.
En skýringin á hegðun Norð-
manna er ekki bara sú að þar
séu „vondir menn sem brugga
heimsins ráð", heldur er fyrir
hendi í norsku samfélagi raun-
veruleg reiði í garð íslendinga
vegna þess að þar telja menn
að vib séum ab veiða úr þorsk-
stofni, sem þeir hafa lagt mikið
á sig við að hlífa og byggja upp.
Þar Ieyfa menn sér að setja
undir sig hausinn og hlusta
ekki á aöra, neita að viður-
kenna að það kunni að vera
fleiri hliðar á málinu. Að
kannski sé lögreglan ekki að
hjálpa manninum sem datt á
myndinni á veggnum!
Reiöir íslendingar
Á sama hátt hefur brotist út
talsverð reiði hér heima út af
Más-málinu og samtök sjó-
manna hafa ályktað og bent á
að það sé nú heldur betur önn-
ur meðferð, sem íslenskir sjó-
menn fái í Noregi en norskir
sjómenn fái á íslandi. („Þú berð
bónda minn á meöan ég hossa
barni þínu"?!) Loðnusjómenn
funduöu í talstöðvum sínum í
vikunni líka og eru á því ab við
segjum upp samningum vib
Norbmenn um loðnuna, enda
megi færa fyrir því rök að loðn-
an geti talist íslenskur stofn, ef
norsk-íslenska síldin eigi að
teljast norskur stofn. Auk þess
séu norsku loðnuskipin til
óþurftar á miðunum. Manna á
meðal heyrast líka þær raddir
að gjalda beri Norömönnum í
sömu mynt og neita að aðstoða
þeirra skip, einkum þau sem
eru við veiöar á Reykjanes-
hrygg.
Gott aö mótmæla
Það er vissulega nauðsynlegt
að mótmæla og það er meira að
segja gott að þessi reiði fái ein-
hvers konar útrás, þannig að
öllum sé ljóst að hún kraumar
undir niðri. Og vissulega
kraumar hún mebal íslenskra
sjómanna og almennings, en
menn mega ekki gleyma því að
það kraumar líka reiði meðal
norskra sjómanna og almenn-
ings.
Því eru viðbrögð íslenskra
sjómanna og annarra skiljan-
leg, þó þau séu ekki líkleg til að
slá á deiluna. Þvert á móti eru
þetta aðgerðir sem gætu hert á
henni, og ef íslensk stjórnvöld
gæta sín ekki, gætu þau auð-
veldlega lent á sömu villigöt-
um og Norðmenn.
Umfram aðra eru það stjórn-
völd landanna, sem hljóta að
verða að meðhöndla þessi mál
af ískaldri yfirvegun og halda
uppi þeim samræðum og þeim
samskiptaleibum sem koma í
veg fyrir að menn festist í til-
finningum og sínum eigin
túlkunum á veruleikanum —
festist í rifrildi um hvort lög-
reglan sé að hjálpa manninum
á myndinni á veggnum eða
beita hann hörku. Að þessu
leyti brugðust norsk stjórnvöld
í Más-málinu. Þau dönsuðu eft-
ir þrýstingnum og létu undan
reibi sjómanna. Norsk stjórn-
völd misstu sjónar á því hvab
er eðlileg grundvallarregla í aö-
stoð við skip í vanda og hvað
snjallt pólitískt herbragð í deil-
unni við íslendinga. Þetta var
því fyrst og fremst afar klaufa-
legur pólitískur afleikur af
hálfu Norðmanna. Enda herma
síðustu fréttir að eftir ítrekaðar
samræður stjórnvalda sé málið
að leysast. Þess vegna verða ís-
lensk stjórnvöld, ólíkt því sem
kom fyrir þau norsku, ab halda
áfram yfirvegun sinni og láta
þetta ekki hafa eftirmála sem
leitt gætu til stigmögnunar
deilunnar milli ríkjanna. Miklu
nær er að staldra við, telja upp
að 100, og halda svo áfram ab
leita sátta. ■