Tíminn - 15.07.1995, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.07.1995, Blaðsíða 7
Laugardagur 15. júlí 1995 ftmiwtt 7 Ólafur Ragnar Grímsson, varaformabur utanríkisnefndar Alþingis, hefur óskab greinar- gerbar frá utanríkisrábuneyti um hercefinguna: Kátbroslegt að Norbmenn skuli valdir í hlutverk óvinarins „Vandinn vib þessa heræf- ingu sem hér fer fram nú er ab þab hefur enginn grein- argerb verib gerb fyrir henni opinberlega hér á fs- landi svo mark sé á tak- andi. Ég óskabi eftir því fyrr í vikunni ab fá frá ut- anríkisrábuneytinu skýrslu um þab ab hvaba leyti þessi heræfing væri frá- brugbin því sem ábur hefbi farib hér fram. Sérstaklega hvab snertir þátttöku ís- lenskra abila og þau svæbi sem hún færi fram á," segir Ólafur Ragnar Grímsson, alþingismabur og varafor- mabur utanríkismála- nefndar. Hann var undrandi á því ab hafa ekki fengib svör fyrr en seint í gær, degi áöur en heræfingarnar hæfust, og þá aöeins tæpa eina vélritaöa síbu mjög almenns eölis. „Þaö er allavega nauösynlegt aö íslenskir aöilar geri opin- berlega grein fyrir því á ís- landi hver er þátttaka ís- lenskra aöila í þessari heræf- ingu og hvaöa rök liggja á bak viö þá þátttöku." Óheillaþróun Ólafur Ragnar segir einnig skorta alla greinargerb fyrir því hvers vegna hinir ýmsu bandarísku aöilar sem taka þátt í heræfingunni eru hér viö æfingar. Þaö skorti hvaöa rök væru fyrir því, bæöi hernaöarleg og önnur. „ísland er aubvitaö ekki vettvangur fyrir heræfingar heræfingarinnar vegna. Þaö er mikill misskilningur og satt ab segja óheillaþróun ef einhverjir menn í íslenska stjórnkerfinu eru farnir aö líta þannig á aö hér sé rétt- lætanlegt aö hafa heræfingar bara heræfinganna vegna. Vegna þess aö þab þurfi aö æfa, æfinganna vegna," segir Ólafur Ragnar. Hann segir aö hér hafi ríkt mikiö aöhald gagnvart um- svifum hersins og tengslum íslendinga við starfsemi Varnarliðsins, hvað sem liði öllum ágreiningi um dvöl bandaríska hersins á íslandi. „Nú vita þaö auðvitað allir aö breyttir tímar í veröldinni fela þaö í sér að sú ógn sem áður var talin stafa, hugsan- lega, og var til réttlætingar dvöl bandaríska hersins á ís- landi, er ekki lengur fyrir hendi. Og helsti óvinurinn frá fyrri tíma er nú orðið mikið samstarfsríki Banda- ríkjanna, meö tíðum leið- togafundum Jeltsín og Clin- ton. Þaö hefur þess vegna greinilega verið mikill skort- ur á óvini fyrir þessa æf- ingu," segir Ólafur Ragnar og bætir viö: „Og þá vill nú svo kátbros- lega til að Norðmenn eru valdir í þaö hlutverk og má kannski segja að það hafi verið viö hæfi miðað viö nýj- Ólafur Ragnar Grímsson. ustu framgöngu Norö- manna." Norbmenn óvinir? Ólafur Ragnar segir það jafnframt gera heræfinguna aö farsa, aö sínum dómi, aö Norðmenn séu fengnir til að leika óvininn þar sem þaö hafi verið vandræði að finna alvöru óvin. Ólafur Ragnar telur að þáttur Norðmanna krefjist sérstakrar greinargerðar, op- inberlega á íslandi, hvers vegna Islendingar leyfi hér heræfingat þar sem Norö- menn leiki óvininn. Einkum og sér í lagi í ljósi samskipta íslendinga og Norðmanna. Hvaða rök séu þá fyrir því aö taka Norömenn hér inn í heræfingar þar sem þeir gegna þessu mikilvæga hlut- verki? Ólafur nefnir nokkur atriði sem veki upp spurningar: í fyrsta lagi þátttaka íslenskra aðila í þessum heræfingum. í öðru lagi hvar þær fari fram á landinu. í þriðja lagi sú teg- und af hernaðartækjum og herafla sem Bandaríkin flytja hingaö. í fjóröa lagi gagnvart hverjum verið sé aö verja landið í þessari heræfingu, hver sé hinn raunverulegi óvinur. í fimmta lagi hvers vegna eru Norðmenn fengnir til þess að leika þennan óvin? Í sjötta og síðasta lagi hvort stefnan sé að fram- kvæma hér heræfingar bara heræfinganna vegna? Hann spyr einnig hvort ísland sé orðinn einhver eðlilegur vettvangur fyrir heræfingar, sem greinilega séu í slíku tómarúmi að þaö finnist enginn óvinur nema Norö- menn til að æfa gegn. „Og í opnum lýðræðisríkj- um meö þróuðu stjórnkerfi, þá gera menn auðvitað grein fyrir svona löguðu opinber- lega. Þess vegna óskaði ég eftir þessari skýrslu frá utan- ríkisráöuneytinu og fæ þá bara um síðir eitt vélritaö blað. Það er óeblilegt að ekki sé gerð grein fyrir málinu af hálfu stjórnvalda á íslandi, með ítarlegum hætti áður en þessar heræfingar byrja. Ég bíð þess vegna eftir þessari greinargerb frá rábuneyt- inu." Þáttur Landhelgis- gæslunnar Ólafur Ragnar segir að þátttaka Landhelgisgæslunn- ar í þessum heræfingum sé auðvitað einn af þeim þátt- um í málinu sem sé sér- kennilegur. „Ég minnist þess ekki að það hafi fyrr verið talin nauðsyn á því, t.d. á tímum kalda stríðsins, að Landhelgisgæslan væri sér- stakur leiðsögumaður banda- rískra hernaðaryfirvalda í könnun á höfnun víða um landi, á Noröurlandi, Vest- rjörðum og Austfjörðum. Er það þá, mat íslenskra stjórnvalda að hættan hafi aukist svo gífurlega nú á síð- ustu árum að það þurfi að fara að kanna sérstaklega ís- lenskar hafnir með tilliti til hernaðarstarfsemi? Eða hver eru rökin fyrir því að allt í einu nú skuli farið að taka upp þátttöku Landhelgis- gæslunnar og sérstaka könn- un á höfnum í Bolungarvík, Höfn í Hornafirði, Norður- landi og annars staðar?" Ólafur segir að allt sé þetta meb þeim hætti og í slíku skötulíki að það sé erfitt að taka það alvarlega, nema vegna þess aö hernaðarstarf- semi sé auðvitað mjög alvar- legur hlutur. „Og það hafa engin rök veriö færð fram fyrir því, af hálfu utanríkisráðuneytisins eða annarra abila, af hverju þarf nú, allt í einu, að fara ab tengja Landhelgisgæsluna inn í slíka könnun á íslensk- um höfnun. Er það vegna þess að „hættan" hefur skyndilega aukist?" segir Ól- afur Ragnar. Taka Norðmenn Hornafjörb? Hann segir að það hafi ríkt alveg skýr skil á milli hern- aðarstarfsemi Bandaríkjanna á íslandi og annarra íslenskra aðila og bendir á að þessi skil séu meðal annars undistrik- uð í íslenska stjórnkerfinu með því að allt sem tilheyri Bandaríska hernum, á hvaða sviði sem það er, heyri undir utanríkisráðuneytið. Land- helgisgæslan, aftur á móti, heyri undir dómsmálaráðu- neytið og sé þess vegna tal- inn innlendur aðili. Hafnar- málin heyri undir sam- gönguráðuneytið. Og allt þetta veki upp spurningar um það á hvaba braut menn séu. „Þegar víðfeðmi og eðli heræfinganna virðist greini- lega vera að aukast hér á landi, með aukinni þátttöku íslenskra abila, á sama tíma og óvinaveruleikinn hefur gufað upp með svo afgerandi hætti að það er ekki hægt að finna neina í það hlutverk nema Norðmenn. Það er kannski hægt aö spyrja sig þeirrar spurningar, hvort í Ijósi nýjustu atburba sé verið að æfa Bandaríkjamenn í því að koma í veg fyrir að Norð- menn taki Höfn í Hornafiröi eða Bolungarvík, eða hvers konar grín er þetta eiginlega? Ég tek þessi mál hins vegar alvarlega og hef þess vegna óskað eftir þessari greinar- gerð því utanríkisráðuneytið hlýtur að geta rökstutt þessar breytingar," segir Olafur Ragnar Grímsson varafor- maður utanríkisnefndar Al- þingis. - TÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.