Tíminn - 15.07.1995, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.07.1995, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 15. júlí 1995 Nordlys átelur Strandgæsluna fyrir pólitískar hefndara&ger&ir Framferöi norsku Strandgæsl- unnar gagnvart togaranum Má hefur vakib hneykslun í Noregi, og Nordlys, stærsta blab Norbur-Noregs, birtir í gær forystugrein undir fyrir- sögninni „Neyb og pólitík" þar sem segir ab málib sé hinni norsku siglingaþjób til lítils sóma. Afstaba norskra stjórnvalda gefi fremur til kynna hefnigirni en skynsemi varbandi stjórnun fiskveiba, en greininni lýkur meb þess- ari áminningu: „Strandgæsl- unni ber skylda til ab halda uppi lögum á hafinu og forb- ast klaufalegar pólitískar hefndaraögerbir." Blaðið segir aö í þessu máli hafi neyðarreglum og pólitík veriö blandaö saman meö mjög óheppilegum hætti. Siglingalög kveöi á um aö hjálp skuli veitt skipum og skipverjum í neyö, óháö því hvaö þeir kunni aö hafa aöhafst áöur, en síðan segir: „Þaö er ofur skiljanlegt að Norömenn leiti allra leiöa til aö binda endi á þær veiðar sem eiga sér staö í Smugunni þótt enn hafi ekki verið fundin leiö sem dugar. Þaö hefði fremur oröið til aö vekja traust ef Strandgæslan hefði fengið fyrirmæli um að stöðva Smugu-veiðarnar í sam- vinnu við Rússa í stað þess að koma fram hefndum á nauð- stöddum íslenskum togara. Það ber vott um hugleysi og er fyrir neöan viröingu þjóöar sem ætti að vera siglingaþjóð einnig utan fjögurra mílna landhelgi." í greininni er á þaö bent aö sú staöa geti komið upp aö norskt skip í neyö kunni að leita ásjár í erlendri höfn vegna þess að tjón hafi orðið á skipi eöa mannskap. „Væri það þá okkur í hag aö hafnsögumaður eöa starfsmaður erlendrar strandgæslu tæki ákvöröun fyrir hönd skipstjórans um borö í því skipi?" spyr Nordlys, um leiö og undirstrikuð er sú alþjóölega regla sem gilt hefur á höfunum að skipstjóri og enginn annar en skipstjóri skuli skera úr um ástand skips og meta hvort það getur haldiö ferö sinni áfram. ■ Markaöshlutur íslensku ölgeröanna minnk- aö úr 70% í 60% milli ára: Aukin bjordrykkja er öll í innfluttum bjór Hlutur íslensku ölgerbanna á bjórmarkabnum var 60% á fyrri helmingi þessa árs, borib saman vib 70% á sama tíma- bili í fyrra. í lítrum talib er sal- an þó litlu minni í ár, eba tæp- lega 2,3 milljónir lítra. En ríf- lega 15% aukning heildarsöl- unnar milli ára er hins vegar öll í innfluttum bjór. Sala inn- fluttra bjórtegunda hefur því aukist um 53% milli ára. Lang- mest er aukningin, 325%, í sér- pöntubum bjór, sem abeins var um 1% heildarsölunnar fyrir ári en um 4% á fyrri helmingi þessa árs, eba ríflega 150 þús- und lítrar. Af erlendum ölgerbum selur Beck mest, tæplega 300 þúsund Iítra, en hefur þó engu náö af aukningunni milli ára. Heineken er í næsta sæti með tæplega 280 þús. 1, sem er rúmlega 50% meira en á fyrri helmingi síðasta árs. Holstein er í þriðja sæti með rúmlega 230 þús. 1 og nær 30% söluaukningu milli ára, þá kem- ur Pripps meö 190 þús. 1 og 30% aukningu og Anheuser meö tæp- lega 150 þúsund lítra og hátt í 60% söluaukningu á einu ári. Rúmur tugur annarra ölgerða, sem eiga framleiöslu sína á ís- lenskum markaði, hefur innan viö 1% markaöshlutdeild, eba einungis nokkur þúsund lítra sölu á fyrra ársheimingi. ■ Þingflokkur Þjóövaka sendir frá sér ályktun um mismunun í greiöslu örorkubóta: Greiðslur miðaöar við áframhaldandi launamisrétti Á þingflokksfundi Þjóbvaka, sem haldinn var þann 12. júlí sl., mótmælti þingflokkurinn þeirri lítilsvirbingu og því óvib- unandi misrétti, sem fram kem- ur í dómum Hæstaréttar og Hér- absdóms Reykjavíkur þegar konum eru dæmdar lægri ör- orkubætur en körlum. Til grundvallar þessum dómum er þaö mat að tekjur kvenna í framtíöinni veröi um 25% lægri en framtíöartekjur karla. Þing- flokkur Þjóðvaka segir í ályktun sinni aö ftáleitt sé aö ætla aö þaö launamisrétti, sem nú viðgangist, veröi beitt gegn þeim konum sem eiga rétt á örorkubótum, þannig að þær þurfi um alla framtíö að líöa fyrir þaö óþolandi misrétti sem nú er við lýði. Þingflokkur Þjóðvaka ætlar á næsta haustþingi að leggja til lög- festingu þess efnis, aö óheimilt veröi að mismuna konum og körl- um viö mat á örorkubótum. ■ force AWACS og F15 flugvélar varnarlibsins á flugi yfir Stokksnesi. B 52 sprengjuflugvélar koma til íslands í fyrsta sinn í miklum herœfíngum í nœstu viku: Herþotur í lágu og hröðu flugi koma yflr landið Buast ma við ab herþotur svifi inn yfir landib í lágflugi á ákvebnum stöbum yfir Subur- og Austurlandi dagana 17,- 21. júlí nk. Flug þetta er libur í her- æfingunni Norburvíkingur 95 sem fram fer á þessu tímabili en vamarlibib og vamarmálaskrif- stofa utanríkisrábuneytisins hafa útbúib áætlun fyrir flug herþotanna yfir landinu. Þá munu taka þátt í þessari æfingu fjórar B-52 langdrægar sprengi- flugvélar og sex B-1 flugvélar. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkar flugvélar koma til íslands aö sögn talsmanna flugmálastjórnar, ut- anríkisráöuneytis og vamarliðs- ins og munu vélarnar ekki bera kjarnorkuvopn þegar þær koma hingað enda væri slíkt andstætt stefnu sjómvalda. Sem kunnugt er var þaö B 52 sprengjuflugvél sem fórst við Thule í Grænlandi og hefur verið í fréttum upp á síð- kastið. Þotumar munu fljúgja mjög hratt og mjög lágt þannig að þær gætu valdið ónæöi þar sem þær fara en þær verða í 500-1500 feta hæð yfir landi á 700-800. Að sögn Arnórs Sigurjónssonar hjá varnar- málaskrifstofu utanríkisráöuneyt- isins og Hallgríms Sigurössonar hjá Flugmálastjórn, sem tekið hafa þátt í undirbúningi flugáætl- unarinnar hefur veriö búið svo um hnúta aö lágmarksröskun verði á almennri starfsemi á jöröu niöri og á annari flugumferð. Þannig er ekki gert ráö fyrir að heræfingin hafi áhrif á farþega- flug en einkaflug gæti orðib fyrir einhverjum tmflunum vegna lokunar tiltekinna svæða. Flug- menn hafa fengiö sérstök fyrir- mæli um að forðast aö fljúga yfir bóndabæi eöa viðkvæmar nátt- úmperlur og ferðamannastaði og sérstakar ráðstafanir hafa verið gerðar til aö koma í veg fyrir að loðdýrabú verði fyrir röskun af fluginu. Flugæfingasvæðiö sem æfingin tekur til takmarkast við Breiba- bungu á Vatnajökli í austri, Ferju- fjall í norðri og Þverfjall á Hofs- jökli í vestri. Þessu til viðbótar eru afmarkaðar aðflugsleibir inn yfir landið fyrir sunnan Hamarsfjörð um Kambfell, Snæfell, Herðu- breiðarlindir, Skeiðarársand og Grænafjall. Flugleið úr landi og yfir Keflavíkurflugvöll er frá Þóris- vatni um Búrfell, Berjanesfitjar og Vestmannaeyjar. ■ Siv Friöleifsdóttir alþingismaöur og nefndarmaöur í utanríkisnefnd: Telur áhyggjur af kjarnorku- vopnum á Islandi óþarfar „Ég tel ekki ástæbur til ab hafa neinar áhyggjur af þessari æf- ingu vegna þess ab okkar stefna er mjög skýr gagnvart kjamorkuvopnum. Þab er stefna íslenskra stjómvalda ab þetta sé kjamorkuvopnalaust svæbi, bæbi landib, landhelgin og lofthelgin. Þetta vita abrar þjóbir og Bandaríkjamenn þar á mebal," segir Siv Fribleifs- dóttir, alþingismabur og nefndarmabur í utanríkismála- nefnd þingsins, abspurb hvort ástæba sé ab hafa áhyggjur af hingabkomu bandarískra sprengjuflugvéla í ljósi upplýs- inga um kjamorku í Græn- landi. „Samkvæmt okkar vamar- samningum vib Bandaríkjamenn á að hafa samráð um búnað og fjölda hermanna og annað slíkt. Það samráb hefur verib virt. Þannig að ég hef enga ástæðu til að óttast að þeir muni ekki virða Siv Fribleifsdóttir. það og hef enga trú á því að ís- lenskir ráöamenn hafi gert ein- hverja leynisamninga. Enda var engin ástæða til, ég sé enga ástæbu til þess ab Bandaríkja- menn ættu að vera hér með kjamorkuvopn," segir Siv. Hún segir að sér skiljist að á sjötta og sjöunda áratugnum hafi B-52 sprengjuflugvélar ekki lent hér, en það var slík vél sem fórst á Thule í Grænlandi og var með kjamorkusprengjur um borð. Siv segir engin gögn sýna aö slíkar vélar hafi lent hér, þannig að hún telur þetta óþarfa áhyggjur. „Mér finnst nú sjálfsagt að ís- lensk yfirvöld og okkar utanríkis- ráðuneyti fylgist mjög grannt með því sem er ab koma í ljós þarna á Grænlandi því þetta er í næsta nágrenni við okkur. Þann- ig ab mér finnst mjög brýnt að við fylgjumst mjög náið með því sem er að gerast þar og höldum vöku okkar, því þetta er ná- grannaland," segir Siv Friðleifs- dóttir og hún telur ástæðu til að utanríkisnefnd Alþingis, sem hún á sæti í, taki þetta mál fyrir. -TÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.