Tíminn - 10.08.1995, Síða 11

Tíminn - 10.08.1995, Síða 11
Fimmtudagur 10. ágúst 1995 MRtisxfóvinn 11 Hrikti í stobunum þegar mest gekk á vegna dóma á HM: Meint hludrægni dómara verbur tekin fyrir innan FEIF Kynbótadómar á alþjóblegum mótum veröa sérstaklega teknir fyrir innan FEIF eftir heimsmeistaramót íslenskra hesta í Sviss. Tilefniö er mót- mæli íslendinga viö því aö þýsk hryssa, Hnosslotta frá Wiesenhof, var dæmd áber- andi hátt af þýska kynbóta- dómaranum en keppinautur- inn frá íslandi, Brynja frá Hafsteinsstööum, var dæmd áberandi lágt af þýska dómar- anum. Afleiöingin var sú aö íslenska hryssan lenti í ööru sæti meö einkunnina 8,05 en sú þýska í fyrsta, meö 8,07. Þetta litla atvik var dropi sem fyllti mælinn á þessu sviði en íslendingar hafa lengi sakað Þjóöverja og fleiri um hlutdrægni í dómum á alþjóð- legum mótum. Þorkell Bjarnason, hrossa- ræktarráöunautur, sem var annar kynbótadómaranna fyrir íslands hönd, segir aö menn hafi lengi haft þaö á tilfinning- unni aö dómarar á heims- meistaramótum séu valdir eftir því hversu duglegir þeir séu viö aö standa á bak við hesta frá sínu eigin landi. „Þetta á bæði við í kynbóta- dómum og íþróttadómum," segir Þorkell. „Eg hef áður veriö í kynbótadómnefnd á mótum eins og þessum og fundið fyrir þessu. Þorkell segir að þýski dómar- inn hafi dæmt jafn hludrægt og raun bar vitni á heimsmeist- aramótinu nú, og því hafi ís- lensku dómararnir, hann og Jón Vilmundarson, notað tækifærið og mótmælt því sem hafi lengið lengi í loftinu, nefnilega hlutdrægum dómum. íslensku dómararnir neituðu að skrifa undir dóma nema málið yrði tekið fyrir. Kvörtun íslendinganna kom fyrst fram eftir að dómarnir höfðu verið birtir og þegar mót- mælin höfðu verið staðfest var þess farið á leit við íslending- ana að þeir féllust á dóminn, en að öðmm kosti væri hætta á því að mótið færi hreinlega í vaskinn. Eftir mikil fundarhöld náöist nokkurskonar sátt um framhaldið. Lyktir deilunnar urðu þær að málið veröur tekin upp inan FEIF en dómurinn verður látinn standr. Þýski kynbótadómarinn hvarf hins vegar af vettvangi og annar var kallaður inn fyrir hann til þess að sitja dómara- fundi. Samkvæmt heimildum Tímans var á tímabili mjög þungt í íslendingunum vegna þessa máls og á dómarafundum kom sú skoðun skýrt fram að vinnubrögð sem þessi gætu ekki gengið lengur. Hér væri um hreinasta fúsk aö ræða, sem Islendingar vildu ekki og mundu ekki taka þátt í að ó- breyttu. „Það er náttúrlega til skamm- ar að mismuna hrossunum eftir því frá hvaða landi þau eru og nýðast svo á hinum sem eru hættuleg í samkeppninni," seg- ir Þorkell Bjarnason. Fleiri af forráðamönnum ís- lenska liðsins og íslensku dóm- nefndarinnar hafa tekið í sama streng og fullyrða að fulltrúar Þorkell Bjarnason, hrossarœktar- ráöunautur: Andrúmloftiö er allt annaö en þaö var fyrir t.d. 30 árum og maöur finnur einnig fyrír þrýstingi vegna peningasjónar- miöa heima. vissra aðildarlanda innan FEIF vinni saman þegar kemur að dómum á sviði kynbóta og í í- þróttakeppnum. í þessu sam- bandi hafa aðallega verið nefnd Þýskaland, Austurríki og Sviss en enginn af viðmælendum í hópi Islendinganna vildi stað- festa þetta opinberlega undir nafni. Menn vonast til að það sem gerðist nú marki nokkur tímamót og hafi í för með sér aðfaglegri vinnubrögð verði viðhöfð af hálfu dómaranna. „Við sögðum að við gætum ekki staðið í þessu," segir Þor- kell Bjarnason. „Frá upphafi hefðu íslendingar alltaf sent fagmenn í kynbótadómnefndir og við tækjum ekki lengur þátt í þessu ef það ætti að ganga svona áfram. Ég vona að þetta verði upphafið að því aö þessi mál verði öll tekin í gegn, and- rúmsloftið hreinsað og fagleg vinnubrögð sett í öndvegi við kynbótadómana og sport- mennirnir fylgi svo á eftir." -En hvað segir Þorkell um meinta blokkamyndun ákveð- inna landa á heimsmeistara- mótum? „Hún er greinileg," segir hann. Þeir sem eru kunnugri þessu en ég og í innsta hring í íslenska líðinu halda því fram að það séu nokkrar þjóðir sem standi saman og vinni hver með annarri. Þá eru vinnu- brögðin þau að gefa ákveðnum hrossum jafn háa einkunn og menn mögulega þora en dæma skæðasta keppinautinn jafn- framt eins mikiö niður og hægt er. Þetta er alveg viðurkennt og ég þori að standa við þetta hvar sem er." -Hestamótin snúast þá meira um peninga en áður? „Það er alveg greinilegt að þetta er farið að snúast meira um peninga en áður var. Sú þróun er líka greinileg heima á Islandi. Maður finnur þrýsting á mann að vera ekki of fagleg- ur, þetta séu peningamál og maður verði að taka tillit til þess. Ég hef ekki nokkra trú á að nokkur einasti kynbóta- dómari á íslandi víki nokkuð undan þessum þrýstingi, en hann er til staðar og andrúms- loftið er allt annað en það var fyrir t.d. 30 árum." ■ DAGBÓK Fimmfudaqur 10 ágúst 222. dagur ársins -143 dagar eftir. 32. vika Sólris kl. 05.01 sólarlag kl. 22.03 Dagurinn styttist um ómínutur Frá Félagi eldri borgara Bridge, tvímenningur í Risinu, kl. 13.00 í dag. Frá Feita Dvergnum Trúbadorinn Ingvar Valgeirsson spilar föstudags- og laugardags- kvöld. Hljómsveitin Tónskrattar leikur föstudags- og laugardags- kvöld í Næturgalanum, Smiðjuvegi 14, Kópavogi. Taflfélag Reykjavíkur: Helgarskákmót Taflfélag Reykjavíkur gengst fyrir helgarskákmóti um næstu helgi, 11.-13. ágúst, og er teflt í félagsheimilinu að Faxafeni 12. Tefldar verða sjö umferðir meö Monrad-kerfi. Fyrtu þrjár umferð- irnar verða með 30 mínútna um- hugsunartíma, en fjórar síðari með 1 1/2 klst. á 30 leiki og síðan 30 mín til viðbótar til að ljúka skák- inni. Mótið hefst kl. 19.30 á föstu- dagskvöld og lýkur kl. 21.00 á sunnudag. Verðlaunafé nemur 40 þúsundum. Öllum heimil þátttaka. Ný sýning í gallerí Greip Laugardaginn 12. ágúst nk. opn- ar í gallerí Greip sýning á verkum ísraelska listhönnuðarins Yaron Ronen. Hann útskrifaðist frá Bezal- el listháskólanum í Jerúsalem áriö 1993 en hefur kennt og starfað þar í borg síðan. Á sýningunni verða ýmsir nytjahlutir s.s. pennar, klukkur, skálar ofl. sem hann hefur hannað og smíðað á undanförnum árum. Sýningin stendur til 20. ágú- ast og er opin alla daga nema mánudaga, frá k. 14-18. Opib hús í Norræna húsinu: Fyrirlestur í kvöld Guðmundur Gunnarsson arki- tekt flytur fyrirlesturinn „Islands bygninghistorie á dönsku í kvöld á sal Norrænna hússins. Fyrirlestur- inn er stutt ágrip af byggingasögu íslands. Hann mun bæði fjalla um sögulega arfleifö byggingarlistar á íslandi og nútíma arkitektúr. Sýnd- ar verða litskyggnur. Að fyrirlestri loknum mun Guðmundur svara spurningum. Allir em velkomnir og aðgangur er ókeypis. Bókasafn Norræna hússins er op- ið til. kl. 22. á fimmtudögum í sumar. Kaffistofan opin til 20.00. Hjólaö í kringum gamla Seltjarnarnesib Ahugafólk um almenningshjól- reiðar í Borgarlandinu stendur fyrir könnunarferð á aðstæöum til að hjóla eins og kostur er með strönd- inni umhverfis gamla Seltjarnar- nesið. Öllur er heimilt að taka þátt í þessu og hjóla alla leiðina eða hluta hennar með vönum hjól- reiðamanni. Ekkert þátttökugjald. Mæting kl. 20.00 í kvöld í porti Hafnarhússins við Tryggvagötu. Hjólað verður inni í Laugames og áfram inn í Elliðaárvog. Þaöan yfir á gangstíg í Fossvogsdal og út með Fossvogi og síðan út á Suðurnes í Seltjarnarnesbæ og yfir að Snoppu við Gróttu og að lokum með ströndinni niður á Höfn að Hafnar- húsinu. Áætlað er að það taki um 2-2 1/2 tíma að hjóla leiðina. Hið íslenska náttúrufræbifélag: Gróburkortanámskeib 12. ágúst Hib íslenska náttúrufræðifélag efnir til námskeiðs í notkun og gerð gróðurkorta laugardaginn 12. ágúst 1995. Námskeiðið hefst kl. 10.00 í fundarsal Rannsókna- stofnunar landbúnabarins á Keldnaholti á kortakynningu og starfsaðferbum, en síðan fara fram hagnýtar æfingar úti í nátt- úrunni sjálfri. Leiðsögumenn verða náttúrufræðingarnir Einar Gíslason og Guðmundur Gub- jónsson. Námskeiðið er ætlað almenn- ingi, skipulagsaðilum og öbrum sem hafa not af gróðurkortum í starfi sínu. Skráning þátttakenda fer fram á skrifstofu HÍN, sími 562-4757. Allar nánari upplýs- ingar veitir Guðmundur Guð- jónsson, Rannsóknastofnun íandbúnaðarins í síma 577-1010. Þátttökugjald er kr. 1.000. Hlini kóngsson í Ævin- týra-Kringlunni í dag, fimmtudaginn 10. ágúst kl. 17.00, sýnirt Furðleikhúsið leik- sýninguna um Hlina kóngsson í Ævintýra-Kringlunni. Leikritiö er unnið upp úr mörgum útgáfum af sama þjóðsöguævintýrinu. Það fjallar um Hlina kóngsson sem týn- ist í þokunni og finnst hvergi þrátt fyrir víðtæka leit. Signý, bónda- dóttirin í Garðshorni, leggur af stað og finnur hann í tröllahelli. Miðaverb kr. 450. Tónleikar í Deiglunni í kvöld Fimmtudaginn 10. ágúst, í kvöld, verða haldnir tónleikar í Deiglunni. Þar koma fram Hilmar Jensson gítarleikari, Chris Speed saxófónleikari og Jim Black trommuleikari. Chris og Jim em íslendingum ab góðu kunnir og hafa þrisvar áður leikið hér á landi, síðast á Rúrek '94. Þeir eru bábir í fremstu röb í nýjum jazzi í New York og hafa leikið víba í Bandaríkjunum, Evr- ópu og Japan. Þeir hafa leikið á fjölda geisladiska, m.a. með Dewey Redman, Dave Douglas og Tim Barne. Auk þess hafa þeir leikið á tónleikum með ýsmum þekktum tónlsistarmönnum, eins og Joe Henderson, John Zorn og Marc Ducret. Hilmar hefur nýlokib við upp- tökur á geisladisk sem Jazzis gefur út í september. Á disknum leika Tim Berne, Andrew D'Angelo, Skúli Sverrisson, Jim Black og Chris Speed. Á tónleikunum í Deiglunni munu þeir félagar leika lög af væntanlegri plötu og annað frum- samið efni. Tónleikarnir hefjast kl. 22.00 og aögangur er ókeypis. APÓTEK Kvöld-, nætur- og helgldagavarsla apóteka I Reyk|avfk frá 4. tll 10. ágúst er I Borgar apótekl og Grafarvogs apótekl. Þaó apótek sem fyrr er nefnt annast eltt vörsluna frá kl. 22.00 að kvöldl tll kl. 9.00 að morgnl vlrka daga en kl. 22.00 á sunnudöa- um. Upplýslngar um læknls- og lyfjaþjónustu eru gefnar f sfma 18ö8ð.Hafnargönguhópurlnn: Neyðai vakt Tannlæknafélags Islands er starfrækt um helgar og á stórhátiðum. Simsvari 681041. Hafnarfjörður: Hafnarfjaróar apótek og Norðurbæjar apó- tek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skipt- is annan hvern laugardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00-12.00. Upplýsingar í simsvara nr. 51600. Akureyrl: Akureyrar apótek og Stjórnu apótek eru opin virka daga á opnurrartima búða. Apótekin skiptast á sína vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavórslu. Á kvöldin er opið í því apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opið frá kl. 11.00- 12.00 c 20.00-21.00. Á öðrum timum er lyljafræðingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar i s ma 22445. Apótek Keflavfkur: Opið virka daga frá kl. 9.00-19.00. Laugard., helgidaga og almenna frídaga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl. 8.00- 18.00. Lokað í hádeginu milli kl. 12.30-14.00. Selfoss: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30. Opið er á laugardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00, ___ Akranes: Apótek bæjarins er opið virka daga til kl. 18.30. Á laugard. kl. 10.00-13.00 og sunnud. kl. 13.00-14.0f Garðabær: Apóteklð er opið rúmhelga daga kl. j.00- 18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. ALMANNATBYGGINGAR 1. ágúst 1995 Mánabargreibsfur Elli/örorkulífeyrir (grunnlífeyrir) 12.921 1 /2 hjónalífeyrir 11.629 Full tgkjutrygging ellilífeyrisþega 28.528 Full tekjutrygging örorkulífeyrisþega 29.327 Heimilisuppbót 9.697 Sérstök heimilisuppbót 6.671 Barnalífeyrir v/1 barns 10.794 Meblag v/1 barns 10.794 Mæbralaun/feðralaun v/1 barns 1.048 Mæðralaun/feðralaun v/ 2ja barna 5.240 Mæðralaun/feðralaun v/ 3ja bama eba ffeiri 11.318 Ekkjubætur/ekkilsbætur 6 mánaba 16.190 Ekkjubætur/ekkilsbætur 12 mánaba 12.139 Fullurekkjulífeyrir 12.921 Dánarbætur í 8 ár (v/ slysa) 16.190 Fæbingarstyrkur 26.294 Vasapeningar vistmanna 10.658 Vasapeningar v/ sjúkratrygginga 10.658 Daggreiöslur Fullir fæbingardagpeningar 1.102,00 Sjúkradagpeningar einstaklings 552,00 Sjúkradagp. fyrir hvert barn á framfæri 150 00 Slysadagpeningar einstaklings 698,00 Slysadagpeningar fyrir hvert bam á framfæri 150,00 í ágúst er greidd 20% oriofsuppbót á fjárhæbir tekju- tryggingar, heimilisuppbótar og sérstakrar heimilis- uppbótar. Uppbótin skerbist vegna tekna ísama hlutfalli og þessir bótaflokkar skerbast. GENGISSKRÁNING 9. ágúst 1995 kl. 10,54 Oplnb. viðm.gengi Gergi Kaup Sala skr.func t Bandarfkjadollar 63,62 63,80 63,71 Sterlingspund ....101,83 102,11 ■ 101,97 Kanadadollar 46,79 46,97 46,88 Dönsk króna ....11,637 11,675 11,656 Norsk króna ... 10,240 10,274 10,257 Sænsk króna 8,885 8,915 8,900 Flnnskt mark ....15,059 15,109 15,084 Franskur franki ....13,057 13,101 13,079 Belgfskur frankl ....2,1954 2,2028 2,1991 Svissneskur franki. 54,51 54,69 54,60 Hollenskt gyllini 40,31 40,45 40,38 Þýsktmark 45,18 45,30 45,24 ..0,04005 0,04023 0,04014 Austurrfskur sch .../.6,421 6,445 6,433 Portúg. escudo ....0,4345 0,4363 0,4354 Spánskur peseti ....0,5285 0,5306 0,5295 Japanskt yen ....0,6959 0,6981 0,6970 ....104,08 104,50 104,29 Sérst. dráttarr 97,65 98Í03 97,84 ECU-Evrópumynt.... 84,09 84,39 84,24 Grfsk drakma ....0,2802 0,2812 0,2807 BÍLALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ MUNIÐ ÓDÝRU HELG ARPAKK AN A OKKAR REYKJAVÍK 568-6915 AKUREYRI 461-3000 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.