Tíminn - 03.10.1995, Blaðsíða 3
Þri&judagur 3. október 1995
3
Nýr búvörusamningur kynntur í gœr. Stefnt ab greiðslu 80% afurðaverðs í stað staðgreiðslu
fyrir 15. des. nk.:
Föst verölagning á kinda-
kjöti afnumin áriö 1998
Starfandi landbúnaöarráb-
herra, Halldór Ásgrímsson,
Friörik Sophusson fjármálaráb-
herra, og fulltrúar úr bænda-
stétt og samninganefndum rík-
isins kynntu í gær á blaba-
mannafundi nýjan búvöru-
samning. Samningurinn gildir
til aldamóta.
í samningnum segir um sauð-
fjárafuröir aö stefnt skuli aö auk-
inni hagkvæmni og samkepnnis-
hæfi sauöfjárframleiðslu til hags-
bóta fyrir sauöfjárbændur og
neytendur. Að tekjugrundvöllur
bænda verði treystur. Að jafnvægi
náist milli framleiöslu og sölu
sauðfjárafurða og að sauðfjárrækt
verði í samræmi við umhverfis-
nefnd. Þessum markmiðum
hyggjast samningsaðilar ná með
því að breyta rekstrarumhverfi
sauðfjárframleiðslunnar með
frjálsara verðlagskerfi, uppkaup-
um og tilfærslum greiðslumarks,
auk þess að styöja þá bændur sem
vilja hætta búskap.
I sérstökum bókununum í
samningnum, segir m.a. að í stað
staðgreiðslu skuli stefnt að
greiðslu 80% afurðaverðs fyrir
innanlandssölu fyrir 15. desem-
ber nk. Aöilar muni beita sér fyrir
að horfið verði frá opinberri
skráningu heildsöluverðs fyrir
sauðfjárafurðir haustið 1996 og
Jarðarsjóður bænda kaupi jarðir
bænda ef þær seljast ekki á frjáls-
um markaði til að auðvelda bú-
skaparlok.
Verðlagning á kindakjöti verð-
ur afnumin árið 1998 en fram ab
þeim tíma verður hún gefin frjáls
í áföngum.
Beingreiðslur til bænda verða
1480 milljónir króna við upphaf
samningstímans, skiptast hlut-
fallslega eins og á síðasta ári og
skerðast ekki í ár. Viðskipti með
greiðslumark eru heimil til 1. júlí
1996. Öllum greiðslumarkshöf-
um veröur gert tilboð um kaup á
greiðslumarki.
1996-2000 verður varið 836
milljónum til uppkaupa á
greiðslumarki og bústofni, afsetn-
ingu birgða, hagræðingar' og
vöruþróunar og umhverfisverk-
efna. 150 milljónum verður þessu
til viðbótar varib til afsetningar
birgða nú í haust.
Frá ársbyrjun 1997 verður ráð-
stöfun vaxta- og geymslugjalda
falin bændum. Auk þess að mæta
vaxta- og geymslukostnaði er
heimilt ab nota hluta gjaldsins til
ab örva slátrun utan hefðbundins
sláturtíma, enda dragi sú slátrun
úr þörf á birgðahaldi.
Búvörusamningurinn verður
lagður fyrir Alþingi sem var sett í
gær og bændasamtökin. -BÞ
Banaslys í Noröfjaröarsveit:
21 árs gömul
stúlka lést
21 árs gömul stúlka lést í bíl-
slysi í Norðfjarðarsveit aðfara-
nótt sunudagsins. Hún var
farþegi í bíl sem ökumaður
missti stjórn á með þeim af-
leiðingum að hann ók út af
veginum og valt síban margar
veltur. Ökumaður slapp vib
meiðsli. Hann er grunaður
um ölvun.
Að sögn lögreglunnar í Norb-
firði átti slysið sér stað kl. 4.20,
aðfaranótt sunnudagsins.
Fólksbíl var ekið framhjá Skála-
teigsrétt, vestur Norðfjarðarveg
og viröist sem ökumaður hafi
misst stjórn á bílnum er kann
kom út úr beygju. Bíllinn hafn-
aði á háspennustaur og kubbað-
ist staurinn sundur á tveimur
stöbum, við höggið og féll önn-
ur háspennulínan niöur vib
slysið. Bíllinn endastakkst við
áreksturinn en lenti síðan á
hjólunum. Stúlkan sem var far-
þegi í framsæti er talin hafa lát-
ist samstundis. Hún hét Anna
Jónsdóttir, Þiljuvöllum 19, Nes-
kaupstaö og var barnlaus og
ógift. ■
Reykjavíkurborg dœmd til greiöa fyrrverandi starfsmanni
330 þús. kr. í bœtur vegna ólögmcetrar uppsagnar:
Ekki hægt að
reka menn
vegna búsetu
Hérabsdómur hefur dæmt
Reykjavíkurborg til að greiða
fyrrverandi starfsmanni hús-
næbisnefndar borgarinnar
330 þúsund króna bætur
vegna uppsagnar sem ekki á
sér lagalega stoð og samrýmis
ekki jafnréttissjónarmiðum
stjórnsýslulaga. En rökin fyrir
uppsögn starfsmannsins voru
á sínum tíma þau að hann
væri utanbæjarmaður, en við-
komandi er selfyssingur.
Arnmundur Backman hæsta-
réttarlögmaður, sem vann mál-
ið gegn borginni, segir að þessi
niðurstaða Héraðsdóms muni
eflaust smita eitthvað út frá sér í
einkageiranum ef atvinnurek-
endur tilgreina það sérstaklega
sem ástæðu uppsagnar að við-
komandi sé utanbæjarmaður
eða að búsetuskipti séu forsenda
fyrir vinnu. En það hefur tíðkast
um tíma að sjómenn, og þá að-
allega á frystitogurum, sem ekki
eiga lögheimili á viðkomandi
útgerðarstað, hafa orbið að
flytja lögheimili sitt til þess að
geta fengið eba haldib sinni
vinnu.
Lögmaðurinn segir að stjórn-
sýslulögin kveði afdráttarlaust á
um það ab allir eigi að vera jafn-
ir gagnvart Iögunum. Hinsvegar
séu gerðar miklu strangari kröf-
ur i þessum efnum til opinbers
valds sem þiggur umboð sitt frá
almenningi en til einkageirans.
Af þeim sökum m.a. var ákveðið
að láta á það reyna fyrir Héraðs-
dómi hvort sú ákvörðun borgar-
innar stæðist að segja upp við-
komandi og þremur öðrum sel-
fyssingum vegna þess að þeir
væru utanbæjarmenn. Árn-
mundur segir að vegna þess að
uppsögnin hefði verið stjór-
nýsluákvörðun hefði viðkom-
andi vald þurft að byggja hana á
málefnalegum og lögmætum
sjónarmiðum. í útskýringum
borgarstjóra á uppsögn starfs-
mannanna til Arnmundar em
ekki aðeins tilgreind skattaleg
sjónarmið heldur og einnig fé-
lagsleg. Þar kemur m.a. fram að
þar hefði ekki vegið þyngst
hvert útsvör viðkomandi starfs-
manna féllu, heldur hvar við-
komandi yrðu skráðir atvinnu-
lausir, ef þeir hefðu ekki í önnur
störf aö venda og hvaða félags-
legar skyldur sveitarfélög hafa
við íbúa sína þegar á reynir.
Búist er við að borgin muni
áfrýja þessum dómi Héraðs-
dóms til Hæstaréttar. Ákvörðun
þar að lútandi verður hinsvegar
að liggja fyrir innan þriggja
mánaða.
Búiö er ab rífa stillansa utan af húsunum við Kirkjustrœti sem hýsa
munu ýmsa starfsemi Alþingis í framtíöinni. Húsin, sem áburþóttu til lýta, eru nú orbin glœsileg ab utanverbu.
Siœm teikn á lofti að mati Fréttabréfs um verðbréfaviðskipti:
Ver&bólga a b búa um sig?
Ab undanfömu hefur verb-
bólga verið ab ágerast á ís-
landi. Þetta sést á hækkabri
vísitölu neysluverðs. Naub-
þurftirnar, einkum matvaran,
hafa hækkað um rúmt pró-
sentustig síbustu þrjá mánuði
sem jafngildir 4,2% hækkun
vísitölunnar á einu ári, sem er
mikil breyting á stuttum
tíma.
„Þessi þróuh hefur vakið upp
spurningar um stöðugleikann í
þjóðarbúskapnum. Er hækkun
vísitölunnar að undanförnu fyr-
Alyktun frá sambandsfundi sveitarstjórna á Suðurnesjum:
Hugmyndir um niöurskurö fráleitar
A sambandsfundi sveitarstjórna á
Suðurnesjum 28. sept. sl. var eftir-
farandi ályktun samþykkt ein-
róma:
„Vegna tafa á störfum byggingar-
nefndar og frétta um hugsanlegar
vanefndir um byggingu D- álmu
Sjúkrahúss Suðurnesja er það ský-
laus krafa fundarins að stjórnvöld
standi við samning þann sem gerö-
ur var 3. apríl 1995 milli helbrigðis-
og tryggingamálarábuneytis, fjár-
málaráðuneytis og sveitarfélaganna
á Suðurnesjum. Bygging D-álmu er
liður í víðtækara samkomulagi sem
gert var 25. janúar 1990 milli sömu
aðila um uppbyggingu á sviði heil-
brigbismála á Suðurnesjum. Fund-
urinn krefst þess að bygginganefnd
D-álmu sem skipub var af heilbrigð-
isrábherra hrabi starfi sínu til ab
vinna upp þær tafir sem þegar hafi
orðið. Fundurinn tekur undir fyrir-
vara stjórnar S.H.S. og H.S.S. sem
settur var við undirskrift á sam-
komulagi um leiðir til lausnar á fjár-
hagsvanda S.H.S. og H.S.S. þann 25.
september sl. Fundurinn leggur
áherslu á að heilbrigðisþjónusta á
Suðurnesjum verði ekki lakari en al-
mennt gerist á landinu og telur all-
ar hugmyndir um niðurskurð frá-
leitar." ■
irbobi um vaxandi verðbólgu
eða á hún sér tímabundnar
skýringar?" er spurt í Fréttabréfi
um verðbréfaviðskipti sem Sam-
vinnubréf Landsbankans gefa
út.
í blaðinu er tekið fram aö
ýmsir þættir kunni að valda
hækkun vísitölunnar, svo sem
árstíðasveifla í matvælaverði,
vandræðagangur í kringum
GATT-framkvæmdina og ef til
vill rýrari uppskeru.
En ekki er allt sem sýnist og er
bent á þrennt sem menn þurfa
aö vera á varöbergi fyrir ef koma
skal í veg fyrir aukna verðbólgu
á næstunni:
Gengi dollarans er á uppleið
og verðhækkunaráhrif af þeim
völdum farin að hafa áhrif, til
dæmis í bensínverði. Verðlækk-
unaráhrif fyrri hluta þessa árs
snúast því núna upp í and-
hverfu sína.
Þá er bent á að verðhækkun-
artilefni af ýmsum toga hafa
safnast upp hjá því opinbera.
Opinber fyrirtæki eigi í vaxandi
erfiðleikum með að skila eig-
endum sínum þeim arði og ár-
angri í rekstri sem ætlast er til.
Þá segir í fréttabréfinu: „bæöi
ríki og sveitarfélög munu líklega
leitast við að auka beina þátt-
töku neytenda í kostnaði við
opinbera þjónustu í áætlunar-
gerð sinni fyrir næsta ár".
Þá er í þriðja lagi bent á að
launaþróun kunni að stefna
verðstöðugleika í tvísýnu. í ág-
úst síðastliðnum höfðu laun
hækkað um nær 5% frá áramót-
um samkvæmt launavísitölu
Hagstofunnar og um 5,6% frá
meöaltali ársins 1994. Segir í
fréttabréfinu að þótt ekki bætist
meira við launin en umsamin
3% um áramótin, þá sé hækkun
launa þegar komin að efri mörk-
um þess sem geti samrýmst við-
unandi stöðugleika í verölagi. „í
ljósi launaþróunarinnar að und-
anförnu og óróans sem nú gætir
á vinnumarkaði virðast tölu-
verðar líkur á því ab almennar
launabreytingar verði meiri en
þessu nemur," segir í greininni.
Bent er á að ýmsir hópar hafa
verið að sækja sér mun meiri
kjarabætur en gengur og gerist.
Við slíkar aðstæður skapist að
öllu jöfnu tilhneiging til launa-
skriðs. ■