Tíminn - 03.10.1995, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.10.1995, Blaðsíða 7
Þriöjudagur 3. október 1995 7 Þribjudagstónleikar í Borgarieikhúsi: Rjóminn af tonlistarlífinu Unniö viö prentun jólabóka í Prentsmiöjunni Odda. Nýr íslenskur skáldskapur í jólabókaflóöinu: Tímamynd AB Bókafjara þessi jólin? Sniglabandiö, Kristinn Sigmunds- son og Jónas Ingimundarson, Caput-hópurinn, Mezzoforte,' Skref, Bubbi, Trio Nordica og Páll Óskar eru mebal dagskrárliða á Tónleikaröb Leikfélags Reykja- víkur, sem hefst næstkomandi þribjudag. Tónleikar verba haldnir í Borgar- leikhúsinu hvert þribjudagskvöld kl. 20.30 frá 10. okt. og fram á vor. í kynningu frá LR segir ab rjóminn af íslensku tónlistarfólki taki þátt í Tónleikaröö LR. „Tónleikarnir eru af öllu tagi og spanna þannig allt litróf tónlistar, allt frá klassík yfir í popp og öllu þar á milli. Ljóst er að sjaldan hefur vibameiri tónleikaröb stabiö íslenskum tónlistarunnend- um til boba." í samræmi vib tíöar- andann kemur fram ab miöaveröi á alla tónleikana veröi stillt í hóf. Öllu tónlistarfólki var í sumar gefinn kostur á ab sækja um þátt- töku. Fjöldi umsókna barst, en ráö- gjafanefnd, skipuö tónlistarfólki, og LR völdu úr og settu saman dag- skrána. Reykjavíkurborg styrkir Tónleikaröbina, en hún er ákvörö- uö og skipulögð af LR. 3-5 hópurinn verður fyrstur á dagskrá Tónleikaraðar þann 10. okt. Hópurinn telur níu góðkunna tón- listarmenn og flytja þeir kvintetta og eitt tríó á Litla sviöinu. 17. okt. veröa 10 ára afmælistónleikar Sniglabandsins á Stóra sviðinu. ■ Ísfirbingafélagib: Sólkveðjuhá- tíð í Eden ísfirbingafélagib í Reykjavík gengst fyrir sérstakri sólkvebju- hátíb n.k. sunnudag 8. október í Eden í Hveragerbi. Hátíbin hefst kl. 15 meb fjölbreyttri dagskrá. M.a. verbur flutt minni sólarinnar, stutt ávörp verba flutt, bobib verbur uppá harmonikuleik, auk samræbna eldri sem yngri ísfirbinga. Þetta er í annað sinn sem sól- kveðjuhátíö sem þessi er haldin á vegum ísfiröingafélagsins, en í fyrra mættu yfir 300 manns. Aö þessu sinni er hátíðin lokahnykk- urinn á 50 ára afmælishátíð fé- lagsins, þegar sól er mjög tekin ab lækka á lofti. ■ Fárvibrib um helgina olli miklu tjóni á landinu, eink- um á Suburnesjum eins og komib hefur fram í fjölmibl- um. Kornbændur undir Eyja- fjöllum búa sig einnig undir nokkurt tjón, en kornakrar lögbust nibur þar og er óvíst ab hægt verbi ab slá kornib fyrir vikib. Þorsteinn Markússon, korn- bóndi á Borgareyrum undir Eyjafjöllum, sagbi við Tímann í gær að vegna óhagstæbrar veör- áttu aö undanförnu heföu bændur undir Eyjafjöllum ekki verið búnir ab koma korninu í Svo virbist sem heldur fá af stóru, söluvænu skáldanöfnun- um í bókmenntaheiminum gefi út bækur fyrir þessi jól, sam- kvæmt þeim upplýsingum sem Tíminn fékk íslensku bókaútgáf- unum. Tíminn kannaöi útgáfu á íslenskum skáldverkum fyrir þessi jól hjá 6 bókaútgáfum og hjá þeim koma út sex ljóbabæk- ur, níu skáldsögur, þrjár smá- sagnabækur, nítján barna- og unglingabækur og abeins eitt leikrit. Mál og menning og Forlagiö gefa út rúmlega 130 titla á þessu ári, en var með nærri 170 titla á því síð- asta. Þar af eru um 6 íslenskar frumsamdar skáldsögur og fjórar nýjar íslenskar ljóðabækur, sem er obbinn af því sem gefið er út af þessum bókmenntategundum. Að- spuröur sagöi Siguröur Svavarsson hlöbu, eins og venja væri fyrir á þessum árstíma. Allir akrar hjá Þorsteini lögöust niður og gæti tjónib numið allt að 300.000 kr., ef ekki tekst að bjarga upp- skerunni. Hann hefur ekki keypt neitt kjarnfóbur handa skepnum sínum, heldur abeins notast við eigin framleiðslu. Mögulegt sé aö bjarga hluta uppskerunnar, kornib hafi ekki losnað frá stilkunum, en vanda- málið sé einkum hvort sláttu- vélin geti slegiö nógu neðarlega. Þorsteinn segir að þetta hafi aldrei komiö fyrir hjá sér áður, en hann hefur ræktab korn um hjá Máli og menningu aö útgáfa skáldsagna væri ekki óvenju lítil miðað viö fyrri ár. Af skáldsögun- um má nefna þriöju skáldsögu Steinunnar Siguröardóttur, Hjarta- staður, sem er nokkuð meiri bók en hennar fyrri. Björn Th. Björnsson er meö nýja sögulega skáldsögu sem hann nefnir Hraunfólkiö, og Böðvar Guðmundsson er einnig með sögulega skáldsögu um vest- urferðir íslendinga á 19. öld sem heitir Híbýli vindanna. Kristín Ómarsdóttir gefur út sína fyrstu skáldsögu, Dyrnar þröngu, og Kristín Marja Baldursdóttir, blaöa- maöur á Morgunblaöinu, sendir frá sér sitt fyrsta skáldverk sem hún kallar Mávahlátur og er að sögn Sigurðar Svavarssonar mjög skemmtileg kvennasaga úr Hafnar- firöi. Tvö smásagnasöfn koma út hjá útgáfunni, Kvöld í ljósturnin- alllangt skeiö. Stefnt hafi í mjög góba uppskeru, alit að 2 tonn á hektara. „Mabur var mjög bjart- sýnn, enda sprettan gób, en núna liggur þetta allt og það gæti ekki einu sinni falib sig spói þarna núna. Þab hefur bara verið þvílík vætutíb ab undan- förnu að það var ekki hægt að slá." Ástandib er víðast hvar vont hjá öörum kornbændum undir Eyjafjöllum, en þó er mismun- andi eftir bæjum hve mikið af korni lagðist flatt. Veltur það m.a. á- korntegundinni sem menn rækta. -BÞ um eftir Gyröi Elíasson og Hólma- nespistlar eftir Stefán Sigurkarls- son. Aö sögn Siguröar verða um 10 ljóðabækur gefnar út, en engin þeirra er eftir nýliða og fjórar þeirra íslenskar. Ingibjörg Haraldsdóttir er meö bókina Höfuö konunnar, Thor Vilhjálmsson meö Snögg- færöar sýnir, Finnur Torfi Hjör- leifsson með í meðallandinu. Einnig kemur ný bók eftir Hannes Sigfússon sem heitir Kyrjálaeiði. Að öllum líkindum verða einnig nýjar ijóðabækur eftir Einar Má Guðmundsson, Sigurð Pálsson og ísak Harðarson. Um 12 frumsamd- ar, íslenskar barna- og unglinga- bækur koma út hjá MM og Forlag- inu og má þar m.a. nefna bókina Goggi og Grjóni vel í sveit settir eftir Gunnar Helgason, Sossa litla skessa eftir Magneu frá Kleifum, Obiadí oblada eftir nýjan höfund, Berglindi Hreinsdóttur, Svörtu nöglina eftir Gunnhildi Hrólfs- dóttur og nýja unglingasögu eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur. Vaka-Helgafell gefur alls út um 60 titla. Að sögn Péturs Más Ólafs- sonar, útgáfustjóra hjá Vöku- Helgafelli, eru titlarnir ívið fleiri nú en í-fyrra. Ein frumsamin ís- lensk skáldsaga kemur út og telur Pétur Már aö hún muni sæta nokkrum tíbindum. Skáldsagan er eftir Fribrik Erlingsson, sem áöur hefur vakið athygli fyrir barnabók- ina Benjamín dúfu. Af barna- og unglingabókum er helst að nefna bækur Guðrúnar Helgadóttur, Kristínar Steinsdóttur, Elíasar Snæ- lands Jónssonar, Guörúnar Eiríks- dóttur og Þóreyjar Friðbjörnsdótt- ur, sem fékk Barnabókaverölaunin á þessu ári. Hjá Skjaldborg fengust þær upp- lýsingar hjá Birni Eiríkssyni að „öll útgáfa í landinu liti illa út", og sagbi hann þab einnig eiga við um jólabókaútgáfuna hjá sér. Björn ætlar samt sem áður ab gefa út um 30-40 bækur. „Ljóbabækur tekur nú ekki að gefa út í þessu árferði. Það gerir maður nú bara þegar mabur á peninga til þess, því það er ekki hægt að selja þær upp í kostn- að. Ég hef gefið út mikiö af ljóða- bókum á mínum tuttugu ára ferli og aldrei haft upp í kostnaö." Af frumsömdum íslenskum skáld- verkum kemur út smásagnasafnið í síbasta sinn eftir nýjan höfund, Ágúst Bergþór Sverrisson, og að viti Björns „er þetta mikið og upprenn- andi skáld". 13. skáldsaga Birgittu H. Halldórsdóttur, Andlit öfundar, kemur út, sem og ný unglingabók, Ypsílon, eftir unglingana tvo sem skrifuðu bókina Blautir kossar og seidist vel í fyrra. Þau útgáfufyrirtæki, sem helst virðast hafa bolmagn til að auka við sína bókaútgáfu fyrir þessi jól- in, eru örútgáfurnar Bjartur og Ormstunga. Snæbjörn Arngrímsson hjá Bókaútgáfunni Bjarti sagði að tvær íslenskar bækur með skáldskap kæmu út hjá forlaginu fyrir jól. Ljóðabók Braga Ólafssonar sem heitir Klink og eins konar safnbók eftir Sigfús Bjartmarsson sem heitir Speglabúð í bænum, en hún inni- heldur bæöi ljóð og prósa. Auk þess gaf forlagiö út ljóðabókina Stundum alltaf éftir Harald Jóns- son í sumar. Alls koma um tíu bæk- ur út hjá Bjarti. „Viö höfum verið með svona fimm á síðasta ári. Þetta hefur verib svona ár frá ári. Þaö er stefna hjá okkur að stækka alltaf um 100% á ári," sagði Snæbjörn. Meö þessu áframhaldi nær örútgáf- an Bjartur risanum Máli og menn- ingu árið 1999. Gísli Már Gíslason, fram- kvæmdastjóri Ormstungu, sagði fjölgunina hjá sér vera nokkur hundruð prósent, enda byrjaði fyr- irtækið smátt, líkt og Bjartur, eba á einni bók. Af frumsömdu íslensku efni kemur nú út leikritið Þrek og tár eftir Ólaf Hauk Símonarson og er það líklega eina íslenska leikritiö sem kemst á bók þessi jólin. Auk þess kemur út skáldsagan Undir fjalaketti eftir Gunnar Gunnars- son, um leikara í Reykjavík nútím- ans, og hefur sagan að sögn Gísla á sér yfirbragð sakamálasögu. Starfsmaður Iðunnar sagði að ekki væri búiö ab ganga frá útgáfu- málum fyrir jól og vildi því ekki nefna neina titla. Ekki nábist í út- gáfustjóra AB. LÓA Kornakrar undir Eyjafjöllum lögöust niöur í fárviörinu um helgina: Líkur á að tjónið nemi hundruðum þúsunda hjá hverjum bónda

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.