Tíminn - 03.10.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.10.1995, Blaðsíða 4
4 Þri&judagur 3. október 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Guómundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugeró/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánaöaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Tilkynning forsetans Frú Vigdís Finnbogadótir, forseti íslands, tilkynnti við setningu Alþingis í gær að hún myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs sem forseti á næsta kjörtímabili. Þessi ákvörðun frú Vigdísar mun efa- laust valda stórum hluta þjóðarinnar miklum von- brigðum því margir höfðu orðið til þess að skora á hana að gefa kost á sér áfram og enn fleiri höfðu vonað það án þess að hafa komið þeim óskum á framfæri. Ákvörðunin er þó hennar og hennar einnar. Frú Vigdís er nú á lokaspretti síns fjórða kjör- tímabils og verður því búin að vera forseti lýðveld- isins í 16 ár á næsta sumri, eða rúmlega þriðjung lýðveldistímans. Af sjálfu leiðir að á þessari löngu forsetatíð hefur frú Vigdís mótað embættið og gef- ið því þá ímynd sem það hefur í dag. Á þessum tíma hafa ekki verið gerðar rótttækar umbyltingar á embættinu, heldur miklu frekar hefur það feng- ið að þróast í rólegheitum í eðlilegu framhaldi af því hvernig fyrri forsetar höfðu mótað það. Vigdís hefur verið sérstaklega farsæll forseti og náö þeim nánast ótrúlega árangri að vera svo gott sem óumdeild hjá þjóðinni. En hún hefur ekki verið óumdeild vegna þess að menn hafi ekki varðað um það sem hún er að gera eða segja, þvert á móti hafa orð hennar haft mikla vigt þegar hún hefur kosið að tjá sig um ákveðin málefni. Hún hefur verið íslensku þjóðinni eins konar fjallkona, sem landsmenn hafa verið stoltir af að senda í sínu nafni á fund annarra þjóða. íslenski forsetinn hef- ur enda vakið feikna athygli hvar sem hann hefur komið og vakið athygli á landi og þjóð langt um- fram það sem búast hefði mátt við með þjóðhöfð- ingja frá svo litlu landi. Frú Vigdís varð fyrst kvenna til að verða þjóð- höfðingi, kosinn í almennum lýðræðislegum kosningum árið 1980. Fyrir það vakti kjör hennar heimsathygli. Framlag hennar til kvennabarátt- unnar hefur verið mikilvægt, því fordæmi hennar hefur vakið þúsundum kvenna um allan heim von og aukið þeim sjálfstraust. Ákvörðun frú Vigdísar í gær um að gefa ekki kost á sér til endurkjörs mun að sjálfsögðu verða tilefni mikilla vangaveltna og umræðna um eftir- mann hennar. Slíkar umræður hafa raunar farið af stað nú þegar vegna þess að Vigdís hafði áður gef- ið til kynna að hún myndi hætta að þessu kjör- tímabili loknu. Slíkar umræður munu nú magnast um allan helming. Fullkomlega ótímabært er að velta vöngum yfir slíku, en þó er rétt að benda á að verðandi forsetaframbjóðendur hljóta að fara fram á eigin forsendum og með eigin hugmyndir. Það er ólíklegt að þjóðin hafi hug á kollsteypum varð- andi forsetaembættið frá því sem það er í dag. En það er líka fráleitt, eins og stundum heyrist, að hægt sé að koma í veg fyrir breytingar með nýjum forseta með því að velja þann frambjóðanda sem mest minnir á Vigdísi og héldi uppi „hennar merki." Ákvörðun Vigdísar um að ljúka forsetatíð sinni á næsta sumri þýðir að þá lýkur ánægjulegum kafla í lýðveldissögunni og nýr kafli tekur við. Til hvers að fara út? Garri hefur upp á síbkastib verib ab hlusta á meirihlutafulltrúana í borgarstjórn skammast yfir þeirri ósvinnu ab R-listinn skuli hafa hækkaö fargjöldin í strætó í Reykjavík. Greinilegt er aö fram- vegis mun ekki nokkrum manni mögulegt ab fara í strætó nema þeim sem hafa fengiö sérstakar kostnabargreiöslur. Þetta er nú eitthvab annaö en var í tíö íhalds- meirihlutans í borginni, þegar gríbarleg áhersla var lögb á aö byggja upp og hlúa aö almenn- ingssamgöngum án þess ab hækka fargjöldin nema endrum og sinnum. Á þeim tíma voru líka viö völd hugmyndaríkir menn, sem ekki einvöröungu gátu rekið strætó án þess að hækka fargjöld- in, þeir jáurftu ekki heldur að leggja fyrirtækinu til neitt fé að ráði og gátu meira aö segja dregið verulega úr fjárframlögunum. Ekki nóg með það, heldur fóru þeir líka mjög vel meö strætis- vagnana, svo vel aö bílarnir keyrðu ekki nema endrum og eins um göturnar. Gamli meirihlutinn var á góbri leið meö aö ná því eft- irsóknarverða takmarki aö gera strætisvagnana að sýningargrip- um sem aðeins voru hreyfðir á tyllidögum. Enda blómstraöi einkabílisminn sem aldrei fyrr og menn byggðu glæsileg (en tóm) bílastæðahús. Tómir strætóar út um allt En nú er semsé búiö ab eyði- leggja þetta og útlit fyrir aö stræt- isvagnar veröi um allan bæ aö þvælast fyrir manni og þar aö auki svo dýrir að enginn hefur efni á að feröast með þeim, þó þeir fegnir vildu. Og ef það eru ekki tómir strætisvagnar sem blússa um bæinn, þá er þaö ótölu- legur fjöldi leigubíla sem venju- lega standa hreyfingarlausir, en verða nú á fartinni með fram- haldsskólakrakka. Þaö er semsé að veröa spurning hvort réttlætan- legt sé aö vera að hætta sér út úr húsi af þessum sökum. Sú spurn- ing veröur raunar enn meira að- kallandi, þegar haft er í huga aö í dag hefur fólk ekki nokkra ástæðu til aö vera aö þvælast út úr húsi. Mjög margir vinna þannig vinnu aö þeir gætu sem hægast verið beintengdir í gegnum tölvu GARRI viö vinnustaöinn sinn. Og ef allt þaö fólk héldi sig heima, sem þannig væri ástatt fyrir, myndu þeir sem veröa að mæta á vinnu- stað eiga greiðari leið um og gætu farið á mjög skömmum tíma í og úr vinnu. Aö öðru leyti þarf fólk ekkert að vera aö þvælast út. Hægt ab gera allt heima Ekki þarf þaö að vera að þvælast í búöir, því nú er hægt að gera fullkomin innkaup í gegnum tölvu hjá Hagkaupum, sem heita reyndar Netkaup á tölvunni. Og ekki þarf fólk ab vera að æöa í banka, nú eru allir með banka heima hjá sér, eins og búiö er aö auglýsa svo rækilega í útvarpi og sjónvarpi og blöðum. Og svo hef- ur fólk auðvitað símann til að tala við þá sem það þekkir, og þeir sem vilja kynnast nýju fólki geta gert það í gegnum stefnumótalín- ur eða Internetið, því þar er til siðs ab ávarpa ókunnuga að fyrra brágði. Þeir, sem endilega vilja skemmta sér, geta svo látið sjón- varpsstöðvarnar duga og þeir al- hörðustu komist í bláar myndir á hinum ýmsu stöðum Veraldar- vefsins, en þar mun vera talsvert framboð af þess konar efni. Sé það svo haft í huga, ab til viðbótar öllu þessu virðist af frétt- um vera stórhættulegt að vera að fara út úr húsi, menn eru alltaf ab lenda í slysum, eða þeir verða fórnarlömb glæpa og ofbeldis- verka afvegaleiddra unglinga, sem safnast saman í miðbænum, og svo mætti lengi telja, þá minnkar enn hvatinn til að vera á ferli utandyra. Þess vegna er það nú kannski eftir allt saman bara guðsþakkar- vert að R- listinn skuli hafa hækk- að strætófargjöldin svona mikið og ætli að auka tíðnina á stræ- óferðunum. Annars hefðu menn kannski freistast til að vera að fara út, bara til að nýta sér stopular strætóferðir á gamla verðinu. Garri Aubur og hamingja — og atgjörvi Hávísindaleg rannsókn, sem gerð var fyrir nokkrum árum, sýndi að á íslandi býr lukkulegasta þjóð heims. Hvorki meira né minna. Enda trúir þjóöin eins staöfastlega á framhaldslíf eins og sauðfé og þorsk og fer þar saman andlegur auður og veraldlegur og er fátt eitt sem er eins uppbyggilegt fyrir lífshamingj- una hérna megin grafar og handan hennar. Fleira verður íslenskri gæfu að liöi en huggulegt hugarástand. Alþjóða- bankinn er farinn að beita nýjum forsendum til að reikna úr auðæfi þjóða og viti menn, ísland er þar sjöunda ríkið á stigatöflu veraldar- innar, og svo er sagt að vib gerum það ekki gott. Samkvæmt nýju töflunni er þjóöarauðurinn um 32 milljónir króna á hvert mannsbarn í landinu, og á vísitölufjölskyldan því sem svarar á annað hundrab milljónir króna. Meðaltaliö er um 5,5 milljónir króna, ef litið er til heimsins alls. Hér má því vel við una. Hinir fátækari Olíuríki eins og Qatar, Samein- uðu arabísku furstadæmin, Noregur og Kuwait eru ekki nærri því eins rík og ísland, hvað þá ríki einsog Bandaríkin, Þýskaland, Danmörk og Holland, svo eitthvað sé nefnt af þeim sem minna mega sín. Botnríkin, sem telja drjúgan meirihluta mannkyns, tekur ekki að minnast á. íslenski auðurinn á sér víða ræt- ur. Bithaginn, vatnib og fiskislóðin vega þungt og mannauðurinn er meiri en á öðrum stöðum á heims- kringlunni. Á þab ekki að koma á óvart, því lengi hefur sú staðreynd legið ljós fyrir aö vib emm afbragö annarra manna, og dugir fáum aö etja kappi við þjób Snorra og Leiru- lækjar-Fúsa um mannkosti til lík- ama og sálar, jafnvel ekki búks og kviðar ef út í það er farið. íslenski auðurinn stendur undir mikilli velmegun. Þeir, sem útdeila honum, vita vel hvers virði það er að vera íslendingur og úr hve miklu Á víbavangi er að spila. Þeir, sem eiga landiö og fiskislóðina, deila kjörum með þeim löndum sínum sem varla eiga ann- aö en starfsgetu. En samkvæmt skattframtölum eru kjör allra lands- manna ósköp svipuð og ríkir því jafnræði í útdeilingu lífsins gæða og landsins auðæfa. Sættlr? Engir vita betur um hve þjóba- rauburinn er mikil en þeir, sem for- valta hann fyrir þjóðina. Þeir sitja á þingum, í peningastofnunum og ráðuneytum og háum embættum margs konar og ótrúlega fjölmenn- um. Allir þeir aðilar vita ofurvel ab sjöunda ríkasta þjób heimsins er vel aflögufær til ab halda sína bestu syni og dætur sæmilega. Því er sjálf- sagt að allt þetta fólk úthluti sjálfu sér launum og fríöindum, vegna þess að af nógu er að taka. Eða hverjir ættu aö vita það betur en þeir, sem verja starfsorku sinni til að skattleggja og úthluta og fara með göfugustu embætti hamingjurík- ustu þjóbar heims, sem þar ofan í kaupið er ein sú auðugasta af ver- aldargæöum og státar af á annab hundrað milljón króna eign á hverja vísitölufjölskyldu. Það eru ekki bara jarðeigendur og handhafar allra veiðiréttinda sem eru ríkir, að viðbættum þeim sem eiga fjármagn og hlutabréf og hermangið eins og það leggur sig langt aftur í tímann. Það er íslenska þjóðin sem er forrík. Það er að segja samkvæmt meðaltalsreglunni. Af því að íslendingar eru ríkari en Bandaríkjamenn, Norsarar og Aust- urríkismenn, svo einhverjir séu taldir, er sjálfsagt að lífskjörin séu ekki lakari hér en í hinum fátækari ríkjum. Þetta veit íslenska yfirstétt- in ofurvel og jafnar kjör sín sam- kvæmt því, og er ekki nema sann- gjarnt. En af því að óarðbær peninga- brennsla gengur fyrir öðrum fram- kvæmdum og útgjöldum, gengur dálítið illa aö láta puðara þjóðfé- lagsins njóta ríkidæmisins. Enda er þab margsannab að almúginn kann ekkert meb peninga ab fara og því ekki rétt að láta hann hafa nema takmarkað ab þeim, og svo má allt- af ná aurunum aftur með sköttum. Aðalatriðið er að ísland er með ríkustu þjóðum heims og sam- kvæmt viðurkenndri jafnræðis- formúlu eru sumir svo miklu jafnari en aörir. Það skrýtna er að þessir aðrir sætta sig alltaf við það. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.